Dagur - 17.12.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1975, Blaðsíða 1
ESU EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. des. 1975 — 54. tölublað FILMUhÚSÍS akureyri Jólatréð afhent með viðhöfn. (Ljósmyndastofa Páls) JÓLAKVEÐJA FRÁ Um lán til liitaveitu. Bæjarráð hefur heimilað hita veitunefnd bæjarins að leita eftir ríkisábyrgð á láni vegna hitaveituframkvæmda á næsta óri, allt að 400 milljónum króna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það, hvar lánið verð- ur tekið. Galtalækur. Bæjarráð hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til samn- Vegir allgóðir Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar í gær, eru vegir nú allgóðir. Þó er Múlavegur að- eins fær jeppum. Snjór var hreinsaður af Vaðlaheiðarvegi í gær og er hann því öllum bíl- um fær þar til snjóar. Undanfarna daga hafa vegir verið hættulega hálir og enn eru á þeim hálkublettir, sem vegfarendur þurfa að átta sig á. Umferð er nú mikil, eins og venja er í góðu færi fyrir jól. □ Kasthvammi í Laxárdal, 15. desember. Hér hefur ekki verið látið út fé síðan 20. nóvember. Það er nú talið gamaldags og ekki lengur við hæfi að beita sauðfé á þessum árstíma. Ég var alinn upp við annað. Þá var beitt í flestum veðrum, stund- um jafnvel um of, en þá var svo mikið hugsað um að spara hey og var gert, enda var þá erfiðara að afla heyja en síðar varð. En féð verður hraustara á að hafa verulega útivist. Ekki hef ég fundið þessar þrjár rjúpur, sem ég sá í haust en tapaði svo af. Kannski hefur einhver drepið þær. Tíðin hefur verið ein sú óstilltasta um tíma, sem ég man eftir, en heita má snjólaust og engin hörkuveður, en þó nokk- Ur hvassviðri. Vegir eru svell- aðir og hálir hér í Laxárdaln- um. Laxá hefur aldrei lagt í vetur og það hefur ekki enn vei'ið reynt að auglýsa væntanlegan rafmagnsskort. Vel man ég iifiiiiiniiiiiiiiimiiiiiimiiiiii Á morgun, fimmtudag, eru verslanir opnar til kl. 22.00. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII inga við Flugbjörgunarsveitina um makaskipti á húseign sveit- arinnar Strandgötu 55 B og úti- húsum á Galtalæk, Samnings- uppkastið verði lagt fyrir bæjar ráð til samþykktar eða synjun- ar. í þessum samningum skal athugað, hvort Hjálparsveit skáta getur fengið aðstöðu til geymslu og viðhalds tækjabún- aðar á sama stað. Flugbjörgun- arsveitin hefur lagt fram teikn- ingar að breytingum á umrædd- um útihúsum. Úthlutun úr Byggingalánasjóði. Nýlega fór fram úthlutun úr Byggingalánasjóði kaupstaðar- ins. Alls bárust 155 umsóknir um lán úr sjóðnum, en úthlutað var 83 lánum að upphæð sjö milljónir sex hundruð og fimm- tíu þúsund krónur, sem skipt- ust þannig: 59 fengu 100 þús- und krónur, 22 feiigu 75 þúsund króriur og 2 fengu 50 þúsund krónur. Réttindi og skyldur. Fram eru komnar til annarr- (Framhald á blaðsíðu 6) þennan sama mánaðardag fyrir 40 árum. Þá var hörku stórhríð. Menn ferðast mikið, kaupa mikið og eyða miklu fé. Það er ekki að sjá að það sé nein kreppa. G. Tr. G. f fyrrinótt urðu jarðskjálftar í Grímsey. Fyrsti kippurinn varð klukkan 3.57 og sagði Steinunn Sigurbjarnardóttir, fréttaritari Dags þar í eynni, að sá kippur hefði verið svo harður, að flest- ir myndu hafa vaknað. Mældist hann 4,8 stig á Rigterskvarða og klukkan rúmlega 10 fyrir há- degi varð annar jarðskjálfta- kippur, litlu minni, en margir smærri kippir fram að þeim tíma. Síðan var kyrrt fram að hádegi, sagði fréttaritarinn. í fregnum útvarpsins um há- degi f gær var jarðskjálftanna getið og frá því sagt, að þessara jarðhræringa hefði einnig orðið vart á Siglufirði. Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafræðingur tel ur upptökin 10 km norðvestur í gær hafði bresku togurunum á íslandsmiðum fækkað úr fimmtíu niður í sextán eða seytján og átta verndarskip. Að venju eru hér fáir breskir togarar um jól og áramót. Talið er, að afli þessara togara hafi verið mjög rýr að undanförnu. „Áreitni“ Landhelgisgæslunn ar hefur verið mikil og enn- fremur hafa veður oft verið hörð. Akureyrarhöfn hefur borist jólatré að gjöf frá Lúbeck. Það er útgerð skemmtiferðaskipsins Regína Maris er heitir Lúbeck Linie AG sem hefur nú í 6. sinn sent Akureyringum jólakveðjur með þessum hætti. Herluf Ryel umboðsmaður útgerðarfélagsins á Akureyri afhenti Akureyrarhöfn tréð 12; desember sl. og hefur tréð verið sett upp á mótum Glerárgötu og Skipagötu. Við þetta tækifæri sagði Herluf Ryel að Regína Maris kæmi fjórum sinnum til Akur- af Grímsey. Kippirnir voru snarpir en stuttir og ekki hefur komið í ljós, sagði fréttaritar- inn, að skemmdir hafi orðið. Jarðskjálftamælar sýna stöðug- ar hreyfingar á eynni. Ofsaveður gekk yfir Grímsey Sauðárkróki, 15. desember. — Tíðarfar var mjög gott fram til 23. nóvember, en síðan hefur veðráttan verið óskaplega óstöðug, skipst á úrfelli, rok og frost með hláku á milli. Þó hafa frostin verið væg og aldrei veru legur snjór. Bresku freigáturnar þrjár á miðunum austan við land sigla nú með fallbyssur sínar mann- aðar, og eru þær upplýsingar hafðar eftir Guðmundi Kjærne- sted skipherra á Tý, og sagðist hann jafnframt aldrei á sínum skipstjóraferli hafa orðið slíks hátternis var. Veiðarfæri hafa verið klippt aftan úr 13 breskum togurum síðan 13. nóvember. □ eyrar næsta sumar eða oftar en nokkru sinni fyrr. Sú nýbreytni væri nú fyrirhuguð að skiptið komi við á Húsavík á leið sinni hingað og gæfist farþegum kost ur á að íara landleiðina til Akur eyrar með viðkomu í Mývatns- sveit. Hann gat þess að þessar ferðir væru mjög eftirsóttar og ávallt væri uppselt í þær. Formaður hafnarstjórnar, Stefán Reykjalín, veitti trénu móttöku og þakkaði hann þann vinarhug, sem gjöf þessari fylgdi. Hann sagði Akureyringa ávallt fagna komu skemmti- kippir um helgina og á sunnudags- morguninn var eins og eftir loft árás, yfir að líta, því margt laus legt hafði fokið. Bátar, sem búið var að setja, lögðust á hliðina, en í óveðri þessu urðu þó engar skemmdir. □ Þótt jörð sé næg er talið að folöld, tryppi og yngri folalds- hryssur séu farin að slást. Féð hefur verið á fullri gjöf þennan tíma. Togararnir þrír lönduðu hér í síðustu viku, en aflinn var með minna móti, sökum ógæft- anna. Minni bátar hafa ekki róið síðan um miðjan nóvem- ber. Minni vinna hefur því ver- ið í frystihúsunum en oftast áður og jafnvel fallið úr nokkr- ir dagar. Utgerðarfélagið er að reisa 400 fermetra byggingu. Er það stálgrindahús. Undirstöðurnar voru steyptar í október og nú er húsið komið undir þak. Þetta verður skrifstofubygging, neta- verkstæði og geymsla, sem allt vantaði tilfinnanlega. Á laugardaginn og aðfaranótt sunnudags var ofsarok af suð- vestan og tók þá upp það föl, LUBECK ferðaskipsins Regína Maris, skipið væri mjög fallegt og sjó- mennska áhafnarinnar til fyrir- myndar. Ennfremur kynnu Akureyringar vel að meta hið góða veður, sem virtist fylgja komu Regína Maris til Akur- eyrar. (Fréttatilky nning ) Happdrætti Framsóknarfi. Blaðið hefur verið beðið að minna á, að þeir sem fengið hafa heimsenda happdrættis- miða flokksins, eru vinsamlega beðnir að greiða þá sem fyrst. Skrifstofa flokksins í Hafnar- stræti 90 er opin á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 20—22, á fimmtudögum kl. 17—19 og á laugardögum kl. 10—12. En einnig má gera skil á afgreiðslu Dags á skrifstofutíma. □ sem var og mikið af svellunum einnig. Á Sauðárkróki er nú mann- margt, því fólk úr héraðinu er að gera jólainnkaup sín. Við- skipti eru mikil að venju og sést ekki að neitt dragi úr jóla- kaupum. Fallegur kross er hér uppi á Nöfunum og er kveikt á honum fyrir jól og er búið að kveikja á honum nú. G. O. Yinnuslys 1 Síðdegis á mánudag varð það vinnuslys, að smiður féll af þaki gamla Gróðrarstöðvarhússins á Akureyri. Hann var fyrst flutt- ur í Fjórðungssjúkrahúsið, en síðan suður til Reykjavíkur, mikið slasaður. Q MIKIÐ FERDAST OG MIKIÐ KEYPT Mjög snarpir Rólegt er á miðunum Ekkert lál á jólakaupunum á Króknum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.