Dagur - 17.12.1975, Qupperneq 8

Dagur - 17.12.1975, Qupperneq 8
GILTU TÍSKUHÁLS- KEÐJURNAR NÝKOMNAR Akureyri, miðvikudagimi 17. des. 1975 SMÁTT & STÖRT Gjöfin aíhent í Fjórðungssjúkrahúsinu. (Ljósmyndastof a. Páls) Á sunnudaginn afhenti Lions- klúbbur Akureyrar Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri ljós- myndatæki til leitar krabba- meins. í fréttatilkynningu um þetta segir svo: Athygli manna hefur í æ rík- ari mæli beinst að brjóstkrabba meini. Komið hefur í ljós að brjóstkrabbi er nú algengasti illkynja sjúkdómur hjá konum, og fer tíðni hans stöðugt vax- andi. Batahorfur eru fyrst og Heroin í inn fliEttum bíi Mörg og leið mál hafa verið tekin til meðferðar vegna smygls á eiturlyfjum. Hið síð- asta af því tagi varð uppvíst er hass-hundur og tollverðir í Reykjavík fundu verulegt magn af heroini eða morfíni, falið í innfluttum bíl. Gerðist þetta er Citroen-bifreið var flutt frá borði í Reykjavíkurhöfn í síð- ustu viku. Þá var hass-hundur- inn kallaður til og tók hann þegar að krafsa í bílinn. Var hér um að ræða mesta magn, sem fundist hefur í einu, eða svo kílóum skipti. En giskað hefur verið á 3—4 milljón króna söluverðmséti, ef það hefði komist á markað. Hass-hundurinn frægi sann- aði ágæti sitt í þessu máli, eins og svo oft áður. □ fremst undir því komnar, að meinið greinist strax á byrjunar- stigi. Vegna fjármuna- og tækja- þkorts, hefur fram að þessu ekki verið unnt að framkvæma hóprannsóknir á konum. Ollum má þó ljóst vera, að lífsnauðsyn er að hefjast nú þegar handa, enda með því beinlínis verið að bjarga mannslífum. Með þessa brýnu þörf í huga ákváðu félagar í Lionsklúbbi Akureyrar, að beita sér fyrir og skipuleggja fjáröflun, til kaupa á brjóstmyndatæki til leitar krabbameins. Er tæki það sem valið var (Mammograph), talið hið fullkomnasta sem völ er á, til leitar og rannsókna á krabba meini í brjósti, og kostar um 3,3 milljónir króna, auk tolla og aðflutningsgjalda. Hefur tækið nú verið sett upp á Röntgen- deild F.S.A., og verður fljótlega tekið í notkun í þágu almenn- ings. Þar sem um svo dýran grip var að ræða, var leitað aðstoðar nokkurra félagasamtaka á Akur eyri og í nágrenni. Er skemmst frá því að segja, að málaleitun glúbbsins var mjög vel tekið, og bárust drjúg- ar peningasendingar frá félög- um innanbæjar og utan, auk þess sem tveir aðilar aðrir lögðu fram góðan skerf. Félagar í Lionsklúbbi Akur- (Framhald á blaðsíðu 4) EITT ER MEST Á tímum stórra viðburða á ís- landsmiðum, mikilla veðra, tíðra veðraskipta, skammdegis, annríkis á Alþingi og amsturs almennings fyrir daglegu brauði sínu, yfirskyggir einn hlutur allt hitt og það er undir- búningur jólanna, svo ríkan þátt á þessi hátíð enn í hugum fólksins. Hve gott er það ekki í erfiði dagsins, skammdegis- myrkri og linnulausri baráttu okkar innbyrðis og út á við, að eiga þessa hátíð framundan, gleðjast sameiginlega og hvert og eitt — og verða betri menn um stund. JÓLAGJAFIRNAR Eitt atriði jólaundirbúnings eru jólagjafirnar. Vart er hægt að líta inn í nokkra verslun án þess að taka eftir því, að fólk er að hugsa um jólagjafir. Á með- an velmegun var meiri en hún er nú, stækkuðu jólagjafirnar ár frá ári, að minnsta kosti að verðgildi og þeir sem eldri eru og muna tvenna tíma, þcgar það þótti gott „að hafa í sig og á,“ hættu jafnvel að spyrja hvað hlutirnir kostuðu. Þaðan af síður voru menn að hafa fyr- ir því að gera verðsamanburð í verslunum. Synd væri að segja, miðað við fyrri tíma, að kaupgeta sé lítil. Hið sanna er, að hún er mikil, þótt enginn mótmæli, að liún hafi minnkað. AÐ VELJA OG HAFNA En þessi rýrnun kaupmáttar veldur því, að menn eru farnir að velta fyrir sér hverjum seðli af brýnni þörf og hefði e. t. v. mátt fyrr vera. Og þessi þörf ætti að styðja þau gömlu og nýju sannindi, að það eru ekki alltaf stærstu jólagjafirnar, sem gleðja mest, heldur hugkvæmni í vali og þó er það mesta gleðin Húsaþök skemmdus! í ofviðri á Bakka A laugardaginn var gerð frá Tjarnarkirkju í Svarfaðardal útför Þórs Vilhjálmssonar á Bakka, að viðstöddu fjölmenni. Hann var 82 ára er hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur eyri. Ekkja hans er Engilráð Sigurðardóttir frá Göngustöð- um. Tvær dætur þeirra hjóna búa nú á Bakka. Aðfaranótt síðasta sunnudags gerði ofsarok og var hvassast klukkan 2—4. Þá fauk ýmislegt lauslegt á Dalvík, en hvergi var um mikinn skaða að ræða. Hins vegar fauk hluti af hlöðuþaki á Bakka og einnig nokkuð af járnplötum af íbúðarhúsi. Björgvin kom á mánudags- morgun með 110 tonn af fiski og er aflaverðmæti um 4 milljónir. Rækjuvinnsla er engin því ekki viðrar til sjósóknar' á rækju- miðum. Upp eru komnar skreytingar við kirkju og hefur Lionsklúbb ur Dalvíkur sett þar upp mynd- arlegt jólatré. Komnar eru einn ig jólaskreytingar í verslanir, svo sem útibú KEA og víðar. Ennfremur skreyta margir heimili sín með útiljósum. Vegirnir eru ágætir og notar sveitafólkið greiðfærar og góð- ar leiðir til að skreppa í kaup- stað til að gera jólainnkaup sín. Á laugardaginn var skipað út 4400 pökkum af saltfiski í Eld- vík fyrir markað á ítalíu og Grikklandi. (Samkv. viðtali við Kristján Ólafsson útibússtjóra á Dalvík) Siökkviíiðið kaliað út í þrjú skipii rafmaogstruflanir urðu í Kelduhverfi Á laugardaginn, klukkan 9.40, var slökkviliðið á Akureyri kall að að Bautanum. Þar hafði kviknað í grillofni. Skemmdir munu ekki hafa orðið teljandi nema af reyk. Sama dag klukkan 19.20 kviknaði í kyndiklefa útibús Nýlenduvörudeildar KEA að Hlíðargötu 11. Þar urðu litlar skemmdir af bruna en miklar af völdum reyks og vatns. Vör- ur verslunarinnar voru fjar- lægðar, allt málað hátt og lágt um helgina og klukkan 3 á mánudaginn var útibúið opnað á ný með nýjum vörum. Enn var svo slökkviliðið kall- að að Skinnaverksmiðjunni Iðunni næstu nótt, en þar urðu engar skemmdir, aðeins trufl- anir vegna rafmagnsbilunar. (Samkvæmt upplýsingum slökkvistöðvar) í samtali við Ingibjörgu Indriða dóttur, Höfðabrekku, Keldu- hverfi á mánudaginn, kom fram: Vegirnir eru alveg ágætir og eru menn ánægðir yfir því og mikils um það vert að hafa greiðar samgöngur, ekki síst nú fyrir jólin. Og hér líður öllum vel og hafa ekki yfir neinu sér- stöku að kvarta nema rafmagns truflunum undanfarna daga. Það er búið að vera rafmagns- laust hér síðan í gær og veit ég ekki ástæðuna. Kvenfélagið okkar í Keldu- hverfi varð að fresta basar í Skúlagarði, en að viku liðinni var unnt að halda hann og tókst það vel. Ágóðanum á að verja til endurbóta á Garðskirkju og til Sólborgar á Akureyri. í Skúlagarði hefur verið unn- ið af kappi við byggingu skóla- stjórabústaðar og er það hús orðið íokhelt. Kirkjukór Garðskirkju byrj- aði fyrir nokkru æfingar og ung mennafélagið undirbýr veglega samkomu, sem haldin verður milli jóla og nýárs. □ fyrir livern þiggjanda, að vita að eftir honum sé munað og til hans hugsað af hlýjum liuga. Þessu mættu margir velta fyrir sér, ef þeim finnst peningavesk- ið ætla að rýrna óeðjilega fljótt í þessari miklu jólakauptíð. TVÆR NIÐURSTÖÐUR f jólakauptíð, þegar allar versl- anir cru fullar af fögrum og góð um vörum og kaupgeta veru- leg, keppa verslunaraðilar um peninga fólksins. Það er slegist um viðskiptavinina eins og um sálirnar við „hið gullna hlið“ og veitir ýmsum betur. Mikils virði er það fyrir almenning, á meðan atvinna lielst sæmileg og menn hafa einhverja peninga handa á milli, að hafa mikið og fjölbreitt úrval pf hvers kyns vörum og góða verslunarþjón- ustu í ofanálag. Vandinn er hins vegar enn meiri, að velja og hafna, því vandi valsins er hverju sinni erfiður, á hvaða sviði sem er. En niðurstöður þessara hugleiðinga eru tvær. Sú fyrri er, að kaupa fremur fleiri jólagjafir og smærri, til þess að gleðja sem flesta, og hin er sú, að kaupa fremur þá hluti en aðra, sem hagnýtir geta tal- ist eða veitt geta fleiri ánægju- stundir en það augnablik, sem jólapappírinn er tekinn utan af þeim. SKEMMTILEG TILLAGA f gærmorgun gerði Guðmundur Þorsteinsson það að tillögu sinni í umferðarþætti sínum, að akureyringar og hafnfirðingar kepptu á næsta ári um lækkun umferðarslysa. Þetta er ágæt hugmynd, ef unnt er að fram- kvæma hana. Svo mikill þáttur er umferðin í daglegu lífi fólks, og svo mikið áhyggjuefni eru hin tíðu umferðarslys, að al- menningur lifir í stöðugum ótta við þau og ekki að ástæðulausu. f stað góðra samgöngutækja, ogj er þá átt við hinn mikla bifreiða kost, og akfærra vega og það gagn og gleði, sem þetta á að veita öllum landsins börnum, er gleðin blönduð ótta. ÁHUGAVERÐ KEPPNI Þegar í huga eru höfð þær þús- undir umferðarslysa á ári liverju í umferðinni hér á landi, Iimlestingar og dauða af völd- um þessara slysa og einnig er liorft til þeirra milljarða króna, sem slysin valda á farartækjum ár hvert, er það sannarlega um- hugsunarefni, hvernig unnt væri að keppa í fækkun um- ferðarslysa. Keppni er í liáveg- um höfð á flestum sviðum, og þótt einhverjum finnist hún stundum ganga út í öfgar, ætti umferðarkeppni á milli kaup- staða að verða almennt áhuga- mál. Tryggingafélög, lögregla, bæjarstjórnir, umferðarnefndir og Umferðarráð ættu að vera málinu fylgjandi, bvað sem segja niá um sjálfa framkvæmd ina, sem enn mun lítt hugsuð en þyrfti að rökræða nánar. £<$3>-$><S><$<$<$x$<$<$<Sx$3*$^<$3xí><í*$®*$ Dagur kemur næst út á föstudaginn. Þurfa því auglýsingar að berast fyrir hádegi á fimmtudag. —

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.