Dagur - 17.12.1975, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Við eigum ekkerf val
í góðu erindi, em Eysteinn Jónsson
flutti í útvarp I. desember sl., minnti
hann á baráttu Jóns Sigurðssonar og
sagði:
Jón Sigurðsson var óþreytandi að
minna þjóðina á, að ekki væri nóg
að sinna hinni stjórnarfarslegu hlið
frelsisbaráttunnar, það yrði einnig
að skilja og sýna í verki, að þjóðin
gæti séð sér farborða atvinnulega og
í efnalegu tilliti.
Eg hvet ekki til einangrunarstefnu
í samskiptum við aðrai' þjóðir, en
legg áherslu á, að hver þjóð verður
að sjá fótum sínum forráð og líta
raunsætt á stöðu sína og annarra
þjóða. Það hlýtur að vera afar þýð-
ingarmikið fyrir smáþjóð að hafa
full tök á atvinnulífinu í landinu
sjálfu og eiga þar sem minnst undir
öðram komið. íslendingar mega
aldrei gleyina því, að einn þýðingar-
mesti þátturinn í frelsisbaráttunni á
tímum áþjánar og umkomuleysis,
var að losna við yfirráð erlendra í
viðskipta og atvinnulífi landsins.
Menn mega ekki eitt andartak missa
sjónir af því, að ein styrkasta stoð
frelsis og sjálfstæðis, er framtak lands
manna sjálfra og atvinnurekstur ís-
lenskra manna.
Gætilega verður að fara í því, að
treysta á atvinnurekstur erlendra
aðila í landinu. Þótt menn telji allt
vel skorðað, þá jafngildir þess háttar
rekstur aldrei því, sem íslendingar
hafa sjálfir með höndum og ráða að
fullu. Og gæta verður þess vandlega,
að slíkur rekstur verði ekki of stór
þáttur í þjóðarbúskapnum. Hér
verður því að gæta liófs og viðhafa
nauðsynlega varúð.
Við eigum nú við rnikla örðug-
leika að etja. Viðskiptakjör hafa hríð
versnað og enginn dregur í efa, að
þjóðin eyðir nú meira en hún aflar.
Nýjustu upplýsingar um ástand fisk-
stöfna og áætlanir um það, hve
mikla veiði megi taka á miðum okk-
ar, sýna ástandið alvarlegra en við
höfum talið fram að þessu og hefur
það þó verið álitið afar alvarlegt.
Það ér þungt áfall fyrir þjóðina
hvernig komið er. Hér er því við
ærinn vanda að etja. Þjóðin verður
að hætta að eyða um efni fram og
samtímis að kosta miklu til að breyta
atvinnuháttum stórlega. Enginn veit
á þessari stundu hve róttækar eða
kostnaðarsamar breytingamar þurfa
að verða. Meðal annars veit enginn
í dag, hve mikið af fiskstofnunum á
íslandsmiðum okkur tekst að varð-
veita í okkar eigin þágu. Við vitum,
að engin þjóð getur varðveitt sjálf-
stæði sitt nema hún geti staðið á
eigin fótum fjárhagslega. Þessa þraut
verða íslendingar þvi að leysa. Það
er ekkert val. □
Aðventutónleikar
1 Akureyrarkirkju
- Frá bæjarstjórn ...
(Framhald af blaðsíðu 1)
ar umræðu í bæjarstjórn reglur
um réttindi og skyldur bæjar-
starfsmanna. Þetta er mikill
bálkur og eflaust nauðsynlegur,
því fram að þessu hefur verið
stuðst við meginreglur er gilda
fyrir ríkisstarfsmenn. í þessum
reglum er ýmislegt ljósara en
í reglum ríkisstarfsmanna.
I
Lóðarúthlutun.
Nýlega var auglýst eftir um-
sóknum um lóðir undir íbúðar-
hús í nýja Hlíðarhverfinu í
Glerárhverfi. Veittar hafa verið
22 einbýlishúsalóðir en 9 um-
sóknir um tveggja hæða rað-
hús hafa borist en ekki verið
afgreiddar. Þessi einbýlishús
verða við Bröttuhlíð og Bakka-
hlíð. Ennfremur hafa ný götu-
nöfn, svo sem Litlahlíð og
Steinahlíð, verið ákveðin og
Hlíðarbraut heitir stór gata,
sem nær frá Krossanesbraut
yfir Hörgárbraut og alla leið að
Þingvallastræti. □
Benedikt Ingimarsson:
Ljóð. Ak. 1975.
Frá vordögum
að í röðinni frá sinni hendi.
Lausavísur eru allmargar í bók
inni, sem sverja sig í ættina,
eins og þessi:
Fyrir tæpum fimmtíu árum
eignaðist ég ofurlítið kvæða-
kver, Vökudrauma, eftir Bene-
dikt Einarsson á Hálsi. Faðir
minn taldi til skyldleika við
höfundinn, man ég eigi hvernig
hann rakti það. Þarna voru
skemmtilegar vísur, sumar al-
kunnar verðlaunastökur, ásamt
kvæðum, eins og þau gerast
best á alþýðuvísu. Nú er hér
kominn niðji Benedikts Einars-
sonar með nýtt ljóðakver, ann-
- Góð gjöf ...
(Framhald af blaðsíðu 8)
eyrar þakka þessum aðilum öll-
um, höfðingleg framlög, sem
gerðu klúbbnum fært að ráð-
ast strax í kaup á þessu bráð-
nauðsynlega tæki, og nemur
framlag þessara félaga og fyrir-
tækja, röskum þriðjungi inn-
kaupsverðsins.
En gefendur voru þessir:
Kvenfélagið Hlíf, Akureyri,
Kvenfélagið Framtíðin, Akur-
eyri, Kvenfélagið Baldursbrá,
Glerárhverfi, Kvenfélagið Vor-
öld, Öngulsstaðahreppi, Kven-
félagið Aldan, Öngulsstaða-
hreppi, Kvenfélagið Hvöt, Ár-
skógshreppi, Kvenfélagið Vaka,
Dalvík, Kvenfélagið Iðunn,
Hrafnagilshreppi, Kvenfélag
Hríseyjar, Kvenfélag Svalbarðs -
strandar, Kvenfélag Hörgdæla,
Kvenfélag Akureyrarkirkju,
Iðnaðarbanki íslands h.f., Akur
eyri, Slippstöðin h.f., Akureyri,
Hj úkrunarkvennafélag íslands,
Akureyrardeild, Ljósmæðra-
félag íslands, Norðurlandsdeild,
starfsstúlkur á Fataverksmiðj-
unni Heklu, starfsfólk ■ á Rönt-
gendeild, Rannsóknarstofu,
Þvottahúsi og fleiri deildum
F.S.A., Zontaklúbbur Akureyr-
ar, Lionsklúbburinn Hrærekur,
Lionsklúbburinn Huginn, Lions
klúbburinn Vitaðsgjafi.
Þar sem þessum áfanga er nú
náð, vonast gefendur til að tæk-
ið komi að sem bestrun notum.
Formaður Lionsklúbbs Akur-
eyrar er Ellert Guðjónsson. □
Enginn hræðist myrkramátt.
Meiri er gæða kraftur.
Myrkrið læðist lágt og hátt.
Ljósið glæðist aftur.
Nokkur af kvæðunum virðast
ekki nógu föstum tökum tekin,
og einstakar athugasemdir falla
stundum ekki nógu markvisst
inn í kvæðisheild. En hitt er
meira vert, að margt ljóðanna
eru verulega vel gerð að þessu
leyti, og má þar til nefna þau
sem heita: Klukkan, í morgun-
sól, Ljós, Geislar, Rógberinn,
Atvik og framkoma. — Engu
ofaukið og stefna ákveðin að
vissu marki án innskota. Ljóð-
ið Ást hefir einkum tekist vel
að formi, auk þess ólíkt venju-
legu nútímarugli, minnir að
gerð og einfaldleik á hvorki
meira né minna en viðkunnan-
legustu smákvæði Frödings.
Hugleiðingar um lífið, þokka-
lega samið, beinn þráður hugs-
unar, en mætti vera léttara yfir
því. Guðmundur skólaskáld
sagði: Æskan kemur aftur,
börnin góð. — Enda eru hérna
mörg ljóð á alveg annari bylgju
lengd en Huðleiðingarnar:
Gæfumaður, Hetjur dagsins,
Drykkjumaður dáinn, Árstíða-
skipti, og Peningamaður. í þeim
er vel tempruð glettni, sem
höfundur ætti að leggja meiri
rækt við. Þeim hópi tilheyrir
smellin skopvísa:
Mikil sorg og sálarraunir
setja mark á þína brá.
Þú ættir helst að borða baunir
með bræddu floti ofaná.
: \
I
Þakka bókina, áritaða stil-
góðri rithönd, sem gefur til
kynna að við alþýðustéttamenn
gætum kennt ráðherrum að
sveifla pennastönginni.
Sig. Draumland.
málaraöherra. Þessi marg eítirspuröa
búk, sern verið hefur uppseld árum samán
er nú komin aftur i bókaverzlanir.
Lög og réttur fjallar á greinargóöan
hátt um ýmis meginatriði islenzkrar
réttarskipunar.
Bókin fæst hjá helztu bóksölum, og
kostar kr. 2.700.- (+ sölusk.).
Félagsmenn,— og aö sjálfsögöu þeir, sem
gerast félagsmenn nú, fá bókina meö
20% afslætti í afgreiöslu Hins íslenzka
bókmenntafélags aö Vonarstræti 12
í Reykjavík.
Hiö íslenzka bókmenntafélag.
ii9Lmí
.
'
ÍillSi®
AMBER GLOW
ARINELDIVIÐUR
Kubburinn endist í 3 klukkutíma.
Sótar ekki.
„Þá fullreynt það er,
að' ég flogið ei get,
ef flugþráin óró mér kyndir,
við starfanna hljómfall
í stuðla ég set,
án stækkunar —
hversdagsins myndir.
Þó hilluna réttu ég hæfist ei á,
þó hneigist til listrænni starfa,
í fábreytni sinni þær fróun
mér ljá,
— og fyrst vil ég lifa til þarfa.“
fólk er velkomið svo lengi sem
húsrúm leyfir.
325 nemendur stunda nám
við Tónlistarskólann í vetur, og
skiptast þeir í 11 námsgreinar.
Nemendur eru á öllum aldri,
allt frá 5 ára til 65 ára.
Kennarar eru 16 við skólann,
og eru 12 af þeim fastráðnir.
( Fr éttatilky nning)
Verðtilboö
NATTFOT
fyrir herra
kr. 1.495.
NATTFOT
fyrir drengi
kr. 1.225.
HERRADEILD
SIMI
21400
Guðmundur Þorsteinsson
frá Lundi.
Við hljóðfall starfsins
Prentverk Odds Björnssonar.
Þetta er 150 bls. ljóðabók og
síðurnar nýttar til fulls. Guð-
munduv er orðinn aldinn að
árum. Kunnur er hann þjóð
sinni fyrir marga holla hug-
vekju í útvarpi og blöðum.
Hann er einn af þessum þjóð-
hollu, sívakandi postulum sjálf-
stæðisbaráttunnar og ung-
mennafélagshreyfingarinnar
sem mótaði svo mjög aldarhátt
þessarar umbrota aldar okkar.
Steindór Steindórsson skrifar
formála fyrir bókinni og gerir
þar grein fyrir lífi og starfi
Guðmundar. Formáli Steindórs
endar svó:
„Kvæði Guðmundar frá
Lundi eru ekkert híalín, ekkert
tæpitungumál né skýjaborgar-
draumar. Þar er sterkur ís-
lenskur vefnaður unninn til að
veita skjól og vernda heilbrigði
þjóðarinnar í hugsun og hætti.
En umfram allt eru þau einlæg,
kveðin úr hjarta þess manns,
sem ann þjóð sinni, menningu
hennar, starfinu og hinum
fornu dyggðum. Það er þeirra
styrkur, hversu sem þjóðin
kann að meta.“
Hér verður ekki um bætt í
frásögn af bók þessari. Síðasta
kvæði bókarinnar ber nafn
bókarinnar sjálfrar. Það er upp
gjör höfundar og greinargerð.
Næst síðasta erindi hljóðar svo:
Á síðastl. hausti hóf blönduð
hljómsveit strengja og blásara
æfingar í Tónlistarskólanum.
Hljómsveitina skipa nemend-
ur skólans, en þeim til viðbótar
leika aðilar, sem á einn eða
annan hátt hafa verið tengdir
skólanum.
Það má segja, að hér sé um
merkan áfanga að ræða í sögu
skólans, og er þessi hljómsveit
vonandi vísir að kammer- eða
sinfóníuhljómsveit á Akureyri.
Miðvikudaginn 17. des. kem-
ur hljómsveitin fram í fyrsta
sinn á tónleikum, en þeir verð'a
í Akureyrarkirkju og hefjast
kl. 20.30.
Þar leikur hún þætti úr
Vatnasvítunni eftir Hándel und
ir stjórn Michael Clarke, en auk
hans vinna aðrir kennarar á
blásturs- og strengjahljóðfæri
að uppbyggingu sveitarinnar.
Auk hljómsveitarleiksins
verður á efnisskrá orgelleikur,
einsöngur, einleikur á þver-
flautu, og fiðlur, strengjasveit
yngri nemenda, og fleiri sam-
leikshópar.
Tónleikarnir verða einskonar
aðventutónleikar, og í lok
þeirra leikur hljómsveitin jóla-
sálm undir almennan söng. —
Fólk er hvatt til að sækja þessa
tónleika, en aðgangur er
ókeypis.
Jafnframt þessu efnir Tón-
listarskólinn til nemendatón-
leika í sal skólans þriðjudaginn
16. des., og hefjast þeir kl.
20 (8). Þar fer fram einleikur
og samleikur nemenda á píanó,
fiðlur, flautur og orgel. Áhuga-
5
Til jólagjafa!
Dömu velourpeysur,
maroir og I ítir.
O O
ítalskar dömublússur,
mjög rnikið úrval.
Dömujakkar,
margar gerðir.
Dömu og barnapevsur
í fjölbreyttu úrvali.
VERZLUNIN DRÍFA
SÍMI 2-35-21.
TÖSKUR
í miklu úrvali koma á
morgun.
Einnig þunnar rúllu-
kragapeysur.
Ný sending af kjólum
væntanleg.
Lúffur, treflar, og slæð-
ur, margar gerðir.
MARKAÐURINN
NYKOMNAR
Glæsilegar
samkvæmisblússur
og peysur
SIMI 1-10-95.
Brekkubúar
Ykkur til liagræðis
fást allar nýútkomnar
BÆKUR
BÓKABÚÐIN HULD
Hafnarstræti
SÍMI 1-14-44.
í Shell-húsinu
við Mýraveg.
Sími 2-35-08.
TILBUINN
RÚMFATNAÐUR
Straufrítt Darnask.
Léreft.
Kjörin jólagjöf.
A ni a r o
Bifreidir
Til sölu Chevrolet
Nova árg. 1974 ekinn
10 þús. km.
Uppl. í síma 6-13-53
eftir kl. 8 á kvöldin.
Til sölu tvenn jakkaföt,
sem ný.
Seljast ódýrt.
Uppl. í síma 2-21-51
eftir kl. 7 e. h.
Indriði G. Þorsteinsson:
ÁFRAIV! VEGINN
Sagan um Stefán Islandi
Hér er sagan um hinn unga, skagfirzka
sveitapilt, sem ruddi sér leið til frægðar og
frama úti í hinum stóra heimi. Hún er ,,auð-
ug að skemmtilegum sögum og svipmynd-
um . . . fróðleg sem ævisaga, fjölbreytt og
skemmtileg minningabók og skilur eftir
minnisstæða mypd af glöðum dreng og góð-
um listamanni.“ — Helgi Skúli Kjartansson.
Bókin er myndskreytt. Verð kr. 3.600
Þorsteinn Stefánsson:
FRAWiTÍÐIN GULLNA
Þessi hugljúfa, íslenzka skáldsaga á sér
nokkuð óvenjulögan feril. Höfundurinn,
Þorsteinn Stefánsson, hefur verið búsettur
í Danmörku um langt árabil og þar kom
bókin fyrst út. Hlaut hún hinar beztu við-
tökur og höfundurinn var heiðraður með
H. C. Andersen bókmenntaverðlaununum.
Nú gefst íslenzkum lesendum tækifæri til
að kynnast þessari ágætu skáldsögu á
móðurmáli höfundarins. — Verð kr. 2.460.
Guðjón Sveinsson:
HÚMAR AÐ KVÖLDI
Hér kemur Guðjón Sveinsson með skáld-
sögu fyrir fullorðna á tæpitungulausu máli
og fjallar um vandamá! ungu kynslóðarinnar
í dag. í frásögninni er mikil spenna sem
helzt til óvæntra söguloka. Veið kr. 1920.
Guðný Sigurðardóttir:
ÞAÐ ER BÁRA SVONA
Þetta er bráðskemmtileg og fyndin nútíma-
saga, full af þeírri kýmni og gáska, sem höf-
undinum er svo eiginlegur Verð kr. 1800.
Frank G. Slaughter:
HVÍTKLÆDDAR KONUR
Ný og spennandi læknaskáldsaga eftir hinn
vinsæla metsölubókahöfund. Verð kr. 2460.
Dougal Robertson:
HRAKNINGAR Á SÖLTUM SJÓ
Þetta er einhver frægasta skipbrotssaga
seinni ára. Hin óbilandi úrræðasemi og
þrautseigja Robertson-fjölskyldunnar hef-
ur vakið aðdáun og hrifningu milljóna les-
enda um allan heim. Verð kr. 2460.
Ingebrigt Davik:
ÆVINTÝRI í MARARÞARABORG
Fjörug og skemmtileg barnabók í þýðingu
Kristjáns frá Djúpalæk. Verð kr. 720.
Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi:
JÖKULSÁRGLJÚFUR —
íslenzkur undraheimur
Með litríkurn myndum og leiðarlýsingu er
hér vísað á ótal unduríagra staði, sem hinn
almenni ferðamaður hefur aldrei augum
litið hingað til. E.n nú kemur tækifæriö upp
í hendurnar. — Verð kr. 4920.
Kristján frá Djúpalæk:
SÓLIN OG ÉG '
Það vekur alltaf fögnuð hins stóra aðdá-
endahóps Kristjáns frá Djúpalæk, þegar
hann sendir frá sér Ijóðabók. Verð kr. 1800.
Jenna Jensdóttir:
ENGISPRETTURNAR HAFA ENGAN
KONUNG
Þetta er fyrsta Ijóðabók höfundar, gefin út
í 300 tölusettum og árituðum eint. Myndir
eftir Sigfús Halldórsson. Verð kr. 1800.
Finnur Sigmundsson:
SKÁLDIÐ SEM SKRIFAÐI MANNAMUN
Sendibréf frá Jóni Mýrdal
í þessum sendibréfum Jóns Mýrdals kynn-
umst við sérstæðum manni í óblíðri lífs-
baráttu. Verð kr. 1920.
Ármann Kr. Einarsson:
LEITARFLUGIÐ
Þessi skemmtilega bók um Árna og Rúnu í
Hraunkoti hefur verið ófáanleg um árabil
en kemur nú í nýrri útgáfu sem 8. bókin í
Ritsaíni Ármanns. Verð kr. 1800.
Hreiðar Stefánsson:
BLÓMIN BLiÐ
Þessi nýja og fallega bók er prentuð með
stóru og skýru letri og skreytt af Þóru Sig-
urðardóttur. Verð kr. 1440.
Ármann Kr. Einarsson:
AFASTRÁKUR
Þessi nýja og skemmtilega bók hins vin-
sæla barnabókahöfundar er tilvalin til lestr-
ar og endursagnar fyrir yngstu börnin.
Myndir eftir Þóru Sigurðardóttur Kr. 1440.
Arthur Hailey:
BÍLABORGIN
Höfundur metsölubókanna HÓTEL og
GULLNA FARIÐ (Airport) opinberar ieynd-
ardóma bifreiðaiðnaðarins, flettir ofan af
baktjaldamakki forstjóra, vei'kaiýðsforingja
og óprúttinna bílasala, kynnir okkur einka-
líf og ástalíf fólksins, sem kemur hér við
sögu. Verð kr. 2460.
Bókaforlag Odds Björnssonar