Dagur - 14.01.1976, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1976, Blaðsíða 2
2 Blaðið hafði samband við Ingi- björgu Indriðadóttur, Höfða- brekku í Kelduhverfi á mánu- daginn og spurði tíðinda. Hún sagði þá m. a.: Menn voru að komast í jóla- skap laugardaginn 20. desemb- bei’i þegar Leirhnjúksgosið hófst. Um leið skall á í Keldu- hverfi og nágrenni jarðskjálfta- hrina sú, sem allir landsmenn hafa heyrt um og seint gleymist þeim, sem á verstu svæðunum bjuggu. Fyrstu fjóra til fimm sólarhringana voru nær stans- lausar hræringar með hörðum kippum á milli. Það var eins og allt ætlaði sundur að slitna og mikill hvinur fylgdi. Flest, sem ekki var naglfast eða skorðað, færðist til eða féll niður. Hjá okkur datt sjónvarpið tvisvar um koll, fyrst ofan af borði og stóð þá á endann langt út á gólfi og á gólfinu féll það um koll eina nótina. Svipað þessu hefúr ástandið víða verið hér í nágrenni. En þeir sveiarhlutar, - Harður jarðskjálfti (Framhald af blaðsíðu 1) Raufarhafnar og er verið að ryðja veginn þangað, en hann er jeppafær. Björgunarsveit frá Slysa- varnafélagi fslands á Húsavík er á leið til Kópaskers. Jarðskjálfti þessi fannst allt frá Blönduósi til Neskaup- staðar. Engar skemmdir urðu í Mý- vatnssveit eða við Kröflu. Jarð- skjálftinn fannst þar greinilega en var ekki snarpur. □ sem fjær eru sprungusvæðinu, hafa sloppið mun betur. Mér virðist, að frá Tóvegg að Skúlagarði, að meðtöldum Sand bæjum, hafi mest gengið á, þó mikill munur frá bæ til bæjar. Á sumum stöðum eru talsverð- ar sprungur bæði í útihúsum og íbúðarhúsum, en annars staðar sér ekki á neinu. Sprungur í jörð eru margar, sem koma betur í ljós þegar snjórinn hverfur. Alltaf er að koma nýtt í ljót í þeim efnum. í gær var könnuð stór sprunga á milli fjárhúsa og bæjar í Framnesi. Hún er meira en meters breið, margra metra djúp og í henni 40 gráðu heitt vatn. Þarna var enginn jarðhiti áður. Nýleg fjárhús í Framnesi hafa lyfts svo að framan, að vatn rennur ekki lengur í fremstu brynningarstokkana. í borholu við fjárhús í Keldunesi er 40 gráðu heitt vatn, sem ekki var áður. Fyrir nokkrum árum var borað eftir heitu vatni í Lindarbrekkutúni, án árangurs. Kannski við fáum nú sundlaug í raunabætur. Allt samkomuhald féll niður vegna jarðskjálftanna, nema messa á nýársdag og óvenju litlar heimsóknir voru bæja á milli. Menn voru viðbúnir flótta ef til eldsumbrota kæmi. Ing- unn Kristinsdóttir í Keldunes- koti datt á eldhúsgólfinu héima hjá sér í einum jarðskjálfta- kippnum. Margir kipptust illa til í rúmum sínum. Dýr voru mjög hrædd, einkum hundar. Féð hnappaði sig í fjárhúsun- um. Kýr í Lyngási, sem út við vegg stendur í fjósinu, hætti næstum að mjólka nokkra daga. -FOKDREIFAR (Framhald af blaðsíðu 5) málaráðherra, Vilhjálm Hjálm- arsson, áð hann hlutist til um að hátíðarræða háskólastúdenta 1. des. verði endurtekin í út- varþinu og það vel tilkynnt áður, svo fólkið í landinu geti hlustað og fái þár að vita á hverju maður á von ef þessir labbakútar komast til áhrifa í þjóðfélaginu. Ef við getum ekki unað við samvinnuskipulagið, þá geri ég ráð fyrir að ýmsum þætti ekki betra einræðið. Það er aumt að vita til þess að áfram skuli haldið að styrkja kommúnistana í Háskólanum, ekki síst ef fjórhagur þjóðar- innar er jafn 4;æpur og af er látið í fjölmiðlum. Það er ömur legt til þess að vita hversu vinstri stjórnin gat farið illa með þjóðina, t. d. stytta vinnu- vikuna ofan í 36V2 klst., sem allir höfðu bölvun af. T. d. jókst drykkjuskapur verkamanna í stórum stíl með því að hætta vinnu á föstudagskvöldum. Það virðist að það hefði ekki verið nein ofraun þó þeir hefðu unnið 4 klst. eða til hádegis á laugar- daga. Líklega hafa margir gleymt að í Biblíunni stendur að sá sem ekki nennir að vinna eigi ekki mat að fá. Það eru mikla;- líkur fyrir því 'f að fiskifræðingar hafi aðvarað ’ vinstri stjórnina árið 1973 um > samdrátt í þorskstofninum, en > á það var ekki hlustað, bara í keyptir fleiri skuttogarar. Mér ’ ofbauð er fjármálaráðherra J undirskrifaði kaupsamning við > hæstlaunuðu embættismenn , þjóðarinnar, er var sjónvarpað | og þar lýsti hann því yfir og fann ástæðu til að þakka þeim > hversu hófsamir þeir hefðu > verið í kröfum sínum. Þessar aðfinnslur mínar við þjóðarbúskapnum eru sjálfsagt orðnar nógu margar, enda að öllum líkum ekki teknar mikið til greina, ekki síst þegar þær eru sagðar af hálf níræðum manni. Ef ég væri hæstráðandi í þessu landi, mundi ég breyta mörgu er ég teldi til bóta, eins og t. d.: 1. Að í fjárlögum skyldi aldrei tekið meira en 20% af áætl- uðum þjóðartekjum til beinna framkvæmda. 2. Landbúnaðarframleiðslan yrði skipulögð þannig, að óleyfilegt væri að telja er- lendan fóðurbæti og tilbúinn ábui'ð til frádráttar, nema að vissu marki, bæði við skatt- framtal og eins við uppgjör á verðlagsgrundvelli land- búnaðarvara. Skipulagslaus landbúnaður er alveg von- laus til frambúðar, er bæði framleiðendum og neytend- um til tjóns. 3. Þá mundi ég koma á þegn- skylduvinnu, ekki samt með það fyrir augum að láta unga fólkið moka skít fyrir ekki neitt, heldur yrði það nokk- urskonar skóli, þar sem unga fólkinu væri kennd góð vinnubrögð og reglusemi. Við verðum að útrýma vinnu svikum og temja unga fólk- ið til dáða. Ef við ætlum að standa við þjóðargjöfina, þá verðum við að taka rösklega til hendi. Ég læt svo rausi mínu lokið pg óska öllum er það les, árs og friðar á árinu 1976. 17. desember 1975. Guðjón Hallgrímsson. SMATT & STORT Undirlag fjárhúsa þar' fór úr skorðum, en var lagfært í tíma. Á Eyvindarstöðum voru fjárhús hætt komin. í mannlaúsli íbúð í Keldunesi datt hár skápur með leirtaui og töluvert mikið brotnaði. Á sumum bæjúm svaf allt fólkið í sama herbergi. Minni börnin þrýstu sér óvenju fast að foreldrum sí.num og tautuðu í svefnrofunum, að jarð skjálfti væri leiðinlegur. Við sendur hlýjar kveðjur til kvenfélagskvenna á Húsavík, fyrir stórrausnarlegt boS þeirra 3. jan. En þær buðu öllum börn- um og mæðrum þeirra úr Kelduhverfi á jólatrésskemmt- un í Félagsheimili Húsavíkur. Ogleymanleg skemmtuh. Þá vil ég geta þess, 'að strax og fréttist um eldgos, hélt hreppsnefnd Kelduneshrepps fund með stjórn björgunar- sveitar. Talstöð var sett upp í Lindarbrekku og símstöðin höfð opin allan sólarhringinn. En þessum undarlegu- jólum og álamótum gleymir yíst eng- inn hér. En rólyndi fólks var til fyrirmyndar. — Síðustú' sólar- hringa hafa ekki orðið snarpir jarðskjálftar en þó jarðhrær- ingar öðru hverju. □ (Framhald af blaðsíðu 8) möguleikar á kindakjöti í fran og Kuwait, en í. þessum löndum er mjög mikið neytt af kinda- kjöti og flutt inn frá Nýja-Sjá- landi, Ástralíu, Argentínu og Tyrklandi. SANNAR FREGNIR EÐA LOGNAR Fréttir Landhelgisgæslu og dómsmálaráðuneytisins um at- burði á íslandsmiðum, í sam- bandi við landhelgismál fyrr og nú, hafa reynst öruggar og stað- ist rannsóknir fullkomlega. Því er full ástæða til að ætla, sam- kvæmt fyrri reynsiu, að svo sé einnig í því „þorskastríði“, sem nú stendur. Sé sú reynsla lögð til grundvallar er fregnir breta af sömu atburðum eru bornar saman, má hiklaust telja þá slynga áróðursmenn en einnig ósvífna fréttafalsara. ÞEGAR HLUTUNUM ER SNÚIÐ VIÐ f framhaldi af þessu hljóta þær spumingar að stinga upp koll- inum, hvaða fregnir af heims- viðburðum, sem útvarp og blöð flytja almenningi á degi hverj- um, séu áreiðanlegar og hver jar á borð við fregnir breta af fs- landsmiðum. Ætli þær séu ekki ýmsar litaðar áróðrinum, fréttir lieimsveldanna af liinum ýmsu viðburðum í veröldinni? Þann veg munu margir spyrja um þcssar mundir, eftir að eitt þeirra lætur sig ekki muna um að snúa hlutunum gjörsandega við, á vettvangi fiskveiðideil- unnar við fsland. SAMEIGINLEGUR REKSTUR ALÞÝÐUBLABS OG VfSIS f Vísi 8. jan. sl. er þessi fregn á fyrstu síðu: Samningur Alþýðuflokksins og Reykjaprents h.f. um sam- eiginlegan rekstur Alþýðublaðs ins og Vísis tók gildi í gær og kom Alþýðublaðið því aftur út í morgun. Samningur þessi var undirritaður 24. desember síð- astliðinn. Hér er einvörðungu um að ræða rekstrarlegt samstarf. Frá þvf að samningurinn var undir- ritaður hafa fulltrúar beggja aðila unnið að uppgjöri vegna Alþýðublaðsins, en fyrr gat Reykjaprent ekki tekið við rekstrinum. í samstarfssamningi þessum er engin afstaða tekin til ann- arra dagblaða eins og haldið hefur verið fram opinberlega. Sfækkun El!i- heimilis Ák. ' Elliheimili Akureyrar hefur verið stækkað til muna og er búið að taka viðbygginguna, sem er 1800 rúmmetrar á tveim hæðum, í notkun. Rúmast þar 36 vistmenn í eins og tveggja manna herbergjum. Eru nú vist menn alls 96 og tugir fólks á biðlista. Efri hæðin var tekin í notkun í september en neðri hæðin nú fyrir jólin. Lyftu vantar enn í húsið og vinnu er ekki lokið utan húss. Stjórnina skipa: Hreinn Páls- son, formaður, Björn Guð- mundsson, varaformaður, Auð- ur Þórhallsdóttir, ritari, Freyja Jónsdóttir og Sigurður Hannes- son. Forstöðukona er Sigríður Jónsdóttir. □ ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 Iðnaðarmenn, verkstæði Getum boðið ykkur Miller Fall-s 7i4” 'hjól- sög með 114 ha. mótor á aðeins kr. 10.500. Eigum einnig fyrir- liggjandi flest rafmagns- handverkfæri frá Miller Falls. Varahlutir og þjónusta. RAFTÆKNI Geislagötu 1 og Óseyri 6. SÍMI 1-12-23. Óska að skipta á góðri fjögurra herbergja íbúð í raðhúsi við, Kinilund og stærri ibúð í raðhúsi eða einbylishúsi með bílskúr. UPPLÝSINGAR í SÍMA 2-27-52. AUGLÝSING um greiðslutilhögun sjúkrakostnaðar skv. al- mannatryggingalögum. Samkvæmt lögum um breytingu á lögum um almanná- tryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi 19. desember 1975 verður greiðslutilhögun á sérfræðingsvitjunum og röntgengreiningiim se.m hér segir frá og með 1. jap. 1976. 1. Fyrir hverja koniu til sérfræðings samkvæmt tilvisun samlagslæknis grciðir samlagsmaður fyrstu 600 krónurn- ar, en sjúkrasamlagið það, sem á vantar fullt verð. 2. Fyrir hverja röutgcngreiningu samkvæmt gjaldskrá greiðir samlagstnaður fyrstu 600 krónurnar, en sjúkra- samlagið það, sem á vantar fullt verð. Þetta tilkynnist liér með þeim, er hlut -eiga að máli. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 29. desember 1975. AUGLÝSÍNG um greiðslutilhögun almannati-ygginga á lyfja- kostnaði. Samfcv. lögurn ura breytingu A lögum um almannatrygg- ingar, sem samþv-kkt voru á Alþingi 19. desember 1975 verður greiðslutilhögun álmannatrygginga á lyfjaköstnaði sem hér segir frá’ pg með 1. janúar 1976. Af öðrum lyfjaköstnaði en um gctur í 2. gr. reglugerðar um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði nr. 107/ 1974 sbr. breýfip-gu á þeirri reglugerð nr. 266/1974, verð- ur greiðslutilhögufi sem hér, segir: 1. Fyrir hverja afgreiðslu (ordination) samkvæmt Lyfja- verðskrá I greiðir 'samlagsmaður fyrstu 300 krónurnar, en sjúkrasantlagið það, sem á vantar fullt verð. 2. Fyrir hverja afgreiðslu (ordination) samkvæmt Lyfja- verðskrá 11 (sérlyf) greiðir samlagsmaður fyrstu 600 krón- urnar, en sjúkrasamlagið það, sent á vantar fullt verð. Sé heiklarvcrð viðkomandi lyfs jafnt eða lægra en þau mörk, er um getur í þessari grein, greiðir samlagsmaður það verð. Þetta tilkynnist her með þeim, er hlut ega að máli. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGÁMÁLARÁÐUNEYTIÐ 29. desember 1975.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.