Dagur - 14.01.1976, Blaðsíða 8
GILTU
TÍSKUHÁLS-
KEÐJURNAR
NÝKOMNAR
SMÁTT & STÓRT
Þór hélt myndarlega og fjölsótta brennu og álfadans si. sunnudag.
(Ljósm.: Fr. V.)
Eftir óvenjulega harðvítugar og
grófar ásiglingatilraunir breta á
fiskimiðum við Austurland og
ásiglinga á varðskipið Þór hinn
7. janúar sl., samþykkti ríkis-
stjórn íslands á fundi sínum 8.
janúar eftirfarandi:
1. Ráðuneytisstjóri utanríkis-
ráðuneytisins mun fara sem
fulltrúi ríkisstjórnarinnar til
höfuðborga Atlantshafsbanda
lagsríkjanna í Evrópu og
gera ásamt sendiherrum Is-
lands ríkisstjórnum þeirra
grein fyrir því alvarlega
ástandi, sem skapast hefur
vegna ólögmætrar valdbeit-
ingar breska- flotáns, og leita
eftir stuðningi þeirra á vett-
vangi Atlantshafsbandalags.
2. Sendiherra íslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum og í Banda
ríkjunum og Kanada munu
koma heim í því skyni að
undirbúa frekari kynningu
málstaðar íslands' gagnvart
þeim ríkjum, sem eiga sæti
í Oryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, og ríkisstjórnum
Bandaríkjanna og Kanada.
3. Sendiherra íslands hjá At-
lantshafsbandalaginu mun
krefjast fundar í fastaráði
bandalagsins og ítreka kæru
íslands og greina frá síðustu
atburðum.
4. Óskað verður eftir því við
Joseph Luns, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalags-
ins, að hann kmoi hingað til
lands til viðræðna við ríkis-
stjórnina.
5. Að lokinni kynningu málsins'
gagnvart Atlantshafsbanda-
lagsríkjunum mun áð hýju
krafist fundar í fastaráöi
bandalagsins. □
FYRSTU FRÉTTIRNAR
Fyrstu fregnir af atburðum eru
öflugastar til skoðanamyndunar
og hafa mest áróðursgildi. Leið-
réttingar eru að sjálfsögðu nauð
synlegar, ef imi rangan frétta-
burð er að ræða, en liafa þó
takmarkað gildi. Menn hljóta
að liafa velt þessu máli fyrir sér
alveg sérstaklega í sambandi
við atburði á íslandsmiðum.
Fréttaþjónusta íslendinga hefur
til skamms tíma verið svo þung|
og seinvirk, að umheimurinn
heyrði hana vart. Yfir þessu
hafa íslenskir fréttamenn oft
kvartað en lítinn liljómgrunn
fengið.
SKJÓTAR OG ÖRUGGAR
FRÉTTIR
"Nú hefur þó sú breyting á orð-
ið, eftir liarðvítuga árekstra og
rangan fréttaflutning breta . af
íslandsmiðum, að rödd landsins
hefur heyrst og það á undan
öðrum fréttastofum. Það sýnir
okkur, að þetta var auðvitað
alltaf hægt og hefði varla átt að
þurfa ásiglingar og manndráps-
tilraunir breta til að kippa
þessu í lag. Sú afstaða stjórn-
valda, að grandskoða hverja
frétt, er að vísu virðingarverð,
en nú virðist geta haldist í
liendur skjót og örugg frétta-
þjónusta og ber að fagna því.
ÞRESTIRNIR OG
SNJÓRINN
Á síðasta ári þótti ýmsum þeim,
sem taka eftir lifnaðarháttum
Leikfélag Akureyrar frumsýnir
næsta föstudagskvöld sjónleik-
inn Glerdýrin eftir Tenessie
Williams undir leikstjórn Gísla
Halldórssonar, sem lék aðal
hlutverk þessa leiks hjá Leik-
félagi Reykjavíkur fyrir seytján
árum. Þýðingu annaðist Gísli
Ásmundsson. Leikmyndir hefur
Jónas Þór Pálsson frá Sauðár-
króki gert. Aðstoðarleikstjóri er
Gestur E. Jónasson.
Leikarar eru: Saga Jónsdótt-
ir, Aðalsteinn Bergdal, Þórir
steingrímsson og Sigurveig
Jónsdóttir. Glerdýrin eru þriðja
verkefni Leikfélags Akureyrar
á þessu leikári, en skammt er í
barnaleikritið Rauðhettu.
Fréttamönnum gafst kostur á
að vera á æfingu L. A. á mánu-
daginn. Má fullyrða, að vel er
til þessarar sýningar vandað og
haft á orði, að hún verði sýnd
á næstu listahátíð í Reykjavík.
Leikritið fjallar um fjöl-
skyldu eina, móður og tvö upp-
komin börn hennar, sem eiga
öll við vandamál að stríða, og
ungan mann, ér kemur í heim-
sókn. Það gerist í skugga
kreppu og stríðs, er sérkenni-
lega upp byggt og tekur áhorf-
andann föstum tökum. Q
Frá
refflunni
Brotist var inn í Óskabúðina
við Strandgötu í síðustu viku.
Þar var stolið 20—30 þúsund
krónum og skartgripum fyrir á
annað hundrað þúsund ki'ónur.
Telur lögreglan sig hafa haft
upp á þeim, sem verknaðinn
framdi, en játning liggur elcki
fyrir.
Sama dag var brotist inn á
BSO, en látið þar við 'sitja.
Einn daginn var tilkynnt um
sprengju í flugvél á Akureyrar-
flugvelli. Var bæði hringt á
flugstöðina og til lögreglunnar.
En þá var engin flugvél hér
stödd og var um gabb að ræða,
I Bjargi við Hvannavelli var
peningakassa stolið og fannst
hann tómur utan dyra. I honum
átti að vera 27—28 þús. kr.
Kassa þennan átti íþróttafélag
fatlaðra. Verknaðurinn átti sér
stað á milli klukkan 6—7. e. h.
á föstudaginn.
Um helgina voru brotnar
nokkrar rúður í miðbænum.
(Samkvæmt viðtali við Erling
Pálmason varðstjóra)
Sigurveig Jónsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. (Ljósmyndast. Páls)
fugla, undarlegt hve mikið af
hreiðrum skógarþrasta var
niðri á jörð, jafnvel í skóglendi,
svo sem í Gróðrarstöðimíi á
Akureyri. Var þessa getið ein-
hverju sinni á liðnu ári hér í
blaðinu. Norskur maður, bú-
settur hér á landi, sem þær lín-
ur las, sagði það algenga trú í
heimalandi sínu, að þá yrði snjó
létt næsta vetur þegar þrestir
höguðu .hreiðurgerð sinni á
þennan hátt. Fram að þessu lief
ur verið snjólétt á Norðurlandi,
hvað sem síðar kann að reynast.
GENGUR ÖRT Á
SMJÖRBIRGÐIR
f fréttum frá Upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins rétt fyrir
áramótin segir, að mjólkursam-
lög landsins hafi fyrstu 11 mán-
uði ársins tekið á móti 3,1%
minni mjólk en á sama tima
árið áður. Skyrsala hafi dregist
nokkuð saman, neysla mjólkur
hins vegar auþist um 7,5%. Þá
segir, að framleiðsla smjörs' liafi
minnkað verulega, eða um
12,5%. Birgðir 1. nóv. voru 405
smálestir og gert ráð fyrir, að
á þær gangi ört í vetur, því
framleiðslan er óvcruleg mn
þessar mundir.
EYFIRSKIR BÆNDUR
HÆSTIR
Þá kemur fram, hjá Upplýsinga
þjónustunni, að til jafnaðar hafi
eyfirskir mjólkurframleiðendur
verið mestir framleiðendur.
Lögðu þeir inn G6.757 kg mjólk-
ur hver. Bændur í Norðfirði
voru næstir með 52.416 kg og í
þriðja sæti bændur á Suður-
landi með 46.480 kg til jafnaðar.
Miðað við 1974. Alls víku á
3.122 mjólkurfnamleiðendur ár-
ið 1974, en þeim hefus fækkað
ár frá ári. Reiknað er með, að
landgrimdvallarverð á mjólk
síðasta ár hafi verið kr. 48,02 á
lítra. Það er hækkun um 38,7%
frá árinu áður.
KINDAKJÖT, FRAM-
LEIÐSLA OG SALA
Ileildarslátrun sauðfjár síðast-
liðið haust varð 959.941. Þar af
voru dilkar 871.059. Meðalvigt
reyndist vera 14,64 kg, það var
420 g meira en á síðastliðnu ári.
Heildarmagn af dilkakjöti voru
12.780 smálestir. Gert er ráð
fyrir að flytja út um 4000 smá-
Iestir af dilkakjöti, þegar hafa
verið afgreiddar til Noregs og
Færeyja um 1800 smálestir.
Svíar munu kaupa 650 smálest-
ir, danir 400—500. Á vegum
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga hafa verið kannaðir sölu-
(Framhald á blaðsíðu 2)
ÁLYKTUN SKIP-
STJÓRAFÉLAGSINS
Aðalfundur Skipstjórafélags
Norðlendinga haldinn á Akur-
eyri 11. jan. 1976 vítir harðlega
þann drátt sem orðið hefur á
endurskoðun sjóðakerfis sjávar-
útvegsins.
Þá skorar fundurinn á ríkis-
stjórn íslands, vegna atburða
undanfarinna daga, að taka
þegar til greina og láta koma
til framkvæmda stjórnmálaslit
við Breta og lokun herstöðvar/
NAT-O, og vísar í því sambandi
til ályktunar frá 27. þingi FFSI
5.—8. nóv. 1975 um þetta efni.
(Fréttatilkynning)