Dagur - 14.01.1976, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1976, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Atökin á miðunum Enn gerðist það á miðunum austan við landið, að bresk freigáta sigldi á íslenskt skip Landhelgisgæslunnar, varðskipið Þór. Varð atburður þessi 7. janúar og var Andromeda þar að verki og tókst ásiglingin í þrettándu tilraun í löngum eltingarleik. Eftir það gerði freigátan sex ásiglingatil- raunir, sem mistókust. Gerðist þetta er verðskipið var á leið frá Langanesi á mið bresku veiðiþjófanna. Önnur bresk freigáta gerði á sama tíma nokkrar misheppnaðar ásiglingatil- raunir á Tý. Breskar freigátur hafa og sýnt hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni mikla áreitni. Ríkisstjórn íslands hélt fund að morgni næsta dags til að ræða þessa atburði, sem sjáanlega eru gerðir í því augnamiði að gera íslensku varð- skipin óvirk eða jafnvel sökkva þeim og hafa þær fyrirætlariir breta ekki farið dult. Á ríkisstjómarfundinum var ákveðið að kynna 'málið í Atlants hafsbandalagsríkjum, kalla heim sendiherra okkar vestanhafs til skrafs og ráðagerða, krefjast fundar í fasta- ráði Atlantshafsbandalagsins, óska liingaðkomu Joseph Lunds og til- kynnt var, að- frekari ofbeldisverk breta leiði til stjómmálaslita. Til þessa hefur deila íslendinga og breta mótast af stærðar- og valdamun þjóðanna, og hún býður þeirri hættu heim, að við týnum bæði mönnum og skipum, sem hinn voldugi and- stæðingur myndi láta öfluga frétta- þjónustu sína túlka á þann veg, sem íslendingum mætti helst til minnk- unnar verða, samkvæmt reynslunni síðustu vikur. Þegar svo stendur á, er eðlilegt að fólk spyrji, hver sé nú samstaða Norðurlandanna í raun og norræn samvinna, hvar sé nú vernd NATO og vamarliðsins í Keflavík. Styrkur íslendinga í þessu máli er hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna, sem flestir vona að ákveði rétt strand- og eyríkja til landgrunns síns. En þar hafa íslendingar verið í farar- broddi að inóta nýja stefnu hafréttar mála, sem stór meirihluti þjóða heims hefur nú í aðalatriðum náð samstöðu um. En íslendingar verða bæði að þreyja þoiTann og góuna, veita það viðnám gegn ofríkinu sem þeir mega þangað til nýjar hafréttar- reglur taka gildi. Þá baráttu verður að heyja á miðunum og þarf þar engan að eggja. Og þá baráttu verð- ur að heyja á öðrum þeim leiðum, sem tiltækar em og af nokkuð meiri þunga en gert hefur verið fram að þessu. □ ílirótlahúsið í Glerárhverfí í byggirsgu. Þrátt fyrir hina kunnu fjárhags erfiðleika þjóðarinnar á síðasta ári, verðbólgu og lánatregðu, hefur verulega áunnist í mál- efnum Akureyrarkaupstaðar, fjárhagsstaða bæjarsjóðs er við- unandi og atvinnulífið hefur verið stöðugt. Um framkvæmd- ir á vegum bæjarins á síðasta ári og horfur í byrjun nýs árs, ræddi blaðið við Sigurð Óla Brynjólfsson bæjarfúlltrúa nú um helgina og kom þá m. a. eftirfarandi fram: Fjárhagsstaðan sæmileg. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir síðasta ár var örðugt að sjá hvernig takast mætti að út- vega fjármagn til allra þeirra nauðsynlegu framkvæmda og annarra verkefna, sem fyrir lágu. Þess vegna var gert ráð fyrir 55 millj. kr. lántöku auk 30 milljóna kr. láns til einstakra verkefna. Enginn vissa var þá fyrir því, á hvem hátt væri unnt að afla þessa lánsfjár, í upphafi ársins, en það tókst í stórum dráttum. En mikils að- halds var gætt á flestum svið- um. Fjárhagsstaða bæjatsjóðs um nýliðin áramót varð betri en menn þorðu að vona, og má m. a. þakka það betri innheimtu bæjargjalda en oft áður. En inn heimt mun vera af álögðum gjöldum nær 90%. Gatnagerð og byggingar. Að gatnagerð var unnið nokk uð, einkum í nýjum hverfum. Til gatnagerða og skipulags- mála var varið um 150—160 milljónum króna á árinu. Asfalt geymir var reistur á Oddeyri og á hann að spara verulegt fjár magn í framtíðinni. En auk aþeirra verkefna, sem unnið var fyrir bæinn, var unnið að verk- efnum fyrir aðrá, en stærsta þeirra var lagning malbiks á Hörgárbrautina fyrir Vegagerð ríkisins. Nokkuð var keypt af vélum vegna gatnagerðar. Stærstu nýbyggingar, sem að var unnið á árinu, voru eins og undanfarið skólamannvirki. Við íþróttahúsið nýja í Glerárhverfi mun hafa verið unnið fyrir um 35 millj. kr., við Lundarskóla fyrir 17 milljónir, og við Iðn- skólann fyrir 10—11 milljónir króna. En þar er verið að bæta aðstöðu til verklegrar kennslu. Þá var Lón, sem nú heitir Dyn- heimar, keypt af Geysi og Gróðrarstöðin og Galtalækur voru keypt af ríkissjóði. En til nýbygginga og húsakaupa var varið rúmum 100 milljónum króna. En þá er þó eftir að draga frá framlög ríkissjóðs til skólabygginga, um 30 milljónir króna. Áfram var unnið við bygg- ingu Elliheimilis Akureyrar og . er stækkunin fyrir 36 vistmenn, sem verið er að taka í notkun. Ennfremur var haldið áfram að byggja upp Ellihéimilið í Skjald arvík. Margir erfiðleikar hafa orðið á framkvæmdum við stækkun Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri og hefur í því efni einkum staðið upp á ríkisvaldið. Þó hef- ur þar miðað í rétta átt. í fram- kvæmdum þessum greiðir bæj- arsjóður Akureyrar 15% kostn- aðar. Mun Akureyrarbær ekki láta sinn hlut eftir liggja í fram kvæmdum þessum og þykir mörgum of hægt miða. Fram- kvæmdum verksins er stjórnað af ríkinu. Þá komst loks skriður á bygg ingu nýju vöruhafnarinnar og hefur verkinu miðað vel síðan. Vonir standa til, að hægt verði að taka höfnina í notkun síðar Hafnarframkvæmdir á Akureyri í sumar. er um milljarða framkvæmd að ræða. (Mikil aukning heits vatns kom upp degi síðar en þetta er ritað). Yfir 300 í smíðum. Vegna ótta við samdrátt í byggingariðnaðinum, var lögð á það veruleg áhersla, af bæjarins hálfu, að gera ný svæði bygg- ingarhæf. Auk nokkurra stórra bygginga, sem eru í smíðum, má benda á, að hafin var bygg- ing 178 íbúða á árinu, á móti 139 árið 1974. Fullgerðar voru á árinu 144 íbúðir, sem ér svip- að og árið áður. Nú munu vera um 250 íbúðir fokheldar og 60 skemmra á veg komnar. Þannig er útlit fyrir; ef lánsfjármögu- leikar verða fyrir hendi, að byggingariðnaðurinn hafi veru- leg verkefni framundan. Traustir atvinnuvegir. Á árinu lauk endurnýjun tog- araflota Útgerðarfélags Akur- evringa li.f., scm bærinn á stærstan hlut í. Bættúst þá í veiðiflotann Kaldbakur og Harð bakur, og hefur útgerð og fisk- verkun félagsins gengið ipjög vel og stuðlað að atvinnuörygg- inu í bænum. Krossanesverk- smiðjan, sem vinnur úrgang frá Hraðfrystihúsi Ú. A., mun hafa skilað góðum arði á síðasta ári. Eitt af stærstu fyrirtækjun- um á Akureyri, sem bærinn á stóran hlut í, er Slippstöðin h.f. Hefur reksturinn þar gengið mjög vel og gegnir þessi starf- semi sama hlutverki og Ú. A. í atvinnumálum bæjarins. í þessu sambandi má benda á, að mörg önnur stór og mannmörg fyrir- tæki í bænum hafa treyst starf- semi sína á árinu. Bendir margt til þess, að kreppan hafi ekki höggvið eins nálægt atvinnu- lífinu hér á Akureyri og hún hefur víða gert, m. a. vegna þess, að atvinnureksturinn í heild virðist vera upp byggður af meiri traustleika en almennt gerist. Unnið að fjárhagsáætlun. Þótt rekstrarfjárstaða bæjar- ins hafi batnað lítillega, frá því árinu áður, er augljóst, að á þessu ári verður að gæta að- halds, ekki síður en á liðnu ári. Nokkrai; breytingar hafa verið gerðar á kostnaðarskiptingu ríkis og bæjar við einstök verk- efni og ekki er enn ljóst hvernig hlutur bæjarins verður við þá skiptingu. Þá má geta þess, að bæjarráð Akureyrar mótmælti nýsamþykktum lögum um það, að sveitarfélög skuli innheimta sérstakt gjald fyrir sjúkrasam- lögin, sem á að vera 1% af gjald stofni til útsvars. Þetta er sam- bærilegt viðlagasjóðsgjaldinu, að upphæð til. Unnið er nú að gerð fjárhags- áætlunar bæjarins fyrir árið 1976. Er hún síðar á ferð en venja er til, m. a. vegna áður- nefndra breytinga. Þótt aðhalds sé þörf, verður þó reynt að halda áfram hinum margvís- legu framkvæmdum á vegum bæjarins, sem að kalla, af eins miklum þrótti og mögulegt er. á þessu ári, en jafnframt eru aðrar hafnarframkvæmdir und- irbúnar, svo sem við Slippinn. Raforka og hitaveita. Laxárvirkjun, sameign ríkis og bæjar, keypti sjö megavatta dísilstöð, sem upp var sett í landi Rangárvalla, og komst í gagnið seint á árinu. Eýkur sú stöð raíorkuöryggið verulega. Unnið var verulega á árinu að undirbúningi hitaveitu fyrir Akureyri. Hefur verið lögð áhersla á að hraða í því efni öllum rannsóknum. Niðurstað- an er sú, svo sem öllum er kunnugt, að borun eftir heitu vatni hófst á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði seint á árinu og gaf hún fljótlega mjög jákvæðan árangur. En áhersla verður lögð á að kanna svæðið með frekari borunum, því mikils er um það vert, að fá sem bestar upplýs- ingar um vatnsmagn og hitastig áður en undirbúningur hita- veitu í bænum sjálfum getur hafist að nokkru marki. Innan tíðar verður sennilega ákveðið að koma upp hitavatnsdreifi- kerfi í bænum, jafnvel þótt ekki sé víst, að nægilegt vatnsmagn fáist í bráð að Laugalandi. Þetta stónnál bæjarins þarfnast mjög vandaðs undirbúnings, þar sem augljóst er, að meginhluta stofnkostnaðar verður að afla með lánsfé, og sennilega að stór um hluta erlendis, þar sem hér 5 Mikil þrekraun a.ð bjarga hrossunum Guðmundur Jónasson á Ási í Vatnsdal sagði blaðinu á mánu- daginn, að allmikill snjór væri þar vestra og víðast farið að gefa hrossum í Vatnsdalnum. Fyrir jól lá við stórtjóni á skepnum í miklum vatnavöxt- um. Niður undir Flóðinu á ey- lendinu hröktust hross og voru það einkum hross Sigurðar bónda á Hnjúki. Sigurður, ásamt öðrum mönnum náðu þó öllum hrossunum, sumum nokk uð hröktum, svo taka varð þau flest í hús á eftir. Mjög erfitt var að ná hrossum þessum og voru menn á bátum við björg- unina. Sagðist Sigurður á Hnjúki varla hafa komist í aðra eins þrekraun og við þetta björgunarstarf. Öll hrossin náð- ust lifandi. Á laugardaginn boða áhuga- menn um Blönduvirkjun til almenns fundar um virkjunar- mál. Þangað koma fulltrúar Orkustofnunar o. fl. og alþingis- mönnum kjördæmisins er einn- ig á fund þennan boðið. Fund- urinn verður á Blönduósi. □ Eggert Ólafsson, vélstjóri FÆDDUR 18. NÓVEMBER 1910 - DÁINN 30. DESEMBER 1975 Jýsfyllir á Philip Jcnkins píanóleikari og Einar Jóhannesson klarinett- leikari léku í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 11. janúar 1976, og voru tónleik- arnir haldnir á vegum Tónlistar félags Skagfirðinga. Hvert sæti Frá Húsnæðis- málast, ríkisins Húsnæðismálastjórn hefur ósk- að birtingar á eftirfarandi, sem jafnframt er sent eftirfarandi aðilum: Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Hr. formaður Ingólfur Jónsson, bygginga- meistari; Trésmiðafélag Akur- eyrar, Hr. formaður Torfi Sig- tryggsson; Múrarafélag Akur- eyrar, Hr. formaður Sigur- sveinn Jóhannesson; Verkalýðs félagið Eining, Hr. Þorsteinn Jónatansson. í tilefni af ódags. bréfi yðar um fjármál og atvinnumál bygg ingariðnaðarins á Akureyri, er oss barst liinn 9. desember sl., viljum vér hér með tjá yður það, sem að neðan greinir: í nóvember og desember þessa árs koma til greiðslu frumlán þessarar stofnunar, samtals að fjárhæð 95.95 millj. króna, til byggingar 160 íbúða á Norðurlandi. Nema þar af lán veitingar til íbúðabygginga á Akureyri 53.95 millj. króna til byggingar 90 íbúða. Eru þessar lánveitingar samkvæmt ákvörð- un húsnæðismálastjórnar um veitingu byggingarlána til greiðslu í desember öllum þeim til handa, er skiluðu lánsum- sóknum sínum fyrir 1. febrúar 1975 og sendu stofnuninni fok- heldisvottorð sín á tímabilinu 1. apríl—31. okt. 1975. Þessu til viðbótar skal þess getið, að á síðustu fjórum mán- uðum þessa árs greiðir stofnun- in samningsbundin byggingar- lán, samtals að fjárhæð 70.09 millj. króna, til byggingafram- kvæmda við leiguíbúðir á Norð urlandi, skv. 1. nr. 59/1973. Nema þær greiðslur 38.67 millj. króna til leiguíbúðabygginga á Norðurlandi eystra og 31.42 millj. króna til slíkra frcim- kvæmda á Norðurlandi vestra. Þessar lánveitingar stofnunar innar til fi’amkvæmda við íbúða byggingar á Norðurlindi nema því samtals 166.04 millj. króna, þar af 127.12 millj. kr. f nóvem- ber og desember. Er þess ein- dregið vænst, að þær hafi mikil og jákvæð áhrif, m. a. á atvinnu ástandið í byggingariðnaðinum á Norðurlandi í haust og í vet- ur. Með virðingu, Sigurður E. Guðmundsson. var skipað og listamönnunum klappað óspart lof í lófa. Næstu tónleikar þessara ágætu listamanna verða í félags heimilinu á Húsavík fimmtu- daginn 15. janúar, og hefjast þeir kl. 21. Tveimur dögum síð- ar eða laugardaginn 17. janúar leika þeir fyrir Akureyringa í Borgarbíói og hefjast tónleik- arnir kl. 17. Þeir 'eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar. Daginn áður leika þeir félagar á Dalvík á vegum ný- stofnaðs Tónlistarfélags og hefj- ast tónleikarnir þar kl. 21. Á efnisskránni eru samleiks- verk, en einnig er að finna ein- leiksverk fyrir bæði hljóðfærin. Lögin á efnisskránni eru eftir: Tartini, Stravinsky, Chopin, Martinu, Debussy og Brahms. Einar Jóhannesson og Philip Jenkins leiðbeina einnig kenn- urum og nemendum við Tón- listarskólann á Akureyri, á nám skeiði þar sem fjallað er um samleik og einleik á þessi hljóð færi, kynnt nýtt námsefni og ennfremur kynntir ýmsir þætt- ir varðandi uppbyggingu og fyrirkomulag í námi og kennslu á hljóðfærin. Þeir munu einnig leika fyrir nemendur úr almennum skól- um á Akureyri. □' Við missum alltaf mikið, við burtför góðs vinar. En fjarri sé mér samt, í minningu míns góða vinar, Eggerts Ólafssonar, að skrifa háfleyga lofgerð irm hann. Fáir hafa, til margra ára, komið eins mörgum til að hlæja og Eggert, bæði í leik- húsinu okkar gamla, já hvar sem var. Hvenær sem við hitt- um hann, kom góð saga, eða spaugsyrði. Ég minnist leik- æfinga í leikhúsinu, söngæfinga í Geysi. Að öllum öðrum ólöst- uðum, var það Eggert sem hélt uppi gleðinni, ef tími vannst til, og þó að I. bassi væri eina rödd in, fengum við hinir okkar skammt, já þá var oft hlegið. Við sungum saman í Geysi í mörg ár, tókum svo saman í Gamla Geysi fyrir nokkrum árum. Úr þeim hópi eru nú fjórir farnir, og ekki þætti mér ótrúlegt, að þeir góðu félagar, séu nú farnir að taka lagið saman. Eggert var starfandi í Leikfélagi Akureyrar í mörg ár, og lék þar mörg hlutverk og stór, til dæmis Skugga-Svein og ekki síst Ægir Ó. Ægis í Delerí- um Búbónis. Þó Eggert væri maður gleðinnar, veit ég, að til margra ára þjáðist hann af þeim válega sjúkdómi er síðast hafði yfirhöndina. Veikindi Halldóru konu hans, tók hann mjög nærri sér, svo oft hefir verið ástæða þunglyndis, og ekki efa ég það, að erfiðar stundir hefur hann átt, en með- fædd glaðværð hefur hjálpað honum. Ég rek hér ekki æviferil Éggerts, en með þessum fáu oröum vil ég aðeins þakka öll árin og samfylgdina, þakka honum öll störf hans með Leik- félagi Akureyrar, og þær góðu minningar er við öll eigum frá þeim stundum. Gamlir Geysis- menn þakka öll árin, allar sög- urnar og gleðina, og ég veit að ég mæli fyrir hönd allra sem hafa notið gleðistunda með honum á lífsleiðinni. Það er Guðs gjöf að hafa gott skap og gleðja aðra, og það hefur þú sannarlega gert um ævina, gamli vinur. Við hjónin sendum Halldóru og aðstandendum samúðar- kveðjur, og Eggerti sendum við þakkarkveðjur og biðjum hon- um Guðs blessunar. J. Ö. 'SnC Þegar ég nú, að leiðarlokum, fylgi vini mínum Eggerti Ólafs- syni til grafar, langar mig til að senda honum nokkur kveðju- orð. Við Eggert erum búnir að þekkjast allt frá unglingsárum okkar, að vísu ekki mjög náið fyrst í stað, en vel eftir að við fórum að syngja saman í Geysi. Eggert var sannkallaður glað- ur Geysismaður. Það fylgdi honum ætíð glaður og hressi- legur gustur, hvort sem var á æfingum, söngskemmtunum eða á ferðalögum. Hann var sannur fulltrúi trekkvinda Geysis, enda einn fyrsti og virk asti félaginn í trekkvindahópn- um. En Eggert lét ekki við það sitja að taka 'aðeins þátt í félags málum Geysis. Hann vann mik- ið að félagsmálum vélstjóra um hríð og var lífið og sálin í undir búningi og framkvæmd sjó- ÞAR KOM AÐ ÞVÍ Það má segja það nú, að þjóðin standi saman sem einn maður í landhelgismálinu gagnvart Bret um, enda mun ekki af veita, ef við eigum að geta lifað mann- sæmandi lífi í landinu og það er ánægjulegt þegar myndast svona samhugur allrar þjóðar- innar. En það er fleira sem mikill hluti þjóðarinnar stendur saman um og er þá fyrst að nefna skattalögin. Jafn vitlaus skattalög hafa aldrei fyrr gilt hér á landi. Fólkinu ofbýður þegar stórbændur með fleiri milljónir í árstekjur með sama og engan skatt skuli svo fá stórar fjárhæðir í láglauna- bætur. í sumum hreppum hér er talið að allir bændur, að undanteknum 2—3, fái þessar bætur. Mér er sagt, að það hafi kom- ið fram í sjónvarpi nýlega hvernig vísitalan sé byggð upp' og hafi þá komið fram að hjón með tvö börn fái mánaðarlega ' tekið inn í visitöluna kr. 6.000 fyrir tóbak og brennivín. Þetta finnst held ég öllum að sé til stórskammar, því á sama tíma fær gamla fólkið er dvelur á elliheimilum kr. 300 í vasapen- inga á mánuði. Það getur sem sagt ekki klætt sig. Líklega hafa óvöndugheit og þjófnaðir sjal.dan verið meiri en nú á síðustu og verstu dögum. Það eru fleiri þjófnaðir en gegn um skattframtöl og skal ég þá benda á að samkvæmt lögum' frá 1965 er alveg óheimilt að slátra heíma hjá sér og selja svo kjötið óstimplað til kaup- staðarbúa. Með þessu móti get- ur framleiðandinn stolið að minnsta kosti hluta af því sem hann fær fyrir vöruna og auk þess gjöldin er honum ber að greiða til Stofnlánadeildarinnar. Það er orðið ömurlegt að hlusta daglega á þessar lýsingar á fjárhag þjóðarinnar í góðæri eins og verið hefur undanfarin ár. Mér alveg ofbauð um dag- inn er sunnlenskir bændur kvörtuðu yfir því að mjólkur- magnið hefði dregist sarrian og sáu ekki önnur ráð en betla til ríkissjóðs um bætur án þess að .leggjá fram nokkrar sannanir fyrir því hvort kúnum hefði ekki fækkað eða þá hvort fóður . bætir hefði verið brúkaður jafn mikið og áður. En þetta er allt eðíilegt,' það eru svo margir ráðúnautar á Suðurlandi, en frá Búnaðarfélagi íslands, með alla sína ráðunauta, stafa mestu vandræ'ðin fyrir landbúnaðinn. Starfslið, er starfar á vegum mannadagsins um skeið. Einnig var hann hlutgengur í Leik- félagi Akureyrar, lék þar m. a. Skugga-Svein, er það leikrit var fært hér upp á fjalir síðast. Var það mikið vandaverk að feta þar í fótspor Jóns Steingríms- sonar. En Eggert skilaði því með sóma. Margir strákaí voru oft búnir að leita á náðir Egg- erts á Tanganum, ef þeir þurftu að láta smíða eða lagfæra eitt- hvað fyrir sig. Ég var einu sinni staddur á Tanganum hjá Egg- ert, um það leyti er hann lék Skugga-Svein. Kom þá strák- hnokki til hans með reiðhjólið sitt og 'sagði heldur vesældar- lega: Skuggi minn, viltu laga fyrir mig hjólið. Svaraði þá Eggert í sama tón: Já yinur, komdu með það, við skulum sja hvað hægt er að gera. Ég hló dátt og þótti bæði vel beðið og vel svarað. Eggert var gleðimaður. Hann eygði fremur hinar björtu hlið- ar lífsins. Hann skemmti mörg- um á lífsleiðinni með sinni alkunnu kímni, í söng, tali og leik. Geysismenn kveðja nú góðan félaga. Við vitum Eggert minn, að þú verður fljótur að hasla þér völl í kórnum hjá Ingi- mundi hinu megin, það verður styrkur fyrir fyrsta bassa. Og báðir munu þið taka söngglaðir á móti okkur hinum, þegar þar að kemur. Ég votta eftirlifandi konu, svo og öðrum ástvinum, mína innilegustu samúð. S. B. KA SIGRAÐI ÞÓR Síðastliðið laugardagskvöld fór fram leikur í íslandsmótinu í handknattleik, 2. deildar. Það voru Akureyrarliðin KA og Þór, sem léku í íþróttaskemm- unni. KA sigraði með 23—20 eftir tvísýna viðureign. Þessi leikur átti að fara fram í desember, síðan átti að leika sl. föstudagskvöld, en dómarar að sunnan mættu þá ekki til leiks. Um 650 áhorfendur voru í íþróttaskemmunni og' skemmtu sér vel. □ Búnaðarfélags íslands mun vera um 40 manns og taka í laun yfir árið um 60 milljónir kr. Ætli mætti ekki eitthvað spara þar? Það sem bændur þurfa að keppa að, er að hirða vel um húsdýraáburðinn og hafa hóf á fóðurbætiskaupum. En ráðunautarnir kenna þetta: Kauptu meira af fóðurbæti og tilbúnum áburði. Þeir miða allt við brúttó tekjur en ekki nettó. Einn góður bóndi er ég þekkti vel, hafði það þannig að hann skipti túninu sínu til helm inga og bar alltaf á til skiptis húsdýraáburð annað árið og til- búinn hitt. Með þessu móti gat hann haldið túninu í góðri rækt og töðunni ósvikinni. Ég bjó í yfir 50 ár og mín reynsla er sú að það sé besta staðan í þjóðfélaginu, þótt það væri erfitt að sumu leyti og til dæmis að þurfa að borga 6% vexti þegar dilkurinn var 7—8 kr„ En nú tala.sumir um að eigi að lækka vexti, sem er sú mesta ósvífhi, því vextir hafa aldrei verið lægri en nú. Mín reynsla er sú, að vel- gengni bænda undanfárið sé samvinnufélögunum að þakka. Ég vildi mega skora á þann ágætá mann, hæstvirtan mennta (Framhald á blaðsíðu 2) ÞORSSTULKUR SIGRUÐU Þórsstúlkur kepptu við ÍR í 1. deild í körfuknattleik á laugar- daginn og gengu með sigur af hólmi með 42—12. Leikurinn fór fram á Akureyri. □ FRÁ BÆJARSTJÓRN ÓLAFSFJARÐAR Bæjarstjórn Ólafsfjarðar sam- þykkti á fundi sínum 11. desem- ber 1975 eftirfarándi ályktun: „Fundur haldinn í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar 11. desem- ber 1975 fagnar stækkun fisk- veiðilögsögunnar í 200 mílur. Þá vill bæjarstjórn þakka starfsmönnum Landhelgisgæsl- unnar vasklega og einarðlega baráttu við skyldustörf sín á ^ hafinu. Jafnframt fordæmir bæjarstjórn ofbeldisaðgerðir breta, sem hafa ráðist með her- skipum inn í íslenska fiskveiði- logsögu og stofnað með því lífi íslenskra sjómanna í hættu. Telur bæjarstjórn að ekki komi til greina að setjast að samningaborði við slíka ofbeldis menn.“ Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.