Dagur - 28.01.1976, Side 1
Viðræðurnar viS breta
Um hádegi í gær stóðu enn yfir
viðræður á milli ríkisstjórna ís-
lands og Bretlands í London og
vörðust samninganefndarmenn-
irnir enn allra frétta. En búist
var við yfirlýsingu að þeim
fundi loknum.
Þar eigum við
Kasthvammi, 10. janúar. Ég tel
snjóinn lítinn þótt óþægilegir
kaflar séu á veginum, einkum
í Gljúfrunum, en hann var
hreinsaður f gær. Betra færi
var á vegum um síðustu jól og
áramót en nokkur undanfarin
ár og var það vel notað. Unga
fólkið kom heim í dalinn, bæði
úr skólum og vinnu og fjörgaði
það lífið. Vel var kirkjan sótt
að Þverá milli hátíða þvf þang-
að komu flestir úr sókninni og
einnig burt fluttir laxdælingar,
ásamt skylduliði. Er ölíu þessu
fólki jafnan vel fagnað er það
kemur heim. Það hefur lengi
verið siður á Þverá, að gefa
öllu messufólki kaffi eftir
messu, hvort sem það er fleira
eða færra. Við þau kaffiborð
hefur Þverársöfnuður átt
skemmtilegar stundir með
presti sínum, prestfrú, forsöngv
ara og gestum. Þakkar söfnuð-
urinn þessar stundir.
Ég vildi fá Jón Jónsson á
Húsavík til að spá með mér
góðum vetri, en ekki sá hann
sér það fært. G. Tr. G.
Krossgáfan
Krossgátan var síðast á dagskrá
sjónvarpsins fyrir þremur ár-
um. Að þessu inni verða fluttir
fimm þættir, og verða þeir
sendir út annan hvern laugar-
dag. Þættirnir verða með svip-
uðu sniði og síðast. Fyrsti þátt-
urinn var 24, janúar.
Þeim, sem heima sitja, gefst
kostur á að senda lausnir til
sjónvarpsins, og er til verðlauna
að vinna.
Kynnir Krossgátunnar er
Edda Þórarinsdóttir leikkona
og höf. Andrés Indriðason. □
feppsf
I hádegisfregnum frá London
í gær segir, að svo virðist sem
togvíraklipping Týs hafi komið
samninganefndarmönnum á
óvart. Samningafundirnir höfðu
staðið í 15 klukkustundir sam-
tals um hádegi í gær, en þeir
hófust á laugardaginn.
Bresku togararnir á íslands-
miðum fengu þær orðsendingar
frá bresku stjórninni á mánu-
daginn, að þeim væri leyfilegt
að veiða, en skyldu þó hífa inn
veiðarfærin ef varðskip nálgað-
ist. Varðskip hafa fylgst með
togurunum og hafa þeir mjög
lítið geta veitt undanfarin dæg-
ur. Um 40 breskir togarar eru
nú á íslandsmiðum, langtum
fleiri en venjulegt er á þessum
árstíma og þykja ruddalegar
aðfarir, eins og fleira úr þeirri
átt.
ex$xsxsx$>3xs>3xíxíxsxíKSx$KíxsxMKSx?x$xs><s><^$<í>3xsxíxsxMx$xsxexíxsx®KSxs><s*$Kíxsxíxe*^x$^xsx$xsxsxsx$x5><s><sx®KSxíxsx$xs><sxsxsxíx^KS
rn
I Séð yfir eitt af nýjum hverfum Akureyrar.
(Ljósm.: E. D.)j
Tekjur bæjarsjófis Hkureyrar
yfir milljarður kröna
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ak-
ureyrarkaupstaðar var til fyrri
umræðu á bæjarstjórnarfundi í
gær, þriðjudag. En unnið hefur
verið að henni undanfarnar vik
ur. Áætlaðar tekjur fara nú í
fyrsta skipti yfir einn milljarð
króna og er hækkunin rúm
30% frá fyrra ári.
Hækkanirnar stafa meðal ann
ars af verðbólgunni, aukinni
veltu, aukinni hlutdeild bæjar-
Vegir geta nú lokast á lítilli
stundu, sagði Björn Brynjólfs-
son hjá Vegagerðinni fyrir há-
degi í gær. Öxnadalsheiði er
fær, sagði hann, en veður er
vont þar, en ekki mikill snjór.
En á mánudaginn voru vegir
um Vallabakka, Vatnsskarð og
Holtavörðuheiði ófærir. í dag á
að reyna að opna til Blönduóss.
Á mánudaginn var vegurinn til
Ólafsfjarðar opnaður og einnig
til Húsavíkur. Þann dag voru
mjólkurbílar aðstoðaðir í Saur-
bæjarhreppi og Hrafnagils-
hreppi. Þar sem nú er útlit á
versnandi veðri, geta vegir
teppst á lítilli stundu, sagði
Björn að lokum. □
sjóðs í jöfnunarsjóði og nokk-
urri hækkun á gjaldstiga að-
stöðugjalds, sem nú er notaður
til fulls, samkvæmt lögum.
Svokölluð rekstrargjöld
hækka hliðstætt, en þó nokkuð
misjafnlega mikið. Einna mest
hækkar framlag til félagsmála,
eða úr 117 milljónum í 171
milljón króna. En þar eru
stærstu liðirnir framlag til
sjúkra- og atvinnuleysistrygg-
inga 69 milljónir, framlög til
sjóða 28 milljónir og til reksturs
barna- og dagheimila 35 milljón
ir. Til menntamála eru áætlað-
ar 130 milljónir króna, á móti
90 milljónum á síðasta ári. Lið-
irnir félagsmál og menntamál
hækka m. a. vegna nýrra laga,
sem kveða á um, að ríkið hætt-
ir þátttöku í kostnaði við vissa
þætti, svo sem að styrkja dag-
heimili og viðhald skóla.
Einn stærsti liðurinn af ein-
stökum gjaldaflokkum er gatna
gerð, skipulag og bygginga-
eftirlit, en til þeirra mála er
áætlað að þurfi 238 milljónir
króna. Þar af er áætlað að fari
til nýrra gatna og endurbygg-
ingar gamalla gatna, holræsa og
fleiri nýverka 150 milljónir
(Framhald á blaðsíðu 2)
Akureyringar keppa á
Ólympíuleikunum 1
Héðan frá Akureyri eru ný-
farnir til Austurríkis keppend-
ur, sem þátt taka í vetrar-
Ólympíuleikunum fyrir íslands
hönd, þeir Árni Óðinsson,
Haukur Jóhannsson og Tómas
Leifsson, sem allir keppa í alpa-
greinum, og til viðbótar Hall-
dór Matthíasson, einnig frá
Akureyri, en hann hefur dvalið
erlendis við ngm og keppir
hann í göngu. r
Er þetta gott framlag akur-
eyringa í sveit íslendinga. □
llllllliliillllllllllllTlllllllllllllllllllllllllllllllillllllllliIIIIIIIIIIII
RÍKISSTYRKUR I
TIL BLAÐANNÁ
Hermsnn Jónasson er láfinn
Hermann Jónasson, fyrrverandi
forsætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, andaðist
22. janúar, eftir langvarandi
vanheilsu.
Hermann var fæddur 25.
desember 1896, skagfirskur
bóndasonur, lögfræðingur að
menntun. Lögreglustjóri í
Reykjavík varð hann árið 1929,
þingmaður strandamanna 1934
og eftir þær kosningar varð
hann forsætisráðherra í nýrri
ríkisstjórn og síðan um áratuga
skeið einn mesti áhrifamaður í
íslenskum stjórnmálum. For-
maður Framsóknarflokksins
var hann 1944—1962. Hann lét
af þingmennsku 1967.
Hermann Jónasson var gáf-
aður maður og vaskur svo af
bar, glímukóngur íslands árið
1921 og mikið glæsimenni. Með
honum er genginn einn af eftir-
minnilegustu þjóðmálaskörung-
um landsins á þessari öld.
Eftirlifandi kona hans er Vig-
dís Steingrímsdóttir. □
„Blaðstjórn Dags á Akureyri
saniþykkir á aðalfundi sínum
24. janúar 1976, að beina þeirri
ákveðnu ósk til stjórnvalda, að
stærri liluti ríkisstyrks til blaða
útgáfu landsmanna renni til
blaða utan Keykjavíkur en nú
er.
Tillaga blaðstjómar Dags í
þessu efni er sú, að styrkur
ríkissjóðs til dreifbýlisblaða,
sem eru vikublöð og koma
reglulega út allt árið, nemi kr.
1.000.000,00 — einni milljón
króna — á ári, miðað við nú-
verandi verðlag og átta síðu
blöð í venjulegri dagblaðs-
stærð. Styrkurinn verði hlut-
fallslega minni eða meiri ef um
r
annan tölublaðafjölda er að
ræða og verði liann veittur
beint til viðkomandi blaða.
Er þess vænst að þingmenn
þessa kjördæmis, svo og aðrir
alþingismenn dreifbýlisins, fylgi
máli þessu fast fram.“
Þessi ályktun blaðstjórnar er
í beinu framhaldi af þeirri stað-
reynd, að landsbyggðarhlöðin
hafa ýmist engan opinberan
styrk fengið,. hér norðanlands
a. m. k.. á síðasta ári, eða svo
óverulegan að vart er nefnandi.
En dagblöðin í höfuðborginni
njóta margra milljóna króna
hvert. í þessu efni liefur byggða
stefnan brugðist illa og þarf úr
að bæta. □
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll