Dagur - 04.02.1976, Side 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-C6 og 1-11-67
Ritstjóri og óbyrgSarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Rógsherferð
gegn dóms-
málaráðherra
Undanfarið hefur verið lialdið uppi
rógslierferð á hendur dómsmálaráð-
herra og formanni Framsóknarflokks
ins, Ólafi Jóhannessyni. Atliyglisvert
er, hve greiðan aðgang foringjar
þessarar herferðar eiga að flesturn
dagblöðum Reykjavíkur. Það er
engu líkara en myndað hafi verið
bandalag þessara blaða í þeim eina
tilgangi að grafa undan þessum
stjórnmálaforingja. Naumast er það
tilviljun, að öll þessi blöð skuli dag
eftir dag beina spjótum sínum að
einum og sama manni, því ekki er
að sjá annað sameiginlegt.
En kannast menn ekki við þessi
vinnubrögð þegar betur er að gáð?
Það er ekki nýtt að þeir forystumenn
Framsóknarflokksins, sem borið hafa
af stjórnmálamönnum sinnar sam-
tíðar, hafi orðið fyrir svipaðri aðför
og nú er gerð að formanni Fram-
sóknarflokksins. Árið 1930 var gerð
aðför að Jónasi Jónssyni, þáverandi
dómsmálaráðherra og formanni
Framsóknarflokksins, og gerð til-
raun til að fá liann úrskurðaðan geð-
veikan. Og árið 1934 voru tveir pöru
piltar fengnir til að bera ljúgvitni
gegn Hermanni Jónassyni, sem þá
var lögreglustjóri í Reykjavík og
bæjarfulltrúi framsóknarmanna þar.
Þjóðin dæmdi í þessum málum í
alþingiskosningunum 1934 og hlaut
Framsóknarflokkurinn einn sinn
mesta kosningasigur. Rógberarnir
fengu sinn dóm.
Nú er komið að Ólafi Jóhannes-
syni, sem í þjóðarvitundinni er nú
fremsti stjómmálaforingi þessarar
þjóðar. Svo langt er seilst í rógskrif-
unum, að honum er borið á brýn, að
hann hindri í krafti síns ráðuneytis,
að eðlileg dómsrannsókn færi
fram í morðmáli, svo ógeðslegasta
dæmið sé nefnt. Munurinn á aðför-
inni nú og í liin fyrri skiptin er sá,
að nú er Framsóknarflokkurinn í
stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðis-
flokknum. Þess vegna hlýtur sú
spurning að vakna, hvort sjálfstæðis-
menn séu að undirbúa stjórnarslit.
Eða kveljast þeir svo af minnimáttar-
kennd gagnvart dómsmálaráðherra,
að þeir hafi tapað dómgreind sinni.
Svo langt gengu þeir menn, sem
berjast fyrir því að grafa undan
embættisheiðri Ólafs Jóhannessonar,
að þeir fluttu rógsmálin inn á Al-
þingi á mánudaginn og var hluta
umræðna sjónvarpað. Má með sanni
segja, að þar snerust vopnin eftir-
minnilega í höndum tilræðismanna.
Bókin sem beðið var eftir:
Jökulsárgljúfur,
íslenskur undraheimur
eftir Tbeódór Gunnlaugsson
frá Bjannalandi.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Bók þessi fjallar í máli og
myndum um þá töfraveröld sem
náttúruöflin hafa skapað á
þessu svæði, með Jökulsá sem
höfuðsmið. Enginn maður þekk
ir þetta landssvæði betur en
Theódór frá Bjarmalandi né
elskar það heitar. Leiðarlýsing
hans er ákaflega ýtarleg, m. a.
koma hér fyrir nær 200 örnefni
auk þeirra sem allir ' þekkja.
Til viðbótar texta Theódórs
skrifa Helgi Hallgrímsson og
Oddur Sigurðsson um lífríki og
jarðsögu Jökulsárgljúfra. Aftast
fylgir útdráttur á ensku og
örnefnaskrár. . -..
En þetta er ekki nema helft
bókarinnar. Hitt eru myndir.
33 þeirra eru í lit og hafa flestar
þeirra tekist vel. Þar að auki er
mikill fjöldi svart/hvítra mynda
og ágætis yfirlitskort yfir svæð-
ið með númerum yfir örnefni,
sbr. texta Theódórs.
Fjöldi manna hefur á undan-
förnum árum heillast af Jökuls-
árgljúfrum og umhverfi þeirra,
en þar var loks stofnaður þjóð-
garður 1973. Má því búast við
mikilli fjölgun ferðamanna. Er
þá bók þessi mikilsverð . hand-
bók. En þar að auki er bókin
augnayndi og þeir sem ekki
komast í gljúfrin sjálf geta ferð
ast um þau í huganum með bók
þessa að leiðsögu.
Kristján Kristjánsson hefur
„hannað“ bókina, ”og hann á
góðan hlut að ágætu útliti bóka
frá Bókaforlagi Odds Björns-
sonar. □
Hrakningar
á söltum sjó
skipbrotssaga eftir Dougal
Robertson.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Bjömssonar.
Hrakningasögur eru vinsælt les
efni á íslandi enda okkur málið
skylt. Ekki trúi ég öðru en að
bók þessi eigi eftir að skipa
veglegan sess í þeim flokki.
í júní 1972 réðust illhveli að
skútunni Lucettu á Kyrrahafi.
Höfundurinn og fjölskylda hans
björguðust í gúmmíbát og þar
máttu þau dúsa í 38 sólar-
hringa. Um þetta allt er fjallað
í smáatriðum eins og í öðrum
bókum af þessu tagi. Og enda-
lokin eru farsæl.
Þýðing þeirra Ólafs Rafns
Jónssonar og Rafns Kjartans-
sonar er ágæt. □
Skáldið sem skrifaði
Mannamun
sendibréf frá Jóni Mýrdal.
Finnur Sigmundsson bjó til
prentunar.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Þetta er ótrúlega skemmtileg
bók og lærdómsrík. Það er ekki
einungis að skáldið Jón Mýrdal
hafi verið góður bréfritari held-
ur gera hinar ágætu upplýsing-
ar og athugasemdir Finns bók-
ina að landsháttalýsingu á öld-
inni sem leið. Jón Mýrdal var
fæddur 1825. Hann lærði tré-
smíði og vegna atvinnu sinnar
lágu spor hans vítt um land.
Merkur þáttur ævi hans gerðist
x Fnjóskadal. Einnig í Skaga-
V.V.V.V.V.V.V.V,
"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"■"l
Si;
'.V.V.V.'.V.V.V,
.■.v.v.v.v.v.v
'.VV.V.V,
.vv.v.v,
.vvv.vv
:■>
Nýrra bóka
■ ■■■■■■■■■■
.v.vvv.vv.v
VIUA BYGGJA A LANDIFEÐRANNA
firði, við Breiðafjörð og síðast
á Skipaskaga. Jón var ágætur
smiður og standa enn nokkur
verka hans. En það. er ekki það
sem gerir manninn eftirminni-
legan heldur skáldskapur hans.
Hver þekkir ekki söguna
Mannamun? En engin þjóð
kann að meta samtíðarskáld sín
að fullu. Jón fékk að heyra orð-
in leirskáld og fúskari, og bar-
átta hans fyrir að koma verkum
sínum á framfæri var mikil
raun — en nú loks á okkar
bóka- og listaöld hafa skáldverk
hans verið gefin út og þó þau
kunni að reynast haldlítil til að
forða nafni þessa sérstæða
manns frá gleymsku þá mun
bókin sem Finnur Sigmundsson
hefur nú gjört svo vel úr garði,
bréf skáldsins, tryggja nafn
þess í sögunni. □
Framtíðin gullna
skáldsaga eftir Þorstein
Stefánsson.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Bjömssonar.
Á kápusíðu stendur um þessa
bók: -„Höfundurinn, Þorsteinn
Stefánsson, hefur verið búsett-
ur í Danmöi-ku um langt ára-
bil og þar kom bókin fyrst út.
Hlaut hún hinar bestu viðtökur
og höfundurinn var heiðraður
með H. C. Andersen bókmennta
verðlaununum. Næst var bókin
gefin út í Englandi af hinu
heimskunna bókaforlagi Oxford
University Press og hlaut ágæta
dóma.“
Þessi bók er sérlega eiguleg,
eins og reyndar allar bækur
B. O. B., og satt hjá útgefanda
að kominn var tími til að íslend
ingar fengju að kynnast þessari
þekktu skáldsögu. □
Afastrákur
eftir Ármann Kr. Einarsson.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Bjömssonar.
Enn er Ármann Kr. á ferðinni
með barnabók. Dugnaður hans
í skrifum fyrir yngstu kynslóð-
ina er mikill og honum bregst
sjaldan bogalistin.
Þessi bók er ætluð fyrir allra
minnsta fólkið, jafnvel til endur
sagnar fyrir þá sem enn horfa
spurnar- og undrunaraugum á
töfravéröld stafanna.
Þetta er falleg bók með teikn-
ingum Þóru Sigurðardóttur. □
Húmar að kvöldi
skáldsaga eftir Guðjón
Sveinsson.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Bjömssonar. /
Á bókarkápu stendur að þetta
sé fyrsta skáldsaga Guðjóns
„fyrir fullorðna". Þetta mun
rétt vera þótt bók hans, Ört
rennur æskublóð, hafi reyndar
eins verið ætluð fyrir þá „full-
orðnu“ og yngri kynslóðina.
Auk þess hefur Guðjón samið
nokkrar unglingasögur í Blyton
stíl.
Bókin Húmar að kvöldi fjallar
um ungt fólk og vandamál þess.
Og þótt deila megi um boðskap
og niðurstöður þá eru efnistök
ágæt og stíll betri en ég hef
áður séð til Guðjóns. Hann fet-
ar að vísu í fótspor margra sem
fjallað hafa um sama efni á síð-
ustu árum en á sjálfstæðan
hátt. Þessi bók og Ört rennur
æskublóð, sem áður var minnst
á, sýna og sanna að höfundinum
er nú óhætt að kveðja hundinn
Krumma og c/o úr leynilög-
reglubókunum en snúa sér að
bitastæðari viðfangsefnum —
hvort sem hann skrifar fyrir
yngri eða eldri kynslóð. Húmar
að kvöldi er spor fram á við
hjá Guðjóni Sveinssyni. □
Tvær bækur eftir
Hugrúnu
Filippía Kristjánsdóttir, sem
tók sér skáldanafnið Hugrún,
sendi frá sér tvær bækur fyrir
jólin. og bárust Degi þær fyrir
fáum dögum.
Farinn vegur, ævibrot úr lífi
Gunnhildar Ryel og Vigdísar
Krist j ánsdóttur.
Gunnhildarþátturinn er 66
blaðsíður og mim hugstæður
norðlendingum, þar sem frú
Gunnhildur Ryel, sem ættuð
var úr Arnarneshreppi, átti
langa ævi heima á Akureyri,
kunn kona og merk af félags-
og mannúðai'málum, seih hún
tók mikinn þátt í. Hún segir í
þessum þætti frá mörgu frá
„gömlu Akureyri,11 sem betra
er að geymist en gleymist.
Vigdísarþátturinn er litlu
BÆJARMÁLIN
Við, sem reynum að fylgjast
með bæjarstjói'narmálum, vit-
um að eftir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar urðu sjálf-
stæðismenn enn meira utan-
gátta en þeir höfðu verið. Á
fyrra kjörtímabili var það m. a.
vegna sinnuleysis forystumanna
þeirra og þess að þeir höfðu þá
öðrum hnöppum að hneppa.
Það sem af er þessu kjörtíma-
bili hafa þeir tekið upp- nei-
kvæða stefnu vegna þess að
það tókst samstaða með hinum
flokkunum um myndun meiri-
hluta. Þessi neikvæða stefna
þeirra til bæjarmála kom einna
skýrast fram við afgreiðslu fjár
hagsáætlunar bæjarsjóðs fyrir
árið 1975, þegar þeir treystu
sér ekki til að standa að stefnu-
mörkun þeirri er í henni fólst.
En eins og öllum er ljóst, sem
eitthvað þekkja til þessara
mála, markar fjái'hagsáætlun
stefnuna fyrir, iheilt áþ og á
margan máta nokkur ár fram í
tímann, þar sem ákvörðun um
framkvæmdir verða bindandi
þar til þeim er lokið og á ýmsan
hátt annan. Fulltrúar sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn hafa
gert mikið úr því að eftir bæjar
stjórnarkosningar hafi meiri-
hlutinn aldrei tekið tillit til
minnihlutans. Þetta gerði leið-
togi þeirra m. a. á fjölmennum
bæjarstjórnarfundi í haust. Það
hefði því mátt búast við því, að
styttri. Þar fjallar Vigdís Kristj
ánsdóttir um listnám og list-
iðkun, og segir ýmsa aðra þætti
ævi sinnar, ekki síst á erlendri
grund.
Draumurinn um ástina er
rúmlega 160 síður í allstóru
broti. Bók þessi er ástarsaga
ungrar konu, sem höfundurinn
leiðir fram í meira eri 30 köfl-
um.
Hugrún skáldkona er mikil-
vii'kur rithöfundur. Bókamið-
stöðin gefur út þessar tvær síð-
ustu bækur hennar. □
Frá gömlum vini kr. 10.000. —
Til minningar um Karl Jóhann-
esson, Ytra-Hóli frá systkinum
og mágafólki kr. 35.000. — Til
minningar um Héðinn Friðriks-
son frá tengdaforeldrum Mar-
gréti Árnadóttur og Kristjáni
Halldórssyni, Klængshóli kr.
20.000. — Gjöf frá Baldvini Guð
jónssyni, Siglufirði kr. 50.000.
— Til minningar um Ara Guð-
mundsson frá Þúfnavöllum frá
Sigi'íði B. Guðmundsdóttur kr.
10.000. — Ágóði af hlutaveltu í
Barnaskóla Glerái'hverfis, 7.
bekkur 9. stofa, kr. 28.475. —
Áheit frá K. M. Sigurðardóttur
kr. 5.000. — Gjöf frá Guðrúnu
H. Guðmundsdóttur kr. 20.000.
— Til minningar um Snjólaugu
Sigfúsdóttur og Bjax-na Ai'ason
frá Grýtubakka frá Margréti
Bjarnadóttur kr. 20.000. — Frá
Aðalbjöi'gu Sigurðardóttur til
magarannsókna kr. 10.000. —
Til minningar um Hennann
nú um áramótin kæmi fram
hörð gagnrýni á bæjarstjórnar-
meirihlutann frá þeim, til að
staðfesta þá skoðun sjálfstæðis-
manna að stefnumöi’kun meiri-
hlutans fyi'ir síðasta ár hefði
verið röng. En nú er þv£ ekki
að heilsa. í áramótagrein eins
bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna
segir: „Bæjarstjórn Akureyrar
reyndi að stefna að sem mest-
um framkvæmdum á árinu,
enda augljóst mál að í vissum
málaflokkum mátti alls ekki á
slaka.“ Síðan kemur upptalning
á því helsta sem unnið var að á
árinu og að því loknu stendur
í sömu grein: „Af framan-
greindu má sjá, að hugmyndir,
sem uppi voru við gerð fjái'hags
áætlunar fyrir sl. ár hafa að
mestu náð fram að ganga, hvað
nýbyggingar snertir og enn-
fremur er vert að geta þess að
allveruleg tækjakaup voru
gerð, m. a. vinnuvélar og
slökkvibifreið.“
Spurning sjálfs sín um hvort
fylgt hafi verið réttri stefnu á
sl. ári svarar hann svo: „í stór-
um dráttum held ég að það hafi
tekist.“ Það er því augljóst að
meii'ihlutinn fær óvenju góðan
dóm frá andstöðunni og má því
vel við una. En sjálfsagt gera
sjálfstæðismenn þetta vegna
þess að þeir hafa fundið að þeir
áttu ekki byr hjá fólki sem fund
ist hefir hlutverk sjálfstæðis-
manna heldur bágborið. Sjálf-
Túnsbergi, 31. janúar. Óvenju
snjólétt er nú, miðað við árs-
tíma og þarf þónokkuð aftur í
tímann' til að finna hliðstæðu.
Má það gjarnan vera yfirbót á
þeirri veðráttu, sem var á sl.
hausti í miðri sláturtíð og lék
bændur nokkuð hart, einkum
þá, er við sauðfé og jarðávexti
fást.
Hjá Kaupfélagi Svalbarðs-
eyrar var lógað tæplega 18 þús-
und fjár í haust og reyndist
meðal fallþungi dilka tæp 15 kg,
eða sá sami og árið áður, þrátt
fyrir góðar vonir um betri fall-
þunga í upphafi sláturtíðar.
Hai'ðindakaflinn, sem hófst 20.
sept. gerði stórt strik í reikn-
inginn. Víða voru lömb tekin á
hús og ekki látin út aftur fram
að slátrun.
Mikil afföll urðu á kai'töflu-
uppskeru flestra bænda, því
Kristjánsson og Áslaugu Jóns-
dóttur, Leyningi og Margréti
Skúladóttur frá Kjartani Júlíus
syni kr. 15.000. — Til minningar
um Vilberg Jóhannesson frá
Steinunni Kristjánsdóttur, Eyi'-
arvegi 6, Siglufii'ði kr. 1.000. —
Gjöf frá togarasjómönnum við
Eyjafjörð kr. 30.000. — Margar
aðrar gjafir hafa borist sjúki'a-
húsinu á árinu, nýlegast stór
bókasending frá Lárusi Bjöms-
syni trésmiði. — Ein stærsta
gjöf sem borist hefir sjúkrahús-
inu var röntgenmyndatæki frá
Lionsklúbbi Akureyrar ásamt
mörgum öðrum félagasamtök-
um á Akureyri og í nágranna-
byggðum. Kvenfélagið Hlíf og
fleiri kvenfélög hafa margsinnis
gefið sjúkrahúsinu stórar gjafir
og alveg sérstaklega barnadeild
þess.
Allar þessar gjafir og margar
fleiri þakka ég af heilum huga.
Torfi Guðlaugsson.
sagt hefir bæjarfulltrúi sá er
skrifaði greinina verið óánægð-
ur að þurfa að fylgja stefnu
flokks síns eins og hún var
mótuð af foringjunum hans
seinast og því minnir hann á
hana í sakleysislegu háði og
segir: „Það var augljóst að gera
átti sigur sjálfstæðismanna að
engu og við gerð fjárhagsáætl-
unar fyrir árið 1975 voru þeirra
sjónarmið að engu höfð,“ sem
leiddi af sér þá afstöðu að þeir
vildu enga ábyrgð bera á áætl-
uninni í heild og sátu hjá.
En sem sagt, nú hafa þeir séð
að þeir voru á villigötum og
hafa að því er fregnir herma,
verið fúsir til að ganga til móts
við meirihlutann við gerð áætl-
unar fyrir yfirstandandi ár,
enda þótt hún sé í öllum aðal
atriðum byggð á sama grund-
velli og síðast, þótt heldur
rýmra sé fjárhagslega. Kemur
þar til m. a. aðhald á liðnu ári
sem meii'ihlutinn varð að sýna.
Meirihlutanum er sjálfsagt
viss styrkur að breyttri stefnu
sjálfstæðismanna en hitt er
ljóst með tilliti til undangeng-
ins árs að afstaða þeirra skiptir
engum sköpum og að meriihlut-
inn verður áfram að halda við
stefnu sína um auknar fram-
kvæmdir og ábyrga stjóm.
Ekki síst í sambandi við upp-
byggingu hitaveitu og aðra
framkvæmdaliði.
170.
fáir höfðu lokið upptöku fyrir
20. september. Tjón nemur
milljónum króna í héraðinu í
heild og er hreint tap, þar sem
kastnaður var þegar á fallinn.
Að auki er margfalt meiri vinna
við flokkun uppskerunnar til
sölu nú í vetur og þarf að yfir-
fara kartöflurnar allt að þrem
sinnum í flokkunarvélum.
Nokkru fyrir jól var varpað
fram þeirri spurningu í Degi,
hvað „stórfjós" væru stór. Hér
við Eyjafjörð er það talið
merkja fjós yfir 100—200 naut-
gripi, en fjögur slik eru risin
stærð. Mun það að verulegu
leyti koma til vegna svonefndr-
ar flýtifyrningar á hluta bygg-
inganna, þ. e. 30% byggingar-
kostnaðar afskrifist á fimm ár-
um og koma til frádráttar tekj-
um. Ég tel þessa fyrningu alls
óraunhæfa, ekki síst á verð-
bólgutímum eins og nú eru, þar
sem óverðtryggt fjármagn er
fengið til framkvæmda. Nóg um
það.
Hér hefui' fólk verið venju
fremur spilaglatt frá áramótum
og þrjár spilavistir verið spil-
aðar, auk grímudansleiks ung-
mennafélagsins í ársbyrjun, en
hann er orðinn fastur liður hjá
því félagi. Framundan eru svo
fleiri mannamót, þorrablót og
fundahöld ýmsra félaga. Leik-
list hefur ekki verið stunduð
um nokkurra ára skeið, en
vei'ður vonandi upp tekin á ný.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi,
hvers meðlimir eru úr hrepp-
unum framan Akureyrar, auk
Svalbarðsstrandar og stofnaður
var á vordögum 1974, starfar
vel og hefur stutt ýmsa þarfa
hluti s. s. neyðarbílskaupin og
nú síðast kaup krabbameins-
leitartækis, sem akureyrskir
Lionsmenn höfðu forgöngu um
kaup á. Ýmsar leiðir til fjár-
öflunar eru farnar og eiga
héraðsbúar þakkir skildar fyrir
góðar móttökur, er til þeirra
hefur verið leitað með ýmsan
söluvarning Lionsmanna.
Sé litið fram á við, er búist
við miklum framkvæmdum í
vegagerð í sumar. Vinna á fyrir
a. m. k. 55 millj. ki'. í Svalbarðs-
strandarvegi og Víkurskarðs-
vegi og fer þá væntanlega að
styttast í gerð Leiruvegar, en
hann kemur til með að stytta
leiðina milli Svalbarðsstrandar
og Akureyrar um meira en
þriðjung. Þá mun eiga að leggja
hér sjálfvirkan síma um sveit-
Búnaðarfélag fslands hefur nú
í 26. sinn gefið út Handbók
bænda. Handbókin er vinsæl-
asta búfræðirit, sem gefið er út
hér á landi. Fastir áskrifendur
eru 3.700, auk þess er lausasala
um 300 eintök. Ritstjóraskipti
urðu við Handbókina nú. Agnar
Guðnason, sem hefur verið rit-
stjóri undanfarin 15 ár, lét af
þvf starfi, en við tók Jónas Jóns
son, ritstjóri Freys. Fyrsti rit-
stjóri Handbókarinnar var Olaf
ur Jónsson, fyrrv. ráðunautur
á Akureyri. Handbókin hefur
breytt verulega um svip fx'á
því, sem hún var síðastliðin ár.
í formála stendur þetta m. a.:
„. .. . Það var meining mín,
að Handbókin breyttist nokkuð
iria, sem hefur raunar staðið til
í mörg ár. Hér eru nú um eða
yfir 20 notendur um sömu lín-
una og þætti víst flestum full-
mikið.
Litlar framkvæmdir voru á
vegum hreppsins á liðnu ári. Þó
. var í haust byrjað á byggingu
tveggja leiguíbúða og a. m. k.
aðrar tvær munu fyriihugaðar.
Færri fá en vilja. Hús þessi
verða í nýja hverfinu á Sval-
bai'ðseyri, er Smái'atún nefnist.
Mjög hefur færst í vöxt að
unga fólkið byggi og vilji
byggja í landi feði-a sinna, þótt
ekki stundi það kannski bú-
■ skap. Þannig eru risin tvö til
INNBROTAFARALD-
UR í BÆNUM
Á Akureyri er óhugnanlegur
innbrotafaraldur. Lögreglan
sagði blaðinu í gær frá 9 inn-
brotum um síðustu helgi. Verða
nú margir að leggjast á eitt og
uppræta þennan háskalega
kvilla.
Um hádegi í gær fótbrotnaði
maðui', er hann datt af léttu bif-
hjóli eftir árekstur við bifreið
á mótum Gránufélagsgötu og
Hjalteyrargötu. □
Listaskáldin vondu
í Sjálfstæðishúsinu
7. febrúar klukkan 2
Hópur skálda, sem nefnir sig
Listaskáldin vondu, koma fram
í Sjálfstæðishúsinu næsta laug-
ardag klukkan tvö. Skáldin
komu fram sautjánda janúar í
Háskólabíói og mættu tæplega
fjórtán hundruð manns til leiks.
Ekki er ofmælt að góður rómur
hafi verið gerður að flutningi
skáldanna, en þau eru: Birgir
Svan, Guðbergur Bergsson,
Hrafn Gunnlaugsson, Megas,
Pétur Gunnarsson, Sigurður
Pólsson og Steinunn Sigurðar-
dóttir.
Aðgöngumiðasala verður í
húsinu sjálfu frá klukkan eitt
þann sjöunda og verðið er
krónur 350. — Skáldin munu
flytja nokkurn veginn sama
efni og í Háskólabíói. Ohætt er
að fullyrða, að mörg ljóð verði
á veginum í Sjálfstæðishúsið á
laugardaginn, enda kominn tími
til að hressa sig upp í skamm-
deginu. (Fréttatilkynning)
frá því, sem hún hefur verið að
undanförnu og yrði líkari því,
sem hún var framan af árum.
Þar yrði meira um beinar hand
bókarupplýsingar og upptaln-
ingar staðreynda og þess, sem
best er vitað um hvert og eitt
atriði, sem líklegt er, að bændur
og annað landbúnaðarfólk
kunni að vilja fletta upp á.“
Efni Handbókarinnar er mjög
aðgengilegt. Hún er prentuð á
vandaðan pappír og ný letur-
gerð notuð. Samtals eru 65
greinar í bókinni. Þar af 42 fag-
greinar um flesta þætti land-
búnaðarins. Að þessu sinni hafa
24 höfundar lagt til efni í bók-
ina, sem er 376 bls. □
F. S. A. berast gjafir
hér í sveit og þar af þrjú komin
í notkun. Slíkur gripafjöldi þýð-
ir fimm-sexfalt verðlagsgrund- - þrjú hús á nokkrum býlum hér.
vallarbú. Til mikillar hrellingar • Hér starfar í vetur útibú frá
fyrir umsjónarmenn sveitar- Tónlistarskólanum á Akureyri
sjóðs, sem ekki vilja að hann og meðal ixemenda í orgelleik
verði jafn léttur og blásinn eru f jórar bændakonur.
kálfsmagi í rjáfri, virðast búin - Sv. Lax.
ekki sýna arð í samræmi við —:---------------;---:---------
HANDBÖK BÆNDA1976
Slefán Tryggvason
SKRIFSTOFUSTJÓRI
Sl. laugardag var gerð útför
Stefáns Tryggvasonar, skrif-
stofustjói'a, Byggðavegi 101 hér
í bæ, en hann andaðist þ. 21.
janúar. Með Stefáni er genginn
gegn og góður borgai'i sem
margir munu sakna. Hann var
fæddur 14. nóv. 1917 að Ytra-
Hvarfi í Svarfaðardal, sonur
hjónanna Soffíu Stefánsdóttur
og Tryggva Jóhannssonar bónda
þar. Hann ólst upp við hin
ýmsu bústörf á myndarlegu
sveitaheimili, en fór síðan til
náms í Samvinnuskólann og
lauk þaðan brottfararprófi árið
1940. Næstu árin vann hann hin
ýmsu störf er til fellu. Hann var
fjölhæfur og verklaginn og gat
glímt við hin ólíkustu vei-kefni
með fullum sóma, ekki síst þar
sem vandvirkni og samvisku-
semi voru honum í blóð borin.
Hann vann við múrverk í Breta
vinnu 1941, afgreiðslumaður hjá
versl. O. Ellingsen 1942, af-
greiðslu og skrifstofustörf hjá
heilverslun Jóh. Ólafssonar &
Co. 1943. Síðan vann hann um
hrí'ð hjá Húsameistara ríkisins
við húsaviðgerðir og múrverk.
Þá var hann sölumaður hjá
heilsversl. Jóns Jóhannessonar
& Co. til haustsins 1945 er hann
fluttist hingað til Akureyrar.
Fyrstu þi'jú árin hér í baö var
hann bókhaldari og gjaldkeri
hjá Vélsm. Odda h.f. og Mars
h.f. Frá 1949 til 1971 var hann
skrifstofustjóri og gjaldkeri hjá
BSA-verkstæðinu, og nú síð-
ustu árin skrifstofustjóri hjá
Búvélaverkstæði Eyfirðinga.
Hinn 23. maí 1942 kvæntist
Stefán Þóru S. Aðalsteinsdóttur
og var það hið mesta gæfuspor
í lífi hans, því Þóra reyndist
honum ætíð hið besta og bjó
hún honum hið vistlegasta og
hlýlegasta heimili. Hin síðari
árin er Stefán átti við heilsu-
leysi að stríða kom æ betur í
Hve margir?
Fimmtudaginn 29. janúar sl.
lauk Fimm Daga Áætlun á
Akureyri. Á námskeiðið inn-
rituðust 45 manns, 8 bættust
við, en 38 luku námskeiðinu. Af
þeim voru 36 alveg hættir að
reykja Vitað er um ýmsa, sem
hættu heima hjá sér vegna
áhrifa frá námskeiðinu. Það
varpar e. t. v. ljósi á þessa þátt-
töku, að þetta er fjórða nám-
skeiðið, sem haldið er á Akur-
eyri — þrjú almenn og eitt sér-
staklega fyrir táninga. . . . En,
betur má, ef duga skal, því ég
hygg, að enn séu allmargir um-
fram 50 hér á Akureyi-i, sem
reykja. . . . Endurfundur er
ákveðinn miðvikudagskvöldið
4. febrúar, í Gagnfi'æðaskólan-
um, kl. 20.30.
J. Hj. Jónsson.
ljós hve miklum mannkostum
Þóra er búin. Þeim varð ekki
barna auðið, en þau tóku kjöi'-
son Hallgrím, sem nú er 18 ára.
Stefán var glöggur bókhp.ld-
ari og skrifaði ágæta rithönd.
Auk ofangreindra skrifstofu-
starfa var Stefán hjálparhella
margra fyrirtækja og einstakl-
inga varðandi ársskýrslur og
skattaframtöl oft fyrir lítil eða
engin laun, því hjálpsemi var
í'íkur þáttur í skaphöfn hans.
Stefán tók mikinn þátt í
störfum félagsins Öruggur akst-
ur, var um hríð í stjórn félags-
ins Og sat nokkur landsþing
fyrir hönd þess. Honum fannst
öll störf og stuðningur á sviði
hjálpar- og öryggismála vera
sjálfsagður hlutur og skylda
hvers samborgara, að hlúa þar
að.
Strax á bernskuárum komst
Stefán í kynni við tónlistina,
því á heimili hans var bæði
fiðla og orgel. Þótt hann færi
ekki í tónlistarnám svo sem
bræður hans, Jakob og Jóhann,
hafði hann ætíð mikla unun af
góðri tónlist og sjálfur lék hann
vel á hljóðfæri. Hann stuðlaði
jafnframt ötullega að því að
aðrir gætu notið góðrar tónlist-
ar, því hann var einn traustasti
félagsmaður Tónlistarfélags Ak
ureyrar og gjaldkeri þess í
mörg ár. Hann átti verulegan
þátt í því að koma á mörgum
þeim tónleikum sem undanfarin
ár hafa yljað bæjarbúum um
hjartarætur. Hann gekk ma*na
mest fram í því að hér myndað-
ist strengjasveit og honum
auðnaðist að sjá þann draum
rætast.
Stefán var fróður maður og
lesinn, ræðinn og skemmtileg-
ur. Hégómadýrð mannlífsins
freistaði hans ekki og hann
sóttist ekki eftir vegtyllum. Hið
Iilýja hjarta og hreina lund
voru hans einkenni.
Nú er þessi drengskapar-
maður hverfur okkur sjóixum
fylgja honum, og eftirlifandi
ástvinum, blessunarorð og
þakkir.
F. li. Tónlistarfélags
Akurcyrar,
Haraldur Sigurðsson.
Utigangur hesta
Á aðalfundi Sambands dýra-
verndunax-félaga íslands, sem
haldinn var fyrir skömmu var
samþykkt að skora á fóður-
skoðunarmenn og lögregluyfir-
völd um land allt að fylgjast
vel með að hestar og sauðfé sé
ekki látið ganga úti, án nokkurs
skýlis eða fóðurs.
Samkvæmt íslenskum lögum
er hverjum eiganda búpenings
skylt að dýr hans fái nægilegt
fóður og vatn og þurran, skjól-
góðan og rúmgóðan geyslustað.
En þessi lög eru þverbrotin um
og sauðíjár ;
land allt, án þess að nokkuð sé
gert í málinu.
Á þessum tímum velsældar
og ofgnóttar í okkar þjóðfélagi
er það ekki á nokkurn hátt
afsakanlegt að dýr lifi við sult
og kulda, því skoi-ar aðalfundur
S.D.Í. einnig á dýravini um
land allt að vera vel á verði
með að dýr séu ekki höfð í
svelti eða á útigangi, og fóður-
skoðunarmönnum, viðkomandi
yfirvöldum eða stjórn S.D.Í. sé
gert viðvart ef um slíkt er að
ræða.