Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 1
Markmið fyrr og uú Eyfirskir bœndur mörkuðu stefnu kaupfélagsins 19. júni 1886 á eftirfarandi hátt: Að útvega félagsmönnum góðar vörur og ná hagfelld- um kaupum á þeim. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vörum i sem hcest verð. Að sporna við skuldaversl- un og óreiðu i viðskiptum. Að safna fé i sjóði til trygg- ingar fyrir framtið félagsins. Að stuðla að útbreiðslu og eflingu samskonar félaga hér á landi og koma sér i sam- vinnu við þau. Að efla þekkingu manna á samvinnufélagsskap og við- skiptamálum. ■ ■ : V z.;, ..■.; :■■■ ■ . ,'.'■ ::■;,: ■■'.:.; : ;;' Verslunar. og skrifstofubygging KEA frá 1930, ásamt Vöruhúsinu lengra til hægri. (Ljósm.: E. D.) Avarp Þann 19. júní n. k. verður Kaup félag Eyfirðinga 90 ára. Þessara tímamóta er minnst nú í tengsl- um við aðalfund félagsins. Við slík tímamót er eðlilegt, að nokkuð sé staldrað við og litið um öxl til þess, sem þegar hefur áunnist, jafnframt því sem skyggnst er fram á við til þeirra mörgu óleystu verkefna, sem varða veginn. Fátt lýsir betur þeim árangri, sem náðst hefur í starfi félags- ins fram til þessa, en þær tölur, sem birtar eru á aðalfundi félagsins um þessar mundir. Heildarvelta félagsins 1975 var nærri 8 milljarðar króna, fast- ráðið starfsfólk í árslok 1975 var 717 manns og félagið greiddi yfir 900 milljónir króna í laun. Endurgreiddur tekjuafgangur fyrir sl. ár verður samkvæmt ákvörðun aðalfundar u. þ. b. 22 milljónir króna og stofnsjóður félagsmanna var í árslok 1975 nærri 140 milljónir króna, en hann er allur myndaður af endurgreiddum tekjuafgangi. Niðurstöður efnahagsreiknings félagsins við síðustu áramót voru yfir 4 milljarðar króna og félagið stendur traustum fótum með verulegt eigið fjármagn að bakhjarli. Allar þessar tölur segja sína sögu og þá fyrst og fremst vegna þess, að hér er ekki um að ræða dauðar tölur, heldur tákn um þann sterka lífsstraum, sem samvinnustarfið sendir um æðar byggðarlaganna við Eyja- fjörð. Þær eru tákn um þau miklu afrek, sem samvinnu- starfið í Eyjafirði hefur fengið áorkað með samstilltum átök- um þéttbýlis og dreifbýlis og ólíkra atvinnustétta innan vé- banda kaupfélagsins. Þó segja tölur þessar ekki alla söguna á 90 ára afmælishátíð KEA um árangur samvinnustarfsins, því fjölmörgum menningar- og framfarafyrirtækjum hefur kaupfélagið stuðlað að og hleypt af stokkunum, sem síðan hafa blómstrað og dafnað og farið sínar eigin leiðir. Sú stað- reynd blasir þó við, að miklir sigrar hafa unnist, mikill árang- ur hefur náðst, mikið starf hef- ur verið innt af hendi af fjölda góðra starfsmanna og allt þetta er ljúft og skylt að þakka við þessi tímamót. Jafnframt ber að hafa það í huga, að stórar og glæsilegar tölur um viðskiptaveltu kaup- félagsins eru umfram annað tákn þess, að fólkið í byggðum Eyjafjarðar hefur treyst sam- vinnufélagi sínu til forystu um Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri. að bæta hag byggðarinnar og þá gjarnan treyst kaupfélaginu betur en öðrum rekstursform- um í atvinnulífinu. Fólkið veit, að allir fjármunir, sem myndast í rekstri Kaupfélags Eyfirðinga, ganga til áframhaldandi atvinnu uppbyggingar og framfarasókn- ar f héraðinu sjálfu, en þjóna ekki skyndihagsmunum ein- stakra manna. Þannig hefur þetta verið og þannig mun það áfram verða. Kaupfélagið stendur nú í stærri verklegum framkvæmd- um og fjárfestingum en nokkru sinni fyrr. Jafnframt bíða mörg verkefni úrlausnar víðs vegar um félagssvæðið og þeim þarf að sinna svo fljótt sem auðið verður. Ekki er að efa, að öll þessi verkefni munu verða leyst f tímans rás, en að það megi takast byggist þó fyrst og fremst á því, að starfsfólk félagsins og samvinnufólkið allt standi sam- an sem einn maður og veiti félagi sínu öflugan stuðning og brautargengi. Þessu ávarpi skal því lokið með hvatningu til sam vinnufólks um áframhaldandi öflugt starf. Samvinnustarfið hefur átt drjúgan þátt í því að gera Eyjafjörð að einni far- sælustu byggð þessa lands. Oflugt samvinnústarf í fram- tíðinni mun tryggja, að svo verði áfram um ókomna tíma. Með samvinnukveðju, Valur Arnþórsson. Núverandi stjóm og varastjórn Kaupfélags Eyfirðinga ásamt kaupfélagsstjóra og aðalfulltrúa. Talið frá vinstri: Jóhannes Sigvaldason, Gísli Konráðsson, Sigurður Óli Brynjólfsson, Amgrímur Bjamason aðalfulltrúi, Hjörtur E. Þórarinsson formaður, Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Jón Hjálmarsson, Kristinn Sigmundsson, Sigurður Jósefsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.