Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 7
7 Hún levsti fjötra af fólki Séð yfir hluta SÍS-verksiniðianna á Gleráreyrum. (Ljósm.: Fr. Vestm.) Fyrir miðja síðustu öld reyndu bændur í Fnjóskadal að koma á samtökum til að semja við kaupmenn um verslun heilla sveita, og ná þannig hagstæðari verslunarkjörum. Síðar reis ný alda meðal þjóðarinnar um bætta verslunarhætti, svo sem stofnun Gránufélagsins, Versl- unarfélagsins við Húnaflóa og Verslunarfélagsins í Reykjavík ber vitni. Markmið þessara fé- laga vap að versla beint við út- lönd, án milligöngu kaupmanna. Þessi félög mörkuðu spor í verslunarsögunni, en urðu ekki langlíf, meðal annars vegna ýmiskonar óhappa og vegna hinna auðveldu mótleikja kaup- mannanna. Tilraunir bænda í Fnjóska- dal, og stofnun Gránufélagsins og fleiri skyldra félaga, voru sprottnar af þörfinni til að losna úr verslunaráþján. Fólk gerði sér glögga grein fyrir ófrelsinu og hafði manndóm til að reyna nýjar leiðir í viðskiptamálum. Það var þó ekki fyrr en auk- inn félagsþroski, dirfska og nýir straumar skipuðu fólki £ órofa fylkingu undir merki samvinn- unnar, að tímamót urðu. Sam- hliða hófst með þjóðinni mikil menningarsókn á mörgum svið- um. Menn efldust við það, að gera sér fulla grein fyrir versl- unaránauðinni; við hvaða öfl var að fást í því efni og vildu ekki lengur una þeim hlekkjum viðskipta og verslunar, er þeir og forverar þeirra höfðu orðið að bera. Þeir voru loks reiðu- búnir að leggja til atlögu við það vald, sem bjó fólki þessa ánauð. Þingeyingar stofnuðu fyrsta kaupfélag landsins 1881—1882, áttu í harðri baráttu við öfluga kaupmenn á Húsavík og sigr- uðu þá eftirminnilega. Síðan hafa kaupfélag og kaupmanna- verslun keppt um viðskiptin, og þeirri hollu samkeppni una menn vel. Með sigri þingeyskra bænda jókst enn trú manna á margs konar félagslegum sam- tökum, og öll varð þessi barátta hinn þarfasti félagsmálaskóli á víðum vettvangi. Mikinn kjark þurftu fátækir bændur til þess að brjótast undan vananum og valdi kaup- manna, og taka sjálfir upp bar- áttu fyrir eigin verslun. En þegar samvinnuhugsjónin hafði fest rætur og leiddi til félags- myndunar, batt félagið menn saman til virkrar baráttu. Þeir voru að vinna fyrir sjálfa sig, hættu nokkru, en treystu sam- tökunum og mætti þeirra, og þeim varð að trú sinni. í samvinnufélagi fundu menn það, að nú lá lykillinn í hönd- um þeirra sjálfra og þeir gátu leyst af sér fjötrana og gerðu það. Lykillinn var máttur sam- takanna. Með honum leystu þingeyingar sína verslunar- fjötra, síðan eyfirðingar og fólk um land allt. Með árunum hefur starfsemi margra kaupfélaganna orðið fjölþætt og mikil að öllu um- fangi. Svo hefur orðið hjá kaup- félagi eyfirskra samvinnu- manna, sem höfuðstöðvar sínar hefur á Akureyri en rekur úti- bú á Grenivík, Árskógsströnd, Dalvík, Siglufirði, Hrísey, og Grímsey. — Naumast þarf að kynna noi'ðlendingum starfsemi Kaupfélags Eyfirð- inga, né akureyringum, sem daglega skipta við það og hafa stofnanir þess fyrir augunum, né minna þá á stóran þátt fé- lagsins í atvinnulífi bæjarins og framkvæmdum, auk verslunar- innar. Minna má þó á einn tug útibúa í bænum. En margar aðal verslunardeildirnar eru í Hafnarstræti, svo sem deildar- skipt vöruhús með margar sér- verslanir. Ennfremur er minnt á mjólkursamlag, kjötvinnslu- stöð, slátur- og frystihús, hótel, efnagerð, lyfjabúð, kassagerð, bygginga- og véladeildir, brauð- gerð, Olíusöludeild, útgerð og þannig mætti lengur telja. Kaupfélag Eyfirðinga velti nær 8 milljörðum kr. á síðasta ári. Starfsmenn þess eru á átt- unda hundrað manns og félags- menn í hinum 24 félagsdeildum á viðskiptasvæðinu eru yfir 6000 talsins. Félagið birtir árs- skýrslur sínar reglulega á aðal- fundum, svo og í öllum deild- um félagsins, eru fluttar skýrsl- ur um störf félagsins og hag á ári hverju. Þar skiptast sam- vinnumenn á skoðunum, spyrja, deila og varpa fram hugmynd- um. En aðalfundurinn tekur stærstu ákvarðanirnar. Hér var áður sagt, að naum- ast þyrfti að kynna stofnun eins og Kaupfélag Eyfirðinga eða samvinnustefnuna, þar sem þetta er opinn félagsskapur og það ætti að vera nóg að láta verkin tala. Þess er þó að geta, að viðskipti f samvinnuformi eru á ýmsan hátt flóknari en önnur viðskiptaform, og þau krefjast ekki aðeins nokkurrar þekkingar, heldur einnig lang- lundar. En þau eru öðrum við- skiptum sanngjarnari og miðast við hag síns félagsfólks, sem aðrir njóta svo góðs af, og góða þjónustu, en ekki auðsöfnun á fárra hendur. En þrátt fyrir allt það, sem við hverjum manni á að blasa um samvinnuhugsjónina og sam vinnustarfið á hverjum stað, hygg ég fátt nauðsynlegra en stöðuga og öfluga kynningu, einnig gagnrýni og hvers konar skoðanaskipti. Mun enn eiga við, það sem Jónas Jónsson sagði í bók sinni, íslenskir sam- vinnumenn, útgefinni 1939. Þar segir hann m. a.: „En undirstöðu hinna marg- háttuðu framkvæmda til and- legrar vakningar um samvinnu mál lagði Hallgrímur Kristins- son á sambandsfundi 1919, er hann fékk það lögfest í sam- þykktum Sambandsins, að verja mætti fimmta hluta tekju- afgangs þess til fræðslu og and- legrar vakningar um samvinnu- mál. Enginn samvinnuleiðtogi hefur stigið djarfmannlegra og drengilegra spor.“ Samvinnufélögin fást á hverj- um tíma við þau viðfangsefni, sem félagsfólk þess gerir kröfur um að stjórn og framkvæmda- stjóri hrindi fram. Þegar eitt verkefni er leyst, kallar annað á úrlausn. Fjöldasamtök með samvinnustefnuna að leiðarljósi, eru öflug og í þeim finnur fólk- ið þann einfalda sannleika, hve auðvelt það er, þegar margir vinna saman, að ryðja björgum af þeim vegi, sem við öll viljum feta til menningarlegra og betra lífs. Samvinnufólkið við Eyjafjörð hefur átt því láni að fagna, að sameinast heilshugar um helstu mál, án ágreinings á milli dreif- býlis og þéttbýlis. Samvinnu- hugsjónin hefur borið hátt í þessu góða héraði í 90 ár. Sam- vinnustarfið hefur fært mönn- um ómælda hagsæld og fram- undan eru, sem fyrr, áhugaverð og krefjandi verkefni. Jafnan hafa bændur verið taldir kjarninn í Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir stofnuðu það og hafa síðan verið áhrifamenn í stjórn þess og tekið ákvarð- anir um framvindu mála með framkvæmdastjórunum milh aðalfunda. Við þetta er vel unað af þéttbýlisfólki. Samvinnu menn líta á allar byggðir héraðs ins sem eina heild, og hefur það komið í veg fyrir það, að við- kvæmir þættir búsetu og að- stöðu á félagssvæðinu spilltu samstöðunni í félagsstarfinu. Menn skilja það, að lífskjör í sveitum og bæjum eru svo sam- ofin, að hver er öðrum háður. Bændur leggja til bestu fæðu- tegundirnar og veigamestu iðn- aðarhráefnin. Skapast við það mikil og örugg atvinna fjölda fólks á Akureyri, en bændur njóta svo góðs markaðar í fjöl- menni þéttbýlisins. Skilningur almennings á þessum málum er mikill og almennur. Verður til hans að sækja skýringu á því merkilega rannsóknarefni, að það skuli ekki í 90 ár hafa kom- ið til umtalsverðrar togstreitu á milli stétta og starfsgreina innan félagsins, um samvinnu- málin. En hlutur eyfirsku bændanna er enn stærri en þetta, því það voru einnig þeir, sem áttu hug- myndina að verksmiðjuiðnaði ullar og skinna og hrundu henni í framkvæmd. Það var upphaf þeirrar stóriðju á Akureyri, sem á íslenskan mælikvarða má kalla svo. I verksmiðjum sam- vinnumanna á Gleráreyrum starfa um 800 manns. Gefjun, Hekla, Skógerð og Skinnaverk- smiðja eru nöfn, sem allir kann ast við í þessu sambandi. Kaup- félag Eyfirðinga á ekki þessar verksmiðjur heldur Samband íslenskra samvinnufélaga. En það er nokkurn veginn víst, að þessi stórkostlegi iðnaður hefði ekki notið vaxtarmöguleika sinna, nema vegna skjóls og stuðnings frá Kaupfélagi Eyfirð inga, og liggur það nokkurn veginn f augum uppi. Mér finnst sérstök ástæða til að minna á samvinnuiðnaðinn á Akureyri, um leið og sendar eru hlýjar kveðjur til iðnaðar- og iðjumanna í verksmiðjunum fyrir það starf, að margfalda verðmæti búvaranna, og eiga sinn góða þátt í því, að íslensk ull og íslensk skinn eru nú, full unnin, meðal þeirra útflutnings greina íslensks iðnaðar, sem með ári hverju á vaxandi þátt í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. Iðnaðardeild SÍS seldi á síðasta ári framleiðslu sína á innlend- um og erlendum mörkuðum fyrir á fjórða milljarð íslenskra króna. , Kaupfélag Eyfirðinga hefur átt því láni að fagna, að fram- kvæmdastjórar þess hafa verið úrvalsmenn, hver fram af öðr- um, leiðandi samvinnu- og fram kvæmdamenn, traustlega studd ir af óteljandi áhugamönnum félagsins og fjölmörgum afburða starfsmönnum félagsins. Öll vel unnin störf í þjónustu samvinnu manna, ber að þakka. Þau mynda eina keðju, sem hvergi má bresta. Þó er Ijóst, að stjórn- un og daglegar ákvarðanir í stóru fyrirtæki, eins og Kaup- félagi Eyfirðinga, hvíla á herð- um kaupfélagsstjórans, eru öðrum störfum mikilvægari og ábyrgðarmeiri. Fyrstu framkvæmdastjórar Kaupfélags Eyfirðinga voru Hallgrímur Hallgrímsson á Rif- kelsstöðum, Friðrik Kristjáns- son, Akureyri og Davíð Ketils- son, Núpufelli. En kaupfélagsstjórar frá 1902 voru: Hallgrímur Kristinsson til 1918, Sigurður Kristinsson til 1923, Vilhjálmur Þór til 1939, allir eyfirðingar. Þá Jakob Frí- mannsson, Akureyri til 1971 og Valur Arnþórsson, núverandi kaupfélagsstjóri, ættaður af Austurlandi. Stjórnarformaður félagsins er Hjörtur E. Þórarinsson bóndi og aðrir stjórnarmenn Sigurður Óli Brynjólfsson kennari vara- formaður, Jón Hjálmarsson bóndi, Kristinn Sigmundsson bóndi og Gísli Konráðsson for- stjóri. Varamenn eru Sigurður Jósefsson bóndi og Jóhannes Sigvaldason ráðunautur. Á Aðalfundi Kaupfélags Ey- firðinga fyrr í vikunni, 31. maí og 1. júní, var gerð grein fyrir hag og rekstri á síðasta ári. Jafnhliða því, sem menn velta fyrir sér tölum um magn vara og milljónir króna og gera sér grein fyrir næstu viðfangsefn- um, sem nauðsynlegastar eru, er eitt öðru nauðsynlegra: sjálf samvinnuhugsjónin, sem fyrr- um breytti þjóðfélaginu, leysti fjötra af fólki og dulda krafta og hæfileika úr læðningi í hvers manns brjósti, svo að þjóðfélag- ið varð betra og mannlífið fegurra en það áður var. Megi samvinnuhugsjónin enn um langa tíð vera aflgjafi fólks í leit að verðugum viðfangs- efnum og lífshamingju. E. D. Byggingavörudeild KEA við Glerárgötu er stórhýsi. Gamla „Trjáviðarhúsið“, Hafnarstræti 82, frá 1919, lauk sínu hlutverki sem verslimarhús árið 1964, en þá var ByggingavÖrudeildin flutt í nýja hús- næðið. Deildarstjórar hafa verið: Sigtryggur Þorsteinsson, Agnar Guðlaugsson, Björn Sigmundsson og Mikael Jóhannesson, frá 1960. Þarna eru og til húsa fleiri verslunardeildir KEA. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.