Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 8

Dagur - 03.06.1976, Blaðsíða 8
O.N.A. - Ofn fyrir hitaveitu og ketilkerfi LEITIÐ TILBOÐA. OFNASMIÐJA NORÐURLANDS HF. Pósthólf 155. Sími (96)2-18-60. Akureyri. Daguk Akureyri, fimmtudaginn 3. júní 1976 FERMINGAR. f Í GULLSMIÐIR . • GJAFIR 1 1 MIKLU \J( J \ SIGTRYGGUR- ÚRVALI J & PÉTUR f AKUREYRI Heildarvelta KEA nær átta milljarðar Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirð- inga 31. maí og 1. júní kom meðal annars fram, að heildar- velta félagsins árið 1975 jókst um 43,5% frá árinu áður og varð nær 7.9 milljarðar króna. Fastráðið starfsfólk er 717 manns, en allur launakostnaður varð rúmar 900 milljónir króna. í opinber gjöld greiddi félagið 72.5 milljónir króna. Á árinu 1975 fjárfesti Kaup- félag Eyfirðinga meira en nokkru sinni fyrr eða fyrir rúma 341 milljón króna. Fjár- frekasta framkvæmd félagsins er bygging mjólkurstöðvarinn- ar nýju, en til hennar fóru 227 milljónir króna. Til byggingar verslunarútibús á Lundstúni fóru 18 milljónir kr. og 28.5 milljónir kr. til Kjötiðnaðar- stöðvarinnar. Rekstrarafgangur til ráðstöf- unar á aðalfundi voru nær 30 milljónir króna og höfðu þá verið afskrifaðar tæpar 58 milljónir kr. og varð fjármuna- myndunin því nær 88 milljónir króna. Samkvæmt tillögum félagsstjórnar var samþykkt að verja 22 milljónum kr. til arðs- endurgreiðslu, í stofnsjóði fé- lagsmanna nema apóteksarðinn. Útibú KEA á félagssvæðinu juku verslun sína verulega, eins og aðrar verslunardeildir. Stærsta útibúið er á Dalvík með rúmar 348 milljón króna um- setningu, þar næst kom Siglu- fjörður með yfir 100 milljónir kr., Grenivík með nær 80 milljónir kr., Hrísey með 55 milljónir kr._ Hauganes með 48 milljónir kr. og Grímsey með nær 30 milljónir kr. En saman- ÁRNAÐARÓSKIR Mikið gæfa hefur fylgt sam- vinnustarfinu við Eyjafjörð, gæfa, sem af félagsþroska og miklum félagsmálastörfum er sprottin. Nú, á 90 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga, sendir Dagur því árnaðaróskir og þakkir fyrir samfylgd um Iang- an veg. □ HÁTÍÐAFUNDURINN Á hátíðafundi KEA, 1. júní, sem hófst í Samkomuhúsinu um klukkan 2.00, flutti Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri ávarp, Hjörtur E. Þórarinsson stjórnar formaður hátíðaræðuna og Jakob Frímannsson fyrrv. kaup félagsstjóri minntist Hallgríms Kristinssonar. Til máls tóku ennfremur Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra, Er- lendur Einarsson, Stefán Björns son, Ingi Tryggvason, Bjarni Einarsson, Sigríður Schiöth, Sveinn Jónsson, Páll Leósson og Áke Barhamn frá Svíþjóð. Kristján Jóhannsson söng ein söng, Agnes Baldursdóttir lék einleik á píanó og tvísöng sungu Helga Alfreðsdóttir og Kristján Jóhannsson við undirleik Thomas Jackman. Kristján skáld frá Djúpalæk las frum- samin Ijóð. -----► Á hátíðafundi í Samkomuhús- inu. — (Ljósmyndastofa Páls) lagt er þetta 662.259 milljónir króna, sem er 44,3% aukning. Söluaukning hinna ýmsu verslunardeilda KEA varð 33,6%. Nýlenduvörudeildin með 10 útibú sín £ bænum seldi fyrir 893 milljónir kr., Byggingavöru deild fyrir 425 milljónir kr. og Kornvöruhúsið fyrir 243 milljón ir kr. Járn- og glervörudeild seldi fyrir 128 milljónir kr., Véladeildin fyrir 137 milljónir kr. og lyfjabúðin fyrir 103 milljónir króna, og sýna þessar tölur magn viðskiptanna árið 1975. Þá seldi Kjötiðnaðarstöðin sína framleiðslu fyrir 307 milljónir kr., Efnaverksmiðjan Sjöfn fyrir 333 milljónir kr. og Smjörlíkisgerðin fyrir 115 milljónir kr. Þá seldi Hótel KEA sína þjónustu fyrir 115 milljónir kr. og hin þjónustu- fyrirtækin, Gúmmíviðgerð og Þvottahúsið Mjöll, fyrir um tug milljóna kr. hvort. □ Eyfirðingar stofnuðu fyrsta mjólkursamlag landsins árið 1928, Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirð- inga. Ungur mjólkurfræðingur, Jónas Kristjánsson, skipulagði það frá grunni og stjómaði því til 1966, er núverandi samlagsstjóri, Vernharður Sveinsson, tók við. Mjólkursamlagið tók á móti nær 22 milljón lítrum á síðasta ári frá 348 framleiðendum. Gamla mjólkursamlagsbyggingin er orðin of lítil, ný mjólkurvinnslustöð er í smíðum og voru fjárfestar þar 225 milljónir kr. á síðasta ári. Starfs- fólk er um 50. Þessi mynd var tekin af nýbyggingunni í vor. (Ljósm. E. D.) Halldór E. Sigurðsson lagði hornstein að nýbyggingu mjólk urvinnslustöðvarinnar nýju, á þriðjudaginn, sem svo er nefnt þegar innmúraðar eru í raka- vörðum og traustum umbúðum upplýsingar um viðkomandi byggingu. Þar segir m. a.: „Hús það sem Kaupfélag Ey- firðinga lætur reisa á þessum stað er mjólkurvinnslustöð fyrir Mjólkursamlag KEA. Hlutverk hennar verður að taka við mjólk frá mjólkurframleiðend- um á félagssvæði Kaupfélags Eyfirðinga, vinna úr henni og senda hana svo á markað, ýmist sem neyslumjólk eða mjólkur- Haildór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra. vörur. Mjólkurvinnslustöð þessi leysir af hólmi húsnæði í Grófar gili, sem tekið var í notkun 1939, en fram til þess tíma hafði starf semin verið í litlu húsi neðar í gilinu frá því Mjólkursamlag KEA tók til starfa 1928. Byggingaframkvæmdir hóf- ust 5. jún£ 1965. Stjórnarfor- maður félagsins var þá Brynj- ólfur Sveinsson menntaskóla- kennari og kaupfélagsstjóri Jakob Frímannsson. Var haldið áfram við bygginguna það ár og hið næsta, en í árslok 1966 stöðvuðust framkvæmdir vegna lánsfjárskorts. Lágu nú fram- kvæmdir niðri um hríð. Á árinu 1972 var tekið til við að endur- skoða uppdrætti. 7. ágúst 1973 voru byggingaframkvæmdir hafnar að nýju og hefur verið haldið áfram óslitið síðan. Aðal- húsnæðið er nú fullgert hið ytra en allmiklu ólokið að innan.“ Síðan segir í þessum upplýs- ingum frá hönnun og uppdrátt- um og samvinnu við sænsk fyrir tæki. frá verktökum og öðrum, sem við hæfi þykir. En bygg- ingastjóri er Gísli Magnússon. Undir skjal þetta ritar stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, en hana skipa: Hjörtur E. Þórarinsson formaður, Sigurður Óli Brynj- ólfsson, Kristinn Sigmundsson, Jón Hjálmarsson, Gísli Konráðs son og Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri. Dagsetningin er 1. júní 1976. □ Hornsteinn lagfiur mefi viðhöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.