Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 1
Barnakennarar kenndu ekki Kennsla lá niðri í flestum barna skólum landsins á mánudaginn. Á sumum stöðum tóku fram- haldsskólakennarar einnig þátt í aðgerðunum. í stað þess að sinna kennslu vörðu kennar- arnir deginum til að ræða ýmis málefni stéttarinnar, einkum kjaramálin, sem þessu dagsverk falli olli. Krefjast kennarar þess m. a. að allir kennarar á grunnskólastigi njóti sömu launa fyrir sömu vinnu, hvort sem þeir eru útskrifaðir frá Kennaraskólanum eða Kennara háskólanum. Menntamálaráðuneytið sendi samtökum kennara bréf í síð- ustu viku, þar sem varað er víð aðgerðum af þessu tagi. Og þegar fréttastofa útvarps sneri sér á mánudaginn til mennta- málaráðherra, Vilhjálms Hjálm- arssonar, sagðist hann telja, að samtök kennara og skólastjóra yrðu sjálf að koma sér saman um heildarstefnu í kjaramálum stéttarinnar og vinna síðan að málum sínum eftir venjulegum leiðum, samkvæmt þeim lögum, sem í gildi væru. Ég vil líka minna á, sagði ráðherrann, að nýbúið er að setja lög um rétt- indi og skyldur opinberra starfs manna. Menntamálaráðuneytið getur ekki annað gert en það hefur þegar gert, • það er að minna á skyldur hvers borgara, að virða lög og reglur. □ Karlinn í kass- anum og Sabína Félagsheimilið á Húsavflc rúmar fjölþætta starfsemi og er góður fundarstaður. (Ljósm.: E. D.) Leikfélag Akureyrar hefur nú sýnt Karlinn í kassanum þrett- án sinnum fyrir fullu húsi. Sýn- ingum fer nú senn að ljúka og næsta verkefni félagsins er Sabína, sem er nútíma, íslensk- ur gamanleikur með söngvum eftir Hafliða Magnússon frá Bíldudal, en leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Um áramótin sýnir svo L. A. Oskubusku undir leikstjórn Eyvindar Erlendssonar og er það barnaleikrit. □ Möðruvallakirkja í Saurbæjar- hreppi fauk af grunni sínum í desembermánuði 1972. Eftir það varð það meirihlutaskoðun safn aðanna í þremur fremstu sókn- um Eyjafjarðar, að byggja eina kirkju fyrir þessa þrjá söfnuði og stóðu málin þannig um skeið. En þá greip þjóðminja- vörður inn í málið og maður frá Þjcðminjasafninu hefur nú ann- ast fyrstu viðgerð hinnar gömlu kirkju. Er hún komin á grunn- inn og einnig hefur hún verið einangruð nokkuð. Möðruvallakirkja er bænda- kirkja, nú friðlýst í umsjá Þjóð- minjasafns. Mun þar með sýnt, að ekki verður ráðist í bygg- ingu nýrrar kirkju, né söfnuðir sameinaðir. Munu því þjóna sínu hlutverki Hólakirkja Dg Saurbæjarkirkja, sem er torf- kirkja. Möðruvallakirkja var byggð Einar Helgason kennari á Akur eyri opnar málverkasýningu í Iðnskólanum á föstudaginn. Þar sýnir hann 70—80 myndir, sem flestar eru vatnslitamyndir en einnig olíumálverk og teikning- ar. Þetta er fyrsta sjálfstæða sýning Einars og eru myndir hans til sölu. Einar er maðui’ Húsavík, 8. nóvember. Togarinn Júlíus Hafstein fór í sína fyrstu raunverulegu veiðiferð á laugar dagskvöldið. Þá var búið að gera við spil skipsins, sem var í ólagi og kom í veg fyrir, að skipið gæti haldið á veiðar, eins fljótt og menn gerðu sér vonir um, eftir að skipið kom til Húsa 1848. Merkastur muna hennar »r altaristafla frá því um 1480 og einn mestur kirkjulegur dýr- gripur hér á landi. Hún er nú geymd í Minjasafninu á Akur- eyri. □ Einar Heígason. listfengur, svo sem kunnugt er, og munu margir leggja leið sína á sýningu hans. Sýningin verður opnuð kl. 8.30 á föstudagskvöldið, en næstu þrjá dagana, til mánu- dagskvölds, verður hún opin kl. 10—24. □ víkur. En þá þurfti að fá mann frá Noregi til að lagfæra spilið, en nú vænta menn þess, að hann hafi lokið verki sínu á þann veg, að duga muni. Mótorbáturinn Grímur ÞH 25, sem er lítill þilfarsbátur, hefur verið seldur frá Húsavík. Eigendur bátsins, Ásgeir Krist- jánsson og fleiri, 'hafa átt hann í sjö ár. Áður áttu þeir bát með sama nafni, sem þeir keyptu 13. júní 1953. Formaður á báðum bátunum, í samtals 23 ár, var Þormóður Kristjánsson, Tún- götu 6, Húsavík. Hann hefur alla sína skipstjóratíð verið mjög traustur og farsæll. í nóvember 1953 bjargaði hann þrem skipverjum af mótorbátn- um Víkingi, sem þá fórst á Skjálfanda í stórsjó og hríðar- veðri. Kennsla fer ekki fram við Barnaskóla Húsavíkur í dag. Kennar komu samt til starfa í skólanum í morgun og unnu að ýmiskonar lagfæi'ingum frá- Iðnaðardeild Sambandsins lief- ur samið um sölu á uilar- og skinnavörum til Sovétríkjanna á næsta ári fyrir 1220 milljónir króna og er það langmesta sala þangað til þessa. Verð varanna, sem eru margskonar, er fremur hagstætt og eru þessir samning- ar því hinir mikilvægustu, sagði Hjörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar, er blaðið leitaði frétta af máli þessu. Auk þessa er svo sala til fjölmargra annarra landa á næsta ári, sagði framkvæmda- stjcrinn, og í mjög auknum mæli. Okkur vantar því eltki a veiðar gangi ýmsra hluta sem að jafn- aði vinnst ekki tími til að sinna á venjulegum vinnutíma. Sam- kvæmt upplýsingum skóla- stjóra, Sigurðar Hallmarssonar, koma kennarar saman síð- degis til að ræða kjaramál sín. Auk kennara Barnaskóla Húsavíkur munu koma til fund arins kennarar frá Hafralækjar- skóla í Aðaldal, Stórutjarnar- skéla í Ljósavatnshreppi og barnaskólans á Laugum í Reykjadal. Kennarar hafa ósk- að eftir því, að til fundarins komi fulltrúi frá SÍB til að ræða við þá um gang síðustu kjarasamninga. Ketmsla fellur ekki niður í barnaskólanum á Skútustöðum við Mývatn en þar fer í dag fram regluleg læknisskoðun. Þ. J. Stefnt er að því að KEA opni nýja verslun að Hrísalundi 5 um næstu mánaðamót. Hér er um að ræða stóra og vandaða verslun í nýrri byggingu og er henni m. a. ætlað að þjóna íbú- um í Lunda- og Gerðahverfi, sem eru í vestasta hluta bæjar- ins, ný og fjölmenn. Áætlað er, að í fyrrnefndum hverfum búi um 2500 manns er þau verða fullbyggð, eftir tvö ár eða svo. Verslunin verður á tveim hæðum, sem hvor um sig er 800 fermetrar. Hún verður búin hinum fullkomnustu innrétting- um og tækjum og þai' verður auk þess kaffitería, sem rúmar 30—40 manns. Bílastæði er fyrir 120 bíla og þangað ekið bæði frá Hrísalundi og Þing- vallastræti. Verslunarstjóri verður Stein- grímur Ragnarsson. □ skinnavörur milljónir verkefnin í næstu framtíð. Hér er um að ræða værðarvoðir, peysur, mokkakápur og fjöl- margt annað. Frumvinnslan fer öll fram í Sambandsverksmiðj- unum á Akureyri, Gefjunni og Skinnaverksmiðjunni, en auk Heklu vinna margar sauma- og prjónastofur víða á landinu að þessu stóra verkefni. □ Sauðárkróki, 2. nóvember. — Uppselt er á hverja einustu sýningu Leikfélags Sauðár- króks, og útlit fyrir, að íslands- klukkan verði sýnd út þennán mánuð, því aðsókn er gífurleg. Til tíðinda má teljast, að þriðja vetrardag fór maður einn héðan í berjamó og tíndi marga potta af óskemmdum bláberj- um. Og bóndi frá Skaga sagði mer áðan, að hann hefði farið til berja þar og tínt alveg óskemmd krækiber. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.