Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ORKUFREKUR IÐNAÐUR
Á kjördæmisþinginu á Húsavík
komst Stefán Valgeirsson alþingis-
maður m. a. svo að orði í ávarpi sínu,
er þingið fjallaði um orkufrekan
iðnað:
Ég tel að umræða um atvinnuupp.
byggingu í landinu eigi að fara fram
með öðrum hætti en verið hefur.
Hvers konar þjóðfélag viljum við
byggja upp í landi okkar, handa
okkur sjálfum og niðjum okkar, og
hvers konar rekstur og hve stórar
einingar henta okkur, miðað við
okkar fámenni og það, að þjóðin
byggi landið allt? Svör við þessum
spurningum eigum við að leitast við
að fá, áður en til álita kemur að
fjalla um, t. d. álver hér á Norður-
landi, ekki síst af þeirri stærð, sem
nú er talað um. Það vantar heildar-
stefnu í þessum málum. Hana þarf
að móta. Við þurfum að byggja upp
atvinnulífið og koma undir það
fleiri stoðum. Um það geta ekki ver-
ið skiptar skoðanir. En við þurfum
að læra að velja og hafna. Hafna því,
sem líklegt er að hafi skaðleg áhrif
í för með sér, til dæmis á umhverfið
eða þann atvinnurekstur sem fyrir
er. í þessu efni, eins og í mörgum
öðrum, þarf að miða stakkinn við
stærð og eðlilegan vaxtarmöguleika.
Það þarf að fara fram úttekt á því,
hver þörfin er og hve líklegt er að
hún verði á tilteknu árabili á hverj-
um stað eða svæði og við þá niður-
stöðu á að rniða þegar ákvarðanir
eru teknar um atvinnuuppbyggingu
hvers staðar.
Fullvinnsla úr innlendum hrá-
efnum á að ganga fyrir öðru. Iðnað-
ur samvinnumanna á Akureyri er
lofsvert framtak, sem ber að þakka.
Umræða um þýðingu lians fyrir
Akureyri og ekki síður fyrir land-
búnaðinn, er brýn nauðsyn. Og ekki
síður um möguleikana á, að færa
þennan iðnað sem víðast út um kjör-
dæmið. Það þarf að gera sér grein
fyrir, hvað þarf til að koma, svo það
geti orðið að veruleika í meira mæli
en verið hefur. Við þurfum að færa
iðnaðinn til fplksins, eftir því sem
mögulegt er, en ekki hið gagnstæða.
Þessi verkefni eiga að sitja fyrir
öðrum.
En í sambandi við álverksmiðju
vil ég, úr því sem koinið er, að fram
fari athugun á öllum þáttum þess
máls. Ekki aðeins umhverfiskönnun,
en einnig hvaða félagsleg og atvinnu
leg áhrif hún myndi hafa ef byggð
yrði. Niðurstaða á slíkri alhiiða
könnun ætti að auka skilning allra á
því, hvernig að atvinnuuppbyggingu
(Framhald á blaðsíðu 2)
Hvers venna
Að undanförnu hafa menn um
fátt meira rætt hér um slóðir
en hvort reisa skuli álver við
Eyjafjörð. Þessi umræða hefir
víða farið, auk heldur bæði á
Alþingi og í sjónvarpið. Þrátt
fyrir allan þennan orðaflaum er
mér — og líklega fleirum —
ekki enn ljóst hversu langt
þessu máli er komið. í sjón-
varpsþætti hér á dögunum var
tekið fram að einungis væri
verið að rannsaka hvort slík
stofnun kæmi til greina og því
aðeins að niðurstaðan yrði já-
kvæð yrði borin upp spurningin
„eigum við eða eigum við
ekki?“
Þeir sem helst hafa talað
fyrir hugmyndinni leggja tals-
verða áherslu á að hér sé aðeins
um frumathuganir að ræða og
ekki sé verið að slá neinu föstu.
Samt sem áður læðist sá grun-
ur að mér að fleira sé f pottinn
búið en almenningur hefir enn
séð. Hvers vegna var ekki þessi
hugmynd kynnt þeim mönnum
sern hlytu að eiga hlut að máli
ef til þess arna kæmi?
í forystugrein AM var fyrir
skemmstu rætt um „þjóðarlygi“
vondra manna sem draga kjark
úr stjórnvöldum. Ég vil benda
á að Laxárdeilan (sem þarna
var átt við) varð að hitamáli
meðfram vegna þess að heima-
menn fréttu á skotspónum um
ýmsar hugmyndir manna á
skrifstofum í Reykjavík. Sumar
þeirra voru skynsamlegar en
aðrar síður en svo og því fór
sem fór.
Þessir formælendur hug-
myndar um álver segja að sam-
kvæmt félagslegum frumrann-
sóknum komi Eyjafjörður helst
til greina af hugsanlegum stór-
iðjusvæðum utan Faxaflóa.
Mér er spurn: hvers konar
rannsóknir eru það sem hér er
átt við?
í lok sjónvarpsþáttar á dög-
unum kom fram sú skoðun hjá
Val Arnþórssyni að ef til frek-
ari stóriðju kæmi hér á landi
yrði að velja milli Eyjafjarðar
og Faxaflóasvæðisins. Seinni
kosturinn yrði okkur norðlend-
ingum óhagkvæmur og því
væru ærnar ástæður til að
athuga þetta mál vel. Ég verð
að segja að mér þykir þetta
nokkuð flumbrulega ályktað
a. m. k. meðan ekki er fleira
komið fram sem útilokar alla
staði aðra en þessa tvo.
Reyndar vil ég engum stað á
íslandi svo illt að taka við ál-
veri og af tvennu illu er þriðji
kosturinn bestur, nefnilega sá
að hafna með öllu umleitunum
um að hér rísi álver eða önnur
stóriðja af svipuðu tagi.
Ég ætla nú ekki að eyða fleiri
orðum að svonefndum undir-
búningi þessa máls en færa
nokkur rök fyrir því að hafna
beri þessari hugmynd með öllu.
í fyrsta lagi tel ég að lítill
fengur sé í stóriðju af þessu
tagi og gildir mig þá einu hvort
það er álver, máhnbland eða
annað þess kyns. Stóriðja þar
sem hráefni er aðeins frum-
unnið til útflutnings og frekari
vinnslu erlendis er í mínum
augum lítilsverð, bæði þjóðar-
hag og verkamanni sem við
hana starfar.
Það mun viðurkennt og stutt
ærnum rökum að síðasta stig
framleiðslu — fullvinnsla og
endanleg smíði varnings — skili
jafnan mestum arði og hafi auk
þess betri sálræn áhrif á verka-
menn en önnur iðja. Ég vil taka
til dæmis málmbræðslu annars
vegar og skipasmíði hins vegar.
Ég hygg að það veiti meiri
ánægju að sjá smíðisgrip verða
til, að lokum fullskapaðan, held
ur en aðeins málmklump sem
aðrir móta og mynda síðar.
Þeir sem vinna við slíka frum-
vinnslu þekkja aldrei verk sín
þótt þau bei'i þeim fyrir augu
síðar.
Arðsemi ræðst allajafna af
því hve mikil vinna er lögð í
vinnslustigið — hún er að jafn-
aði mest við lokastig fram-
leiðslu.
í öðru lagi vil ég halda því
fram að framleiðsla úr innlend-
um hráefnum sé íslendingum
mikilvægari en úr innfluttum
efnum, einkum þó ef sú fram-
leiðsla er ætluð til útflutnings.
í þessu sambandi vil ég minna
á þá staðreynd að hvers kyns
matvælavinnsla verður nú sí-
fellt mikilvægari. Þeir sem ráða
matvælaauðlindum munu brátt
verða í svipaðri lykilaðstöðu og
olíuríkin hafa verið nú um sinn.
Hér eiga íslendingar hlut að
máli og hann ekki lítinn. Miklu
varðar að þeir haldi vel á hlut
sínum.
í þriðja lagi er ég andvígur
stóriðju vegna þess að í slíkum
efnum er einatt of mikið sett í
einn pott. í sambandi við hugs-
anlegt álver Norsk Hydro hefir
verið talað um 700 starfsmenn.
Það þýðir að h. u. b. 2500—3000
manns hefði framfæri sitt af
slíkri verksmiðju einni saman.
(Reiknað er með 3—4 séu á
frafnfæri hvers starfsmanns.)
í þessu felst að 1% þjóðarinnar
— hið fæsta — væri háð einu
fyrirtæki — einni framleiðslu-
tegund.
Slíkt hygg ég að sé ekki
heppilegt þegar um' svo ein-
þætta heild er að ræða. Fyrir-
tæki sem byggist á fjölbreyttri
framleiðslu stendur betur að
vígi t. d. gagnvart verðsveiflum
á markaði.
Ég ætla ekki að ræða hér
hvert vandamál þetta fjölmenni
kynni að vei'ða akureyringum
en það er vissulega viðsjárvert
atriði.
- í fjórða lagi vil ég draga mjög
í efa að fjárfesting útlendinga
með þessum hætti yrði íslend-
ingum til góðs ef til hennar
kæmi. Hver sá sem kynnir sér
iðnþróun og fjármálapólitík
síðustu áratuga hlýtur að sjá í
hendi sér að starfsemi og rekst-
ur stórfyrirtækja — hringa eins
og Norsk Hydro — lýtur til-
teknum reglum. Slíkir hringar
sækjast jafnan eftir starfsað-
stöðu þar sem minnstu þarf til
að kosta, hvort heldur sem er
- Þjómistustofiianir
eru mikilvægt...
(Frimhald af blaðsíðu 8)
aðila til að setjast að á stöðun-
um. Þetta ætti að vera sérstak-
lega girnilegt fyrir það fólk
utan af landi, sem leitað hefur
sérfræðimenntunar og hingað
til hefur ekki fengið starfsskil-
yrði í heimabyggð. Ef þjónustu-
stofnanir væru fyrir hendi
mundi ske sú þróun, sem nú á
sér stað í læknamálum dreif-
býlisins með tilkomu heilsu-
gæslustöðvanna. Sérmenntaða
fólkið mundi leita til verkefna
út um landið. Þá er í senn
stefnt að þjónustujafnvægi og
spornað við atgervisflóttanum.
Blaðið þakkar framkvæmda-
stjóranum svörin. □
ILSUVERNDARSH
vegna vinnuafls eða annarrar
orku.
Ég trúi því laust að Norsk
Hydro, Elkem eða aðrir slíkir
vilji t. d. gera verðtryggðan
kaupsamning við íslendinga um
raforku. Við höfum reyndar
fyrir okkur sorglegt dæmi hins
gagnstæða. Það ætti að vera
okkur víti til varnaðar en sýnir
líka eðli þessara viðskipta eins
og þau hafa verið stunduð. Allt
tal um að norðmenn séu að
bollaleggja þessar framkvæmd-
ir fyrir sakir frændsemi og vin-
áttu er hlægilega einfeldnings-
legt.
Ég mun nú láta staðar numið
í bili þótt margt sé enn ótalið
sem mælir gegn áðurnefndum
stóriðjuhugmyndum. Má þar
nefna til dæmis mengunar-
hættu og ýmis vandkvæði af
félagslegum orsökum. Aðrir en
ég hafa stutt andstöðu sína
rökum sem varða þessa þætti.
Hér hefi ég nefnt fjögur
grundvallaratriði sem ráða af-
stöðu minni og ég vil að lokum
ítreka að iðnaður sem byggist
frekar á smáum einingum en
stórum, e. t. v. samþættum; full
vinnsla íslenskra hráefna á að
vera keppikefli okkar. Ég efast
ekki um að slíkt yrði mun far-
sælla en einhæf stóriðja sem
yrði auk heldur að verulegu
leyti háð útlendum auðhringum
og þjónaði fyrst og síðast hags-
munum þeirra.
Akureyri, síðasta sumardag,
Valdimar Gunnarsson
frá Bringu.
Frá óg með 1. nóvember 1976
verða hjúkrunarfræðingar ung-
og smábarnaeftirlitsins til við-
tals í húsnæði stöðvarinnar að
Hafnarstræti 104 á Akureyri
daglega frá kl. 13.30—14.30 alla
virka daga nema laugardaga.
Símaviðtalstími verður sömu
daga kl. 13—13.30. Sími gegnum
læknamiðstöð nr. 22311.
Til þeirra geta foreldrar
barna á forskólaaldri leitað,
annað hvort gegnum síma eða
komið til viðtals, þarfnist þeir
ráða um meðferð barna sinna.
Að sjálfsögðu mun áfram verða
fylgst með yngstu borgurum
Akureyrar í heimahúsi fram að
3ja mán. aldri, en læknisskoð-
anir og ónæmisaðgerðir fara
eins og áður hefur verið fram
á miðvikudagsmorgnum kl. 9—
12, nema annað verði sérstak-
lega auglýst.
Heilsuverndarstöðin á Akur-
eyri hefur nú tekið að sér eftir-
lit með og ónæmisaðgerðir á
börnum úr sveitum sýslunnar,
en því miður er ennþá ekki
hægt að koma við heimsóknum
hjúkrunarfræðings til yngstu
barnanna. Hins vegar eru for-
eldrar þeirra hvattir til þess að
notfæra sér daglega viðtalstíma
hjúkrunarfræðinga og koma
með börn sín til skoðunar
a. m. k. einu sinni í mánuði þar
til læknisskoðanir taka við. Þar
sem að um verulegar vega-
lengdir er víða að ræða geta
foreldrar ungbarna úr Árskógs
hreppi snúið sér , þessu skyni
til Ásu Marinósdóttur í Kálfs-
skinni og foreldrar ungbarna í
Svarfaðardal til Elínar á Dal-
vík, en að sjálfsögðu eiga þessi
börn fullan rétt á því að not-
færa sér þjónustu stöðvarinnar
Eftirtaldar ónæmisaðgerðir
eru nú framkvæmdar á vegum
Hei'lsuverndarstöðvarijinar e"ða
verða teknar upp á næstunni:
Barnaveiki, kikhósti, stíf-
krampi við 3ja mán., 4 mán.
5 mán. og 18 mán. aldur. Mænu
veiki við 4 mán., 5 mán., 18
mán., 2i/2 árs, 7 og 12 ára. Tvær
þær síðustu fara fram í grunn-
skólanum. Kúabólusetning er
ennþá skylda að framkvæma.
Hvort hægt verður að fella
þessa bólusetningu niður eða
ekki er á valdi heilbrigðisyfir-
valda og löggjafans, en starfs-
fólk stöðvarinnar getur ekki
nema í sérstökum undantekn-
ingartilfellum fellt hnaa niður.
f vetur verður tekin upp bólu
setning gegn rauðum hundum.
Bólusettar verða stúlkur í 6.
bekk grunnskólans, en aðeins
þær stúlkur, sem ekki hafa
fengið rauða hunda, og hægt er
að sýna fram á með blóðprufu,
verða bólusettar, og bóluefni
gegn rauðum hundum verður
ekki til fyrir stúlkur í öðrum
aldursflokkum. Þá verður á
næsta ári tekin upp bólusetn-
ing 1 árs barna gegn mislingum.
Rétt þykir, að sú bólusetning
fari fram á fyrri hluta annars
árs. Allar þær ónæmisaðgerðir,
sem hér hafa verið nefndar eru
gerðar á kostnað Heilsuverndar
stöðvarinnar. Hægt verður að
útvega bóluefni gegn misling-
um fyrir börn tveggja ára og
eldri óski foreldrar þess, að þau
verði bólusett, en munu þá
þurfa að greiða bóluefnið a.m.k.
að einhverju leyti.
A
Aðrar bólusetningar, sem sér
stök ástæða þykir til að fram-
kvæma svo sem. viðhald mænu-
veikisónæmis, bólusetning gegn
sérstökum tegunaum heila-
himnubólgu (meningococcum)
o. fl. munu fara fram á vegum
stöðvarinnar en verða auglýst-
ar sérstaklegá í bæjarblöðun-
um.
Á næsta ári munu verða tekn
ar upp sérstakar sjónskoðanir
4 ára barna, og unnið er að því
að koma á sérstakri heyrnar-
skoðun barna í sama aldurs-
flokki. Mikil þörf er á því, að
ró og friður ríki við þessar
skoðanir og því munu börnin
verða kölluð sérstaklega til
þeirra. Ferðamannabólusetning
ar munu, eins og áður hefur
verið, verða í horidum héraðs;
lækna. □
NÝ BQK
SIGRUN
BENEDÍKTSBÓTTIR
85 ÁRA
Hún er fædd á Ytra-Hóli í
Kaupangssveit, dóttir hjónanna
Benedikts Jónssonar og Sess-
elju Jónatansdóttur, sem hófu
þar búskap 1888, en fluttu að
Breiðabóli á Svalbarðsströnd
1893. Þar bjuggu þau til 1925
að börn þeirra tóku við búskap
þar til 1962. Sigrún aflaði sér
góðrar þekkingar í æsku og jók
við hana í „skóla lífsins“. Hún
er kona fróð, minnug og víð-
lesin, ákveðin í skoðunum og
kröfuhörð við sjálfa sig og ætl-
ast til reglu-, samviskusemi og
heiðarleika af öðrum.
Sigrún hefur unnið af dyggð
og.'trúmennsku sama heimilinu
larigaiT starfsdag, fyrst að búi
foj-eldranna, síðan ráðskona
bræðra' sinna að Breiðabóli og
Hörg ' á Svalbarðseyri. Hún
hefur verið sérlega vandvirk,
greiðvikin og uppáhjálpssöm.
Um haná má segja í einu orði,
að hún sé sómakona.
Til hennar berast hamingju-
óskir á~þessum tímamótum,
þeirra sem hana þekkja.
Kunnugur.
FRÁ SKÁKFÉLAGI
AKUREYRAR
Starfsemi vetrarins hófst 25.
október að Hqtel Varðborg með
.Startmótinu, sem er hraðskák-
mót. Sigprvegari varð Jón
.Björgvinsson með 25 vinninga,
annar- Hjörleifur Halldórsson
með 241/2 vinning og þriðji
FYRIRSPURN TIL
LEIKFÉLAGS AKUREYRAR,
4. NÓV. 1976
Hvers konar dama er það, sem
þið hafið við miðasöluna? Ég
vona þið verðið ekki hissa á
spurningunni, þegar þið hafið
lesið um samskipti okkar.
Hún hringdi til mín í kvöld,
og ég man ekki eftir að ég hafi
nokkurn tíma orðið jafn hissa á
nokkurri landssímaupphring-
ingu og þessari, sem ég fékk
þegar ég stóð albúin til að fara
í leikhúsið á Akureyri, þá hring
ir umrædd dama og segist bara
ætla að segja mér, svo ég fari
ekki snuðferð til Akureyrar, að
ég eigi enga miða í leikhúsið,
það hafi vei'ið uppselt þegar ég
hafi pantað, en maðurinn sem
hafi tekið á móti pöntuninni,
ekki vitað það.
Ég sagði henni sem satt var
að svona draugasögur þyrfti
hún ekki að segja mér, því upp-
haflega ætlaði ég að fara í leik-
húsið um síðustu helgi og þar
af leiðandi hringdi ég til að
panta miða, en þar sem ekki
voru til laus sæti nema á aft-
asta bekk uppi á svölum, pant-
aði ég fimm miða um mitt hús á
næstu sýningu, sem maðurinn
sagði að ekki væri búið að
ákveða hvort yrði á fimmtu-
dags- eða föstudagskvöld, svo
varla held ég að það geti staðist,
að þá þegar hafi verið uppselt.
Það hefði mátt segja mér að
þarna hefði einhvers misskiln-
ings gætt, (eins og hún sagði
mér) ef svo leiðinlega hefði
ekki viljað til, að á sunnudags-
kvöldið síðasta átti dóttir mín
pantaða fimm miða á aftasta
bekk uppi á svölum. Þegar hún
kemur með stallsystrum sínum
og ætlar að taka miðana, segir
miðasöludaman, að miðarnir
hafi í ógáti verið seldir öðrum,
en þær geti fengið miða á
fremsta bekk niðri, ef þær vilji.
Með afurnaganda fóru þær og
létu hola sér niður alveg inn við
leiksvið, af því að þær vildu
ógjarnan keyra meira en 100
km leið til einskis. En hvað
skeður? Um leið og búið er að
slökkva ljósin í salnum kemur
miðasöludaman til þeirra, með
hina réttu miða greinilega
merkta dóttur minni og segir,
að þetta hafi sennilega verið
einhver vitleysa, því það hafi
ekkert fólk komið ennþá að
taka miðana, svo þær megi fara
upp ef þær vilji. En sú náð að
mega sitja í þeim sætum, sem
þegar var búið að merkja þeim
miðana í. Um svona lagað hefði
hún amma mín (sem alltaf
hafði viðeigandi skýringar eða
orðatiltæki á reiðum höndum)
sagt. „Þetta er fyrir heimsku.“
Ég segi það satt, að mér datt
ekkert frekar í hug, en þetta,
til að réttlæta framferði stúlk-
unnar, því datt henni ekki t. d.
í hug að hringja í einhvern í
bænum varla hafa allir leikhús-
gestir verið utanbæjarfólk? Að
mínum dómi er það ekki eins
mikið fyrirtæki fyrir bæjarbúa
að skreppa í leikhús. Fyrir okk-
ur bændafólk er það hins vegar
enginn hversdagsviðburður að
fara í leikrús til Akureyrar og
vissulega þarf maður að vera
uppá aðra kominn með fram-
kvæmd þess, eins og að fá son
okkar heim úr skólanum til að
sinna okkar verkum. Sama er
að segja um hjónin, sem ætluðu
með okkur, þau voru auðvitað
búin að leggja á sig aukið erfiði
og tilbúin að fara í leikhúsið,
þegar ég hringdi í þau og sagði
þeim frétt dagsins, ekkert leik-
hús. Ég held ég fjölyrði þá ekki
frekar um þetta, þessari um-
töluðu leiksýningu fer nú senn
að ljúka á þessu kvöldi, þar
sem kl. er farin að ganga 11 og
ég hef engar skemmtilegar
minningar um hana, aðeins tóm
leikann, eftir svona leiðindi.
Að lokum óska ég þess, að
miðasölufólkinu ykkar ganga
betur að gera greinarmun á
réttu og röngu í framtíðinni.
Það getur öllum orðið á, en það
er ekki alltaf að allir sjái sínar
yfirsjónir, nema á þær sé bent.
Bakka, 4. nóv. 1976.
H. Þ.
Blaðið sýndi leikhússtjóran-
um framanskráð bréf og sagði
hann þá:
Of mikil miðasala er því mið-
ur allt of sjaldgæft vandamál í
leikhúsi og leitt til þess að vita,
að slíkt hafi valdið fólki óþæg-
indum og ekkert við því að gera
nema að biðjast afsökunar og
vona, að leikhúsinu sjálfu tak-
ist með góðri frammistöðu á
leiksviðinu sjálfu, að bæta fyrir
þau mistök.
Jafnframt skal fram tekið, að
mistök þessi voru ekki að
kenna Rögnu Garðarsdóttur,
heldur mér sjálfum, og svo því,
sem sjaldan skeður, að allir
hóparnir,. sem áttu pantaða
miða, urðu stærri en ráð hafði
verið fyrir gert. Hinu get ég
lofað fyrir mína hönd og allra
í leikhúsinu, að við reynum að
leysa hvers manns vanda og að
láta slík mistök ekki henda
aftur. □
í ritsafni —
Jóh. M. Bjarnasonar
Nýkomið er fimmta bindið í
ritsafni Jóh. M. Bjarnasonár.
Það heitir „í RauðáTdalnum1-,
457 blaðsíður að stærð og ber
öll einkenni fyrri bgka þessá
frábæra höfundar. Bókin ér full
af ótrúlegustu ævintýrum, lífs-
fjöri og leyndardómufn. Enginn
sem les, gleymir aðalsöguhetj-
unni Arnóri Berg og undrá-
konunni Madeleine -Varida dg
falda fjársjóðnum, sem kemur
svo mjög við sögu. —'Þetta var
útvarpssagan sumarið;, 1975. —
Útgefandinn er Bókaútgáfári
Edda, Akureyri. □
Gunnlaugur Guðmundsson með
2.2V2 vnning. Keppendur voru
28. Skákstjóri var Albert Sig-
urðsson!
Aðalfundur Skákfélagsins
’vaf haldinn 30. október. For-
•rnaður vár endurkjörinn Albert
Sigurðsson.
__Eyrstá': verkefni nýkjörinnar
stjórnar verður Haustmótið,
íem _ hefst miðvikudaginn 10.
okt. kl. 20 að Hótel Varðborg.
Þá tekur Skákfélagið þátt í
deildarkeppni Skáksambands
íslands eins og undanfarin ár.
Átta lið eru í keppninni, þar á
meðal Skákfélagið Mjölnir, sem
sigráði í þéssari keppni síðast.
Skákfréttaritari.
Stefán og Haki sigruðu
Lokið er fjögurra umferða tví-
menningskeppni Bridgefélags
Akureyrar. Spilað var í tveim
16 para riðlum. Tvímennings-
meistarar félagsins 1976 urðu
Haki Jóhannesson og Stefán
Ragnarsson, báðir ungir spila-
menn, og vel að sigrinum komn
ir. — Annars er röð efstu para
þessi:
Stig
1. Haki Jóhannesson —
Stefán Ragnarsson 964
2. Eiríkur Helgason —
Stefán Jónsson 959
3. Dísa Pétursdóttir —
Soffía Guðmundsdóttir 914
4. Stefán Vilhjálmsson —
Guðm. V. Gunnlaugsson 904
5. Ævar Karlesson —
Grettir Frímannsson 902
6. Örn Einarsson —
Zarióh Hamad 900
7. Ármann Helgason —
Jóhann Helgason 895
8. Hörður Steinbergsson
— Friðfinnur Gíslason 886
9. Gunnlaugur Guðm.son
— Magnús Aðalbjörnss. 881
10. Friðrik Steingrímsson —
Steingr. Bernharðsson 879
11. Arnajd Reykdal —
Gýlfi Pálsson 866
12. Þórunn Bergsdóttir —
Þorbjörg Snorradóttir 856
Meðalárangur er 840 stig. —
Bestum árangri í umferð náðu
Hörður Hilmarsson og Trausti
Haraldsson 279 stig og Stefán
og Haki 274 stig í síðustu um-
ferð. Keppnisstjóri er Albert
Sigurðsson.
Bridgefólk frá Akureyi'i fór
til Húsavíkur sl. sunnudag. Alls
spiluðu 9 sveitir frá hvorum
aðila. Akureyringar sigruðu,
hlutu 111 stig gegn 69 stigum
Húsvíkinga.
Næsta keppni félagsins er
sveitakeppni og hefst 16. nóvem
ber. Spilafólk er beðið að til-
kynna þátttöku í sveitakeppn-
ina til stjórnar félagsins sem
fyrst, og einnig mun stjórnin
aðstoða við myndun sveita.
Spilað verður í Gefjunarsaln-
um.
£7
£7
mnníiim
Pétur Breiðfjörð afhendir Gunnari Austfjörð verðlaunin.
KnalíspyríMfiaífur Ak. 19J6
í hófi sem Knattspyrnuráð
Akureyrar hélt að Hótel KEA
sl. þriðjudagskvöld var lýst
kjöri á Knattspyrnumanni Ak-
ureyrar fyrir árið 1976.
Gullsmiðir Sigtryggur og
Pétur höfðu í fyrra gefið veg-
legan verðlaunagrip sem fylgja
skyldi sæmdarheitinu „Besti
knattspyrnumaður Akureyrar“
ár hvert. Gripur þessi er farand
gripur, en handhafar hverju
sinni fá einnig góðan grip til
eignar sem einnig er gefinn af
gullsmiðunum.
Það var Gunnar Austfjörð
knattspyrnumaður úr Þór, sem
kemur til með að geyma stytt-
una til næsta hausts. Hann fékk
flest stig í atkvæðagreiðslu á
vegum KRA. Gunnar er talinn
vel að því kominn en hann hef-
ur leikið knattspyrnu með ÍBA
og Þór í yfir 10 ár og ávallt
verið einn af burðarásum liðs
síns.
Aðrir sem stig fengu í at-
kvæðagreiðslunni voru Gunnar
Blöndal, Samúel Jóhannsson,
Hörður Hilmarsson, Jón Lárus-
son, Pétur Sigurðsson og Þor-
móður Einarsson.
Pétur Breiðfjörð gullsmiður
afhenti Gunnari verðlaunin, og
sagði hann vel að þeim kominn.
. v
■.V!
Þórsarar sóttu tvö stig suður
yfir fjöllin um helgina, er þeir
sigruðu KR glæsilega með 27
mörkum gegn 21. KR-ingar
hafa sennilega talið Þórsat’ar
létta andstæðinga, en sú var
raunin önnur því sigur Þórs í
leiknum var aldrei í hættu. Þeir
byrjuðu vel, komust í 3—0 og
héldu því forskoti með smá við-
aukum allan leikinn. í hálfleik
var staðan 15—10 fyrir Þór.
KA-menn sem áttu að leika við
Ármann strax á eftir hvöttu
Þórsarar ákaft, því með sigri
yfir KR hefðu Þórsarar fært
KA feti nær sigri í deildinni ef
þeim tækist að sigra Ármann á
eftir.
Markmenn Þórs, Ragnar og
Gunnar, áttu stórleik í markinu
og vörðu hvert skotið af fætur
öðru og þéttu þá um leið vörn
Þórsara.
Drýgstir Þórsara við að skora
voru Sigtryggur með 8 mörk,
3 úr víti, Þorbjöm 7 og Elías 5.
Að lokum skal þess getið að
KR-ingar voru með sitt sterk-
asta lið og eru úrslit leiksins
mjög sanngjörn eftir gangi
hans.
Næstu leikir
Um næstu helgi leika í íþrótta-
skemmunni lið Keflvíkinga við
Þór og KA. Keflvíkingai' eru
ekki taldir eins skeinuættir í
handboltanum og þeir eru í fót-
bolta. Á laugardag leika þeir
við Þór en við KA á sunnudag.
iar íyrir Ármanni
Strax að loknum leik Þórs og
KR léku KA og Ármann. KA-
menn komust í 2—0, en síðan
fór að halla undan fyrir þá og
Ármenningar sigu framúr,
gerðu hvert markið á fætur
öðru og sókn KA heppnaðist
ekki sem skyldi.
í hálfleik var staðan 12 gegn
8 fyrir Ármann. í seinni rálfleik
náðu KA-menn að minnka mun
inn og skömmu fyrir leikslok
var staðan orðin 16—17 fyrir
Ármann og spenningur í há-
marki. Ármenningum tókst
hins vegar vel upp seinast í
leiknum og sigruðu öruggléga
með 22 mörkum gegn 20.
Flest mörk KA gerðu Sigurð-
ur 5, Hörður 4 og Jóhann Ein-
arsson 3.
Ármenningar eru nú efstir í
deildinni með 7 stig eftir 4 leiki
og hafa því aðeins tapað einu
stigi. Næstir koma KA, KR og
Þór með 5 stig hvert eftir fjóra
leiki, nema Þórsarar hafa að-
eins leikið þrjá.
Akureyringur á Norð-
urlandameistaramót
Hjörtur Gíslason, hinn sterki
lyftingamaður, var keppandi
fyrir íslands hönd á Norður-
landameistaramóti í lyftingum,
sem haldið var í Noregi um
síðustu helgi.
Hjörtur keppir í tvíþraut en
hann er íslandsmeistari í þeirri
grein í sínum flokki.
Þegar þetta er ritað er ekki
vitað um árangur Hjartar á
mótinu, en ekki er að efa að
hann hefur verið íslenskri æsku
til sóma. O. Á.