Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 2
2 A8 lokinni s Sauoárkróki, 2. nóvember. Sauð fjárslátrun, sem hófst hjá Kaup félagi Skagfirðinga 8. sept. lauk þann 19. október. Lógað var hjá K. S. 62.904 kindum og er það um sex þús. færra en á síðasta ári. Ástæðan er meðal annars sú, hve mikið .er sett á af gimbr um. Meðalvigt dilka reyndist 14,6 kg með nýrnamör, eða nær sama vigt og á síðastliðnu hausti. Hæstu meðalvigt dilka hafði Pétur Pálmason á Reykja völlum, 20,9 kg, og mun hann hafa lagt inn um 70—80 dilka. En þyngsta dilkinn átti Leifur Þcrarinsson í Keldudal og vigt- Bókaútgefendur á Akuréyri munu nú vera í óðaönn við að prenta bækur þær, sem út eiga að koma fyrir jólin. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur að vanda út flestar bæk- urnar og eru þær 10 talsins. Þeirra mest er æfisaga Hall- gríms Kristinssonar, sem Páll H. Jónsson hefur skráð. Bókaútgáfan Edda, Árni Bjarnarson, gefur út fjórar bækur. Þeirra á meðal í Rauð- árdalnum eftir Jóhann M. Bjarnason og bókina Undir Dyrfjöllum, sem eru ræður séra Sigurjóns á Kirkjubæ. Bókaútgáfan Skjaldborg gef- ur nú út þrjár bækur, þeirra á meðal er fimmta bókin í bókar- flokknum Aldnir hafa orðið. Þá gefur Sögufélag Eyfirð- inga út tímaritið Súlur, tvö Uinmæli forseta bæjar stjórnar misskilin í sjónvarpsþættinum Kastljósi 29. október síðastliðinn var rætt við forseta bæjarstjórnar Akureyrar, Val Arnþórsson, um staðsetningu álvers við Eyjafjörð. Þar sem talsvert hef- ur á því borið að ummæli for- seta bæjarstjórnar hafi verið misskilin, viljum við undirritað ir taka fram eftirfarandi: Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar 21. september 1976 var samþykkt eftirfarandi bókun í fundargerð bæjarráðs Akur- eyrar sem dagsett er 9. septem- ber 1976: „Á fundinn kom forseti bæjar stjórnar og gerði grein fyrir því að fulltrúar frá viðræðunefnd um orkufrekan iðnað og Norsk Hydro hefðu að þeirra ósk átt við sig óformlegar viðræður þar sem þeir hefðu gert grein fyrir áætlun u.m rannsóknir á veðurfari o. fl. vegna hug- mynda um byggingu álvers í Eyjafirði. Lagði forseeti til að bæjar- stjórn fylgdist með þessu máli eftir föngum frá upphafi og lýsir bæjarráð sig samþykkt því.“ Hvorugur undirritaðra bæjar fulltrúa telur að samþykkt fyrr' greindrar bókunar bæjarráðs Akureyrar beri vott um áhuga bæjarstjórnar Akureyrar ó því að álver rísi við Eyjafjörð. Báðir tóku undirritaðir bæjar fulltrúar til máls við afgreiðslu fundargerðarinnar og vöruðu eindregið við staðsetningu ál- vers við Eyjafjörð. Akureyri, 2. nóvember 1976. Stefán Reykjalín. Tómas Ingi Olrich. aði hann 35,6 kg og er þetta áttunda haustið, sem hann legg- ur inn þyngstan dilk í slátur- húsið. Meðalvigtin hjá honum var 19,9 kg á um 300 dilkum. Pétur Pálmason sagði frétta- ritara Dags, að hann léti fé sitt jafnan liggja við opin hús á vetrum og féð færi ekki í hús nema í vondum veðrum. Hann sagðist ekki láta ærnar b.era fyrr en mánuð af sumri og beitti ekki dilkunum á fóðurkál á haustin, en það fer nú í vöxt í héraðinu og eykur það þunga þeirra verulega. Stórgripaslátrun stendur yfir, bæði nautgripa og hrpssa. Slát- hefti á þessu ári, hið síðara ný- lega komið út. Enn má nefna, að Stefán Eiríksson hefur gefið út ljóð Sigurjóns heitins Bragasonar, Jón Bjarnason frá Garðsvík út aðra Ijóðabók sína og Brynjólf- ur Ingvarsson gaf einnig út ljóðabók á árinu. Væntanlega verður hægt að segja frá mörgum þeirra bóka, sem ókomnar eru og nú koma í bókabúðir, á næstu dögum og vikum. □ F urhússtjóri K. S. er Sigurjón Gestsson og kjötmatsmaður Sveinn Guðmundsson. G. O. Breyting á nöfnum gatna og húsnúmera Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti að breyta götuheitum og númerum húsa í Glerárhverfi. Götunafnið Steinholt verði lagt niður og gatan nefnd Lyng holt. Jafnframt verði númerum húsa við þessar götur breytt og verði þau sem hér greinir: Lyngholt 12 verður Lyngholt 1 Lyngholt 11 verður Lyngholt 2 Lyngholt 10 verður Lyngholt 3 Lyngholt 9 verður Lyngholt 4 Lyngholt 8 verður Lyngholt 5 Lyngholt 7 verður Lyngholt 6 Lyngholt 6 verður Lyngholt 7 Lyngholt 5 verður Lyngholt 8 Lyngholt 4 verður Lyngholt 9 Lyngholt 3 verður Lyngholt 10 Lyngholt 2 verður Lyngholt 11 Steinholt 1 verður Lyngholt 13 Steinholt 3 verður Lyngholt 15 Fagranes verður Lyngholt 16 (Hörgárbraut 2) Steinholt 8 verður Lyngholt 26 Steinholt 12 verður Lyngholt 30 (Fréttatilkynning frá bæjar- skrifstoíunni) ----nr—mnnn iun i ii iiit Daníel Sveinbjörnsson Saurbæ - KVEÐJUORÐ Sitt á hvað við sæld og harm sífellt lífið gengur. Hverfur einn og einn ó braut sem ætti að dvelja lengur. Við vildum nokkur árin enn áfram með þér lifa. En enginn veit hvað örlögin upp á vegginn skrifa. Störfum hlaðinn stöðugt varst, stóðst þar hvergi linur. En þú varst líka fyrst og fremst félagi og vinur. Enda líka með þér nian margar góðar stundir. Gott að búa í grennd við þig og góðir okkar fundir. Sveit þín hefur mikið misst. Mörgu lið þú veittir. Verkefni þó væru mörg vel þú kröftum beittir að annarra og eigin þörf, áttir sterkan vilja. — Flytjum bestu þakkir þér þcgar leiðir skilja. Benedikt Ingimarsson. - Orkufrekur iðnaður (Framhald af blaðsíðu 4) ÓTRÍILEGAR TÖLUR á þessu svæði ætti að standa á næstu árum. Þó ég vilji, að þessi úttekt fari fram, hefi ég enga trú á því, að álverk- smiðja vgr^i byggð við Eyja-, ’ fjörð.* "Eg ski1 ékki að slíkur’ stói'iekstur lrénti okkar fá- menni, miðað við þau mark- mið, sem við framsóknar- menn stefnum að. Og umfram allt, má aldrei til þess koma, að sett verði hér á fót atvinnu- rekstur, sem hætta er talin á, að spillt geti landinu á einn eða annan liátt. Verum þess minnug, að búseta í okkar landi byggist hér eftir sem hingað til á landbúnaði og sjávarútvegi, en ekki á orku- frekum iðnaði útlendinga. Hvað mundir þú hugsa þér að gera þér til dægrastyttingar, ef þú ættir að vera heima eitt kvöld og gæta ungbarna? Efnislega er þannig spurt í einni verkefnabók 8. bekkjar gr’unnsk’ólá." ’ í skóla, sem ég þekki vel, svaraði einn nemandinn því, að helst vildi hann nota tímann til að reykja sígarettur. Því miður get ég ímyndað mér, að fleiri unglingar gætu hugsað eittlivað svipað, þótt þessi eini hefði hug til að kveða upp úr með það. En gera unglingarnir sér grein fyrir því, eftir hverju þeir sækjast? Þeir hafa að vísu heyrt um það, að þetta geti verið óhollt, en þó finnst þeim hættan af því eitthvað svo fjar- læg, að þeir taka lítið tillit til hennar. En það eru fleiri hliðar á því máli, og kostnaðarhliðin Dagana 22.—24. oktéber sl. gekkst Kvennasamband Akur- eyrar fyrir námskeiði í félags- málum og fundarsköpum. Leið- beinandi var Sigríður Thorla- cius formaður Kvenfélagasam- bands íslands. Alls sóttu 38 konur námskeiðið er stóð 6 tíma á dag og var þátttakendum skipt í hópa. Almenn ánægja ríkti hjá þeim er tök höfðu á að vera á námskeiðinu. Á myndinni er leiðbeinand- inn ásamt einum nemenda- hópnum. □ er einnig athyglisverð. Ég gerði það að gamni mínu -að reikna út, hve mikið sparaðist við að reykja ekki í 30 ár, miðað við núgildandr Verðla'g',1 og 'lagði þá 1 til grundvallar mann, sem reykir einn pakka af sígarettum á dag, sem er nálægt meðallagi. Pakkinn kostar nú 220 krónur og það gerir 80.300 krónur á ári. Ef maðurinn hefur efni á því að brenna peningum sínum á þenn an hátt, getur hann alveg eins lagt þessa fjárhæð í banka, með því að reykja ekki. Hæstu bankavextir eru núna 22%. Þegar þessar 80.300 krónur hafa verið á þeim vöxtum í eitt ár, gera vextirnir af þeim 17.666 krónur. Verði vextir alltaf lagð ir við höfuðstólinn og þessum 80.300 krónum einnig bætt við árlega, lítur dæmið þannig út: Eftir 1 ár 80.300 krónur — 2 — 178.266 — — 3 — 297.785 — — 4 — 443.597 — — 5 — 621.488 — — 6 — 838.516 — — 7 — 1.103.289 — — 8 — 1.426.313 — — 9 — 1.820.401 — — 10 — 2.301.190 — — 11 — 2.887.752 — — 12 — 3.603.357 — — 13 — 4.476.396 — — 14 — 5.541.503 — — 15 — 6.840.934 — — 16 — 8.426.239 — — 17 — 10.360.311 — — 18 — 12.719.879 — — 19 — 15.598.552 — — 20 — 19.110.533 — — 21 — 23.395.150 — — 22 — 28.622.383 — — 23 — 34.999.607 — — 24 — 42.779.820 — — 25 — 52.271.680 — — 26 — 63.851.749 — — 27 — 77.979.433 — — 28 — 95.215.208 — — 29 — 116.242.854 — — 30 — 141.896.581 — Ef einhvern langar til að reikna dæmið lengra, þá má hafa það til viðmiðunar, að töl- urnar um það bil fimmfaldast á hverjum níu árum, þegar þess- ari upphæð er náð. 1 Vafalaust reyna einhverjir að hártoga þennan úti'éiknin‘g á fleiri en einn hátt, en það hagg- ar ekki þeirri staðfeynd, að maður, sem reykir að staðaldri einn pakka af sígarettum á dag, hefur kastað frá sér sem svarar 140.000.000 — eitt hundrað og fjörutíu milljónum — króna á 30 árum, ef um verðstöðvun væri að ræða og vaxtaprósenta héldist óbreytt, en sennilega yrði það all miklu meira vegna sívaxandi verðbólgu og þar með hækkun á tóbaksverði eins og öðru. Mér datt í hug, að almenn- ingur hefði gott af því að sjá, hvaða upphæðum menn geta eytt í reykingar, án þess að hugsa sig um, enda þótt hinir sömu viðurkenni, að þeir rétt aðeins dragi fram lífið á laun- um sínum. Er ekki kominn tími til þess, að unglingarnir spyrni við fótum, áður en þeir ánetjast vananum, eins og margir hinna fullorðnu hafa gert? A. H. Iljálmarsson. VÍSNAGÁTUR r Armanns Dalmannss. Út er komin þriðja bókin af Vísnagátum Ármanns Dal- mannssonar á Akureyri, sem fjölrituð er í Reykjavík. í þess- ari bók, sem er 40 blaðsíður, eru nýjar gátur og ennfremur ráðningar á gátum síðustu bók- ar. Fjölmargir sendu, eftir út- komu síðustu bókar, ráðningar sínar og unnu þannig til verð- launa, en 15 hlutu yfir 145 stig fyrir ráðningar sínar. Vísnagátur Ármanns Dal- mannssonar hafa orðið mörgum hin ágætasta dægradvöl og svo mun enn verða. Þessum sér- stæðu bókum hefur verið fram- úrskarandi vel tekið. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.