Dagur - 10.11.1976, Blaðsíða 8
AGU
Akureyri, miðvikudaginn 10. nóv. 1976
byggingu þjónustustofnana.
Stefnt er að því að uppbygging
þessi fari fram eftir sérstakri
áætlun, sem Byggðadeild Fram
kvæmdastofnunar ríkisins geri
í samráði við heimaaðila.
Hvað er átt við, þegar talað
er um þjónustujafnvægi?
— Uppbygging þjónustustofn
ana svipar að því leyti til heilsu
gacslustöðva að í báðum tiivik-
um er stefnt að því að í heima-
byggð sé fyrir hendi öll sú
nauðsynlegasta þjónusta, sem
aðdráttarsvæðið þarfnast og
skilyrði eru fyrir að reka á
stöðunum bæði sjálfstætt eða í
samstarfi við sérfræðinga og
stofnanir í öðrum byggðarlög-
um. Þannig er stefnt að aukn-
um jöfnuði í aðstöðu fólks til
þess að nýta sér nauðsynleg-
ustu þjónustu í heimabyggð í
stað þess að sækja hana á kostn
aðarsaman hátt til Reykjavíkur.
Eins og reynslan er í heilsu-
gæslustöðvunum hefur skapast
stóraukin jöfnuður í heilbrigðis
starfsemi, einkum vegna sam-
starfs innan þeirra og skipu-
legra tengsla við stærri og fjar-
lægri stofnanir. Þessu mark-
miði er hægt að ná í miklu rík-
ara mæli á sviði almennrar
þjónustustarfsemi. í þjónustu-
stofnun Dalvíkinga er gert ráð
fyrir að undir sama þaki verði
sparisjóður, bæjarskrifstofa,
embættisþjónusta bæjarfógeta,
umboðsmaður skattstjóra, fé-
lagasamtök og einstaklingar.
Kjarni þessarar starfsemi verð-
ur bókhaldsþjónusta, með
tölvu fyrir flest öll fyrirtæki
bæjarins, og í tengslum við
hana símavarsla, skrifstofuþjón-
usta við aðila stofnunarinnar,
eftir aðstæðum og þörfum, svo
og sameiginlegar geymslur.
Þetta jafngildir því að íbúar
Dalvíkur geta á einum stað
fengið alla nauðsynlegustu þjón
ustu, sem bæði er til hagræðis
fyrir fclkið og þá sem reka starf
semina. Gera verður ráð fyrir
að slíkar þjónustustofnanir laði
(Framhald á blaðsíðu 4)
SMÁTT & STÓRT
SNJOLAUS VETUR?
Þegar þrestirnir verpa hátt í
trjánum, verður næsti vetur
snjóþungur. Þegar þeir velja
sér varpstaðina neðarlega eða
á jörðu niðri, verður næsti
vetur snjóléttur. Þetta er sagt,
að sé norsk þjóðtrú, jafnvel
einnig reynsla. f sumar var
óvenjulega lítið af þröstum í
skógarlendum Akurcyrar, en
fuglavinur einn sagði blaðinu,
að hann hefði fundið 30 þrasta-
hreiður á víðavangi, þar sem
hreiðrin voru á mosaþúfum.
Samkvæmt þessu ætti veturinn
að verða snjóléttur að þessu
sinn, á Norðurlandi.
VORU FARNIR AÐ
TAPA HEYRN
Erfitt er á ýmsum vinnustöðum
að koma í veg fyrir véladyn og
mikið álag á heyrnina, enda
sannast mála, að heymar-
skemmdir voru ekki að marki
rannsakaðar hér á landi fram
til síðustu ára, þær sem rætur
eiga á vélaverkstæðum og öðr-
um hávaðamiklum vinnustöð-
um. Ef rétt er fró liermt, var á
þessu ári könnuð heyrn manna
á fjölmennum vinnustað og
hafði meira en annar hver
maður skerta heyrn. Ekki er
þar með sagt, að allar þær
heyrnarskemmdir hafi orðið
þar. En trúlegt er, að draga
megi úr hávaða ef að því er
unnið og ennfrcmur, að hvetja
menn eindregið til að nota
heyrnarhlífar.
ÓHLJÓÐIN ERU YFIR
ÞYRMANDI
Öllu óskemmtilcgra er það,
þegar hávaði hljómsveita er
slíkur, að meiri er og verri en
á verstu vinnustöðunum, því
þar ætíi að vcra auðveldara úr
að bæta. Nokkur gangskör var
gerð í rannsókn á þessu sviði
um skeið, en lítinn árangur virð
ist hún hafa borið, svo yfir-
þyrmandi og óskapleg eru þau
óhljóð, sein fram eru mögnuð á
skemmtistöðum, af hinum ýmsu
hljómsveitum. Ætti heilbrigðis-
cftirlitið ckki að sitja auðum
höndum í þessu efni.
76 IIUNDAR
Á Akureyri cru nú 76 hundar
og hefur þeim fjölgað. Hunda-
hald er leyft í hænum cf full-
nægt er vissum skilyrðum, svo
sem að greiða af þeim 10 þús-
und króna skatt árlega, þeir
skráðir og ekki látnir ganga
lausir. Á lögbýlum er skattur-
inn 1500 krónur. Þá er skylda
að tryggja hundana og merkja
þá. Nýlokið er liundahreinsun
undir umsjá dýralæknis.
ENDURSKINSMERKIN
Bílstjórar hafa kvartað yfir því,
hve erfitt sé að sjá dökkklætt
fólk á götum bæjarins, eftir að
skyggja tekur, ef það hefur
ekki endurskinsmerki, og á því
sé mikill misbrestur. Þetta er
þörf ábending. Umferðarráð
hefur hafið dreifingu á endur-
skinsmerkjum og kynningu á
gildi þeirra, sem er alveg ótví-
rætt. Eru merkin til sölu í
kaupfélögum landsins. Á síð-
asta ári seldust 60 þúsund
endurskinsmerki. Þau veita
mikið öryggi í umferðinni og
eru aldrei eins nauðsynleg og í
svartasta skammdeginu.
:í!
í Norðursjó
Alls hafa íslendingar á þessu
ári selt síld, veidda í Norðursjó,
11.500 lestir, fyrir 864.6 millj.
ísl. króna. Á sama tíma í fyrra
höfðu verið seldar rösklega
1.800 lestir fyrir 780.2 milljónir
króna. Meðalverð fyrir síldina
nú, hvert kíló, var 73,43 krónur
en var í fyrra 43,22 krónur fyrir
kílcið. □
Laugardagsmynd
Borgarbíós
Á laugardaginn sýnir Borgar-
bíó mynd frá 1943 eftir japanska
snillinginn Akira Kurosawa,
sem hefur gert 24 myndir er
flestar hafa hlotið viðurkenn-
ingu. Mynd þessi fjallar um
Sugara Sanshiro, nemanda í
í Jiujitsu-skóla, en hann er
varla byrjaður námið þegar
hann sér mann leika aðra sjálfs
varnaríþrótt — judo — og hrífst
svo af henni að hann vendir
sínu kvæði í kross og nemur
hana í staðinn. Verður hann
fljótt mjög fær í þeirri grein,
en honum hættir til að misnota
hana og hlýtur ákúrur fyrir.
Lok myndarinnar fjalla um
baráttu upp á líf og dauða
tveggja judo-kappa.
Tilgangurinn með sýningu á
mynd þessari, er að kynna
japanska kvikmyndalist, en leik
stjóranum er lagið að byggja
myndir sínar upp á vestrænan
hátt. □
Áskcll Eiiiarsson svarar
r spurnnigum
blau
suis
Að liverju er stefnt með
áætlanagerðinni?
— Síðla árs 1975 tókst sam-
starf við Framkvæmdastofnun-
ina um að gerð skyldi úttekt á
þjónustustarfsemi í þéttbýlis-
stöðum á Norðurlandi og síðan
unnin áætlun um uppbyggingu
þjónustustofnana. í þessari
könnun kemur fram hvaða
starfsemi er á stöðunum. Síðan
verði gerð athugun á innbyrðis-
tengslum og samstarfsþörf ein-
stakra greina með það fyrir
augum að hanna fyrir þær sam-
starfsform. Einkum er snertir
hagkvæmni um húsnæði og
starfrækslu þeirra þátta, sem
fleiri en ein þjónustugrein nýt-
ur. Á þessum grundvelli er gerð
áætlun um þjónustustofnanir,
ssm hæfa þörfum einstakra þétt
býlisstaða og aðdráttarsvæða
þeirra. Slík áætlanagerð getur
um leið skipulagslega séð, með
uppbyggingu og staðsetningu
húss fyrir þjónustustofnun orð-
ið kjarni miðstaðarskipulags
viðkomandi þéttbýlis og eins-
konar ráðhús. Við þessa áætl-
unargerð vinnur Magnús G.
Björnsson skipulagsarkitekt hjá
áætlunardeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins.
Er ekki þjónustustofnun í
byggingu á Dalvík?
—- Dalvíkingar hafa algjört
frumkvæði í þessu máli. Nú er
þjónustustofnun þeirra að
verða fokheld. Allt bendir til
ustustarfsemi er atvinnuvegur,
sem dregur til sín mest af vinnu
aflsaukningu í landinu eða 65%
á síðasta áratug. Yfir 60% af
mannafla í þjónustugreinum er
í Reykjavík, sem aðeins er með
40% íbúa landsins. Meðan for-
ráðamenn þjóðarinnar virðast
ekki skilja þessar. staðreyndir
næst ekki eðlilegur jöfnuður í
staðsetningu þjónustustarfsemi
í landinu. Þjónustustarfsemi,
þar með talin verslun, er
stærsti atvinnuvegur þjóðar-
innnar og um leið sá atvinnu-
vegur er áhrifaríkastur ei- í bú-
setuþróun landsiris. Þetta er
staðreynd sem raunhæf byggða
stefna verður að taka til greina.
Hverjar eru tillögur Fjórð-
ungssambandsins?
— Fjóroungsþingið á Siglu-
firði samþykkti frumvarp til
laga um þjónustustofnanir, sem
alþingismenn hafa tekið vel í
að flytja á Alþingi. Þar er gert
ráð fyrir sérstökum sjóði, sem
starfi líkt og íélagsheimilasjóð-
ur og veitti styrki til byggingar
þjónustustofnana. Þá verði
Lánasjcður sveitarfélaga og
Byggðasjóður að lögum skyld-
aðir til að lá'na til uppbygging-
ar þjénustustofnana. Gert er
ráð fyrir að þjóriustustofnana-
sjóðui' fái tekjustofn af veltu
banka og tryggingarfélaga.
Tekjur sjóðsins verði miðaðar
við að á næstu 10 árum verði
búið að ná heildaráfanga í upp-
Þessir ungu mcnn litu inn á skrifstofur blaðsins með íógetaleyíi
upp á vasann til að efna til hlutaveltu og verja ágóðanum til líknar-
móla. Þeir eiga heima í Ilafnarstræti nema einn, úr Aðalstræti. —
Magnús Gíslason hefur verið
ráðinn útibússtjóri Landsbank-
ans á Akureyri, samkvæmt ný-
legri samþykkt bankaráðs
Landsbankans.
Magnús er 41 árs og hefur
starfað í bankanum frá árinu
1953. Hefur hann verið bókari
útibúsins um langt skeið og
gegnt störfum útibússtjóra frá
miðju ári 1975. □
RAKVELA-
ELCÐIN
MARGEFTIR-
SPURÐU
KOMIN
Nú er um það bil að ljúka áætl-
un á vegum Frarrfkvæmdastofn
unarinnar um þörf fyrir þjón-
ustustofnanir í þéttbýlisstöðum
á Norðurlandi. Þessi áætlun er
gerð fyrir frumkvæði Fjórð-
ungssambands Norðlendinga og
unnin í nánu samstarfi við sam-
bandið.
Dagur bað Áskel Einarsson
framkvæmdastjóra Fjórðungs-
sambands Norðlendinga að
svara nokkrum spurningum
blaðsins um þetta éfni.
Hvað er átt við með þjónustu
stofnunum?
— Hugmyndin um þjónustu-
stofnun er sú, að ólíkir aðilar
sem vinna að þjónustu og við-
skiptastarfsemi við almennir.g
komi sér upp sameiginlegu hús-
næði, og hafi samstarf um ýmis
konar skrifstoíuþjónustu. Þann-
ig að á einum stað sé fyrir
hendi t. d. bankaþjónusta, trygg
ingastarfsemi, sveitarfélagsskrif
stofa, embættisþjónusta, bók-
haldsstarfsemi og ýmis önnur
fyrirtæki. Með þessu samstarfi
er bæði hægt að ná aukinni
hagkvæmni með samrekstri
ólíkra þjónustuaðila, sem þýðir
það að fleiri aðilar geta stundað
þjónustu við almenning, sem
hefur tryggingu fyrir því að til
staðar sé nauðsynlegasta þjón-
ustustarfsemi í byggðarlögun-
um.
þess að þessi framkvæmd sé
stöðvuð, þrátt fyrir mikla fyrir-
greiðslu heimaaðila. Skýringin
er einfaldlega sú, að engin
stofnlánasjóður eða bankastofn
un telur það í verkahring sín-
um að lána fé til þessara fram-
kvæmda. Byggðasjóður telur
það ekki verkefni sitt að láta
til skrifstol'urúsnæðis, þar sem
forráðamönnum sjóðsins virðist
ekki ennþá vera ljóst að þjón-
Áskell Einarsson,
framkvæmdastjóri.