Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 1
Auglýsendur athugið: Vegna breytinga verða auglýsingar að berast íyrir mánudagskvöld Dagttk LX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 2. febrúar 1977 — 5. tölublað Borun á Lauga- landi gengur ve! Nú er búið að bora á Lauga- landi, nú í landi Ytra-Lauga lands í Öngulsstaðahreppi, í fjóra til fimm daga, sagði Har- aldur Sigurðsson verkstjóri blaðinu á mánudaginn. Þar er kominn borinn Jötunn, sem fyrr var á þessum slóðum og borun gengur allvel, komið nið- ur á 200 metra, en jarðlög hafa verið nokkuð hörð það sem af er. Búið er að fóðra þessa 200 metra. Of snemmt er að spá árangri, en allir vona þó hið besta. □ Tólf þús. tonn af loðnu Vopnafirði 31. janúar. Snjór hefur ekki verið mikill, en í gær og dag snjóar mjög mikið í frostlausu veðri og eru vegir nær ófærir eins og er. Loðnubræðslan hefur gengið vel og hefur verið tekið á móti rúmum 12 þúsund tonnum. Þrær voru alveg fullar þegar fór að bræla en nú hefur lækk- að í þrónum og hægt að taka á móti meiri loðnu. Þessi loðnu- móttaka er miklu meiri en á sama tíma í fyrra og við búumst við miklu meiri loðnu hingað, ef veiðar ganga sæmilega. Fólk heldur þorrablót, bæði hér og í nágrenninu, eins og lengi hefur verið siður. Að öðru leyti er rólegt hér og tíðinda- lítið. Þ. Þ. Siglufirði 1. febrúar. Snjór er nú orðinn mikill á Siglufirði og erfitt að halda aðalgötum opn- um. En þetta er í fyrsta skipti á vetrinum, sem snjóað hefur verulega. Búið er að tengja um 200 hús hitaveitu kaupstaðarins og er gjaldskrá við það miðuð, að hitunarkostnaður sé 80%! af olíukyndingarkostnaði. Sjálf- rennandi heitt vatn í Skútudal var um 20 sekúndulítrar. Ný- lega er farið að dæla heita vatn- inu og jókst það þá um helming. En ekki er ennþá fullreynt, hve mikla dælingu svæðið þolir til lengdvar. Áætlað er að hefja borun eftir meiru af heitu vatni á næsta sumri, og höfum við loforð fyrir því. Alls þurfum við Gaffalbitar til Sovétríkjanna fyrir 800 milljónir Sölustofnun lagmetis hefur gert samning um sölu á niður- lögðum gaffalbitum til Sovétríkjanna, og er samningsnpp- hæðin 80 milljónir króna. Samningur þessi er hinn stærsti, sem gerður hefur verið um sölu lagmetis af íslenskum aðil- um og jafnframt er hann tvöfalt hærri en samningur um þessa vöru við sarna aðila á síðasta ári. Séra Robert Bradshaw. Um samning þennan segir m. a. í fréttatilkynningu: Samningurinn var undirritað ur í íslenzka sendiráðinu í Moskvu, og er samningurinn milli Prodintorg og Sölustofn- unar lagmetis. Alls var samið um 10 milljón- ir dósa, og samkvæmt frétta- tilkynningu frá Sölustofnun- inni er þegar tryggt hráefni til Nýr, kaþólskur prestur á Ákureyri Séra Robert Bradshaw, kaþólsk ur prestur frá írlandi, mun framvegis þjóna á Akureyri, en býr að Stigahlíð 63 í Reykjavík. Hann leit inn á skrifstofur blaðs ins á mánudaginn, og sagði þá, að hann ætlaði að flytja erindi að Eyrrlandsvegi 26 á föstudags kvöldið kl. 8 og eru allir vel- komnir. Séra Robert hefur dvalið fimm mánuði hér á landi og er þegar orðinn allvel að sér í ís- lensku máli, en leggur kapp á aS lssra það betur. Hann er ungur maður og alþýð- legur í viðmóti og mun hafa í hyggju að dvelja á Akureyri um 10 daga í mánuði hverjum. Hann er kominn hingað vegna þess, að fyrstu munkarnir, sem komu hingað til lands,. fyrir landnámsöld, komu hingað, og síðar margir landnemar, sem hér settust að og sagan segir frá. írar bera hlýjan hug til ís- lands og íslendinga, segir prest- urinn, og eftir að ég kom hing- að til lands, hef ég orðið hrifinn af landinu og fólkinu. □ þessarar framleiðslu. Segir í tilkynningunni, að ljóst sé, að milli 10 og 15% saltríldarfram- leiðslunnar frá síðasta ári fari til þessarar vinnslu. Framleið- endurnir eru K. Jónsson & Co. h.f., Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósíld, Siglufirði. í viðræðunum við Prodintorg, segir í fréttatilkynningunni, var einnig rætt um nýjar vöruteg- undir og munu niðurstöður þeirra viðræðna ekki liggja fyr- ir fyrr en á miðju ári, en til Embætti rannsóknar- lögreglustjóra Frestur til að sækja um emb- ætti rannsóknarlögreglustjóra ríkisins rann út á mánudaginn. Þessir sóttu um embættið: Ás- geir Friðjónsson sakadómari í fíkniefnamálum, Hallvarður Einvarðsson vara-ríkissaksókn- ari, Haraldur Henrýsson saka- dómari, Hrafn Bragason borgar dómari, Jón Oddsson hæsta- réttarlögmaður og Sverrir Ein- arsson sakadómari. □ þessa hafa gaffalbitar verið því nær eina vörutegundin, sem Sovétmenn hafa sýnt verulegan áhuga. Eysteinn Helgason fram- kvæmdastjóri undirritaði samn- inginn fyrir hönd Sölustofnun- ar lagmetis og hr. Mitin for- stjóri fyrir hönd fiskideildar Prodintorg, en auk Eysteins tóku þátt í viðræðunum full- trúar framleiðenda, Egill Thor- arensen og Mikael Jónsson. □ 50 sekúndulítra fyrir kaupstað- inn. Stöðugt er verið að tengja húsin hinni nýjú hitaveitu, en eins og er, mun þriðjungur kaupstaðarins þegar njóta hita- veitunnar og ríkir mikil bjart- sýni vegna hitaveitufram- kvæmdanna. Á Siglufirði er mikil atvinna og lítur helst út fyrir, að okkur vanti vinnukraft til, einkum konur, og er það meðal annars vegna hinna nýju samninga um aukin verkefni Siglósílldar, sem á okkar mælikvarða eru stórir og krefjast mikillar framleiðslu, þótt við vitum ekki enn um okkar kvóta. Við væntum þess, að nýgerð- ur sölusamningur lagmetis leyfi okkur sölu á 40—60 þúsund kössum og verður þá kappnóg atvinna við niðurlagninguna allt árið. En loðnan, sem hingað er komin frá áramótum, er 17.682 lestir. B. S. L A. fær viðurkenningu Barnaleikritið Öskubuska hefur nú verið sýnt fimm sinnum fyr- ir fullu húsi og ágætum undir- tektum á Akureyri. Börnin hafa ekki látið sig vanta í leik- húsið, þótt veðrið hafi verið mis jafnlega gott. Verkefni þetta er hið þriðja á þessu leikári hjá Leikfélagi Akureyrar, en hin voru Karlinn í kassanum og Sabína. Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona æfir af kappi fjórða verk- efni félagsins, Sölumaður deyr eftir Arthur Miller og verður leikurinn frumsýndur undir mánaðamót. Síðasta verkefni leikársins verður klassiskur, ítalskur gam- anleikur eftir Goldone. Leik- stjóri verður Kristín Olsoni, sem er frá Vasaleikhúsinu í Finnlandi. Lengi vel var óvíst, hvort tækist að fá hingað hinn finnska leikstjóra, en fyrir fáuna dögum samþykkti Norræn! menningarsjóðurinn í Kaup- mannahöfn að hlaupa undir bagga og veita þann fjárhags- stuðning, sem til þurfti til að standa straum af ferð hennar til íslands. Felst í þessu góð viðurkenning um störf Leik- félags Akureyrar. □ HLUTAVELTA - KÖKUBASAR Hlutavelta og kökubasar knatt- spyrnudeildar K. A. verður sunnudaginn 6. febrúar kl. 2 í Sjálfstæðishúsinu. Margir góðir vinningar. Aðalvinningur úir tekt í Cesar fyrir kr. 15.000. Stuðningsmenn félagsins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við knattspyrnudeild- armenn ef þeir hafa kökur og muni. Fjölmennið stundvíslega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.