Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 2
Systir María sýnd Breiðumýri r a Nú um þessar mundir standa yfir sýningar á Breiðumýri í Reykjadal á sjónleiknum Systir María eftir Charlotte Hastings í þýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. Heikstjóri er Ingunn Jensdóttir leikkona. Er þetta í annað sinn sem hún setur leik á svið með vtngmennafélaginu Eflingu í Reykjadal. Hún hefur unnið stórvirki hér og unnið hug allra þeirra sem hún hefur starfað með. Margir leikendur eru ný- liðar í þessu starfi, en eftir þjálfun og leiðbeiningu Ingunn- ar, eru þeir allir furðu öruggir og gera hlutverkum sínum góð skil. Leikurinn Systir María sem er að nokkru sakamálaleikur gerist í klaustri heilagrar guðs- móður frá Rheims i Denszil St. David-þorpi í ársbyrjun 1947. Hæfileg spenna er í leiknum allt til enda. Með aðalhlutverk fara Unnur Garðarsdóttir, Hrönn Benónýs- dóttir, Jón Aðalsteinsson og Arnór Benónýsson. Unnur Garðarsdóttir leikur ’ Borgarbíó Eiginkona óskast, með hinum ágætu leikurum, er sýnd var á laugardaginn, verður aftur sýnd á laugardaginn klukkan 5. Systur Maríu. Og muna menn hér eftir henni frá í fyrra í hlut verki Láru í Kertalogi Jökuls Jakobssonar. En þar sló hún í gegn og sigraði áhorfendur með leik sínum. Hér bregst hún ekki heldur. Leikur hennar er sann- ur. Reisn og mannkærleiki hjúkrunarnunnunnar er túlkað ur vel. — Hrönn Benónýsdóttir leikur fangann dauðadæmda, Sarant Carn. Og gerir það vel, sérstaklega þegar mest á reynir. Hún lék og í Kertalogi og er leikur hennar þar eftirminni- legur. — Jón Aðalsteinsson leik ur Jeffreys lækni. Leysir það vel af hendi, enda sviðsvanur. En mér finnst hann hafa fengið nýtt fas og frjálslegra en áður. — Arnór Benónýsson fer með hlutverk hálfbjánans Wilhs Pentridge. Leikur hans er létt- ur og óþvingaður, skemmtilega af hendi leystur. Arnór gat sér mjög góðan orðstír í Kertalogi í fyrra, er hann fór með hlut- verk Kalla af mikilli innlifun og einlægni. Leikendur eru ellefu og skila allir hlutverkum sínum með sóma. Minnisstæðar eru nunn- urnar, Systir Jósefína og „hin æruverðuga móðir“,. forstöðu- kona klaustursins. En þær eru leiknar af Guðrúnu Glúmsdótt- ur og Guðrúnu Friðriksdóttur. Aðrir leikendur eru: Hjördís Hjaltadóttir og Dagný Hjalta- dóttir sem leika hjúkrunar- konur. Aðalbjörg Pálsdóttir og Erlingur Teitsson er leika gæzlumenn fangans. Og Elín Friðriksdóttir er leikur Mörtu Pentridge ráðskonu. Á frumsýningu vakti það athygli margra hve vel allir kunnu hlutverk sín og hve skýr mæltir allir voru. — Leikmynd gerði leikstjórinn, Ingunn Jens- dóttir. — Leikurinn hefur verið sýndur nokkrum sinnum og oft fyrir fullu húsi. Áhorfendur fagna leikurum ákaft og á frum sýningu var leikstjóra sérstak- lega fagnað. Enn eiga margir hér nær- lendis eftir að sjá leikinn. Þarna er á ferðinni list, sem við höf- um ekki efni á að láta fram hjá okkur fara án þess að gefa henni gaum. Þess vegna, Þingeyingar og aðrir sem tök hafa á, komið og sjáið Systur Maríu, skemmtið ykkur og styðjið um leið til- raun þeirra, er leggja á sig erfiði til að efla félagslíf og menningu. Sigurður Guðmundsson. lankwæSiiig I en kúm fækkar stöðugi Stórutungu 19. janúar. Fram að áramótum var tæpast hægt að tala um vetur, hvað veður snerti. Snjólítið var, svo með eindæmum má telja. Enn er það svo, þótt aðeins hafi fokið í skjól, en heflar hreinsa snjó af vegum ef á liggur. Engin telj- andi svell eða hjarnfannir. Nú hefur verið keyptur blásari, sem tengja má við stærri gerðir heimilisdráttarvéla og blása snjó af vegum. Tankvæðing mjólkurfram- leiðslunnar fór í gang í haust, eins og áætlað vai'. Leiðin er löng og þetta tekur langan tíma og lítið hefur á þetta reynt vegna þess hve snjólítið hefur verið. Síðastliðið sumar voru vegir bættir til mikilla muna, með tilliti til vetrarflutninga, bæði aðalvegir og heimreiðar. Unnið var í vegum hér í sveit fyrir 20 milljónir króna. Bárðdæla- hreppur lánaði 900 þúsund krónur. íbúar munu vera 180. Svo fór, sem getið var um áður, að kúm fækkaði í haust, og enn er óséð hvern enda það hefur, þar sem aðlögunartími er nokk- ur og mikið fjármagn þarf til að byggja yfir báðar þessar bú- greinar, þar sem sú aðstaða er ekki fyrir hendi. Félagslíf er með miklum blóma, bæði hefðbundið og gamalgróið, og svo annað laus- ara í reipum, frá ári til árs. Þrátt fyrir þessa óvenjulegu þurrka og úrkomuleysi, varð ■hvergi vatnsþurrð á bæjum. Þó var það áberandi, hve,jörð var orðin þurr, og lækir, sem mikið ber á í votviðrum, voru nú ekki sjáanlegir. Hinn 17. þ. m. varð Jón Aðal- steinn Hermannsson á Hlíðskóg um hér í sveit 40 ára. í tilefni þess tók hann, ásamt konu sinni Huldu Þórunni Valdimarsdótt- ur, á móti gestum, sem þágu rausnarlegar veitingar. Jón Aðalsteinn tók ungur við. bús- forráðum á Hlíðskógum eftir föður sinn látinn, fyrst með móður sinni, Huldu Jónsdóttur, og síðar konu. Þ. J. Jakob Tryggvason sjötugur Leyfi þarf ti! grásleppuveiðauna; Sjávarútvegsráðunéýtið hefur gefið út reglugerð um grá- sleppuveiðar, og þykir sumum hún ströng. En hún á að tryggja nokkra stjórnun þessara veiða og er til þess sett. Reglugerðin gildir á komandi grásleppuvertíð. Samkvæmt henni þarf sér- stakt leyfi ráðuneytisins til þess ara veiða og er skýrslugerð skilyrði fyrir leyfisveitingunni. Einungis má stunda veiðar þessar á bátum, sem eru 12 brúttólestir eða minni. Undan- tekningar frá þessari reglu er 'hægt að gefa stærri bátum, hafi þeir stundað þessar veiðar á síðasta ári og þá skilað tilskyld um skýrslum, og bátarnir þurfa að vera í eigu sömu aðila. Utgefin veiðileyfi verða bund in við tilgreind svæði og tíma- bil og fær hvar bátur aðeins leyfi til veiða á einu veiðisvæði. Veiðisvæðin og tímabilin eru þessi: 1. Vesturland, norður að Horni, frá 25. apríl til 10. júlí. 2. Norðurland, frá Horni að Skagatá, frá 1. apríl til 15. júní. a 3. Norðurland, frá Skagatá að Fonti á Langanesi, frá 20. marz til 5. júní. 4. Austurland, frá Fonti á Langanesi, frá 25. maz til 10. . júní. Bátum, sem leyfi hafa til grá- sleppuveiða, er óheimilt að stunda þorskfiskveiðar í net. Öll söltun á grásleppuhrognum um borð í bátum er einnig óheimil. Leyfilegur netafjöldi hvers báts er 40 net á skipverja. Þó aldrei heimilt að hafa fleiri net en 150 í sjó, og er þar miðað við 120 faðma slöngu. Eftir 1. janúar 1978, er óheimilt að nota við grásleppuveiðarnar net með minni möskva en 10% þuml- ungur. Reglugerð þessi er í samræmi við tillögur nefndar, sem sjávar útvegsráðherra skipaði sl. vor, til þess að gera tillögur um framtíðarveiðar hrognkelsa- veiða hér við land. í nefndinni áttu sæti Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðu neytinu, Haukur Jörundsson skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, dr. Sigfús A. Schopka hjá Hafrannsókna- stofnuninni og Þórarinn Árna- son deildarstjóri hjá Fiskifélagi íslands. □ Jakob Tryggvason organisti og fyrrverandi skólastjóri á Akur- eyri verður sjötugur mánudag- inn 31. janúar næstkomandi. Á þeim degi munu eflaust margir senda honum hlýjar kveðjur þakkir fyrir margháttuð störf þágu tónlistarmála á Akureyri. 7* Meðal þeirra- sem Jakob.hef- >'ur helgað ■ starfsk-r-afta-sína- er- Lúðrasveit Akureyrar. Sá fé- lagsskapur hefur oft átt erfitt uppdráttar, einkanlega á fyrri árum, meðan hún var að slíta barnsskónum. Lúðrasveitin var endurreist eftir nokkurra ára hvíld laust eftir 1940 og kom það í hlut Jakobs að vera stjórnandi henn ar um tuttugu ára skeið. Hann stjórnaði, leiðbeindi og kenndi nýliðum, sparaði aldrei vinnu og spurði aldrei um laun. Stund um voru meðlimir lúðrasveitar- innar 20—25 en kannski skömmu síðar aðeins 12—15. Má því nærri geta um hvernig starfsaðstaða stjórnandans hef- ur verið við slíkar kringum- stæður. En hann gafst ekki upp og leiddi sveitina yfir erfiðasta hjallann í sögu hennar. Það kom einnig í hlut Jakobs að leggja grunninn að þeirri starfsemi sem hvað best hefur stutt við bakið á lúðrasveitinni síðasta áratuginn, en það var að koma á fót barnalúðrasveit- unum, sem fyrst í stað voru á vegum barnaskólanna en síðar á vegum Tónlistarskóla Akur- BING O ARSINS! Eitt glæsilegasta bingó ársins verður-haldið sunnudaginn 6. febrúar n. k. og hefst kl. 20,30. Hinn frábæri JÖRUNDUR skemmtir. Sjálfstæðishúsinu Akureyri Meðal vinninga: Sólarlandaferð með Samvinnuferðum. Sólarlandaferð með Útsýn. Sólarlandaferð með Ferðamiðstöðinni. Auk þess heimilistæki, sportvörur og fleira. Dansað til kl. 1 e. m. SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA eyrar. Hann kenndi og stjórn- aði tveim fyrstu barnalúðra- sveitunum og úr þeim hópum komu margir góðir liðsmenn til Lúðrasveitar Akureyrar. Þó að hér hafi aðallega verið getið starfa Jakobs í þágu Lúðrasveitar Akureyrar þá er - síðúr en svó áð þau seu hin einu - -sem hann hefur lagt af möi'kum til tónlistarlífs bæjarins. Organ- istastarfið við kirkjuna, skóla- stjórn tónlistarskólans, kór- stjórn og kennsla, öll þessi störf hefur hann unnið af alúð og vandvirkni, en vandvirkni og smekkvísi hefur ætíð verið hans aðalsmerki. Á 35 ára afmæli sínu, árið 1967, sæmdi Lúðrasveit Akur- eyrar hann gullmerki sínu og kjöri hann heiðursfélaga. Jakob Tryggvason fæddist að Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, son- ur hjónanna Tryggva Jóhanns- sonar og Soffíu Stefánsdóttur, sem þar bjuggu myndarbúi um meira en hálfrar aldar skeið. Um fermingaraldur hóf hann nám í orgalleik hjá Tryggva Kristinssyni, síðar tengdaföður sínum, sem þá var organisti í Vallaprestakalli. Jakob stund- aði nám í Samvinnuskólanum og lærði jafnframt hljóðfæraleik hjá Páli ísólfssyni. Eftir það lagði hann stund á skrifstofu- störf, bæði á Akureyri og í Reykjavík, þar til hann fluttist til Akureyrar árið 1941 og gerð- ist orgelleikari við Akureyrar- kirkju. Síðar stundaði hann framhaldsnám við Royal Aca- demy of Music í London á ár- unum 1945—1948. Jakob er kv?entur Unni Tryggvadóttur, Kristinssonar organista á Siglufirði, og eiga þau þrjú börn. Hefur frú Unnur verið manni sínum mjög sam- hent og stutt hann frábærlega vel í störfum hans. Lúðrasveit Akureyrar vill á þessum tímamótum senda Jakobi Tryggvasyni og fjöl skyldu hans innilegustu árnað- aróskir og þakkar honum störf hans á liðnum árum. Lúðrasveit Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.