Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 4
4 1 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 111 66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Morgunblaðið leiðrétt Morgunblaðið gerir í forystugrein sinni á sunnudaginn samanburð á sköttum fyrirtækja í eigu einkafram- taksins annars vegar og samvinnu- félaga hins vegar og kemst að þeirri niðurstöðu, að samvinnufélögin beri minni skatta. Blaðið gerir mikið úr tekjuskattinum, sem verslunarfyrir- tæki greiða, en gleymir því, að tekju- skattur er ekki orðinn nema lítið brot af heildarskattgreiðslum fyrir- tækja. Opinber gjöld fyrirtækja eru fyxst og fremst aðstöðugjöld og fast- eignaskattar og þar greiða samvinnu félög eftir sömu reglum og önnur fyrirtæki og eru því einhverjir stæistu greiðendur opinbeiTa gjalda, hvert á sínum stað. Varðandi tekju- skattinn horfir Morgunblaðið alveg fram hjá þeirri staðreynd, að bæði veislunum í eigu einkafxamtaks og samvinnumanna, er heimilt að veita sínum viðskiptavinum afslátt, sem er frádráttarbær til skatts. Samvinnu- félög veita sinn afslátt í formi arðs, eftirá, eftir því sem afkoman gefur tilefni til og síðan er það frjáls ákvörðun fulltrúa félagsfólksins á aðalfuixdi, hvort þessi afsláttur er lagður í stofnsjóð eða greiddur út. Moigunblaðið gleymir einnig að geta þess, að hlutafélög hafa fengið að gefa út jöfnunarbréf í stórum stíl, skattfrjáls, á undanförnum ár- um. Þá ræðir blaðið um, að þessi skattafríðindi sé ein undirrót þess, að verslanir í einkaeign séu fáar úti á landi: Sannleikuiinn í þessu máli er sá, að markaðurinn víða á land- inu, þar sem fámennt er, er erfiður til veislunarreksturs og einkafram- takið hefur ekki kært sig um að setja sig niður þar, til að ávaxta fjármagn sitt og veita þá þjónustu, sem á þess- um svæðum þarf að veita. Þessi verkefni hafa komið í lilut samvinnu félaganna og stjórnast ekki af gróða- sjónarmiðum eða auðhyggju, heldur af þeirri nauðsyn fólksins, að fá sæmi lega verslunarþjónustu á hverjum stað. Morgunblaðið nefnir, að vöruverð sé lægra í verslunum kaupmanna en samvinnufélaga. Þetta er rangt. í því sambandi má nefna, að verðlag KEA hefur jafnan verið hagstætt og þegar það setti upp verslun á Siglufirði, kom í ljós, að vöruverð hjá því var mun hagstæðara en lijá kaupmönn- um staðarins. Samvinnuverslun hefur ekki náð traustri fótfestu í Reykjavík, en það er vegna þess, að borgarstjórnar- meirihlutinn hefur beitt valdi sínu til að spoiTia við því. □ BJÖRN HARALDSSON, AUSTURGÖRÐUM KELDUHVERFI: Bændur í sjónvarpsþætti með þessu nafni 18. þ. m. var upplýst, að sem næst fjórar fjölskyldur í landinu hefðu nú á einn eða annan hátt atvinnu og lífsupp- eldi af því vörumagni, sem meðal-bóndi framleiddi með að- stoð sinnar fjölskyldu. Bent var á að framleiðsla landbúnaðarins væri þannig atvinnuleg undir- staða mikils hluta þjóðarinnar, 80—90 þúsunda, sem er næstum 40% landsmanna. Var þessu ekki nánari gaumur gefinn, þótt þegar í stað kæmi fram sú stað- reynd, að bændur, sem sköpuðu atvinnu fimmföldum fólksfjölda miðað við eigið skyldulið, fengju ekki nema 70—75% þeirra launa, sem þeim bæri lögum samkvæmt. Framleiðsla landbúnaðarins er að mestu leyti matvæli, sem fyrir fáum áratugum komust mjög kostn- aðarlítið frá framleiðanda til neytanda. Væri ekki fróðlegt að athuga verktilhögunina fyrir svona 40 árum? Það mætti segja mér, að þá hefði ekki þurft að verja nema litlu broti af eins manns launum, vegna hvers bónda í landinu, til þess að greiða að fullu miðlun mat- vælanna frá framleiðendum til neytenda. Hafa ekki of margir milliliðir smogið inn í starfsem- ina nú, fjórir móti hverjum ein- um sem framleiðir? Og hvað um laun þeirra manna, sem inn hafa smogið, hver mundu þau vera til samanburðar við kaup bænda? Væri það ekki góð hug- mynd, að stilla fjórmenningun- um upp sem nýrri viðmiðunar- stétt fyrir bændur og ef svo skyldi reynast, að þessir mörgu hjálparmenn þeirra væru hærra launaðir en bændur sjálfir, væri þá ekki tilvalið að athuga launa jöfnun eða fækkun þjónustuliðs eða hvoru tveggja, fremur en að stuðla að aukinni verðbólgu? Ull og skinn eru ekki matur, heldur hráefni til iðnaðar, það álitlegasta fyrir íslenskan iðnað a. m. k. ullin. Stutt er síðan þessar framleiðsluvörur bænda voru þó næstum því verðlausar, iðnaðurinn fékk þær fyrir „slikk“. Bændur voru farnir að slá slöku við rúning, því ullin borgaði naumast fyrirhöfnina. Nú hafa þeir sem verðið skammta hækkað ullina nokk- uð. Með skinnaverðið gengur öllu hægar. Bændur geta ekki „strækað11 á skinnin eins og ullina, hætt að taka þau af. Vegna kjötsins verður að gera það. Einn fulltrúi bænda í „brennipunktinum“ sagði frá því, að fyrir innlagt folfclds- skinn á síðasta ári, hefði eig- andinn fengið 600 kr. Iðnfyrir- tæki gerði þetta sama skinn söluhæft fyrir 14.000 kr. Hrá- efnið reiknaðist þannig 4,3% af lokaverðinu. Ekki heyrði ég að fulltrúum bænda þætti nokkuð athygllisvert við þetta dæmi. Væri nokkuð á móti því, að fá þessa verðskiptingu útskýrða? Ef bóndi hefði fengið 800—850 kr. fyrir skinnið í stað 600 kr., þá hefði hann ekki þurft að kvarta, grunsamlegt. Ritstjórnargrein í Tímanum tveim dögum áður en umræða Magnúsar Olafssonar stóð í sjónvarpinu bar heitið: Svig- rúmið og sjúkdómurinn. Þessi grein fjallaði um þá hluti, sem hér hafa verið gerðir að um- ræðuefni Tíminn benti á nokkrar furðu legar staðreyndir varðandi skiptingu á liðkosti þjóðarinnar milli undirstöðu-atvinnugreina annars vegar og þjónustugreina hins vegar. Þar segir: ,,Á móti hverjum tíu mönnum, sem starfa við fiskveiðar, verkun og úrvinnslu sjávarafla í frystihús- um og verksmiðjum eru tuttugu þjónustustörf. Á móti hverjum tíu fiskimönnum eru sjö banka- Björn Ilaraldsson. menn.“ Nokkrar fleiri öfgar eru til tíndar. Síðan lýkur greininni með þessum orðum: „Þetta eru ískyggilegar tölur. Gæði lands- ins og hið vinnandi fólk, sem dregur þau úr skauti náttúr- unnar og eykur verðmæti þeirra með iðju sirini, er frurii- afl þeirra hluta, sem gera skal. Þegar of margir og miklu fleiri en þörfin heimtar, hætta að beita hönd og huga við að nytja gæði lands og sjávar eða fást við nytsaman iðnað, sem dregur úr innflutningi eða eykur út- flutning, gengur mannfélagið úr skorðum. Það verður minna til skiptanna en efni gætu staðið til. Líkt og atvinnuleysi er ein- hver fáránlegasta sóun á mögu- leikum fólks og þjóða til þess að hafa nóg að bíta og brenna, er bruðl með starfsorku manna mikil fásinna. Að sama brunni ber, hvort heldur það er at- vinnuleysi, sem íþyngir þjóð- félaginu, eða ofhleðsla starfs- greina, sem þjóðinni eru nauð- synlegar, á meðan í hóf er stillt, en verða þungur baggi, þegar komið er langt út yfir þau mörk. Þá kemur upp sú staða, að báðir geta haft rétt fyrir sér — þeir sem segja, að ísland sé láglaunaland og hins, sem ekki telja „svigrúm" til þess að bæta úr því. Það er slæmt. Þó er verra, ef enginn vill beina aug- um að meininu né fara læknis- höndum um það.“ (auðkennt hér). Þessi orð þarfnast ekki útlist- unar. Þannig er komið hag þjóð arinnar, að borgararnir flýja í vaxandi mæli þær starfsgrein- ar, sem eru efnahagsleg undir- staða þjóðlífsins, troða sér inn í einhverrkonar þjónústugrein- ar, sem áður eru ofhlaðnar starfsliði, sem er þó betur laun- að en flóttafólkið áður var. Og flóttafólkið fær bætt lífskjör og ef heppnin er með, til lífstíðar. Þjóðin er að hverfa frá erfiðis- vinnu til gervitilveru, hverfa frá lífsbjargarstörfum til iðju- leysis og fjármunasóunar. Þessi er sjúkdómurinn. Lækning hans er í því fólgin að stöðva lífsflóttann. Ráðið til þess er einfalt og aðeins eitt. Á íslandi eru lífskjör mæld í launaflokk- um. Þeir sem bjargræðisstörfin vinna til lands og sjávar skulu fylla hæstu launaflokkana. Næst komi þeir, sem úrvinnslu stunda til verðmæta- og gjald- eyrisaukningar. Lægstu launa- flokka skipi þeir, sem starfa nú í ofsetnum starfsgreinum. Launaflokkum verði fækkað frá því sem nú er. Hlutfall milli lægstu og hæstu launa mætti hugsa sér 1:3. Mesta hækkun vegna sérmenntunar og/eða starfsþjálfunar mætti hugsa sér þrjá launaflokka. Enginn fái greidd laun fyrir ónauðsynleg störf. Vanræksla eða misferli í starfi varði stöðumissi auk þyngri viðurlaga samkvæmt lögum. Þetta er fram sett rem drög að fyrirsögn, drög að stefnubreytingu. Fyrirsögnin verður auðveld, en framkvæmd in erfiðari. En svo er nú komið, að framkvæmdin verður ekki umflúin öllu lengur. Ekki þýðir fyrir stjórnmálaflokkana að metast um það, hverjum þeirra sé um að kenna, hvernig komið er. Allir eru þeir meira eða minna sekir um þessa þjóð- félagslegu vanþróun, án þess að hafa stutt hana vitandi vits. Hitt er augljóst, að einhverjir hafa sofið á verðinum. Tilefni umræðunnar Bændur í brennipunkti var í sjálfu sér ekki deila um búvöruverð til bænda, heldur klögun yfir því, að umsamið búvöruveð fékkst ekki greitt vegna vanskila ríkis- sjóðs. 1 umræðuhópnum voru fimm bændur og bændafulltrú- ar, þar á meðal landbúnaðarráð. herra. Að sjálfsögðu voru allir smmála um, að efndum þyrfti að kippa í lag. Til viðræðu voru þarna kvödd karl og kona sem fulltrúar neytenda. Ekki kom Ijóst fram, hvaða erindi þau áttu til þessa þings. Neytendur eða samtök þeirra áttu ekki til sakar að svara fyrir ríkissjóð. Herrann fékk þarna smá til- sögn, sem hann þarfnaðist við- komandi skattframtali til sveita en frúin drap kurteislega á óeðlilega verðhækkun búvöru á leiðinni milli bænda og ney- enda. Umræðan reyndist gömul plata, sem allir þekkja, ekkert nýtt, sviðsetning, enginn árang- ur. Ekkert „svigrúm" fannst og enginn minntist á sjúkdóminn. Að umræðunni stóðu menn — að einum undanskildum —, sem lengi hafa staðið í eldinum, sam tíðarmenn öfugþróunarinnar, þreyttir menn. Þeir sögðu margt vel, en allt var það áður sagt. Hvað getur komið í staðinn fyrir hina ófrjóu togstreitu stjórnmálaflokkanna, þeirra margendurteknu þvælu um ágæti sitt, hvers fyrir sig en auðvirðileik hinna, pólitíska áróðurinn, sem skiptir þjóðinni í stríðandi fylkingar um stétta- hagsmuni og völd flokksfor- ingja? Hvað getur fengið unga menn og konur, syni og dætur þjóðarinnar til þess að samein- ast um að setja hag og heiður heildarinnar efst á blað, ofar hagsmunum stétta og einstakl- inga og hvar er helzt jarðvegs að leita til uppræktunar slíks hugsunarháttar? Ég held hans eigi að leita meðal æskunnar, því hennar er framtíðin. Ég held að sjúkdómurinn mætti læknast vegna andlegrar vakn- ingar æskunnar. Ég hugleiði andlegar vakningar, sem áður gerðust með þjóð vorri, þegar neyðin var stærst, samvinnu- hugsjónina, ungmennafélags- hreyfinguna. Þetta voru í byrj- un hugsjónir, sem gagntóku þjóðina en vísuðu síðar veginn til sigurs. Það þykir góð latína nú á dögum að úthúða æskunni. Eins og jafnan áður er það næsta kynslóð á undan, sem mótað hefur æskuna. Ef sú kynslóð breytir illa, er hætt við að _æsk- an á vissu skeiði stígi feti fram- ar í samskonar breytni. Sú kyn- slóð, sem völdin hefur nú, ræð- ur ekki við vandamál þjóðar- innar, henni hefur mistekist við þau. Þau mistök kunna að eiga eiirhvern hlut í sorglegri hegð- un æskunnar nú. Þrátt fyrir þetta er málskot til æskunnar eina vonin. Ungur bóndi úr gæðasveit stýrði umræðunni, Bændur í brennipunkti. Þetta er glæsi- legur maður, vel ættaður, sem hlotið hefur skjótan frama. Vonum mínum til æskunnar beini ég til hans og hans líka. Það er kominn tími til að segja hingað og ekki lengra. Efna- hags- og kjaramálum þjóðar- innar hefur lengi verið stefnt í óefni. Það er þýðingarlaust að fara einn hringinn enn eftir gömlu slóðinni. □ Fengu 20 sekúndul. Undanfarið hefur jarðborinn Narfi verið notaður við borun éftir heitu vatni að Ytri-Reykj- um í Miðfirði, vegna hitaveitu Hvammstanga. Á 200 metra dýpi kom borinn niður á vatns- æð og streyma þar nú upp 20 lítrar á sekúndu af 98 gráðu heitu vatni. Hitaveita Hvammstanga og Laugarbakki hafa fengið vatn frá Ytri-Reykjum, en það var orðið ófullnægjandi, en var þó unnt að auka það mjög með dælingu. Hið nýja, sjálfrennandi vatn er nægilegt fyrir þá byggð, sem því er ætlað að hita. Álitið er, að úr nýju holunni megi fá allt að 50 lítra á sek. með dælingu. Varmaorka hins rjálfrennandi vatns úr borholu Jötuns á Ytri- Reykjum er talin jafngilda 4—5 megavöttum. Er borunarárang- ur þessi einstaklega hagkvæm- ur. ' □ MINNING María Svava Jósepsdóttir Þann 15. jan. síðastliðinn andað- ist hér á sjúkrahúsinu María Svava Jósepsdóttir, til heimilis að Byggðavegi 146, aðeins 42 ára að aldri. Andlát hennar mun fæstum, sem til þekktu, hafa komið á óvart, því allt síðastliðið ár háði hún þrotlausa baráttu við ólæknandi sjúkdóm, þar sem enginn mannlegur máttur gat vörnum við komið. Allan þann tíma sýndi hún stökustu rósemi og tók örlögum sinum eins og sannri hetju sæmdi. Ástvinir hennar, svo og læknar og hjúkr unarlið sjúkrahússins, gerðu allt sem hugsast gat til að létta þjáningar henriar, allt þar til yfir lauk. Okkur sem eftir lifum finnst lífið stundum dálítið harkalegt, þegar ungt fólk, í blóma lífsins, er burtu kallað, eins og hér hefur gerst. En við beygjum okkur fyrir örlögunum og trú- um því, að allt hafi sinn tíma og tilgang. María heitin var fædd að Sandvík í Glerárhverfi, þann 28. maí 1934, dóttir hjónanna Guðrúnar Jóhannesdóttur og Jóseps Kristjánssonar, sem þar bjuggu. Á hinu listræna heimili í Sandvík ólst hún svo upp, ásamt systrunum tveimur, Svönu og Nönnu Stínu, og þar dvaldi hún þar til hún sjálf stofnaði heimili. Þann 5. júní 1954 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Arngrími Pálssyni frá Kollu- gerði, og reistu þau sér hús að Byggðavegi 146 og hafa búið þar síðan. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru: Sigur- geir 22 ára, Guðrún Elva 18 ára og Atli 12 ára, öll í heimahús- um. Heimili sínu helgaði María svo alla sína krafta af lífi og sál. Kom þá vel í ljós listfengi hennar og smekkvisi bæði úti og inni, enda hafði hún mjög næmt fegurðarskyn, eins og hún átti kyn til. Hún var óvenju vel gerð og heilsteypt stúlka. Hún unni öllu sem gott var og fagurt, var vönduð til orðs og æðis. Ég kynntist henni vel þegar hún var barn að aldri, því hún var nemandi minn í barnaskólla. Bar hún þar af sökum prúðmennsku og góðrar framkomu. Þá starfaði hún mikið í barnastúkunni Von, því málefni ungtemplara var henni hugleikið. Einnig á ég margar góðar minningar um hana frá skólaferðum, eða ferð- um á vegum barnastúkunnar. Yfir öllum þessum endurminn- ingum er bjart og þær hlýja mér um hjartarætur, þegar ég nú á gamals aldri rifja þær upp. Fyrir allt þetta og öll góð kynni vil ég nú þakka og óska henni SKÍÐATOGBRAUT VIÐ LAUGASKÓLA velfarnaðar í nýjum og betra heimi. Ef til vill mætir hún mér þar síðar, með sitt hlýlega bros, sem hún átti í svo ríkum mæli. Ollum ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð veri minningin um Maríu Svövu Jósepsdóttur. Hjörtur L. Jónsson. Þriðjudaginn 18. jan. sl. var tekin í notkun ný skíðatogbraut við Laugaskóla að viðstöddum kennurum og nemendum skól- ans. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að útvega full- komna skíðatogbraut. Nú hefur hún verið sett upp í vestur- brekkum Reykjadals í landi Hóla, rétt sunnan við Hóla- braut. Uppsetningu önnuðust Eirík- ur Haraldsson kennari Reykja- vík og Snæbjörn Kristjánsson smiður Laugabrekku ásamt nokkrum sjálfboðaliðum. Snæ- björn hefur langmest unnið að verkinu af öllum hér. Þegar brautin var opnuð var Snæ- björn fyrsti maðurinn er fór um hana. Nú er kominn skíðakennari, Sigrún Grímsdóttir frá ísafirði, og mun hún kenna nemendum Laugaskóla, barnaskóla Reyk- dæla og fleirum ef vilja í viku eða tíu daga. Laugaskóli mun vera eini héraðsskóli á landinu sem hefur svo fullkomna tog- braut. Er mikill áhugi meðal nemenda að notfæra sér þessa góðu aðstöðu sem bezt. Snjór er hér nægur. Skíðatogbrautin kostar upp- sett eitthvað á fjórðu milljón. Gamlir nemendur hafa undan- farin ár gefið nokkrar upphæðir til þessa verks. Ýmsir fleiri hafa þegar styrkt þetta verk og aðrir lofað stuðningi. En aðal- upphæðin er frá gistihúsa- rekstri. Á hverju ári er ágóði nokkur af þeim rekstri og er hann notaður til að efla og fegra skólann á ýmsan hátt. Sérstakar þakkir færir skól- inn gömlum nemendum, sem sýnt hafa skólanum ræktarsemi með peningagjöfum til þess að gera að veruleika þá hugmynd að skólinn eignaðist togbraut. Einnig þakkar skólinn öllum þeim sem unnu að uppsetningu brautarinnar. Bændur í Hólum í Reykjadal leyfa góðfúslega að farið sé yfir land þeirra og jafn- vel að hús vegna togbrautar- ipnar sé reist á túni þeirra. Fyrir þetta þakka forráðamenn Laugaskóla af alhug. S. G. Sv. Ingimundðr Árnasonar Akureyrarmeistari í bridge Sveitakeppni Bridgefélags Ak- ureyrar er lokið. Akureyrar- meistari varð sveit Ingimund- ar Árnasonar, sem vann yfir- burðasigur í 4ra sveita úrslit- um, sigraði þar allar hinar sveitirnar og í síðustu umferð Maria Svava Jósepsdótfir Fædd 28. 5.1934 - Dáin 15.1.1977 KVEÐJA FRÁ VINKONU Við leitum að orði, lýkur degi lífsgátuna þó skiljmn eigi. Um hug okkar líða hin liðnu ár í ljósi og fegurð, þó hrynji tár. Með ástúð þinni þú ert okkur nær Er nokkur fjarlægð þar kærleikinn grær? Þó Ieiðir skilji er Ijós fyrir stafni. Þú leggur á djúpið í drottins nafni. Guð minn leggðu þeim lið, er lifa og þreyja. En henni himneskan frið þar harmar ei beygja. L. S. 16 Z7 £7 mmiiyiR Glæsilegir leikir íslenska landsliðið í handknatt- leik hefur enn einu sinni sýnt það og sannað að það er í klassa meðal bestu liða heims. Sigur yfir Pólverjum og Tékkum tek- ur þar af öll tvímæli. Þrátt fyr- ir það að liðið tapi öðrum leikn- um við þessar þjóðir er ekkert yfir því að ærast eins og íþrótta fréttariturum dagblaðanna í Reykjavík er tamt. Eftir fyrri leikinn við Pólverja áttu blöðin varla til orð að lýsa því hve lé- legur leikur íslenska liðsins hafi verið, sóknin í molum og vörnin hriplek. Er þetta lítt hvetjandi fyi'ir þá er með lands liðinu æfa og eyða í það geysi- legum tíma og kostnaði, og finnst ýmsum að landsliðsmenn irnir hefðu frekar átt að vera á lista þeim yfir listamenn þá sem féngu viðurkenningu frá Alþingi, fyrir nánast ekki neitt eins og sjá mátti á upptalning- unni. Það hlýtur að geta flokk- ast undir einhverskonar list að vera íþróttamaður sem gerir hluti sem venjulegum manni er nánast ómögulegt að gera. Hermannsmótið í Hlíðarf jalli sveit Alfreðs Pálssonar Akur- eyrarmeistara frá í fyrra 18—2. Auk Ingimundar eru í sveitinni Júlíus Thorarensen, Hörður Steinbérgsson, Friðfinnur Gísla son, Ragnar Steinbergsson og Gunnar Sólnes. Röð efstu sveitanna og stig urðu þessi: A í-iðill, röð 1—4. Stig 1. Sv. Ingimundar Árnas. 53 2. — Alfreðs Pálssonar 27 3. — Ævars Karlessonar 21 4. — Arnar Einarssonar 19 B riðill, röð 5—8. Stig 1. Sv. Páls Pálssonar 41 2. — Þormóðs Einarssonar 36 3. — Stefáns Vilhjálmss. 13 4. — Friðriks Steingrímss. 10 Leik Þormóðs og Friðriks er ólokið. C riðill, röð 9—12. Stig 1. Sv. Víkings Guðm.sonar 48 2. — Arnalds Reykdal 39 3. — Sveinbjörns Sigui-ðss. 33 4. — Trausta Haraldssonar 0 Um síðustu helgi var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri Her- mannsmótið svokallaða, en það er opið punktamót í svigi og stórsvigi. Allir bestu skíðamenn og kon ur sem nú á landinu dvelja voru mætt til keppni á laugar- daginn en þá átti að keppa í stórsvigi. Veðurguðirnir voru hins veg- ar ekki skíðamönnunum hlið- stæðir þann dag en þá var glóru laus stórhríð, og var því stór- svigskeppninni frestað til sunnu dags, en þá átti líka að keppa í svigi. Á sunnudag var veður nokkí uð gott og lauk þá keppni í báð- um greinum mótsins. Þórsarar í strangri keppni í Reykjavík Annarar deildar lið Þórs í hand knattleik hélt til Reykjavíkur sl. föstudag og þá um kvöldið lék það við Þrótt í Bikarkeppni HSÍ. Þróttur sigraði í leiknum, skoraði 29 mörk gegn 24 hjá Þór. Á laugardag léku Þórsarar síðan við Keflvíkinga í annarri deildinni og fór leikurinn fram í Keflavík. Þór sigraði með 23 mörkum gegn 19. Á sunnudag léku þeir síðan við Leikni og einnig í annarri deildinni og sigraði Þór með 24 gegn 17. Þórsarar hafa því bætt við sig fjórum stigum í deildinni, en fallið út úr Bikarkeppninni. KA OG ÞÓR UM NÆSTU HELGI N. k. laugardag leika KA og Þór í annarri deildinni í hand- bolta. Leikir þessara aðila eru alltaf skemmtilegir og getur hvorugt liðið bókað sér sigur fyrirfram í leiknum. Mikið er í húfi fyrir KA að vinna leikinn ef þeir ætla að blanda sér í topp baráttuna í deildinni en fyrir Þór skiptir það minna máli það er þeir hafa þegar tapað af sig- ursæti í deildinni. Staðan í deildinni Næsta keppni félagsins er ein KA 9 6 2 1 210-191 14 mennings- og firmakeppni. KR 8 6 1 1 200-155 13 Hún er hafin og verður næstu Ármann 7 5 2 0 163-120 12 þriðjudagskvöld, kl. 8. Er allt Þór 9 5 1 3 188-168 11 spilafólk beðið að mæta tíman- Leiknir 10 2 2 6 182-219 6 lega. Spilað verður í Gefjunar- Stjarnan 7 2 1 4 114-134 5 salnum. Keppnisstjóri er Albert Fylkir 7 2 1 4 110-117 5 Sigurðsson. □ ÍBK 10 0 0 10 168-280 0 92,13 94,71 95,18 Úrslit urðu þessi: Stórsvig kvenna. Steinunn Sæmundsd. R. 118,85 Jórunn Viggósdóttir, R. 123,08 Kristín Úlfsdóttir, I. 126,16 Stórsvig karla. Bjarni Sigurðsson, H. 116,70 Einar Valur Kristjánss., í. 117,45 Gunnar Jónsson, í. 118,56 Svig kvenna. Steinunn Sæmundsd., R. 103,50 Margrét Vilhelmsd., A. 104,57 Kristín Úlfsdóttir, í. 104,83 Svig karla. Haukur Jóhannsson, A Bjarni Sigurðsson, H. Björn Víkingsson, A. í mótslok voru verðlaun af- hent og Hermannsbikarinn féll nú Bjarna Sigurðssyni frá Húsa vík í skaut, og afhenti hann Hermann Stefánsson fyrrv. íþróttakennari. Flest stig í kvennaflokki fékk Steinunn Sæ mundsdóttir frá Reykjavík og fékk hún til varðveislu í eitt ár Helgubikarinn, en hann var gefinn til minningar um Helgu Júníusdóttur. BLAK Sl. sunnudag lék UMSE og Vík- ingur í fyrstu deild í blaki. Eyfirðingar byrjuðu vel og kom ust í 2—2, en Víkingum tókst að rétta hlut sinn og sigruðu með þremur hrinum gegn tveimur. Um næstu helgi fara Eyfirð- ingar til Reykjavíkur og leika á laugardag við Víking, en á sunnudag halda þeir til Laugar- vatns og leika þá við Laugdæli. Nýtt íþróttablað S P O R T - blaðið heitir nýtt íþróttablað sem nú nýlega er komið út. Blað þetta er hið vandaðasta í alla staði og lofar svo sannarlega góðu. Útgefend- ur munu vera íþróttafréttaritar ar dagblaðanna í Reykjavík, og virðist svo sem blaðið sé gefið út í beinni samkeppni við íþróttablaðið sem Frjálst Fram- tak gefur út fyrir ÍSÍ. I SPORT-blaðinu er m. a. við- tal „við Hrein Halldórsson, Ingólf Óskarsson, Kjartan L. Pálsson o. fl. Þá eru greinar um Bob Beamon heimsmethafa í langstökki, Tony Knapp, Anne Marie Pröll o. fl. Frekar lítið er af auglýsingum í blaðinu en því meira um íþróttir og kostar það í lausasölu 320 kr. Ó. Á,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.