Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 02.02.1977, Blaðsíða 8
Bagur AUGLÝSfNGASÍMI Daguk Akureyri, miðvikudaginn 2. febrúar 1977 RAKVÉLA- BLÖÐIN MARGEFTIR- SPURÐU KOMIN SMATT & STÓRT Yíða er vatnsskortur Ási í Vatnsdal 31. janúar. Vetur inn hefur verið ákaflega snjó- léttur og er það ennþá, því hér hefur úrkoman' verið svo sára- lítil. Þetta lætur sig ekki án vitnisburðar, því þrátt fyrir nokkrar úrkomur í sumar, er nú svo komið hér í sveit, að vatnslaust er að verða á sumum bæjum og er það mjög bagalegt einkum þar sem margt er í fjósi. Það er svo skrýtið í hon- um Vatnsdal, að það eru þó nokkrir bæir, sem eiga erfitt með að fá nægilegt neysluvatn. Einhvern tíma hefði þótt gott til beitar hér um slóðir, fyrir sauðfé, en nú gefa allir inni. Því Plastbátar hafa víða rutt sér verulega til rúms, enda hafa þeir m. a. þá kosti, að ryðga hvorki né fúna. Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd hef- Mjólkurbúðum lokað Mjólkursamsalan í Reykjavík hætti um þessi mánaðamót rekstri 42 mjólkurbúða sinna í borginni, nema einni. Háværar kröfur kaupmanna og fleiri um þessa breytingu, og að kaupmenn tækju að sér smá- sölu mjólkur og mjólkurvara, leiddi til lagasetningar um þetta efni. - □ ur fengið plastbát einn erlend- an og er það aðeins skrokkur- inn. Þetta er 12—15 tonna bátur og verður hann fullsmíðaður á Skagaströnd og von fleiri báta af sömu eða svipaðri stærð. En skipasmíðastöðin stefnir að því að smíða einnig báts- skrokkana, eða smíða þessa báta að öllu leyti. Stöðin hefur þegar selt fyrstu bátana, og for- ráðamenn skipasmíðastöðvar- innar gera sér vonir um, að bátar þessir verði talsvert ódýr- ari en trébátar, ennfremur við- haldskostnaðurinn. □ miður eru heyin heldur létt en mikil að vöxtum. Tíð var stirð í ágústmánuði og þá gekk illa að þurrka heyin, svo þau hrökt- ust. Við höfum fengið tvö erfið heyskaparsumur, þótt sprettan væri góð og höfum í því efni fylgt Vesturlandinu og þar með óþurrkasvæðinu. Fólk getur farið hér um allar jarðir á hvaða bíl sem er, og er hvergi fyrirstaða, enda stendur það nú til að halda þorrablót, bæði hér í sveit og næstu sveit- um. íbúar Hvammstanga voru svo heppnir að fá mikið heitt vatn til viðbótar hjá sér, og með til- tölulega litlum tilkostnaði. Blöndósbúar eru þegar búnir að fá heitt vatn og veit ég ekki annað en hitaveituframkvæmd- ir hefjist þar með vorinu. Menn eru talsvert bjartsýnir, þótt menn berji sér einnig. Margir bændur hafa það sæmi- legt held ég, en þó er nokkuð um það að þeir eigi erfitt með að ná saman endunum að þessu sinni. G. J. Loðnuvertíðin mun betri en var í fvrra Vegirnir eru að opnast á ný Flestir vegir tepptust um síð- ustu helgi. Suðurleiðin er þó fær vestur yfir Oxnadalsheiði. Hins vegar var ófært til Dal- víkur í gær og mestur snjór á Hrísamóum. Von var til þess talin síðdegis í gær, að vegur- inn til Húsavíkur opnaðist und- ir kvöldið. □ Akureyrartogarar Kaldbakur landaði 17. janúar 106 tonnum. Aflaverðmæti 7.4 milljónir króna. Hann er vænt- anlegur til hafnar í dag. Svalbakur landaði 56 tonnum 30. janúar. Aflaverðmæti 4 millj. kr. Sléttbakur landaði 25. janúar 120 tonnum. Aflaverðmæti 8.1 millj. kr. Sólbakur landaði 27. janúar 78 tonnum. Aflaverðmæti 5.2 millj. kr. Harðbakur landaði 21. janúar 163 tonnum. Aflaverðmæti 11 millj. kr. □ FRÁ LÖGREGLUNNI Á AKUREYRI Nokkrar falsaðar ávísanir eru í umferð á Akureyri og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Þá biður lögreglan þess getið, að nokkur reiðhjól séu í hennar vörslu, og hvetur eigendur til að vitja þéirr* hið fyrsta. □ í gær bárust fréttir af miklum afla síðasta sólarhring. 4- bátar ferigu 13.270 lestir og frá mið- nætti til hádegis í gær höfðu 16 bátar tilkynnt afla til við- bótar, á fimmta þúsund lestir. í fyrrinótt var tekið á móti fyrstu loðnunni á Hornafirði og þrær fylltar og frá Vopnafirði og þangað suður er nú ekkert þróarrými. Loðnu hefur nú verið landað á fimmtán stöðum. Til Seyðis- Hestar Sauðárkróki 1. febrúar. Ingimar Pálsson og Jóhann Þorsteinsson reka tamningastöð hér á Sauð- árkróki og sækja hestaeigendur fast að koma tamningahrossum sínum þangað. Þar komast færri að en áhugi er á. Hvert námskeið stendur tvo mánuði og eru tekin 26 hross til tamn- fjarðar höfðu borist yfir 1- þús- und lestir á mánudaginn og á átjánda þúsund til Siglufjarðar og 13.700 lestir höfðu borist til Neskaupstaðar, miðað við mánu dag. Þá hafði 61 skip fengið ein- hvern afla. í vikulok var aflinn 104 þúsund lestir, en á sama tíma í fyrra var hann 54 þúsund lestir. En síðan á laugardags- kvöld hefur mikið aflast, þrátt fyrir óhagstætt veður suma dagana. □ ingar í einu. Eigendur leggja til fóðrið. Auk þessa taka ýmsir að sér að temja fyrir aðra og svo temja hestamenn fyrir sjálfa sig. Að öllu þessu samanlögðu er ekki að undra þótt mikið sé riðið út um þessar mundir, enda hest- færi með ágætum og hefur BAKARAR LÆKKUÐU VERÐIÐ Þeir sjónvarpsþættir, sem fjöll- uðu um verðlagsmál seint á liðnu ári, vöktu athygli. Þar virtist það fram koma, að ís- lenskir innflytjendur gerðu óhagstæð innkaup erlendis, enn fremur, að það væri liagur þeirra þar sem álagningin væri reiknuð í hundraðshlutum og hvetti því ekki til hagstæðustu innkaupa. Nú lækkuðu brauð í verði og um það var sagt, að bakarar hefðu keypt inn ódýr- ari vörur eða fundið hagstæða markaði. Virðist þetta dæmi benda til þess, að víðar væri unnt að ná liagstæðari vöru- kaupum, ef verðlagskerfið væri hvetjandi í þá átt en ekki letj- andi, svo sem vera þykir. i ' '"*■! NÚ VERÐUR FYLGST MEÐ VERÐLAGI ERLENDIS í nýlegri þingræðu viðskipta- ráðherra kom fram, að Verð- lagsskrifstofan hefði þegar tek- ið upp samstarf við norræn verðlagsyfirvöld og nái það m. a. til samanburðarathugana á vöruverði, og að fylgst yrði með verðmyndun erlendis. ILLA STADDIR EF ÞEIR SJÁ EKKI SJÓINN Fyrir skömmu var frá því sagt, að haftyrðlar liefðu fundist langt frammi í Eyjafirði, eftir allhvassa norðanátt. Á Akur- eyri fundust margir, bæði lif- andi og dauðir og þegar hlánaði komu fleiri í ljós. Sömu sögu er að segja í Ólafsfirði og í Fljót- um, að þar fundust margir og flestir dauðir, sumir alllangt frá sjó. En fuglar þessir, sem eru hánorrænir úthafsfuglar, tapa fluginu ef þeir villast á land og sjá ekki sjó, og eru þá bjargar- lausir. Eini varpstaður þeirra hér á landi er Grímsey, og hafa þó ekki fundist þar nema örfá verið. Allt er þetta fyrr á fei'ð- inni en oftast áður, og von um góða erlenda markaði mun hafa þessi áhrif. Mikið er af álitlegum ung- viðum, vel ættuðum, t. d. undan Sörla, Glæsi, Abel og Náttfara. Allt eru þetta kunnir kynbóta- hestar. G. Ó. hreiður. Sjómenn hafa sagt frá mjög stórum hópum haftyrðla norðan við land í vetur. GEFIÐ SÉRKENNILEGUM FUGLUM GAUM Á laugardaginn bauð gestrisinn nágranni þeim er þetta ritar til kaffidrykkju en bað að koma að kjallaradyrunum. Ekki var kaffiboð sjaldgæft í þessu húsi, heldur kjallaraleiðin. Þetta mál skýrðist fljótlega. Við aðaldyr hússins hafði snjó verið vand- lega sópað af stórum dyrapalli og þar nutu fuglar góðgerða, bæði nokkrir tugir auðnutittl- inga, svartþröstur og glóbryst- ingur, og þessa fugla mátti ekki styggja. Svartþrestir eru frem- ur sjaldgæfir hér á þessum árs- tíma og raunar alltaf og gló- brystingurinn, scm er á stærð við auðnutittling, með gulbrúna bringu, er enn sjaldgæfari. Á dyrahelluna kom að þessu sinni aðeins einn skógarþröstur, og enginn gráþröstur, enda eru gráþrestir styggir og aðeins einn sást á flugi. Þeir, sem hafa yndi af því að gefa út fuglum á vetrum, ættu að gæta þess vand lega, ef í heimsókn koma sjald- gæfir fuglar. FÓR BÓNARVEGINN TIL FORSÆTISRÁÐHERRA Það vakti nokkra furðu, þótt við ýmsu megi búast af Alþýðu- flokknum, þegar Gylfi Þ. Gísla- son bar fram þá bæn sína við forsætisráðherra, að hann ryfi stjórnarsamstarfið við fram- sóknarmenn og efndi til alþing- iskosninga. Var ekki laust við, að forsætisráðherra og dóms- málaráðherra leyfðu sér að gera örlítið skop að 9. þingmanni reykvíkinga af þessu tilefni á Alþingi. Dómsmálaráðherra benti á, að vantrauststillaga væri betur við liæfi og kallaði bæn Gylfa ástarjátningu til Sjálfstæðisflokksins. GYLFI HALDINN SPENNU En meðal annars sagði forsætis- ráðherra: „Mér finnst sannast að segja sú ályktun nærtæk af orðum hæstvirst 9. þingmanns reykvíkinga, að hann sé hald- inn spennu. Það cr alveg nægi- legt, að við búum í landi jarð- skjálfta, sem við getum ekki gert að eða komið í veg fyrir. En það er of mikið af því góða, (Framhald á blaðsíðu 7) Kona í morgunslopp Grenivík 31. janúar. Hér er ver- ið að æfa sjónleik í tveim þátt- um, og heitir hann Kona í morgunslopp. Stefnt er að frum sýningu í næsta mánuði. Leik- stjóri er Gestur E. Jónasson, '5n leikendur eru sex talsins. Veðráttan er þannig, að síðan á föstudag hefur verið norðan- hríð, mikill snjór kominn og allir vegir ófærir. Fyrir helgina réru bátar en öfluðu lítið, enda hið versta veður báða dagana. P. A. og reiðmenn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.