Dagur


Dagur - 10.03.1977, Qupperneq 2

Dagur - 10.03.1977, Qupperneq 2
Smáauqlvsinöar Húsnæöi Ymisleöt Iðnaðarhúsnæði óskast undir skósmíði. — Sími 22597. Halldór Árnason skósmiður. Sala Aðvörun! Sá sem tók áburðardreifara í Blikksmiðjuportinu hjá Vél- smiðjunni Odda, skili honum aftur eða hann verður sóttur á hans kostnað. Bakkahey til sölu og vélbundin taða. Ingólfur Lárusson, Gröf. ifðl/p Vil kaupa kló einskera 16" Sími 19928. Haukur, Fífilgerði. Hlutafélagið Tölvangur Þann 5. janúar sl. var stofnað á Akureyri hlutafélagið Tölvang- ur hf. Að fyrirtækinu standa einstaklingar, sem gert hafa sér ljósa kosti tölvunotkunar á nær öllum sviðum viðskiptalífsins. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að veita fyrirtækjum al- menna bókhaldsþjónustu með aðstoð tölvu. Boðin verður til að byrja með eftirtalin vinnsla: Fjárhagsbókhald, viðskipta- mannabókhald og launabókhald. Síðar meir verður í boði birgðabókhald og ennfremur sérhæfðari þjónusta. Við val á tölvubúnaði voru eftirfarandi atriði sérstaklega höfð í huga: 1. Rekstraröryggi tölvunnar og viðhaldsþjónusta. Breytingar á Hótel K.E.A. Hótel KEA var fullbyggt og tekið í notkun á árinu 1944. Tala gistiherbergja var 28 með 54 rúmum. Var hótelið talið ný- tískulegt og fullkomið, miðað við það sem þá tíðkaðist hér á landi. þau 32 ár, sem síðan eru liðin, hefur gistirými hótelsins haldist óbreytt, þrátt fyrir gíf- urlega aukinn ferðamanna- straum til bæjarins og þar af leiðandi þörf fyrir meira gisti- rými. Forráðamönnum félagsins hefur í mörg ár verið ljóst, að brýn nauðsyn var á gagngerð- um breytingum, endurbótum og stækkun á hótelinu, sérstaklega þá með tilliti til aukins gisti- rýmis, þar eð nýting þess hefir vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Vegna ýmissa annarra frjár- frekra framkvæmda hjá félag- inu, hefur hótehð orðið að sitja á hakanum, en nú er orðið óhjákvæmilegt að hrinda breyt- ingum af stað. Leitað hefir ver- ið til lánasjóða um fyrirgreiðslu og hafa forráðamenn þeirra sýnt góðan skilning á málinu, en engin ákveðin lánaloforð hggja fyrir. Framkvæmd breytinga verður í áföngum. Til þess að gera fjármögnun viðráðanlegri, svo og til þess að verkið valdi sem minnstri röskun á rekstri hótelsins, hef- ur verið gerð áætlun um fyrir- hugaða framkvæmd í 4 áföng- um. Þegar uppúr áramótum var hafist handa með fyrsta áfanga, en það er stækkun Mat- stofunnar (Caféteriu). Er gert ráð fyrir að eftir stækkunina rúmi hún 150—160 manns í sæti. Vonast er til, að þessum áfanga verði lokið í maí n. k. í sam- bandi við þennan áfanga er lok- ið við að brjóta niður skilrúm í kjallara hótelsins og unnið er að því þessa dagana að fjar- lægja skilrúm o. fl. í húsnæði því, sem Stjömu-Apótek starf- aði í. En allt þetta húsnæði verður tekið undir starfsemi hótelsins nú eða í síðari áföng- um. Síðari áfangar. Ekki hefur verið gerð nem áætlun um framkvæmdahraða, en hann ræðst að sjálfsögðu af því hvernig til tekst með öflun fjármagns. Annar til fjórði á- fangi eru í stórum dráttum hugsaðir þannig: 2. áfangi. Stækkun Hafnar- strætis 89 til vesturs. Stækkun þessi felur í sér lengingu vestur- álmu hússins um 15 metra á 2., 3. og 4. hæð og auk þess bygg- ingu 5. hæðar austur yfir nú- verandi 4. hæð að turni. — í stækkun þessari mun verða vörumóttaka, starfsmannainn- gangur, starfsmannaaðstaða, nýtt eldhús og geymslur og 28 gistiherbergi. Ritgerðir í grunnskólum Félag íslenskra iðnrekanda hef- ur, í samráði við menntamála- ráðuneytið, ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni í skólum, svo sem að er vikið fyrir skömmu í blaðinu. í framhaldi af því sem þar er sagt um efni ritgerða og verðlaun, segir svo í fréttatilkynningu: Miða skal við að ritgerðir séu ekki lengri en 1200—1500 orð. Heimilt er að vinna ritgerð- irnar sem hópverkefni tveggja til fjögurra nemanda í samráði við kennara. Skilafrestur er til 15. apríl 1977. í tilefni af samkeppninni hef- ur upplýsingarriti Félags ís- lenskra iðnrekenda: „Hvert ætlum við?“ verið dreift til við- komandi skóla. Nemendur eru einnig hvattir til að kynna sér handbækur og skýrslur um ís- lenskan iðnað og íslenskt at- vinnulíf. Dómnefnd skipa: 2•DAGUR Bjarni Bjömsson, iðnrek- andi og Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, tilnefndir af Fé- lagi íslenskra iðnrekanda. Stef- án Ólafur Jónsson, deildarstjóri, tilnefndur af Menntamálaráðu- neyti. Dómnefnd mun leggja áherslu á að nemendur sýni eigið frum- kvæði í efnisvali og gerð rit- gerðanna og dragi ályktanir af eigin reynslu, atvinnuháttum og atvinnumöguleikum í þeirra eigin byggðarlagi f samhengi við atvinnulíf annarra lands- manna. Gert er ráð fyrir, að ritgerð- um verði skipt í tvo flokka 9. og 10. bekk grunnskólans ann- ars vegar og framhaldsskóla hins vegar. í hvorum flokki verði veitt fyrstu verðlaun að upphæð kr. 100.000 og 10 viðurkenningar að upphæð kr. 10.000 hver, og verða þau veitt við skólaslit hjá verðlaunahöfum. 3. áfangi. Breyting á núver- andi Gildaskála og Brauðgerð í samkomusal fyrir 350 gesti, ásamt tilheyrandi búnaði og sér- inngangi frá Hafnarstræti. 4. áfangi. Breyting á núver- andi 3. hæð Hafnarstrætis 87 og 89 (samkomusalir o. fl.) í 23 gistiherbergi. Áætlaður heildarkostnaður við allar þessar breytingar er um 275 milljónir króna, miðað við núgildandi verðlag. Eftir breytingar og stækkun verður Hótel KEA með 150—160 sæta Matstofu, 350 sæta samkomusal og 80 gistiherbergi, öll með for- dyri og baði. 2. Möguleikar á að bæta við tækjakosti til að fylgja eftir auknum umsvifum Tölvangs hf. Slík stækkun má ekki hafa í för með sér rekstrartafir. 3. Urval og gæði forrita, sem í boði eru. 4. Verð tölvu og forrita. Að vel athuguðu máli varð fyrir valinu tölva frá Wang Laboratories, Inc. í Bandaríkj- unum, en Heimilistæki sf., Reykjavík, eru umboðsmenn þess fyrirtækis á íslandi. Nú eru 10 tölvur af Wang- gerð í notkun á fslandi við ým- iskonar verkefni. Meðal eig- enda má nefna Bæjarsjóð Siglu- fjarðar, Bæjarsjóð Neskaup- staðar og Krabbameinsfélags ís- lands. Tölvur af Wang-gerð má tengja saman gegnum símalínu og er nú þegar í notkun slíkt samband milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Kaupverð tölvunnar er 5,5 milljónir og stofnkostnaður all- ur um 6,3 milljónir. Hlutafé var ákveðið 4 milljónir króna. Reiknað er með, að starfsemi Tölvangs hf. geti hafist í þessari viku. Með tölvunni kemur am- erískur sérfræðingur sem mun aðstoða við rekstur, kennslu og þjálfun í meðferð tölvunnar og notkun forritanna, eitthvað til að byrja með. Stjórn Tölvangs hf. skipa: Aðalgeir Finnsson, formaður, Mikael Jónsson, ritari, og Hólm- steinn T, Hólmsteinsson, með- stjórnandi. Framkvæmdastjóri hefir verið ráðinn Guðmundur Jóhannsson. Fyrirtækið verður til húsa að Glerárgötu 36. (Fréttatilkynning). Full búð af nýjum vörum PARIÐ Hafnarstræti 85. Tvö ný votlendisfriðlönd Þann 11. janúar sl. staðfesti Menntamálaráðherra friðlýs- ingu tveggja votlendissvæða á Norðurlandi, sem Náttúruvemd arráð hafði áður samþykkt að friðlýsa eftir tillögum frá SUNN. Umrædd friðlönd eru við Miklavatn í Skagafirði og við Vestmannsvatn í Aðaldal/ Reykjadal. Á báðum stöðum er um að ræða votlendi af ýmsum gerðum, einkum flæðimýrar og aðrar mýrar, tjarnir og stöðu- Jóhannes r Arnason Frá Þórisstöðum F. 10. jan. 1888 D. 15. febr. 1977 Kvaddur er vinur, senn aldinn að árum. Er ekki lífið sem deilir oss tárum? Verður þá hlutverk að sitja í sárum, en samfagna hlýju á gæfunnar bárum? Öldung sem kvaddur er, hlýju af hjarta, höfðings með lundina góða og bjarta. Mannvinur þýðlunda, hvað ekki kvarta kærleiks á veginum lifsblómin skarta. Djarfur í tali, en dagfarsins prýði, drjúgur að verki með hylli frá lýði. Kemst nokkur óbrotinn kvala hjá stríði? Kostir hans miklu í lífinu hlýði. Það skiptast á hvarvetna gleði og gaman, gáfuð önd dregur þá hlutina saman. Dugnaður, hagsýni, færir oss framann, forsjónin gefur og læknar svo amann. Þakkað skal Guði, sem gefur svo alla góða og blessaða öldunga snjalla. Þessi var útnefndur kærleiks til kalla, kveðjum hann virðugt, er dauðinn lét falla. Svo óma kveðjur frá konu og vinum kross yfir gröfina, styrkur frá hinum. Þökkuð er samleið, í heims gæða hrinum, haföldur lífsins, með kulda og skinum. Jón Guðni Pálsson frá Garði. vötn. Við Vestmannsvatn eru auk þess fjölbreyttar hraun- myndanir (Gálgahraun o. fl.), og jökulminjar (Vatnsmelar o. fl.), og auk þess nokkurt skóg- lendi (Vatnshlíð). Þjóðvegurinn um Reykjadal liggur á parti í gegnum friðlandið, sem nær einnig yfir tjarnimar við Hösk- uldsstaði og Hólkot. Miklavatnsfriðlandið nær yfir sjálft vatnið og tangann milli þess og Héraðsvatna, sem al- mennt kallast Borgarskógar (eða Skógar), þótt þar sé nú enginn skógur heldur votlendi mestan part. Er þar mikið fugla- land, og hafa fundist þar 28 tegundir varpfugla (sbr. grein eftir Ævar Petersen í Náttúru- fræðingnum, 40. árg., 1970). — Innan friðlandsins er einnig mikill hluti af Sjávarborgar1 2 3- mýrum, og mýrlendi sunnan og austan við vatnið. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) hafa frá upphafi látið sig votlendisvemd miklu skipta, enda er verndun votlends einnig fuglavemd og líklegasta sú raunhæfasta. Að tilhlutan félagsins var stofnað votlendisfriðland í Svarfaðardal árið 1972, hið fyrsta á landinu af því tagi. Náðist þar fullt sam- komulag við bændurna, sem eiga eða nýta landið, og svo hefur einnig verið við stofnun þeirra friðlanda, sem að ofan var getið, enda skerðir friðlýs- ingin í engu rétt þeirra til að nýta votlendið og vötnin svip- að og verið hefur. Á hinn bóg- inn hafa ýmsir landeigendur verið þakklátir fyrir að fá þann- ig tækifæri til að tryggja vernd- un fuglalífs á jörðum sínum. Um hvert þessara friðlanda hafa verið settar sérstakar regl- ur, sem eigendur og aðrir að- ilar að friðlýsingunni sam- þykkja að hafa í heiðri, og eftir ofangreinda staðfestingu gilda þær almennt. Þeim sem vilja kyxma sér nánar þessar reglur, svo og mörk friðlandanna, skal bent á Stjómartíðindi, B-3 nr. 28—33 (1977). (Frétt frá stjóm SUNN) fOíÐO/ÍG®1 fsiiui

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.