Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 6

Dagur - 16.03.1977, Blaðsíða 6
 Föstumessa verður í Akur- eyrarkirkju miðvikudags- kvöldið 16. mars kl. 8,30. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur í Siglufirði predikar. — Ragnheiður Árnadóttir les úr Píslar- sögunni. Sungið verður úr Passíusálmunum sem hér segir: 15, 9—12; 16, 1—2 og 13—15; 17, 21—27 og 25, 14. — Messan er liður í kirkjuvikunni. Akureyr- ingar fjölmennið. — B. S. Hátíðamessa verður í lok kirkjuvikunnar í Akur- eyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigur- björn Einarsson, predikar. Sálmar: 340 — 223 — 22 — 286 — 523. Endum kirkju- vikuna með fjölsóttri guðs- þjónustu. — B. S. Laugalandsprestakall: Grund 20/3 kl. 13.30. — Saurbæ sama dag kl. 15.30. Hólar 27/3 kl. 14. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur í kirkju og kapellu kl. 11. — Sóknarprestarnir. Gjafir og áheit: Aheit á Ak- ureyrarkirkju frá þakk- látri konu kr. 5000; áheit á Strandarkirkju kr. 5000 frá B. A. og kr. 5000 frá Krist- jönu. Til Biblíufélagsins kr. 3000 frá J. S. og kr. 1000 frá tveimur bræðr- um. Bestu þakkir. — B. S. Kirkjuvikan hófst á sunnu- dag. Hún hefur verið fjöl- sótt og samkomur verða á hverju kvöldi nema laug- ardaga. — Allir eru vel- komnir. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnudaginn 20. mars: Sunnudagaskóli kl. 11. — Samkoma kl. 8,30. Ræðu- maður: Guðmundur Ó. Guðmundsson. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Á sam- komunni kl. 5 e.h. sunnudaginn 20. mars mun Magnús Ágústsson kynna starfsemi Gidionfélagsins, einnig munu nokkur ung- menni syngja og spila. All- ir hjartanlega velkomnir. Ffladelfía, Lundargötu 12. Almennur biblíulestur hvern fimmtudag kl. 8.30 e.h. Sunnudagaskóli hvem sunnudag kl. 11 f. h. Öll börn velkominn. Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 e. h. Fagnaðarer- indið flutt í söng og tali. Allir eru hjartanlega vel- komnir. — Fíladelfía. Ferðafélag Akureyrar. Gler- árdalur—Kerling. — Lagt upp laugardaginn 19. mars kl. 14. Gist í Lamba, geng- ið á Kerlingu á sunnudag. Þátttaka tilkynnist í síma 23692 föstudag kl. 19—21. Ath. Þeir sem hafa hug á snjóbílsferðinni um pásk- ana láti skrá sig sem fyrst. □ RÚN 59773167 — 1 atkv. St.\ St.\ 59773217 — VIII I.O.G.T. St. Brynja nr. 99 heldur fund mánudaginn 21. mars kl. 9 síðd. í Fé- lagsheimili templara, Varð- borg. Gestur í heimsókn. — Æt. Frá Sálarrannsóknarfélaginu. Fundur verður haldinn í litla salnum í Varðborg kl. 9 sunnudagskvöldið 20. mars n. k. Um fundarefni sjá Baldur Halldórsson og Gunnar Sigurjónsson. Lionsklúbburinn Hængur. #Fundur fimmtu- dag 17. þ. m. kl. 20 í félagsheimilinu og stjórnarfundur á sama stað kl. 19. Skógræktarfélag Tjarnar- gerðis heldur aðalfund sinn að Þingvallastræti 14 miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30. Mætið vel. — Stjórnin. Akureyrardeild Rauða kross íslands. Gjafir til Sjúkra- hótels: Búnaðarbankinn, Akureyri kr. 50.000. Spafi- sjóður Akureyrar kr. 5.000. Slippstöðin hf., Ak. kr. 50.000. Örkin hans Nóa kr. 100.000. Hulda Benedikts- dóttir kr. 3.000. N. N. kr. 5.000. Ónefnd kona kr. 100.000. K. B. kr. 3.000. — Móttekið með þakklæti. — Guðmundur Blöndal. m • Þegar hið smáa blæs út Vera má, að það sé ekki að öllu leyti eins gott og í fljótu bragði virðist, að samþykkt var fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar með öllum atkvæðum, þótt ánægjulegt sé það. En gagn- rýni verður þá slöpp eða engin og hið nauðsynlega aðhald, sem bæjarfulltrúum mun vera full þörf á, vantar. Leikfélag Akureyrar SÖLUMAÐUR DEYR eftir Arthur Miiler. Sýning föstud. kl. 20,30 Sýning sunnud. kl. 20,30 Miðasala kl. 17—19 dag inn fyrir sýningardag og kl. 17—20,30 sýningar- daginn. • SÍMl11073. Fjárhagsáætlun upp á hálfan annan milljarð króna af al- mannafé til ráðstöfunar til hinna mörgu þjónustugreina og framfara í bænum, er ekkert smáræði og raunar eru ýmsar upphæðirnar óskiljanlega háar þeim, sem á fyrri árum vöndust lægri tölum. Til marks um bág- borna gagnrýni, sem öll bæjar- blöðin gera sig sek um, og sennilega af þeim ástæðum, sem áður voru nefndar, er styrk- veitingin til Alþýðuleikhússins. Tvö bæjarblaðanna gerðu hana að forsíðufrétt í sambandi við fjárhagsáætlunina, eins og hún væri meginatriði málsins. Þær fréttir eru einnig talandi tákn um það, hvernig menn meta þær og matreiða. Hér er þvf haldið fram, að 200 þúsund króna aðstoð á ári við umferða- leikhús sé of mikið eða of lítið. Látum tilganginn, sem margir eru ósáttir við, og listina veg- ast á. En þetta getur ekki skipt neinu meginmáli fyrir heill og hamingju tólf þúsund manna kaupstaðar, sem býr sér til fjár- hagsáætlun upp á hálfan annan milljarð króna. Menn mega auðvitað ekki horfa á eitt atriði með slíkri þrá- hyggju, að það sjáist ekki sem meira er um vert. Hér kemur vel í ljós, sem oft áður, hve margir eru einsýnir í málefna- legum umræðum, jafnvel svo að einskisverð atriði vaxa í augum þeirra yfir öll önnur, þar til nýtt smáatriði skýtur upp kolhnum og þenst út. Jafnvel er ekki trútt um, að hið sama gildi um hina ágæt- ustu menn, sem láta sig þjóð- félagsmál miklu varða og vinna í umboði almennings. Það er eins og sumum þeirra gangi illa að gera sér grein fyrir heildar- mynd þjóðfélagsins, eins og hún er í raun og veru, en taki frem- ur mið af aukaatriðum og blási þau út hverju sinni — og blási sig út með þeim. Almenningur er orðinn þreyttur á þessu og er hættur að vilja hlusta á þá fulltrúa sína, sem þeir þó kusu síðast í góðri trú og til mikilla afreka. Sveitamaður. Fundur um landbúnaðarmál Næstkomandi föstudag verður haldinn fundur um landbúnað- armál á Hótel KEA og hefst hann kl. 20,30. Frummælendur verða Jónas Jónsson ritstjóri og Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, og eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Þingmenn Fram- sóknarflokksins í kjördæminu mæta á fundinum. Sjá auglýs- ingu í síðasta tölublaði. □ Fréttir frá Rauða krossinum Deildin efndi til almenns fund- ar 26/2 sl. og sóttu hann um 30 manns. Aðalumræðuefni fund- arins var vandamál einangr- aðra samfélagshópa og hvernig Rauði Krossinn gæti átt þátt í að draga úr shkri einangrun. Framsögu um þetta efni flutti Jón Björnsson sálfræðingur og félagsmálafulltrúi Akureyrar- bæjar og Björn Tryggvason Formaður R. K. í. kynnti störf Rauða Krossins, bæði að ofan- greindu málefni svo og sérstak- lega samning félagsins við al- mannavarnaráð um fjöldahjálp á neyðartímum og brýndi Ak- ureyrardeildina að standa vel að nauðsynlegum undirbúningi þessa máls, en verkefni félags- ins eru móttaka, skráning og fyrsta hjálp nauðstaddra, komi til neyðarflutnings á fólki vegna slysa og náttúruhamfara. Að framsöguerindum loknum skiptu fundarmenn sér í um- ræðuhópa sem ræddu aðalefni fundarins og skiluðu síðan um- ræðuhópar niðurstöðum sínum og var þar aðaláhersla lögð á mikilvægi þess að auka starf- semi sjúkravina Rauða Kross- ins og nauðsyn þess að fólk sem væri komið á eftirlaunaaldur, ætti möguleika á störfum við sitt hæfi meðan starfsorka væri enn góð. í framhaldi af ofangreindum fundi hélt Akureyrardeildin aðalfund sinn. Formaður deild- arinnar flutti ársskýrslur og ræddi þá sérstaklega ýtarlega um stofnsetningu sjúkrahótels að Skólastíg 5 en rekstur þess hófst formlega 4. jan. 1977, en Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR, Miklubraut 66, Reykjavík. Ingibjörg Jónsdóttir, Kjartan Steingrimsson, Guðrún Lára Kjartansdóttir, Kjartan Kjartansson. Þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför litla drengsins okkar THEODÓRS ÓLAFSSONAR, sendum við bestu þakkir. Hrefna Hreiðarsdóttir, Ólafur Theodórsson. KRISTINN SIGURÐSSON frá Helgafelli lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 10. þessa mánaðar. Jarðsett verður frá Tjarnarkirkju laugardgainn 19. mars kl. 2. Bifreið verður frá Ásgörðum kl. 12,45. Bömin. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGÞÓRS VALDIMARSSONAR, vélstjóra, Kambsmýri 14, Akureyri. Auður Antonsdóttir, Anton Sigþórsson, Valdimar Sigþórsson, Þorbjörg Sigþórsdóttir, Sigþór Sigþórsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Ragnar Valdimarsson, Óðinn Valdimarsson. Alúðar þakkir fyrir samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNSJÓNSSONAR fyrrum bónda á Ölduhrygg. Vilhjálmur Björnsson, Ásdís Björnsdóttir, Hróðmar Margeirsson, Auður Björnsdóttir, Magnús Stefánsson, Sigrún Friðriksdóttir, Helgi Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Árni Óskarsson, Sólveig og Svavar Björnsson og barnabörn. nýting í janúarmánuði var 47% og í febrúar 72%. Gjaldkeri las upp endurskoðaða reikninga deildarinnar og komu þar sér- staklega fram fjárreiður sjúkra- hótelsins. Síðan fór fram stjórn- arkjör og var Halldór Halldórs- son endurkjörinn formaður, Guðmundur Blöndal gjaldkeri og Jakob Frímannsson ritari. Aðrir stjórnarmenn: Gísli Ólafs son, Finnbogi Jónasson, Ingólf- ur Sverrisson, Helga Svanlaugs- dóttir, Hulda Baldursdóttir og Jón Björnsson. (Fréttatilkynning. Kjólar í úrvali, stærðir 34—48. Samkvæmiskjólar. Samkvæmispils. Blússur, stærðir 36—48. Skokkar. Mussur. Buxnadress úr flaueli á fermingarstúlkuna. Terylene-kápur. Kápur með lausu kuldafóðri. Tískuverslunin Venus Hafnarstræti 94. 6•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.