Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Iðnþing Iðnþing íslendinga eru haldin annað- hvort ár. Hið 37. verður sett á Akur- eyri á morgun, fimmtudaginn 25. ágúst. Rétt til setu á þinginu eiga fulltrúar frá félögum og félagasam- böndum Landssambands iðnaðar- manna, samtals 130. Flestir eru frá Meistarasambandi byggingamanna, 49 frá 14 félögum, en síðan mismun- andi margir frá honum ýmsu grein- um iðnaðarins og að augi 30 erlendir boðsgestir. Iðnþingið er haldið á Akureyri í boði Meistarafélag bygg- ingamanna á Norðurlandi, og er það við hæfi, þar sem byggingariðnaður- inn mun standa í fremstu röð í höf- uðstað Norðurlands. Auglýst hefur verið, að þingfull- trúar heimsæki ýmis fyrirtæki á Ak- ureyri og ennfremur fyrirtæki í nokkrum öðrum norðlenskum kaup- stöðum. Bæjarstjórn Akureyrar mun veita verðuga fyrirgreiðslu. Iðnaðar- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, verð- ur meðal þeirra, sem sérstök ávörp flytja. Fyrir þessu 37. þingi iðnaðar- manna liggja margar ályktanir, svo sem um iðnaðarstefnu og iðnþróun, aðstöðumál iðnaðar, lánamál, skatta- og tollamál, verðlagsmál og tækniað- stoð, og svo einn höfuðþáttur iðnmál- anna, iðnfræðslan í landinu og iðn- löggjöfina. Iðnþing íslendinga verður sett í Borgarbíó á Akureyri á morgun og verður þar fjallað um margvísleg mál iðnaðarins í landinu. Meðal mála á þing- ingu eru „skipasmíðar og við- gerðir“ og mun allsherjar- nefnd þingsins fjalla um það mal. I tilefni af Iðnþingi ræddi Dagur við Stefán Reykjalín formann stjómar Slippstöðvar- innar á Akureyri — og innti hann í byrjun eftir því, hver væra helztu vandamál málm- iðnaðarins. — Ég tel að stærsta vanda- mál málmiðnaðarins sé skort- ur á vinnuafli. Það vandamál, sem er stærst hjá okkur, er skortur á vinnuafli, þ. e. skort- ur á iðnlærðu fólki. Ungling- ar sækja mjög tregt um málm- smiðanam, en miklu meiri asókn er í aðrar iðngreinar. Þetta kann að stafa af því, að tekjumöguleikar eru meiri í öðrum iðngreinum, en margar iðngreinar eru komnar með uppmælingataxta, sem afskap- lega erfitt er að koma á í málmiðnaðinum. En þó er í athugun hjá okkur hvað við gætum gert í þessu efni. Við höfum komið nokkuð til móts við menn, því við höfum verið með bónus, en það er einung- is á heildina, innan ákveðinna verkhópa. Plötusmiðir, vél- virkjar, rafvirkjar, verkamenn, trésmiðir — allir þessir hópar eru við störf hjá okkur, og það hefur verið reynt að taka verk- efni og áætla þau fyrirfram. Heildarbónusi hefur síðan verið úthlutað. — Með hvaða ráðum er Skortur á vinnuafli stærsta vandamál málmiðnaðarins Dagur ræbir við Stefán Reykjalín formann stjórnar Slippstöðvarinnar hf. vænlegast að laða menn að málmiðnaðinum ? — Að mínum dómi ætti að athuga það mjög gaumgæfi- lega, þegar komið er út í skipasmíði, hvort öll smíðan eigi að vera vinna iðnlærðra manna, hvort ekki sé hægt að hafa hér einhverja skiptingu milli iðju og iðnaðar. Víða er- lendis eru menn þjálfaðir til ákveðinna verkefna, þótt þeir hafi ekki iðnréttindi. En kannski má segja, að númer eitt sé að greiða hærri laun. Einhvern veginn virðist það alltaf vera þyngst á met- unum. — Getur Slippstöðin greitt þessum mönnum hærri laun? — Jú, hægt væri að gera það, en um leið þyrftu að koma til einhverjar hagræð- ingar og breytingar. Vandamál okkar er líka þessi langi vinnu- dagur. Það væri í alla staði hentugra, ef hægt væri að vinna á einhverjum vöktum, en skortur á vinnuafli kemur í veg fyrir það. Þá væri hægt að vinna skemmri tíma dag hvern, eða átta klukkustundir, og slíta vinnuna sem minnst sundur með kaffitímum og öðru. Átta tíma vinna, sem væri þá raunhæfir átta tím- ar, í tveimur fjögurra tíma lotum, myndi örugglega ekki gefa af sér minni afköst en tíu tíma vinna, með því fyrir- komulagi sem nú er. Og það væri mikil kjarabót, ef við gæum farið að greiða sama kaup fyrir átta tíma vinnu og við greiðum nú fyrir tíu tíma — og síst væri verra fyrir fyrirtækið að hafa þennan háttinn á. En að því er að hyggja, að í þessu efni þarf að koma viss skilningur verka- lýðsforystunnar og forystu iðnaðarmanna. Sem dæmi um skortinn á vinnuafli má nefna, að við gætum án þess að gera nokkra breytingu tekið við, hvenær sem væri, 50 járniðnaðar- mönnum og haft næg verk- efni fyrir þá. — Verkefnaskortur þekkist ekki hjá Slippstöðinni? — Nei, það hefur ekki verið u mmargra ára skeið. Við er- um núna með í smíðum togara fyrir Akurnesinga, sem á að vera tilbúinn um áramót. Tog- arinn er bæði búinn til botn- og flotvörpuveiða og einnig fyrir nótaveiðar. Það er reikn- að með því, að togarinn fari strax á loðnuveiðar, þegar hann er tilbúinn. Þetta er ann- að skipið sem við smíðum, sem er útbúið á þennan hátt, og má segja að við séum að létta á veiðum á þorskstofn- inum, því þessi skip geta ver- ið frá einhverja mánuði árs- ins og þá á loðnuveiðum. Síð- an erum við að byrja smíði tog- skips fyrir Ólafsfirðinga, Magnús Gamalíelsson, og það er verkefni, sem á að vera lok- ið seinni hluta næsta árs. Nú og svo eru hafnar umræður um áframhaldandi smíði, en lengra fram í tímann hefur ekki verið ákveðið um smíði. Viðgerðirnar eru hins vegar afskaplega miklar og við verð- um stöðugt að neita viðgerðar- verkefnum. Það kemur mikið til af því, að mörg þessara verkefna eru einhæf, og því ekki hentug fyrir okkar fjöl- breytta starfslið. í mörg þess- ara verkefna þarf eingöngu jámiðnaðarmenn, og þá erum við aftur komnir að skortin- um á slíku vinnuafli. — Hvað er nýsmíðin stór hluti starfseminnar? — Á síðasta ári var þetta rétt u. þ. b. til helminga. Ný- smíðin hefur þó heldur farið minnkandi, en viðgerðarverk- efni aukist. Stór hluti togara- flotans er í viðhaldi hjá okkur, eða allt frá Vestfjörðum og austur á Austfirði — og eftir «'3*' i < > Hríseyjartogarinn Snæfell í viðgerð hjá Slippstöðinni. Auk þess sem starfsmenn Slippstöðvarinnar vinna að nýsmíði og viðgerð- um, er nú unnið kappsamlega að því að snyrta í kringum fyrir- tækið og mættu mörg fyrirtæki taka Slippstöðina til fyrirmynd- ar f þeim efnum. (ljósmynd: Gsal) Vel fer á því, að Iðnþing íslenn inga er haldið í hlutfallsl. mesta iðn- aðarbæ landsins og þeim bæ, þar sem samvinnumenn reka stóriðnað á ís- lenskan mælikvarða og skapa stór- um hluta vinnandi bæjarbúa stöðuga atvinnu við iðnað úr búvörufram- leiðslunni. Má þar nefna ullar- og skinnaiðnaðinn, sem mest kveður að til útflutnings og matvælaiðnaðinn, m. a. í afkastamesta hraðfrystihúsi landsins. Fyrir .fulltrúa Iðnþings verður þetta eflaust skoðunarefni, svo og stálskipasmíðaiðnaðurinn, sem er ung iðngrein með vaxtarverki, en hlýtur að eiga mjög mikil verk- efni fyrir höndum. Þjóð, sem á stór- an fiskiskipiflota og farskip, þarf á nýsmíði og viðgerðarþjónustu skipa- iðnaðarins að halda í ríkum mæli. Skipasmíðaiðnaðinum tengjast svo fjölmargar aðrar iðngreinar, sem hver styður aðra og hér á Akureyri hefur skipað stálskipasmíðum á fremsta bekk í þessari grein. f iðju og iðnaði er traustust iðn- aðarhefð á Akureyri. En í iðnaðar- bæ þarf að leggja meiri áherslu á iðnfræðsluna en gert hefur verið, því iðnaðurinn er ekki aðeins hin trausta undirstaða efnahags sveitarfélags og einstaklinga, heldur verður hann að vera þess umkominn að taka á móti mjög vaxandi vinnukrafti, sem ört stækkandi bær skilar á vinnumark- aðinn á komandi árum. Iðnaðar-og skólabær á villigötum Ingólfur Sverrisson skrifar um verkmenntun á Akureyri Það er ugglaust að bera í bakkafullan lækinn að upp- lýsa lesendur þessa blaðs um það, að Akureyri sé að tiltölu mesti iðnaðarbær á íslandi. Því sjónarmiði hefur svo oft verið haldið á lofti, einkum við há- tíðleg tækifæri, að þar verður trauðla nokkru bætt við. Enn- fremur hefur sú kenning heyrst við svipuð tækifæri, að Akureyri sé mikill skólabær. Einnig það hefur svo oft kom- ið til tals að engu verður við bætt. Ef við gefum okkur þessar tvær fullyrðingar sem stað- reyndir, væri ekki úr vegi að huga að því hvernig þessum tveimur undirstöðuþáttum vegnar í sambýlinu hvorn við annan hér á Akureyri. Til að gera langa sögu stutta, er vert að upplýsa þá skoðun margra, einkum þeirra sem fást við iðn- að, að all miklu er áfátt í þessu sambýli iðnaðar og mennta. Skólabærinn og iðn- aðarbærinn á því miður langt í land með að geta kallast iðn. skóla- eða verkmenntabærinn; þar standa aðrir framar. Bóklegt og verklegt nám Á síðustu árum hefur verk- menntun átt mjög í vök að verjast þegar mið er tekið af hinum svonefndu bóknáms- greinum. í því efni má benda á þá uggvænlegu staðreynd, að á árinu 1969 voru útskrif- aðir 580 iðnsveinar á landinu á móti 470 stúdentum, en þegar kom til ársins 1974 höfðu þessar tölur snúist svo ræki- lega við, að iðnsveinum hafði fækkað í 450 en stúdentum fjölgað í 940; útskrifuðum stúdentum fjölgaði m. ö. o. á tímabilinu um 100% en iðn- sveinum fækkaði um 22%. Þessi þróun er athyglisverð fyrir margra hluta sakir, en hún verður þó ekki gerð að umræðuefni í þessum línum. Hún endurspeglar fyrst og fremst það vanmet sem verk- rnenntun hefur þurft að búa við í þjóðfélaginu um langt skeið. Undanfarið hefur farið fram all mikil umræða um þróun verkmenntunar og nefndir og ráð fjallað um viðfangsefnið og skilað af sér doðröntum á máli og línuritum. Allt slíkt er að sjálfsögðu góðra gjalda vert; orð eru til alls fyrst. En því aðeins kemur viðleitni til að efla verkmenntun að liði, að stjórnmála- og sveitarstjórn- armenn, ásamt almenningi, viðurkenni þau einföldu sann- indi, að verkmenntun er líka menntun. Hér þarf m. ö. o. að verða hugarfarsbreyting. Sú hugarfarsbreyting má þó ekki byggjast á þeim gustukahugs- unarhætti sem einkennt hefur flestar aðgerðir til eflingar verklegra mennta; hún verður að eiga sér stoð í þeirri menntaviðleitni sem stefnir að því að þroska einstakling bæði til hugar og handa. Er þá ótal- in sú mikla þýðing sem hvers konar menntun hefur á af- komu þjóðarinnar. Það eru viðurkennd sannindi að þær þjóðir, sem veitt hafa þegnum sínum víðtækasta menntun, eru einnig betur í stakk búnar að bæta lífskjör sín. Dregst Akureyri afturúr? Það er yfirlýst stefna for- ystumanna Akureyrar, að framtíð bæjarins sé að miklu leyti komin undir afkomu iðn- aðarins, í iðnaðinum sé fund- inn vaxtarbroddur Akureyrar. Til þess að hægt sé að reka öflugan iðnað þarf að huga að mörgum þáttum. Það atriði, sem telja verður grundvallar- atriði ,er gott og vel menntað starfsfólk. En hefur sá bær á íslandi, sem telur sig í fremstu röð í iðnaði og fræðslu, getað talið sér með góðri samvisku til tekna að hafa forystuhlut- verki að gegna í verkmennt- un? Hafa Akureyringar brot- izt á undan í þessu efni og leitað nýjunga? Því miður verður að svara þessum spurn- ingum neitandi. Á sama tíma og mörg önnur byggðarlög hafa gert verulegt átak í þess- um efnum ,þá sofum við Akur- eyringar Þyrnirósarsvefni. — Engin skipuleg umræða hefur farið fram um það i hvernig þeim grundvallarþætti, sem menntun iðnaðar- og iðju- manna er, skuli háttað á Akur. eyri, hvað þá að verulegs átaks sé að vænta á næstunni. Við horfum jafnvel þöglir sem gröfin á sjávarpláss eins og Keflavík gera stórátak til efl- ingar iðnaðar- og verkmennt- unar á sama tíma sem látið er nægja að flytja hátíðlegar ræð- ur um forystuhlutverk Akur- eyrar í íslenzkum iðnaði. — Akureyringar verða að gera sér grein fyrir því, að meintu forystuhlutverki bæjarins í iðnaði lýkur fyrr en varir, ef menntaþátturinn er vanrækt- ur. Léleg framganga Nú kynnu einhverjir að segja sem svo, að ekki sé við Akureyringa eina að sakast, ríkisvaldið sé ekki síður aðili þessa máls. Sem svar við þess- ari mótbáru er hægt að benda á seinagang byggingar málm- iðnaðardeildar við Iðnskólann. Þar er ekki við neina að sak- ast nema heimamenn. Fyrir hálfu öðru ári var fengin heim- því sem skipin eldast, þurfa þau eðlilega meira viðhald, þannig að þessi aukning er mjög skiljanleg. Athugun á framtíðarupp- byggingu fyrirtækisins fer nú senn að hefjast. Danskt fyrir- tæki, sem hefur gert mikið af því að byggja upp skipasmíða- stöðvar, hefur tekið þetta verkefni að sér fyrir okkur. Að athugun þessari lokinni ættum við að geta hafið upp- byggingu á réttum grunni, ef svo má segja. Athugun þessi nær til nýsmíðinnar og við- gerðanna. Slippstöðin er efa- lítið í dag bezt búna skipa- smíðastöðin hér á landi, en ekki má sofna á verðinum, og við verðum áfram að huga að endurbótum ef við ætlum okk- ur að halda forystunni. — Hvað vinna margir hjá Slippstöðinni? — Það eru um 280 manns í sumar, en að jafnaði vinna hér um 250 menn. Slippstöðin keypti sem kunnugt er nýlega af Hafnar- sjóði skrifstofuhúsnæði það, sem hún hefur lengi verið í og var kaupverðið 52 milljónir króna. Slippstöðin leigir hins vegar áfram af Hafnarsjóði dráttarbrautirnar og sagði Stefán, að Hafnarsjóður væri um þessar mundir að lengja brautirnar fram í sjó, þar sem þær hefðu verið of grunnar og fyrirtækið því of háð sjávar- föllum. Stefán sagði, að þetta væri framkvæmd, sem áætluð væri upp á 14,5 millj. kr. — Slippstöðin hefur mjög góða aðstöðu hér, sagði hann, og hér til norðurs er algjörlega óútvísað land. Þetta er ein sterkasta hlið bæjarins gagn- vart iðnaðinum, þ. e. hvað bærinn hefur víða haldið í land í kringum fyrirtækin, sem komin eru upp, til þess að þau hafi stækkunarmöguleika. —Gsal— ild Menntamálaráðuneytisins til að teikna umrætt hús, og fjármagn til verksins jafnframt tryggt. Heimamenn þurftu því lítið annað að gera en koma verkinu áfram. Samt sem áður er þessu verki ólokið og óljóst hvar það er á vegi statt. í hálft annað ár hefur staðið upp á okkur og á meðan svo er, er næsta vonlítið að heimta fé af fjárlögum til sjálfra bygginga- framkvæmdanna. Hér er um mjög brýnt hagsmunamál málmiðnaðarins á Akureyri að ræða sem alls ekki má van- rækja ef Akureyringar ætla að efla þessa grein iðnaðar, sem svo oft er lofsungin við hátíðleg tækifæri. En því mið- ur, mánuðir líða og okkur tekst ekki einu sinni að eyða þeim peningum, sem okkur eru réttir og þá um leið van- búnir að sækja á um frekari fjárveitingar. Niðurlag Það er því niðurstaða þessa máls, að þótt efling verk- menntunar eigi erfitt upp- dráttar á íslandi, eigi hún meir í vök að verjast hér á Akureyri en eðlilegt getur talizt. Ef allt væri með felldu skipaði iðn- aðar- og skólabærinn Akureyri sér í forystusveit til eflingar verklegra mennta. I. Sv. Þrenna Gunnars Blöndal KA - Ármann 5:1 KA og Ármann léku á Laugar- dalsvelli áríðandi leik í topp- baráttu annarar deildar á laugardaginn. KA vann hins vegar mjög auðveldan sigur í þessum leik, þeir skoruðu fimm mörk gegn einu Ár- manns. 1 hálfleik var staðan tvö gegn einu fyrir KA. Með sigri í þessum leik heldur KA ennþá forustu í deildinni, en Ármann hrapar niður í fjórða sæti, sex stigum á eftir KA. Akureyrar mót í sundi Sl. sunnudag var haldið í úti- sundlauginni á Akureyri Ak- ureyrarmót í sundi. Var það sundfélagið Óðinn sem gekkst fyrir mótinu. Góður árangur náðist í nokkrum greinum, og voru mörg Akureyrarmet sett. Akureyrarmeistari telst sá er flest stig hlýtur samkvæmt al- þjóðlegri stigatöflu, og var það Ingimar Guðmundsson, en hann hlaut 584 stig fyrir tíma sinn í 200 m bringusundi. — Hólmfríður Jóhannsdóttir var önnur, en hún hlaut 544 stig fyrir 100 m bringusund. Þriðji var Geir Baldursson með 540 stig fyrir 400 m skriðsund. — Unglingameistari var Hrönn Björnsdóttir. Akureyrarmeistarinn hlaut í verðlaun veglega styttu og málverk gefið af Þengli Valde- marssyni. Eftir keppnina af- hentu foreldrar unglinganna sem kepptu, Jóhanni Möller þjálfara, blómvönd fyrir fóm- fúst starf í þágu sundfólksins. Eftirtaldir urðu Akureyrar- meistarar: 200 m fjórsund karla. Marinó Steinarsson 2.43.8 100 m skriðsund karla. Marinó Steinarsson 1.04.7 100 m bringusund karla. Ingimar Guðmundsson 1.12.4 200 m bringusund karla. Ingimar Guðmundsson 1.21.4 400 m skriðsund karla. Geir Baldursson, Ak.met 5.04.1 1500 m skriðsund karla. Geir Baldursson, Ak.met 19.55 400 m bringusund karla. Ingim. Guðm.s., Ak.met 6.10.0 100 m skriðsund kvenna. Linda Tómasdóttir 1.15.9 800 m skriðsund kvenna. Ólöf Jónsdóttir 12.08.7 100 m bringusund kvenna. Hólmfr. Jóhannsd. 1.30.9 200 m bringusund kvenna. Hólmfr. Jóhannsd. 3.18.6 400 m bringusund kvenna. Hómlfr. Jóh.d., Ak.met 6.53.7 200 m fjórsund kvenna. Linda Tómasdóttir 3.05.8 50 m bringusund 12—14 ára. Ágústa Karlsdóttir 46.4 50 m skriðsund 12—14 ára. Jóhanna Guðm.dóttir 43.1 50 m bringusund 12—14 ára. Hrönn Björnsdóttir 46.0 50 m skriðsund 12—14 ára. Hrönn Björnsdóttir 42.8 50 m bringusund sveina. Bragi Stefánsson 56.4 50 m skriðsund sveina. Bragi Stefánsson 47.4 Tvö fyrstu mörk leiksins skoraði Gunnar Blöndal og skömmu fyrir lok fyrri hálf- leiks minnkuðu Ármenningar muninn í 2:1. Þriðja markið kom strax í byrjun síðari hálf- leiks, og var þar ennþá að verki Gunnar Blöndal, og er þetta annar leikurinn í röð sem hann skorar „hat-trick“ eins og það heitir á erlendu máli. Sigurbjörn Gunnarsson gerði síðan fjórða markið og Eyjólfur Ágústsson það fimmta. Eins og mörkin bera með sér voru yfirburðir KA miklir í leiknum, og að sögn eins áhorfanda hefðu þau getað verið enn fleiri. KA á nú eftir að leika fjóra leiki í deildinni. Um næstu helgi leika þeir við Hauka hér á Akureyri, og má búast við að þar verði um hörkuleik að ræða. Síðan eiga þeir eftir að leika við Reyni, Sandgerði, fyrir sunnan, Reyni á Árskógsströnd á Akureyri og síðan við Þrótt, Reykjavík, fyrir sunnan. Staðan í annarri deild, að loknum 14 umferðum, er nú þessi: Reynir S. — Völsungur 1—1 Haukar — Þróttur N. 4—2 Reynir Á — ÍBÍ 0—0 Ármann — KA 1—5 Selfoss — Þróttur R ? KA Þróttur R. Haukar Ármann ÍBÍ Reynir S. Þróttur N. Völsungur Selfoss Reynir Á. 14 111 13 9 2 14 6 7 14 7 3 14 5 5 14 5 4 14 5 3 14 3 4 13 2 2 14 1310 44—19 23 30—14 20 22— 11 19 23— 18 17 16—17 15 21— 23 14 22— 26 13 14—22 10 10—29 6 14—32 5 Þórsarar í kennslustund Eftir að Þór féll endanlega niður í aðra deild í síðasta leik, var það aðeins formsatriði að ljúka leiknum við ÍBV sl. laug- ardag. Margir bjuggust hins vegar við því, að Þórsarar myndu sína klærnar og sanna það, að þeir geti leikið knatt- spyrnu eins og hún er leikin í fyrstu deild. Það fór hins veg- ar ekki svo, því Vestmanna- eyingar voru algjörir ofjarlar Þórs í þessum leik, og það voru þeir, sem léku þá knatt- spymu sem á vellinum sást. Leikurinn var aðeins sex mín. gamall þegar fyrsta mark- ið kom, en þá fékk Tómas Pálsson góðan stungubolti, plataði vamarmenn Þórs lag- lega og skoraði örugglega. Á 8. mín. var dæmt hom á Þór, og fór boltinn vel fyrir mark- ið þar sem Tómas náði aftur að skjóta og skoraði í annað sinn. Vestmannaeyingar réðu al- gjörlega lögum og lofum á vell- inum í fyrri hluta fyrri hálf- leiks, en í síðari hlutanum náðu Þórsarar sér aðeins á strik, en komust nánast aldrei í markfæri. Þriðja markið kom á 27. mín., en þá skoraði Tómas Pálsson sitt þriðja mark í leiknum eftir að Ragnar hafði hálfvarið skot frá Þórði Hall- grímssyni. Þanning var staðan í hálfleik. Vestmannaeyingar héldu sínum yfirburðum á vellinum í síðari hálfleik og bættu fjórða markinu við á 6. mín., og var þar að verki þeirra besti maður, Karl Sveinsson, og hann skoraði „stöngin inn“. Fleiri urðu mörkin ekki í þess- um leik, og er fátt gott xun Leik Þórs að segja gegn þess- um ofjörlum. Vestmannaey- ingar eru tvímælalastu besta lið sem hér á Akureyri hefur spilað í sumar, og var samleik- ur þeirra oft á tíðum stórkost- legur. Sigurður Lárusson var sá Þórsara, sem einna helst reis upp úr meðalmennskunni. Þór á aðeins eftir að ljúka einum leik í deildinni, gagn F. H. í næstu viku. Jafnt hjá Þór og KA Hinn árlegi minningarleikur um Þórsarana Kristján og Þórarin var leikinn á Akur- eyrarvelli sl. mánudagskvöld. Fjölmargir áhorfendur mættu á völlinn til þess að sjá viður- eign Þórs og KA, en því miður yfirgáfu margir völlinn sárir vonbrigða vegna þess hvað nokkrir leikmenn léku gróft og leiðinlega. Voru það KA- menn, sem voru grófari aðili leiksins, og fór'það mjög í skap þeirra, þegar Þórsarar kom- ust yfir í leiknum, en KA- menn höfðu áður náð góðri forystu, tvö mörk gegn engu. Var helst að sjá á nokkrum KA-mönnum, að þeir hefðu aldrei áður tapað fyrir Þór. Leiðinlegasta atvik leiksins var þegar Gunnar Blöndal notaði fætur sínar á afturenda Árna Gunnarssonar, í staðinn fyrir að reyna að sparka bolt- anum. Mjög góður dómari leiksins, Einar Helgason, vís- aði Gunnari af leikvelli og margir leikmenn fengu tiltal hjá Einari. Annars var gang- ur leiksins sá, að Gunnar Blöndal skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Árni Gunnars- son skoraði beint úr auka- spyrnu skömmu fyrir lok fýrri hálfleiks. Sigþór Ómars- son jafnaði svo fyrir Þór snemma í síðari hálfleik. Jón Lárusson skoraði næsta mark, og kom Þór yfir. Á síðustu mín. jafnaði síðan Óskar Ingi- mundarson fyrir KA og lauk því leiknum með jafntefli, þrjú mörk gegn þremur. 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.