Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 1
DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 24. AGÚST 1977 36- TÖLUBLAÐ Fjórðungsþing Norðlendinga í Varmahlíð Fjórðungsþing Norðlend- inga 1977 verður haldið í félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð í Skagafirði dag- ana 4., 5. og 6. september n. k. Þingið verður sett að Hólum í Hjaltadal sunnu- daginn 4 .september, eftir guðsþjónustu þar, en þing- störf fara fram í Varma- hlíð. Á fjórðungsþinginu verð- ur m. a. fjallað um niður- stöður ráðstefnu um iðn- þróun, sem Fjórðungssam- bandið hélt á Húsavík 24. og 25. júní. Athugun á framtíðar- uppbyggingu Athugun á framtíðarupp- byggingu Slippstöðvarinn- j ar hf. hefst senn og er það danskt fyrirtæki, sem ann- ast þá athugun fyrir Slipp- stöðina. Þetta danska fyrir- j tæki, Svesje Central, hefur gert margar slíkar athugan- ir fyrir skipasíðastöðvar, að j sögn Stefáns Reykjalíns for- manns stjórnar Slippstöðv- arinnar. Að athugun þess- ari lokinni mun Slippstöðin hefja framtíðaruppbygg- ingu á starfsemi sinni. í opnu viðtali við Stefán í blaðinu í dag má lesa um þetta og ýmislegt fleira, m. a. um vandamál málmiðn- aðarins og og starfsemi Slippstöðvarinnar. Borun á holu níu lýkur um mánaðarmót Þessa dagana standa yfir ýmiss konar prófanir á ann- arri aðalvél Kröfluvirkjun- ar og hafa þær til þessa gefið góða raun. Að sögn Einars Tjörva verkfræðings Kröflunefndar hefur hola ellefu staðið sig vel að und- anfömu, en hún hefur átt það til að „detta niður“ fyrirvaralaust. Hola níu ætti að sögn hans að vera fullboruð um mánaðarmótr en í október er ætlunin að láta hana blása og tengja hana síðan við aðveituna í nóvember. Af öðrum holum er það að frétta, að tveir menn fóru til Aberdeen til þess að leita ráða varðandi við- gerð á holu sjö, en verið er að lagfæra við holu tíu, svo Jötunn geti borað þar. Ekki er vitað hvort Jötunn muni bora holu tíu eða sjö, þegar Iokið er við holu níu, en önnur hvor þeirra hola verður boruð næst, a3 sögn Einars. Fallegustu garðarnir Fallegustu einbýlishúsagarð- amir á Akureyri þetta árið eru við Áshlíð 8, Hamragerði 2 og Ásveg 24, að dómi sér- stakrar dómnefndar Fegrun- arfélags Akureyrar. Dóm- nefndin valdi einnig fallegasta fjölbýlishúsagarðinn og kom það í hlut raðhússins að Dals- gerði 1 að hljóta þá viður- kenningu. Eigendur garðanna fengu í viðurkenningarskyni „Stóru blómabókina" frá Fjölva og voru bækurnar af hentar í hófi, sem Fegrunarfé- lagið hélt síðdegis á mánudag að hótel KEA. Dómnefndin, sem skipuð er þremur konum, var ekki öf- undsverð af hlutverki sínu, því garðrækt er mikil og al- menn í bænum og erfitt að gera upp á milli fallegustu garðanna. Eftir hádegi á mánudag bauð Fegrunarfélagið bæjar- stjóra, bæjarfulltrúum og full- trúum fjölmiðla í skoðunar- ferð um Akureyri og var Jón Kristjánsson fararstjólri. Jón er 86 ára gamall og ódrepandi áhugamaður um fegrun bæjar- ins. í ferðinni benti hann á marga staði, þar sem nauðsyn- legt væri að gera átak í fegr- unarmálum og sérstaklega gat hann um innkeyrsluna í bæinn bæði að sunnanverðu og norðanverðu, sem hann taldi til lítillar prýði. Myndina hér til hliðar tók Gsal af garðimun við Hamra- gerði 2. Borað aftur að Laugalandi með Dofra í næsta mánuði Kynningarbæklingur um hitaveituna borinn í hús á næstunni Hafist verður handa við borun nýrrar borholu að Laugalandi fyrir Hitaveitu Akureyrar i næsta mánuði, að sögn Ingólfs Árnasonar formanns hitaveitu- nefndar. Höggborun mun hefj- ast þar á næstunni, en gufubor- Hjalteyri: Stjórn KEA tekur afstöðu á fimmtudag — Mér þykir sennilegt að kann- að verði hvort tök séu á því að styðja við bakið á Arnarnes- hrepp vegna sölu á eignum Landsbankans á Hjalteyri, sagði Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri í samtali við Dag, en Arn- arneshreppur hefur nú farið fram á viðræður við forráða- menn KEA — og verða þær nú í vikunni. Að sögn Vals mun stjórn KEA koma saman til fundar á fimmtudag og verður þar tekin afstaða til málsins. Valur kvað líklegt að frekari viðræður færu fram milli KEA og Arnarneshrepps eftir stjórn- arfund KEA. — það liggur í augum uppi, að við teljum það ákaflega heppilegt að sveitarfé- lagið ráði yfir sínum lendum og lóðum, sagði Valur. Tilboð í eignir bankans á Hjalteyri þurfa að berast fyrir 1. september, og sagði Valur, að mjög lítill tími væri því til stefnu. — Það verður reynt að taka til óspilltra málanna í fram- haldi af stjórnarfundinum, ef stjórnin treystir sér þá til þess fyrir félagsins hönd að hafa ein- hver afskipti af þessu, sagði Val- ur Arnþórsson að lokum. inn Dofri mun svo hefja borun í september. — Það er ekki rétt, sagði Ingólfur, sem komið hef- ur fram í sumum fjölmiðlum, að við höfum flúið frá Laugalandi yfir að Grísará, vegna þess að hola 8 hafi mistekist. Það rétta er, að borun að Grísará er sam- kvæmt borunaráætlun og sam- kvæmt henni átti að bora rann- sóknarholu þar með vinnslu- möguleika. Ingólfur sagði, að borun að Grísará hefði gengið vel og fundist hefðu 5—8 sekúndulítrar af heitu vatni, þegar komið var niður á 5—600 metra dýpi. — Það er ekki búist við neinu heitu vatni að ráði fyrr en kom- ið er niður fyrir 1000 metra, sagði Ingólfur. — Byrjunin lof- ar góðu og erfiðasti kaflinn að baki, ef miðað er við Laugaland, en þar festist borinn lengi á um 400 metra dýpi. Vatnið, sem fæst að Grísará, mun verða tengt við aðaldælu- stöð hitaveitunnar að Lauga- landi, en þar er öllu vatni safn- að saman. Verið er að byggja dælustöðina og verður hún fok- held í næsta mánuði. Þá er ver- ið að vinna að framkvæmdum við hitaveitubrúna yfir Eyja- fjarðará og á því verki að ljúka í næsta mánuði. — Framkvæmdir vegna hita- veitunnar í bænum ganga sam- kvæmt áætlun, sagði Ingólfur, og tengja á 500 hús við hita- veituna í fyrsta áfanga af fjór- um. Það eru hús frá Suður- byggð að sunnan að Hamars- stíg milli Þórunnarstrætis og Mýrarvegar. Ef veður verður skaplegt ætti framkvæmdum að ljúka við þennan 1. áfanga um mánaðarmótin nóvember/des- ember — og þá ætti að vera hægt að byrja að tengja. Hve- nær því verki lýkur er eðlilega ekki nákvæmlega vitað, enda fer það bæði eftir íbúunum sjálfum og fjölda þeirra, sem við verkið vinna. Langþráður upplýsingabækl- ingur um hitaveituna er nú í prentun að sögn Ingólfs Áma- sonar og verður honum dreift í öll hús á Akureyri að lokinni prentun, eða einhvem næstu daga. Hevskaparlok vífta Heyskap er víða að Ijúka á Norður- og Norðausturlandi og hafa töðugjöld sums staðar þegar verið haldin. Dagur hafði tal af fjórum bændum og spurði þá frétta af heyskap- armálum. Fara svör þeirra hér á eftir. Óli Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði sagði, að bændur þar um slóð- ir væru flestir í þann veginn er með meira móti að magni að ljúka heyskap. Heyfengur til, .sagði Óli, og óhætt að segja sæmilegur að gæðum, þó hey sé ekki eins framúrskarandi gott og í fyrra. Það hefur verið frábær tíð að undanförnu, en framan af sumri rigndi oft og svo til á hverjum sólarhring, þótt úrkoma væri aldrei mikil. Þar af leiðandi var heyskapur tafsamur. Óli sagði, að töðugjöld hefðu verið víða um síðustu helgi og hann kvaðst sjálfur hafa lokið heyskap síðasta föstudag. Guðmundur Jónasson bóndi Ási í Vatnsdal sagði, að frá- bær heyskapartíð hefði verið í Húnavatnssýslum um hálfs mán'aðar skeið og heyskapur væri því langt kominn. — Það eru svo til allir hættir að slá, sagði hann, en margir eiga eftir að hirða eitthvað. Ástand- ið í heyskaparmálmu er því mjög gott og heyskaparlok á næstu grösum hjá flestum. Jósef Tryggvason bóndi á Þrastarhóli í Arnarneshreppi, Eyjafirði, sagði að heyskapur hefði gengið mjög vel að und- anförnu í þeirri góðu tíð sem verið hefði. — Á tímabili leit þetta ekki vel út, sagði hann, en nu er svo komið að bændur hér um slóðir eru rétt í þann veginn að hirða það síðasta. Margir eiga þó eftir að koma talsvert miklu heim, en horfur eru á því, að heyskap verði að fullu lokið um mánaðarmótin. Heyfengur er mjög góður og sums staðar hefur hann að magni til aldrei verið meiri, en nokkuð var um það að gras væri úr sér sprottið. Teitur Björnsson bóndi Brún í Reykjadal sagði, að heyskap- ur væri vel á veg kominn og töðugjöld á næsta leiti. — Það er almennt orðinn mjög góð- ur heyskapur hér, sagði hann, og heyfengur er óvenju mikill. Þessi síðasti kafli hefur verið með eindæmum góður, en skúrasamt var framan af sumri. TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.