Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 3
Listafólk frá Lett - landi í heimsókn Félagið MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna efnir til sovéskra kynningar- daga í næsta mánuði og af því tilefni kemur til íslands hópur dansara úr einum kunnasta þjóðdansaflokki Lettlands, „Lie- sma“. Fleiri lettneskir listamenn og menningarfrömuður eru einnig væntanlegir hingað til lands til þátttöku í kynningar- dögunum, enda eru þeir að þessu sinni sérstaklega helgaðir Sovét-Lettlandi. Þjóðdansaflokkurinn. „Lies- ma“ er talinn einn af þremur fremstu dansflokkum í Lettlandi og hefur hlotið viðurkenningu víða um heim. Dansararnir sem hingað koma eru 16 talsins, 8 stúlkur og jafnmargir piltar, söngvarar eru 2 og 4 hljóðfæra- leikarar. Stjórnandi flokksins er Imants Magone og kemur hann með hópnum. Sýningar „Lies- ma“- flokksins eru ráðagerðar í Neskaupstað 8. september, á Egilsstöðum 9. sept., Akureyri 11. sept. og í Þjóðleikhúsinu 12. september. Auk þess koma lista- mennimir fram á kynningar- kvöldi í Lindarbæ 7. sept. í tilefni sovéskra kynningar- daga MÍR 1977 einnig settar upp sýningar í Neskaupstað og Reykjavík á veggspjöldum og svartlist (bókaskreytingum) eftir lettneska listamenn og list- munum úr rafi. Einnig verður haldin sýning á Ijósmyndum og bókum frá Sovét-Lettlandi og teikningum lettneskra barna. í för með listafólkinu frá Lett- landi eru m. a. Ilmars Puteklis, aðst.menningarmálaráðh. lettn- eskra sovétlýðveldisins, Valdis Blums þjóðleikhússtjóri í Ríga og Élena A. Lukaséva lögfræð- ingur frá Moskvu, sem flytur fyrirlestur um hina nýju stjórn- arskrá Sovétríkjanna í MÍR- salnum, Laugavegi 178, sunnu- dagskvöldið 11. september. Gunars Kirke, kunnur lettn- eskur myndlistarmaður, hefur teiknað auglýsingaspjöld í til- efni sovéskra kynningardaga MÍR 1977 - Kaffisala að Hólavatni Sumarstarf KFUM og K á Akureyri hófst 3. júní í sumar og hafa 4 flokkar drengja og stúlkna dvalið þar í sumar. í þrettán sumur hefur verið sumarstarf við Hólavatn í Eyja- firði. Aðsókn hefur yfirleitt verið nokkuð góð. Börnin stytta sér stundir við bátsferðir, sund og veiðar, íþróttir, gönguferðir og leiki úti og inni. Einnig taka þátt í biblíunámskeiðum, kvöldvök- um og söng. Hver dagur hefst og honum lýkur með Guðsorði og bæn. Sumarstarfi KFUM og K lýkur með kaffisölu að Hóla- vatni sunnudaginn 28. ágúst n. k. kl. 14.30 til 18. Norskur piltur bjargar dreng frá drukknun í Andapollinum Fjórtán ára gamall norskur pilt- r, Henning Wernöe, tókst með snarræði að bjarga fimm ára dreng frá drukknun í andapoll- inum, fyrir neðan sundlaugina á Akureyri, fyrir nokkrum dög- um. Litli drengurinn hafði farið að andapollinum einn síns liðs til þess að skoða fuglana — og féll hann í vatnið. Norski pilturinn sá hvað verða vildi og náði drengnum á land. Var hann þá orðinn meðvitundarlaus og hafði sopið mikið vatn. Faðir norska drengsins var ekki langt undan, og gerði hann aðvart. Lögregla og sjúkra- bíll komu brátt á vettvang og var litli drengurinn fluttur á sjúkrahús, þar sem hann hresst- ist brátt. Norski pilturinn var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni og dvöldu þau hjá vinafólki sínu á Akureyri. Hestamenn HættiÖ strax! Uppgröfturinn á túninu sunn- an sundlaugarinnar hefur víst ekki farið fram hjá neinum, sem átt hefur leið um suður- brekkuna undanfarna daga. Sagt er að þar eigi að rísa sýn- inga- og íþróttahöll. Það er næsta furðulegt af svokölluð- um ráðamönnum að velja svona húsi slíkan stað. Húsi, sem ætla má — ef einhver vill nota — að mikil umsvif og um- ferð verði í kringum. A sama tima og bæjarfélagið stynur undan umferðarvanda — einkanlega þar sem fólki er att saman eftir forsögn „kerf- isins“ — á að auka á þau vand- ræði með því að troða þessu húsi niður, þar sem ekkert rúm er fyrir það. Ætla mætti að ráðamenn viti ekki að á þessu svæði er barnaskóli með örfá og varla nothæf bílastæði, gagnfræðaskóli með örfá léleg bílastæði, íþróttahús með ekk- ert bílastæði, sundlaug með ekkert bílastæði, hússtjórnar- skóli með ekkert bílastæði, iðn- skóli með fáein sæmileg bíla- stæði og menntaskóli með nokkur illa lögð bílastæði. Talað er um það, að við þetta hús eigi að vera 200 bíla- stæði, en þyrfti að vera 5—600 bílastæði ef nota á húsið. Mönnum ætlar seint að tak- ast að læra af reynslunni og vilja einatt brenna sig á því sama. Sjálfstæðishúsinu var t. d. klesst niður á alltof þröng- um stað, öllum sem að stóðu til skammar, — og fleira mætti nefna. Þótt deila megi um það, hvort réttlætanlegt er að byggja íþrótta- og sýnnigahús- ið á þeim stað sem nú eru hafn- ar framkvæmdir á, sýnast rök- in gegn því vera yfirgnæfandi á móti rökum með því. Rétt- ast væri því að hætta bygg- ingarframkvæmdum á þessum stað, enda margir aðrir betri staðir til, svo sem lóð sú, sem álverksmiðjan forðum átti að rísa á. Þótt hugarfar ykkar ráða- manna beri ekki vott um mikla framsýni, munum við, sem greiðum kostnaðinn, fremur líða skammsýni ykkar en út- lendan eiturúrgang. Ef þið munið það, að það er ekki ykk- ar eigið fé, sem þið eruð að ráðstafa, heldur fé almenn- ings, — og þið eruð skyldugir til þess að fara vel með það. P. Jóh. AUGLYSH) IDEGI Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreiddum þinggjöldum ársins 1977 álögðum á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, en þau eru: tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjald, slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnaðar- gjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971, lífeyristryggingargjald skv. 9. gr. laga nr. 11/1975, atvinnuleysistrygg- ingargjald, almennur og sérstakur launaskattur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðsgjald og sjúkra- trygginggjald. Ennfremur fyrir skipaskoðunar- gjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi ökumanna 1977, vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og ógreiddum skammtanaskatti og miðagjaldi, sölu- skatti af skemmtunum, vörugjaldi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöldum af innlendum tollvöru- tegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum .söluskatti, sem í eindaga er fallinn, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningum söluskatts vegna fyrri tímabila. Verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI, DALVÍK OG í EYJAFJARÐARSÝSLU, 18. ágúst 1977. Nýtt fréttablað fyrir hestamenn hefur hafið göngu sína. Fyrsta blað kom út í júlí 1977 og mun síðan koma út mánaðarlega. Tilgangurinn er að flytja nýjar fréttir af því sem er að gerast í hestamennsku, fræðsluefni og auglýs- ingar. Þeir sem hafa áhuga á að skoða nýútkomið blað og/eða gerast áskrifendur snúi sér til: ■I JÓN MATTHÍASSON, Þórustöðum, sími 19945, STEFÁN FRIÐGEIRSSON, Dalvík, sími 61324, MAREN ÁRNASON, Hraukbæ, sími 21916, PÁLL SÆMUNDSSON, Akureyri, sími 11050, JÓNAS OG KRISTÍN, Litla-Dal, sími um Saurbæ, BRYNJÓLFUR SVEINSSON HF., Skipagötu 1. ► Auglýsingar S . DAGUR•3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.