Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 7
Pétur Pétursson Höllustöðum Þegar ég var stráklingur í sveitinni heima man ég fyrst eftir Pétri. Hann kom að mæla jarðabætur. Hann hafði metra- stiku meðferðis, sem hann reiddi á hestbaki, vel ríðandi kom hann innan veginn, snar- aðist af baki, meðalmaður á hæð, þrekinn um herðar, bjart- ur í andliti, myndarlegur hvar sem á hann var litið. Handtakið þétt, kveðjan skýr og hressileg. Hann var alltaf fullur áhuga á starfinu. Starfaði að öllu af mik illi atorku, stikaði stórum yfir flagið um leið og hann mældi, skrifaði niður í flýti en þó með einbeitni. Síðan liðu mörg ár, ég fór í fjarlægan landshluta og sá aldrei Pétur á Höllustöðum. Hann bjó sínu búi, ræktaði jörð ina, hirti sínar skepnur og starf- aði að félagsmálum sveitar sinn ar og sýslu. Seinna lágu leiðir okkar sam- an á Blönduósi. Þá var hann endurskoðandi í kaupfélaginu og dvaldi þar langdvölum við það og fleiri störf en bjó jafn- framt búi sínu að Höllustöðum. Þá spiluðum við oft brids eða vist við góða félaga. Pétur var gætinn í spilum og hafði gaman af góðum félagsskap. Hann las mikið einkum ævi- sögur og endurminningar, einn- ig dagblöðin og fylgdist ákaf- lega vel með flestum dægur- málum. Hann var framfaramað- ur. Þegar sjónvarpið kom út um land hafði hann yndi af frétta- og fræðsluefni þess og fylgdist með því Ég minnist hans sem fundar- stjóra á aðalfundi kaupfélags- ins, skörulegur, vel máli farinn og stjórnsamur en hafði glöggt auga fyrir því kímilega í um- hverfinu. Það var alltaf hreyfing í kringum hann, það geislaði af honum lífsorkan, hvort sem hann sveiflaði bílnum eftir Svínvetningabrautinni eða dró lagðprúðar kindur í Kúlurétt. Ý Ég kom til hans stuttu áður en hann dó og las fyrir hann blaðagrein. Hann tók afstöðu til málanna eins og jafnan áður, með sinni vanalegu hreinskilni, þó hann væri heltekinn bana- meini sínu. Jarðarfarardagurinn var logn kyrr norðlenskur dagur. Vorið var loksins komið, fuglarnir sungu yfir Svínavatni, hljómur- inn barst inn um kirkjudyrnar. Mjúkar línur landsins blöstu við af hlaðinu á Höllustöðum, þegar líkfylgdin stansaði þar og hlýddi á Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps syngja Húnabyggð og Blessuð sértu sveitin mín, en Pétur var um mörg ár góður liðsmaður í kórnum. Það var líka sterkur gróður- ilmurinn úr Guðlaugsstaðatún- inu, þegar við gengum þar frá bænum og niður að heimagraf- reitnum, þar sem moldin beið. Fjölmenni kvaddi hann hinstu kveðju, húnvetnskt feændafólk kvaddi dugmikinn bónda, sem lét ekki aðra vinna verkin fyrir sig, ljúfmenni í um gengni, sem vildi leysa vanda hvers og eins eftir því sem mögulegt var, gestrisinn heim- ilisföður, sem gott var heim að sækja. Pétur var fæddur að Steiná í Bólstaðarhlíðarhreppi þann 30. nóvember 1905. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Bú- fræðingur frá Hólum 1924. Stundaði verklegt nám í Nor- egi 1925—’27, en var síðan bóndi frá 1933, lengst af á Höllustöðum í Svínavatns- hreppi. Hann starfaði í ýmsum trúnaðarstöðum fyrir sveit sína og sýslu. Hann lést 7. maí 1977. Eftirlifandi kona Péturs er Hulda Pálsdóttir frá Guðlaugs- stöðum. Þau eiga 4 uppkomin börn, öll nýtir þegnar í þjóð- félaginu. Ég og kona mín vott- um þeim öllum dýpstu samúð okkar. Kristinn Pálsson, Blönduósi. Samningar milli Iðnaðar- deildar SÍS og Flugleiða Þessi mynd var tekin er samningur Iðnaðardeildar SÍS og Flug- leiða um vöruflutninga var undirritaður. Sigurður Matthíasson t. v. undirritaði fyrir hönd Flugleiða en Hjörtur Eiríksson fyrir Iðnaðar- deild SÍS. FRÁ GRUNNSKÓLUNUM Kennarafundir verSa í skólunum (nema G. A.) fimmtudaginn 1. sept. nk. kl. 10 f. h. Börn í 4.—6. bekkjum mæti í skólana þriðjudag- inn 6. sept. kl. 10 f. h., en börn í 1,—3. bekkjum kl. 1 e. h .sama dag. Forskólakennslan hefst mánudaginn 12. sept., en áður munu viðkomandi kennarar hafa sam- band við heimili þeirra barna, sem innrituð hafa verið. Forskólagjaldið er 3.200,00 kr. og greið- ist í tvennu lagi (október og febrúar). Innritun þeirra barna, sem flust hafa í bæinn, eða milli skólasvæða og er ætlað að skipta um skóla, fer fram í skólunum, föstudaginn 2. sept. kl. 10 —12 f. h. Skólasvæði eru óbreytt miðað við sl. skólaár. Reiknað er með, að unglingadeildir (7. —9. bekkir) taki til starfa um 20. sept. n. k. Nánar auglýst síðar. SKÓLASTJÓRARNIR. Nýlega voru undirritaðir á Ak- ureyri samningar milli Flugleiða annars vegar og Iðnaðardeildar sambands íslenskra samvinnu- félaga hins vegar um flutning á fullunnum iðnaðarvörum til út- landa. Hér er um að ræða 80 lestir af iðnaðarvörum sem flytjast eiga til Bandaríkjanna og um 50 lestir til Evrópulanda. Vörur þær sem hér um ræðir eru ullarvörur, fatnaður, fata- efni og skinnavörur. Vörurnar eru framleiddar í verksmiðjum SÍS á Akureyri. Flutningunum verður þannig hagað að Akur- eyri útskipunarhöfn með um- skipun í Reykjavík. Varan er flutt með innanlandsflugi suður og skipað um borð í millilanda- flugvélarnar í Keflavík. Svip- aður samningur var einnig í gildi á síðastliðnu ári og voru þá fluttar um 50 lestir á þennan hátt. Fyrir hönd Iðnaðardeildar SÍS undirrituðu samninginn Hjörtur Eiríksson og Bergþór Konráðsson en fyrir hönd Flug- leiða þeir Sigurður Matthíasson og Thulin Johansen. Auk þeirra tóku Kolbeinn Sigurbjörnsson á skrifstofu Flugleiða á Akur- yri og Jón Arnþórsson sölustjóri útflutnings- og iðnaðardeildar SÍS þátt í samningunum. Aðalfundur Stéttarsambands bænda að Eiðum Dagana 29. og 30. ógúst verður aðalfundur Stéttarsambands bænda haldinn að Eiðum í Suð- ur-Múlasýslu. Þegar hafa ver- ið kosnir 46 fulltrúar til þess að mæta á fundinum. Gert er ráð fyrir því, að mörg mál verði tekin fyrir á fundinum að þessu sinni, þar sem fjöl- margar ályktanir hafa borist stjórn Stéttarsambandsins frá hinum almennu bændafund- um sem haldnir voru á sl. vetri. Einnig hafa ályktanir borist sambandinu frá aðal- fundum kaupfélaga, kjör- mannafundum og búnaðarfé- lagsfundum. n □ Móttaka á handprjónuðum lopapeysum hefst fimmtudaginn 25. ágúst Hugmyndabankinn SÍMI 21900 □ HBS U

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.