Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 24. ágúst 1977 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖHGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Vottur af kopar- mengun í salti Fyrir helgina urðu menn var- ir við það, að saltfiskur í tveimur stæðum á Dalvík var byrjaður að gulna lítilsháttar, en það bendir eindregið til koparmengunar í saltinu. Ótt- uðust menn, að mengunar- innar myndi gæta víðar en á Dalvík, enda hafði salt úr sama farmi varið um allan Eyjafjörð og einnig út í Gríms- ey. Við athugun Júlíusar Bergssonar fiskmatsmanns á mánudag kom hins vegar í ljós, að hvergi var slíka meng- un að finna að neinu marki. Júlíus sagði í samtali við Dag, að í þeim fáu fiskum sem koparmengunar hefði orðið vart í, væri hún langt undir hættumörkum og svo virtist sem aðeins mjög lítill hluti saltfarmsins hefði verið meng- aður. — Ef koparmengunar hefði ekki orðið vart í jafn stórum stíl á Austfjörðum fyr- ir nokkru, efa ég að nokkur hafi tekið eftir þessu, því gula litinn var vart hægt að greina. Að fella kónginn er tákn upp- gjafar í skák og því göptu menn, þegar svarti kóngurinn féll skyndilega niður á tafl- borðið í útiskákinni á Mel- gerðismelum um helgina, milli Jóns L. Árnasonar og Guð- laugar I»orsteinsdóttur, — en teflt var með lifandi taflmönn- um. Jón stjómaði svartliðum og þegar Guðlaug sá kóng Jóns falla var hún ekki sein á sér að þakka fyrir skákina. En Jón neitaði að gefast upp, þótt liðið hafi yfir manninn sem fór með hlutverk kóngsins, og vann skákina þegar Guðlaug féll á tíma með lakari stöðu. Myndina tók Gsal af Norð- urlandameisturunum við tafl- borðið á Melgerðismelum. Nýr skuttogari til Sauðár- króks í lok mánaðarins Svarti kóngurinn féll í yfirlið -en svartliöar sigruðu samt Fiskiðja Sauðárkróks, sem er fyrirtæki Kaupfélags Skagfirð- inga, hefur fest kaup á lítið not- uðum skuttogara frá Frakk- landi. Nýja skipið verður skírt Hegranes, en skuttogari með því nafni hefur lengi verið í eigu Fiskiðjunnar, en hefur nú nýlega verið seldur Meitlinum hf. í Þorlákshöfn. Gamla Hegranesið var minnsta skip Fiskiðjunnar, og segir Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Sambandsfréttir, að ástæðan fyrir sölunni sé sú, að nú væri búið að loka svo miklu af fiskimiðum fyrir Norð- urlandi, að skipið hefði ekki lengur dugað til að sækja á þau mið, sem togararnir notuðu mest til veiða. Hegranesið nýja er nú í Eng- i.andi, þar sem gerðar verða nokkrar breytingar á íbúðum áhafnar, og einnig verður lest þess breytt þannig, að hún verði hæf til geymslu á kassafiski. — flogið til Labrador og síðan var ætlunin að fljúga til Græftlands og taka það viðbótareldsneyti áður en lagt væri yfir hafið. — Á Labrador fréttum við hins vegar af verkfalli flugumferðar- stjóra á Grænlandi, sagði Sig- urður, og við ákváðum því að útvega okkur aukatanka. En það gekk erfiðlega að útvega að útvega slíkt og við töfðumst í fimm daga á Labrador af þeim sökum. Nýja vélin verður tekin í notkun fljótlega. Vonast er til þess, að Hegra- nesið komi til landsins að lokn- um breytingunum fyrir lok mánaðarins. Gamla Hegranesið hefur nú hlotið nýtt nafn hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn og heitir nú Brynjólfur ÁR-4. Fiskiðja Sauðárkróks á þrjá skuttogara, Drangey, Skafta og Hegranes. Nýja Piper-vél Flugfélags Norðurlands. (Ljósmynd Gsal). Flugfélag Norðurlands kaupir notaða flugvél manns. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í mars og hefur - hann af hálfu heimamanna mest hvílt á Ingólfi Jónssyni for- manni Meistarasambands bygg- ingamanna á Norðurlandi, en Iðnþingið er haldið í boði sam- bandsins. Hulda Eggertsdóttir, kona Ingólfs, hefur skipulagt mjög vandaða dagskrá fyrir maka þingfúlltrúa á meðan þingið stendur yfir. Fundargögn eru viðamikil, enda verða tekin til afgriðslu um 25 mál. Að sögn Þorleifs Jónssonar framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna ber þar hæst ályktanir um iðn- aðarstefnu og iðnþróun. Iðnþingið verður sett í Borg- arbíó á morgun kl. 10.30 með ræðu Sigurðar Kristinssonar forseta Landssambandsins, og því næst munu iðnaðarráðherra og gestir frá iðnaðarsamtökun- um flytja ávörp. Þingfundir verða haldnir í Iðnskóla Akureyrar, en þing- inu lýkur með hófi á Hótel KEA á laugardag. Á morgun, fimmtudag, hefst hér á Akureyri 37. Iðnþing ís- lendinga og er það í fjórða sinn sem þing þetta er haldið hér í bæ. Rétt til setu á þessu þingi eiga fulltrúar frá félögum og fé- lagasamböndum innan Lands- sambands iðnaðarmanna, sam- tals um 130 fulltrúar. Að auki eiga rétt til fundarsetu með til- lögurétt og málfrelsi fulltrúar iðnráða og iðnskóla, svo og inn- lendir og erlendir gestir, sem sérstaklega hefur verið boðið til þingsins, og eru það um 30 Flugfélag Norðurlands hefur fest kaup á nýrri flugvél af Piper-gerð og lenti vélin í fyrsta sinn á Akureyrarflugvelli á laugardagskvöld eftir beint flug frá Labrador í Norður-Kanada. Flugstjóri í þeirri ferð var Sig- urður Aðalsteinsson og sagði hann í samtali við Dag, að vélin tæki níu farþega og henni væri einkum ætlað að sinna ýmiss konar leiguflugi. Jafnframt mun hún þó vera til vara í áætlunar- fluginu, ef á þarf að halda. Vél- in er notuð, árgerð 1973, en yfir- farin, að sögn Sigurðar, og m. a. eru bæði nýir hreyflar og nýjar skrúfur á vélinni. Kaupverðið var um 37 milljónir kr. Vélin er keypt af fyrirtæki í Oklahoma í Bandaríkjunum og þangað var hún sótt. Eftir að hafa farið með vélina í gegnum toll í Caribou í Main-fylki var £7 • Fremur undantekning en regla. Margir bændur hafa verið og eru þeirrar skoðunar, að hófleg hitamyndun j heyi sé til bóta. Þannig segir Halldór Vilhjálmsson í riti sínu Fóð- urfræði árið 1929, að hey sem blikni aðeins verði „lystugra, bragðbetra og mýkra, jafn- vel auðmeltara og hollara, rykið binzt, snýkjur og síklar drepast . . Bjami Guðmundsson kenn. ari á Hvanneyri hefur gert athuganir á hita í heyjum með tilliti til áhrifa hitans á hollustu, fóðurgildi og Iost- æti heyjanna — og ritar um niðurstöður sínar í grein í síðasta hefti Búnaðarblaðsins Freys. í lok greinar sinnar segir Bjami: - Þótt mikið skorti á þekk- ingu okkar í þessu efni, mim tryggast að reyna að verka heyin þannig, að komist sé hjá allri hitamyndun. Ávinn- ingur af hita í heyi er miklu fremur undantekning en regla. • „Sparifata- iðnaðurinn“ Talsverður áráður hefur ver. ið rekinn fyrir verkmenntun á undanfömum árum. Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú borist, að meira sé sótt i verkamenn á þessu hausti en nokkru sinni fyrr og bilið á milli verknáms og bóknáms hafi því minnkað. Á blaða- mannafundi á Akureyri ný- lega barst talið litillega að þessu, og sagði Sigurður Kristinsson forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, að sérstaklega væri „sparifata- iðnaðurinn“ vinsæll og i þeim iðngreinum þröngt set- inn bekkurinn. Með „spari- fataiðnaði“ átti hann við iðn- greinar, þar sem iðnaðar- mennimir geta unnið sín störf í sparifötum og þurfa ekki sérstakan vinnugalla, þ. e. í hárgreiðslu, útvarps- virkjun og gullsmíði, svo dæmi séu nefnd. Sagði Sig- urður, að nemakaup væri greitt í „sparifataiðnaði“ á sama túna og nemar væm yfirborgaðir í „vinnugalla- iðnaði“, svo sem í málm- og skipasmíði. • Konungur rokksins fallinn frá Eokkkóngurinn Eívis Prcst- iey lést úr hjartaslagi í síð- ustu viku, aðeins 42 ára að aldri. Prestley kom fram á sjötta áratugnum og ávann sér fljótt gífurlegar vinsæld- ir. Var hann um margra ára skeið ókrýndur konungur rokksins og náði vinsældum, sem engum öðrum i dægur lagaheiminum hefur tekist að ná. Hlotnaðist honum 25 gull- plötur á ferli sínum fyrir plötur, sem seldust í meira en milljón eintökum, eða fleiri en nokkur annar. Fréttin um andlát Prest- leys kom mjög á óvart, þótt svo hann hafi átt við nokkra vanheilsu að stríða á síðustu árum. Þegar fréttin barst, breyttu útvarpsstöðvar víða um heim dagskrám sínum og léku eingöngu lög hans — og þúsundir aðdáenda flykktust að heimili hans í Memphis í Bandaríkjunum til þess að votta „konungi“ sínum hinstu virðingu. Iðnþing hefst á morgun DAGUR Enn skal ítrekað að augl. þurfa að berast fyrir kl. 19 á mánudögum. ..........

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.