Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Ffafnarstræti 00, Akureyri Símar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. r I heyskaparlok Að heyönnum loknum fara göngur og réttir í hönd, síðan sláturstörfin og önnur haustverk í sveitum. Von- andi hafa berja- og veiðiferðimar heppnast vel, svo og skemmtiferðir um landið, og vonandi heppnast upp- skerustörfin á kartöfluökmnum. Þótt margir landsmenn séu svo settir, atvinnulega, að árstíðaskipti hafi ekki veruleg áhrif á störf þeirra, kallar hvert tímabil ársins á ný við- fangsefni hjá þeim, sem lifa af gæð- um lands og sjávar. Enn eru fram- undan ný störf, þar sem allir keppast við að búa sig sem best undir vetur- inn. En jafnframt er margs hægt að njóta á góðum haustdögum. Náttúran skartar þá oft sínu fegursta í litum, og oft búum við við milda haust- veðráttu, þótt þar geti brugðið til beggja vona. Gangnahestarnir, oft sumarstaðn- ir, þola ekki langa og erfiða reið vegna æfingarleysis og fitu, og þarf að gæta varúðar í meðferð þeirra, nema þeir hafi verið í notkun eða þjálfun undanfarið. Féð, sem um mánaðamótin ágúst-september rann mjög til byggða, er nú víðast komið í góða haga á túnum eða kafsprottn- um úthögum. En einnþá eiga þó gangnamenn erindi upp til fjalla og heiða í fjárleitir. Um féð gildir hið sama og ætíð áður, að varast ber að reka það óvægilega og grimma hunda má ekki nota. Sem betur fer, hefur verið tekið hart á því í kjötmatinu að flokka kjötið og verðfella marið kjöt. Öll meðferð við féð, allt frá því að við því er stuggað á heiðum og þar til það er komið í sláturhús, þarf að miðast við skynsamlega meðferð, bæði frá mannúðarsjónarmiðum og með tilliti til þeirrar vöru, sem bænd- ur láta af hendi á hinn almenna markað, innlendan og erlendan. A hverju hausti hafa þær fregnir borist, að hey brenni vegna þess að hitinn, sem í þeim myndast, verður of hár og veldur loks íkveikju. Tjón af heybruna er ætíð tilfinnanlegt, og er aldrei of oft á það minnt, að fylgj* ast með heyhitanum, þar sem ein- hver hætta getur verið á ferðum og gera ráðstafanir í tíma, ef heyið hef- ur ekki þornað nægilega, áður en það var hirt. Á þessu hausti horfir betur í raf- orkumálum en fyrirfarandi haust. — Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi er það enn von manna, að umtalsverð raforka fáist frá Kröfluvirkjun, og í öðru lagi var framkvæmdum hraðað við byggðalínuna svonefndu, svo hún á að geta flutt nægilega raforku til Norðurlands á komandi vetri. At- vinnuvegirnir og heimilin eru orðin svo háð þessari orku, að raforkuskort- ur er sem dauðadómur á allt sæmi- legt mannlíf. í þessu efni er bjartara framundan en verið hefur. Arferði gott og efnahagur sæmilegur í kjördæminu segir Stefán Valgeirsson alþingismaður ingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa að venju ferðast um kjördæmi sitt á þessu sumri, hitt að máli fjölda manns, haldið fundi með kjósendum og öðrum íbúum hinna ýmsu staða, og unnið að framgangi mála, í samvinnu við heimamenn. Þegar Stefán Valgeirsson, alþingismaður, leit inn á skrifstofur blaðsins fyrir skömmu, þá nýkominn af Stéttarsambandsfundi á Eiðum, spurði blaðið margra spurninga um ástand og horfur í hinum ýmsu byggðum, sem hann svaraði góðfúslega. Hvað er þér ríkast í huga að loknum miklum ferðalögum um kiördæmið? . Margt kemur í hugann, en þegar á heildina er litið, eru það ánægjulegar staðreyndir, að at- vinna er mikil og góð, hvar- vetna í kjördæminu, og veruleg- ar framkvæmdir á mörgum stöð- um, mismunandi, en í heild miklar. Má vera, að vinnudag- urinn sé oft of langur og að fólk leggi of hart að sér við framleiðslustörfin, vegna þess hve atvinnan er mikil og kallar fast á vinnandi hendur. Víða vantar húsnæði, þar sem hús stóðu auð fyrr á árum? Já, það er sama hvar komið er í þéttbýli hér norðanlands, að þar er ekkert húsnæði að fá, * og hef ég sjálfur svolitla reynslu af því. Þó er mikið byggt, en fólkið vill lifa og starfa á heima- slóðum og telur það ekki lengur neitt keppikefli að flytja á suð- vesturhom landsins, enda hefur dregið úr fólksflutningum þang- að. Fólksfjölgunin er yfir meðal- lag á Norðurlandi og meiri en í sjálfri höfuðborginni, eða svo var það síðastliðið ár, og má kalla það tímamót. Það er nú áberandi, að fólk vill flytja af höfuðborgarsvæðinu og út til hinna ýmsu staða, t. d. á Norð- ur- og Norðausturlandi. Afkoma fólksins? Peningaafkoman er yfirleitt góð. Við sjávarsíðuna hefur verið góður afli það sem af er árinu, og því mikil vinna og er þar því góð afkoma. Til landsins er ár- gæska, og hey e. t. v. meiri í landinu en nokkru sinni áður. Ef við minnumst á einstaka staði og byrjum á Þórshöfn? Á síðasta ári var keyptur þang- að togarinn Fontur, fárra ára gamall. Hann var smíðaður eftir sömu teikningu og Snæfellið. Útgerðin hefur gengið erfiðlega vegna tíðra bilana og hafa veru- legir fjárhagsörðugleikar sagt til sín í þeirri útgerð. Sveitarfé- lagið og hraðfrystihús staðarins eiga togarann. Með komu hans gjörbreyttist og jókst atvinnan á Raufarhöfn. Mjög vandað frystihús tók til starfa um sama leyti. Nú þarf að endurbæta skipið, svo að sjósókn beri betri árangur. Oft var lítil vinna á Þórshöfn, en nú hefur hver . verkfær maður næga vinnu. — Sérstakur sveitarstjóri var ráð- ' inn til að standa fyrir fram- 1 kvæmdum og er það Bjarni Að- algeirsson. Sveitarfélagið stend- ur nú fyrir gatnagerð og marg- þættum sameiginlegum fram- kvæmdum, sem einnig gefur mikla vinnu. Þar eru allmörg hús í smíðum, og við höfnina hefur verið unnið nokkuð og verður framhaldið á næsta ári. Á staðnum er 10 ára gömul síld- arverksmiðja, sem ekki var not- uð nema eitt sumar. Ef byggja ætti sams konar verksmiðju nú, myndi hún ekki kosta innan við 4—500 milljónir króna. En til að gera hana hæfa til að taka á móti loðnu í bræðslu, þarf ekki nema 70—80 milljónir króna. Virðist skynsamlegt að koma verksmiðjunni í gagnið með þeim lagfæringum, sem hún þarf og nýta með því þær eignir, sem þarna eru og bíða þess að gagn verði að þeim. Manni skilst, að mikið sé að gera á Raufarhöfn? Já, sannarlega er mikið að gera á Raufarhöfn, því þar, eins og annars staðar á norðausturhorni landsins, hafa orðið alger um- skipti hvað aflabrögðin snertir. Aflinn hefur verið til muna meiri á grunnslóðum í ár en hann var undanfarin ár og sér þess hvarvetna merki þar sem útgerð er stunduð. Fiskaflinn er bæði meiri en áður og fiskur- inn er miklu vænni. Hann er að vísu kallaður „afturgöngur", því samkvæmt áliti hinna „vís- ustu“ manna ætti að vera búið að veiða hvern einast fisk úti fyrir Norðausturlandi. En þetta árið hefur verið aflaár og það kemur ekki aðeins heimafólki á hverjum útgerðarstað til góða, heldur þjóðarheildinni allri. Þangað kom togarinn Rauði- núpur og færði líf í atvinnulífið. Á síðasta ári var keypt ný flot- varpa í togarann, til að gera hann hæfari til veiðanna. Út- gerðin hefur gengið sæmilega, en úr þessum landshluta er nokkru lengra á togaramið en frá ýmsum öðrum útgerðar- stöðvum, vegna þess að stórt svæði er lokað togurum fyrir Norðausturlandi. Reksturinn er því erfiðari að þessu leyti, en til dæmis Vestfjarðatogaranna. Unnið er að gatnagerð bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn, en staðimir taka stakkaskiptum við malbikunina. Og á báðum þess- um stöðum eru allmiklar bygg- ingar, mislangt á veg komnar. En húsnæðiseklan rekur fast á eftir. Nú fjölgar fólki á Raufar- höfn. Atvinna hefur verið. næg, og er það munur frá hinu tíma- bundna atvinnuleysi áður. Þá er þess að geta, að á Raufarhöfn er hafinn ullariðnaður á vegum Gefjunar og líkar heimamönn- um hann mjög vel. Það er stefna okkar að reynt sé að koma iðnaðinum út til fólksins, eins og þarna er byrjað á, og er það ánægjuefni. Þá bregðum við okkur til Kópaskers? Á Kópaskeri voru jarðskjálft- arnir þungt högg og á síðasta ári var við marga örðugleika að stríða. Og sannast mála er það, að vegna jarðskjálftanna skeði það, að fólk, sem þá flutti burt, kaus ekki allt að flytja heim aftur. En nú er verið að byggja ný íbúðarhús á Kópa- skeri. Þar tók fólkið myndar- lega á atvinnumálum sínum og komu þá upp rækjuvinnslu, er skapaði mikla atvinnu, einkum fyrir konur. Á síðasta ári voru þrír bátar gerðir þaðan út til rækjuveiða, og búist við, að þar verði einum báti bætt við á næsta ári. En heimamenn eru óánægðir yfir því, að fá ekki að sitja einir að rækjumiðunum í Öxarfirði. Nú er ákveðinn 650 tonna kvóti á móti 1000 tonnum áður. Og nú á að skipta þessum 650 tonnum á milli íbúa Húsa- víkur og Kópaskers. Við það una þeir illa á Kópaskeri og vona fastlega, að þessi ákvörð- un verði endurskoðuð. Séu fækjuveiðarnar skertar svona mikið, verður að efla aðra út- gerð á staðnum, en hún er þó ýmsum vandkvæðum bundin, m. a. vegna þess hve hafnar- mannvirki eru þar ófullkomin. Sú meginstefna hefur verið í vinnslu rækjunnar, að þeir stað- ir, sem næstir eru miðunum hafa setið fyrir vinnslunni. En þessi mál verða áreiðanlega skoðuð betur í vetur, bæði leyfilegt aflamagn og skiptingu aflans milli staða. Ég vona að- eins, að skynsemin ráði í þessu máli, og að allir megi vel við una. Þá erum við komnir til Húsavíkur? Húsavík hefur verið mjög vax- andi bær mörg undanfarin ár. Nú í ár er heldur minna byggt en á undanförnum árum en mikil byggingarvinna ,qr þar samt sem áður. Kaupstaðurinn hefur þróast ört og margt er þar til fyrirmyndar ,sem gert hefur verið: Fiskvinnslustöð, slátur- hús, félagsheimilið, skólar og verulegar framkvæmdir vegna Ungir hugsiónamenn i. Þessum línum er ætlað að vekja athygli manna á þeim teinurigi í menningarlífi Akureyrar. sem varla hefur notið þess skjóls og þeirrar næringar er skyldi, til þess að hann styrkist og gildni svo um muni. Hann þarfnast aðhlynningar og getur þá borið gróskumikið lim, sem eftir verð- ur tekið og þar með orðið afl- gjafi heilladrjúgs þroska og gjafi gleði og lífsnautnar. Hér á ég við myndlist, iðkun hennar og aðstæður til þess að njóta henn- ar. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, hvað sem hver segir, og því verður að gera meiri kröfur til hennar sem menningarvaka, en annarra byggðarlaga í fjórðungnum. — Rangt væri að halda því fram, að hér sé á mikill misbrestur. Menntasetur á Akureyri njóta virðingar fyrir trausta og far- sæla stjóm, hæfa lærifeður og góðan anda, svo jarðvegur er þegar undir það búinn að taka á móti háskóladeildum. Skáld og rithöfundar hæla næði til list- sköpunar í þekku umhverfi. .— Leikhúslíf hefur færst í aukana og blómgast og tónlistarmennt er í öruggri framsókn. Tónlist- arskólinn er þar sá vermireitur, sem mestu til leiðar kemur und- ir ötulli stjóm ungs skólastjóra, Jóns Hlöðves Askelssonar, og einn at kennurum skolans, Roar Kvam, lyfti því grettishafi á tónlistarsviðinu á liðnu vori, sem lengi verður í minnum haft. Flutningur Passíukórsins á Messíasi Handels, undir stjóm Roars, og þær undirtektir, er hann hlaut leiðir til þess, að hér verður ekki aftur snúið. Akureyri hlýtur að eignast hljómsveit áður en langt um líður, svo hún verði ekki of háð Sinfóníuhljómsveit íslands í Reykjavík, og jafnframt þann hljómleikasal, sem boðlegur er æðri tónlist. En hér skal um annað fjallað, þótt gott sé og nauðsynlegt að nota samanburð. Myndlistin hefur ekki hlotið þá uppörfun, sem hún þarfnast. — Myndlistarskóli hefur verið starfræktur við þau skilyrði, að betra er að fara þar um sem fæstum orðum, enda hafa for- stöðumenn hans sætt sig við ótrúlega bága aðstöðu og sýnt íþróttanna, eru framkvæmdir, sem í raun og veru eru í sér- flokki og með þeim myndarskap gerðar, að eftir því hlýtur hver maður að taka, sem þar fer um. Húsvíkingar búa við hitaveitu, sem er þeim einkar mikið hag- ræði. Þeir búa við mjög gjöful fiskimið og draga mikil verð- mæti úr sjó. Atvinna hefur ver- ið mikil á Húsavík til margra ára, og staðurinn hefur eflaust marga ónotaða möguleika. Það er mikil gróska á flestum svið- um í Húsavíkurkaupstað. Þá erum við komnir til byggða- kjamanna á Grenivík og Sval- barðseyri. Kannski viltu segja eitthvað um Grenivík fyrst? Það er mjög ánægiulegt að koma á Grenivík, því þar er mikill athafnarstaður, miðað við fólksfjölda. Þar er nú unnið að vatnsveitu og þar er um það bil að hefjast skóla- og félagsheim- ilisbygging. Þar er ungur og vaskur sveitarstjóri nýlega ráð- inn, Jakob Þórðarson. Þar hef- ur mönnum tekist að ná veru- legum sjávarafla á litlum bát- um og er staðurinn mjög vax- andi. Á Svalbarðseyri hefur verið byggt verulega á nokkrum undangegnum árum. Þar hefur frystihús verið í byggingu. — Þótt þar sé ekki útgerð, er þar og á Kópaskeri, hlutfallslegar mestar nýbyggingar . Nú skulum við skreppa út í Ólafsfjörð? Á Ólafsfirði eru verulegar fram- kvæmdir, svo sem á öðrum þétt- býlisstöðum á austanverðu Norðurlandi. Þar er verið að byggja elliheimili og heilsu- gæslustöð, og þar er verið að vinna við höfnina. Aðstaðan við höfnina er erfið m. a. vegna sandburðar. Síðasta vertíð var Ólafsfirð- ingum. svo sem öðrum sem við sjósókn fást á þessum slóðum mjög góð og afkoma fólksins hefur því verið góð á þessu ári. Byrjað er á hótelbyggingu í Ólafsfirði. Þar eru íbúðir byggð- ar og götur malbikaðar. Þar búa menn við hitaveitu, eins og í Hrísev, Dalvík og Húsavík. — Vinnuaflið skammtar fram- kvæmdirnar eins og víðar. Hrísey og Grímsey? Þáttaskil urðu í atvinnulíimu i Hrísey, þegar Kaupfélag Eyfirð- inga og Hríseyjarhreppur réð- ust í það að kaupa skuttogarann Snæfellið. Síðan hefur atvinna verið miklum mun betri og oft- ast ágæt. Unnið er að því að leita að nýjum og stærri ferju- báti, sem ganga þarf á milli lands og eyjar. Skemmdir í hita- veitukerfinu, sem fram hafa komið, valda nokkrum erfið- leikum. Grímseyingar hafa dregið mikla björg í bú á smáum bát- um sínum og afkoman þar mun vera góð. Höfnin hefur verið bætt og aðstaða sjómanna er betri en áður var. Grímseying- ar afla þjóðarbúinu hlutfallslega mikilla tekna og þurfa ekki að bera kinnroða fyrir einum né neinum. Þangað er nú mjög vaxandi ferðamannastraumur, og þar er nú engin einangrun lengur, vegna áætlunarferða póstbátsins og flugferða. Flug- völlurinn var nýlega endurbætt- ur. Og Dalvík? Já, ekki liggja þeir á liði sínu þar. Þar er verið að byggja elli- heimili ,stjórnsýslumiðstöð og heilsugæslustöð, allt miklar byggingar. Þangað er kominn nýr togari, Björgúlfur. Fram- kvæmdir á Dalvík hafa verið mjög miklar á þessu kjörtíma- bili og eru enn. Útgerð hefur gengið vel á Hauganesi og Litla-Árskógssandi? Mjög vel og á báðum stöðum er mikil gróska. Hafnarbætur, sem þar eru gera smábátaútgerðina mögulega og afkoma fólks er þar nú mjög góð, eftir ágæta vetrarvertíð og sæmilegan afla í sumar. Þessir staðir láta ekki mikið yfir sér og þaðan berast sjaldan stórfréttir, en ég held, að fólkið á þessum stöðum hafi ekki ástæðu til að líta neinum öfundaraugum til annarra, enda mun það ekki gert. Duglegt fólk býr á þessum stöðum, og það hefur virkilega sannað tilveru- rétt hinna minni útgerðarstaða hér við Eyjafjörð. Þá erum við komnir til höf- uðstaðar Norðurlands, Akur- eyri, en hér verður látið staðar numið að sinni. Blaðið þakkar Stefáni Valgeirssyni, alþingis- manna fyrir svörin. Samkvæmt þeim er engin ástæða til svart- sýni í þessum landshluta og ánægjulegt að fjalla um hina ýmsu staði og fá fregnir af þrótt- miklu athafnalífi í öllum þétt- býlum stöðum kjördæmisins. — Hin ágætu landbúnaðarhéruð hafa ekki verið á dagskrá að sinni, en vonandi gefst síðar tækifæri til að ræða málefni fólksins þar sérstaklega. E. D. hina mestu fórnarlund. Um þessar mundir er vonandi að verða hér á breyting til batn- aðar, a. m. k. hvað húsnæði snertir. Ungur myndlistarmað- ur, Helgi Vilberg, hefur tekið við stjóm skólans og vinnur nú að undirbúningi hans í nýjum húsakynnum við Glerárgötu. Fé til þess viðbúnaðar er mjög skorið við nögl, þar eð ekki er gert ráð fyrir að hans sé þörf, enda vinnur Helgi einn og án aðstoðarfólks. Hjálpargögn eru öll af skornum skammti, og er til dæmis ekkert bókasafn til við stofnunina, sem henni er nauðsynlegt í umhverfi án lista- safna. En Helgi er ákveðinn í því að byggja upp traustan skóla, og er brennandi í andan- um. Nú hefur hann brugðið á það ráð, að undirbúa sýningu á verkum margra myndlistar- manna. Myndirnar hafa þeir gefið skólanum og verða þær allar til sölu og andvirðinu var- ið til bókakaupa. Hér er tæki- færi fyrir alla velunnara mynd- listar að styðja stofnun, sem okkur er óhætt að binda miklar vonir við, Á það má benda, að ýmsar listaverkabækur ís- lenskra málara, sem fyrst voru útgefnar, eru löngu uppseldar og því væri fengur fyrir Mynd- listarskólann, ef einhverjir gætu útvegað honum þá dýr- gripí. Snjallt væri að stofna fé- lag á borð við Tónlistarfélagið, sem myndi styrkja þetta skóla- starf og hefði byggingu lista- safns á stefnuskrá snini. Það er fleira sem vermir en hitaveita. Gott að vera á Akureyri segir Reynolds, þjálfari Þórs A sólbjörtum morgni fyrir nokkrum dögum hitti blaða- maður Dags að máli hinn enska þjálfara Þórs í knatt- spyrnu, Douglás Reynolds, þar sem hann var í setustofu lyfjadeildar FSA, en þar hafði hann verið í nokkra daga til Reynolds, þjálfari Þórs. lækninga. Þar eð hann er nú senn á förmu frá Akureyri, var hann að því spurður, hvernig honum hefði líkað dvölin hér sl. tvö sumur. Á Akureyri er gott að vera sagði Reynolds, bærinn er fallegur, fólkið almennilegt, en knatt- # • Onnur úrslit Önnur úrslit í leikjum ann- arar deildar um helgina urðu þau að Ármann vann Reyni, Sandgerði, með tveimur mörk- um gegn engu. Þróttur, Nes- kaupstað og Þróttur, Reykja- vík, gerðu jafntefli í mark- lausum leik. Haukar unnu Sel- foss með fimm mörkum gegn einu og Völsungar og ÍBÍ gerðu jafntefli, þrjú mörk gegn þremur. Staðan í annarri deild: KA 17 13 1 3 53-23 27 Þróttur R. 1713 2 2 41-15 27 Haukar 18 8 8 1 33-15 26 Ármann 17 9 3 5 27-19 21 ÍBJ 17 5 7 5 20-23 17 Reynir S. 17 5 5 7 22-28 15 Völsungar 17 4 5 8 22-28 15 Þróttur N. 17 4 3 9 20-28 12 Selfoss 17 2 2 13 13-39 7 Reynir 17 1 3 13 16-45 5 spyrnan því miður ekki nógu góð, sagði hann brosandi. Stærsta vandamálið hjá Þór í sumar hafa verið veikindi og frávik leikmanna, en í leiki fyrstu deildar kvaðst hann hafa notað tuttugu og þrjá leikmenn, en í 18 leikjum deildarinnar hafi aldrei verið stillt upp sama liði tveimur leikjum í röð. Til samanburð- ar sagði hann, að í fyrra hefði hann getað leikið tólf leiki með nákvæmlega sömu leikmönn- um, og það hefði eflaust átt sinn þátt í velgengni Þórs þá. Það hafði verið haft eftir Reynolds, að hann væri hlynntur því, að liðin, Þór og KA, tefldu fram einu sterku liði undir merki ÍBA, og það sagði hann rétt vera, því að stærsta vandamálið hjá báð- um félögunum væri það, að ekki væri nægjanlega stór hópur virkra félaga, sem tæki þátt í æfingum liðanna af full- um krafti, og hefðu getu og reynslu til að leika t. d. í 1. deild. Slík samsteypa gæti orðið mjög sterk ef ég fengi að ráða, sagði Reynolds og hló. Er hann var að því spurður, hverjir væru bestu knatt- spyrnumenn á Akureyri um þessar mundir, nefndi hann fyrst Gunnar Austfjörð, sem hann sagði afburðamann, sem aldrei hafi átt slæma leiki. Þá væri hann einnig mjög virkur á æfingum og gerði ávallt eins og fvrir hann væri lagt. Hann kvaðst eindregið vona, að Úrslita leikur Það er því ljóst, að Þróttur og KA leika hreinan úrslitaleik um fyrsta sætið í annari deild n. k. laugardag, en þá er síð- asti leikur þessara liða í deild- inni. Liðin eru jöfn, hafa hlot- ið jafnmörg stig úr jafnmörg- um leikjum. Skorað er á KA- menn og aðra Akureyringa sem verða í Reykjavík um helgina að fjölmenna á Laug- ardalsvöll og hvetja KA til sigurs í leiknum, svo bikar- inn og verðlaunapeningarnir fyrir sigur í deildinni komi með liðniu til baka. Stefán Gunnlaugsson hjá Brunabóta- félaginu mun útverga ferðir til Reykjavíkur á laugardag- inn með kostakjörum. Gunnar héldi áfram æfingum og keppni, þegar fótur hans kæmist aftur í samt lag. Þá kvað hann Sigurð Lárusson Gunnar Austfjörð, bestur knattspymumanna á Akureyri, segir Reynolds. góðan og örugglega í fyrstu- deildar klassa. Besta af KA- mönnum taldi hann vera Eyj- ólf Ágústsson og Harald Har- aldsson, og þá kvaðst hann hefði viljað hafa í Þórsliðinu í sumar, þá hefði betur gengið. Af erlendum fótboltamönn- um taldi hann Cruyff bestan, og kvað Liverpool vera sitt uppáhalds félagslið. Val kvað hann best íslenskra liða og Tómas Pálsson úr Vestmanna- eyjum bestan leikmann í fyrstu deild. Þá taldi hann einnig Valsmennina Inga Björn, Atla og Guðmund Þor- björnsson mjög góða. Af ísl. atvinnumönnum sagði hann Ásgeir Sigurvinsson í sér- flokki, og mundi hann brátt verða einn besti leikmaður í Evrópkunattspyrnunni. Varðandi framtíðina kvaðst hann nú ætla með leikmönn- um Þórs í sumarfrí til Spán- ar, og síðan færi hann til Eng- lands. Hann kvaðst hafa tvö til þrjú tilboð um að þjálfa í Englandi, en sagðist hafa meiri áhuga á að dveljast er- lendis. Hvort hann myndi þjálfa aftur á íslandi, sagði Reynolds að svo gæti vel farið, ef einhver vildi njóta starfs- krafta hans, því hér líkaði sér vel að vera. KA í fyrstu deild KA lék sinn næst síðasta leik í annari deild á Akureyrar- velli sl. laugardag og voru 'mótherjarnir botnliðið í deild- inni, Reynir, Árskógsströnd. KA þurfti að vinna þennan leik til þess að tryggja það að leika í fyrstu deild á næsta ári. Þetta tókst KA-mönnum, því þeir sigruðu í leiknum með fimm mörkum gegn engu. Það er því erfitt hlutskipti sem bíð- ur þeirra næsta ár að leika gegn sterkustu liðum lands í fyrstu deild. Hvernig sem það nú gengur, verður þetta mikil lyftistöng fyrir félagið að vera nú búið að skipa sér í hóp bestu liðanna. KA-menn voru að sjálfsögðu ánægðir með þennan áfanga, og { leikslok var Jóhannes Atlason þjálfari tolleraður af leikmönnum og sömu útreið fékk Þormóður fyrirliði. Eins og mörkin bera með sér var mikill munur á liðun- um, eins og staðan í deildinni ber með sér. Segja má að Reynismenn hafi aldrei átt umtalsvert marktækifæri en þeir hafa undanfarin ár verið hálfgerðir galdramenn í knatt- spyrnunni, þ. e. a. s. þeim hef- ur tekist að tolla í deildinni á sama tíma og fótboltalið stórra bæjarfélaga hafa orðið að leika í þriðju deild. Ef Reynis- menn halda vel á hlut sínum, verða þeir eflaust fljótir að vinna sig upp í aðra deild aftur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.