Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 14. sept. 1977 ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLfUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Það var líf og fjör í þjóðdönsum Lettlendinga. (Norðurmynd) Listafólk frá Lettlandi Tónlistarfólk, dansarar og ein- söngvarar frá Lettlandi skemmtu Akureyringum á sunnudaginn. Var þetta liður í menningartengslum íslands og Ráðstjórnarríkjanna. — Hafði flokkur þessi áður haft sýning- ar í Neskaupstað og á Egilsstöð- um, en mun í gær hafa gefið Reykvíkingum kost á sams- konar skemmtun. Sýning Lett- lendinganna í Samkomuhús- inu á Akureyri var einkar skemmtileg og bar margt til. Stóðið réttað í dag Göngur verða um næstu helgi í Staðarafrétt og áður verður gengið á Eyvindarstaðaheiði, því göngunum er flýtt. Silfra- staðarétt er á mánudaginn. En hross verða rekin til í Stafnsrétt á miðvikudaginn og þar er sauð- fjárréttin á fimmtudaginn, sagði fréttaritari Dags, Guttormur Óskarsson á mánudaginn. Sauðfjárslátrunin hefst 15. september og verður 62 þúsund kindum lógað hjá K. S. Kartöflurækt er hér nokkur, sagði fréttaritari og spretta er sæmilega góð. Hér hafa verið tvær frostnætur og í gær röð- uðu menn sér í garðana og kepptust við að taka upp. Þá voru margir á fjórum fótum og stunduðu uppskerustörfin af mikilli atorku. Þjóðdansarnir voru hinir hressilegustu, vandasamir og þrautþjálfaðir. Búningarnir voru skrautlegir og undirleikur hljómsveitarinnar góður. Þá komu fram tveir einsöngvarar og voru þeir framúrskarandi, svo og einleikarar á fiðlu og selló. Nöfn listafólksins eru ekki prentuð í prógrammi því, sem sýningargestir áttu kost á að fá í hendur. Með hópi lettnesku listamann- anna kom Ásgeir Höskuldsson, sem var fararstjóri, ásamt Ingi- björgu Hafstað, sem auk þess var túlkur. Af einhverjum ástæðum var aðsókn lítil og heyrðist það á máli manna, að auglýsingar hefðu að einhverjum ástæðum fallið niður eða farið í handa- skolum. Sauðfjárslátrun hefst í dag Þórarinn Halldórsson, slátur- hússtjóri KEA á Akureyri, sagði blaðinu, að sauðfjárslátr- un hæfist á Akureyri í dag, mið- vikudag. Lógað verður um 40 þúsund fjár. Á Dalvík hefst slátrun 13. september og verð- ur 15.500 fjár lógað þar. Á Grenivík verður lógað allt að 7 þúsund fjár og hefst slátrun- in 19. september. Alls verður um 62 þúsund fjár lógað á slát- urhúsum Kaupfélags Eyfirð- inga. Sláturhússtjóri sagði, að næstu vikurnar, eða til loka sauðfjárslátrunar, sem verður í lok septembermánaðar, yrði starfsfólk 120—130 manns og er þar þá meðtalið fólk, sem vinn- ur við móttöku á kartöflum, í beinaverksmiðju og við fleiri störf. Sæmilega vel hefur gengið að fá flólk til starfa í slát- urtíðinni. Ný bók frá AB Út er komin hjá Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins bókin M- Samtöl I eftir Matthías Jóhann- essen. Er hér um að ræða úrtak eða sýnishorn af samtölum Matthíasar, sem hann átti við fólk af margvíslegustu gerðum á tímabilinu 1955—70 og birti í Morgunblaðinu. Þessi samtöl voru eins og kunnugt er mjög víðlesin og mntöluð, en hafa eirís og aðrar dagblaðagreinar horfið almenningi um leið og blöðin týndust, þar sem þau voru skráð og eru því óaðgengi- leg flestum nú. í bókinni eru samtöl við þessa menn: Björn Pálsson, flugmann. Eggert Stef- ánsson söngvara. Elías HÚlm- Guðríði Jónsdóttur Akranesi, Gunnar Gunnarsson, skáld. Helgu Larsen á Engi. Jón Magn- usson, seglasaumara. Júlíus Jónasson, áður bónda á Hóls- fjölium. Louis Armstrong. Framhald á blaðsíðu 7. DAGTJR kemur næst úr miðviku- daginn 21. september. — Sendið handrit auglýsinga og greina í tæka tíð. Stjóm kjördæmis- sambandsins. Á kjördæmisþingi Framsókn ar í Norðurlandskjördæmi vestra, sem haldið var fyrir skönunu og getið hefur ver- ið um, voru eftirtaldir kosn- ir í stjórnina: Guttormur Óskarsson formaður, Har- aldur Hermannsson, Ysta- mói. Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði. Grímur Gíslason, Blönduósi og Eiríkur Tryggvason, Búrfelli. Fró ungum mönnum: Jón Bjarna son, Ási, Guðmundur Val týsson, Sauðárkróki, Ketil- ríður Benediktsdóttir, Efri- mýri og Skarphéðinn Guð- mundsson, Siglufirði. • Minnisvarði um Hermann Jónasson. Sýslunefndin í Strandasýslu kaus nefnd til að kanna á hvem hátt Strandamenn gætu minnst Hermanns Jón- assonar, fyrrverandi þing- manns síns og stjómmála- skörungs. Niðurstaðan varð sú að reisa honum minnis- varða á Ennishöfða, þar í sýslu. Hefur Sigurjón Ólafs son verið fenginn til að gera minnismerkið. • Melskurðarvél. Ný melskurðarvél liefur ver- ið reynd hjá Landgræðslunni og lötar hún mjög vel. Vél þessi er sögð hugarfóstur landgræðslumanna og Ólafs Egiissonar á Hnjóti og fyrst smíðuð fyrir tveim árum, en síðar endurbætt og reynist nú afkasta 10—20 manna verki við melskurð. Á hverju hausti er fólki safnað saman til melskurðar hér á landi, þar sem hin harðgerða mel- planta síðan nemur land og breytir auðnum í græn og gróskumikil beitilönd. • Eru vinnupallamir í lagi? Þótt ekki sé skemmtilegt að fjalla lun slys og slysahætt ur, erum við 'öðru hvoru minnt á kaldar staðreyndir raunveruleikans. Sérstaka m Lfl mm athygli vekja fregnir af dauðaslysi, er vinnupallur einn við hús í Kópavogi féll niður með hörmlegustu af leiðingum. Festingar pallsins höfðu bilað og vinnupallur- inn var á sjöttu hæð hússins. Hver sem eftirmál þessa slyss verða, ætti þetta að vera ákveðin viðvörun til þeirra, sem láta vinna utan á húsum, skipum og við aðrar aðstæður, í þessu efni eða svipuðmn, bjóða jafnan hætt- unni heim, sé ekki tryggilega frá gengið. Blaðinu hefur verið bent á, að þörf sé á að minna á þetta mál hér á! Akureyri. • KEA bætir móttöku fiskjar í Hrísey og Grímsey. Stjórn Kaupfélags Eyfirð- inga hefur ákveðið að stækka fiskvinnsluhúsin í Hrísey og Grímsey. Útgerð hefur aukist mjög í Hrísey með tilkomu skuttogarans Snæfells. Þar rekur KEA fullkomna fiskverkun, þ. e. frystihús, saltfiskverkun og beinaverksmiðju. f Grímsey er fiskurinn eingöngu saltaður og kaupir KEA hann af sjómönnum. Þar hefur útgerð aukist til muna, og þótt félagið hafi byggt við saltverkunarhúsið, er þörf á töluverðri stækk- un nú. • Sementstankar. Allt sement er selt laust, þ.e. ósekkjað í Reykjavík, Sel- fossi og Ytri-Njarðvík, og hafa steypustöðvar á þess- um svæðum búnað til að taka þannig á móti sement- inu, og áhugi er á því víðar, að fá ósekkjað sement, svo sem í Vcstmannaeyjum og á fsafirði. Ekki hefur Akur eyri verið talin í hópi þeirra staða, sem undirbúa vilja móttöku á ósekkjuðu sem- enti, en margt mælir með því, að svo verði gert, og þá einkum verðlagið. En verð- munur á ósckkjuðu og sekkj uðu seinenti er verulegur. Sementssalan fyrstu sjö mánuði þessa árs var 71.447 tonn, allt frá Sementsverk- smiðjunni á Akranesi. Fjórðungsþingi Norðlendinga lokið Fjórðungsþing Norðlendinga var sett á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 4. september, en var síðan fram haldið í Mið- garði í Varmahlíð og lauk þriðjudaginn 6. september. Fulltrúar hlýddu messu í Hóladómkirkju, þar sem séra Gunnar Gíslason predikaði. — Haukur Jörundarson skrif- stofustjóri flutti ávarp og Gísli Magnússon í Eyhildarholti kynnti staðinn, ásamt Jóni Frið- bjömssyni kennara. Þingið setti Bjami Þór Jóns- son, formaður Fjórðungssam- bandsins. Hann flutti síðar skýrslu stjómarinnar. En fram- kvæmdastjórinn, Áskell Einars- son flutti yfirgripsmikla skýrslu um starfsvettvang og ný við- horf samtakanna. Fundarstjóri var Jóhann Salberg Guðmunds- son sýslumaður. ‘ Eftirtaldar nefndir störfuðu á þniginu: Iðn- þróunamefnd, samgöngumála- nefnd, menningarmálanefnd, iallsherjamefnd, þjónustudreif- ingarnefnd og fjárhags- og skipulagsnefnd, og gefur þessi upptalning vel til kynna þau margvíslegu viðfangsefni, sem þingið fjallaði um. Sérstök erindi á ráðstefnunni fluttu: Guðmundur Einarsson, framkv.stjóri Skipaútgerðar ríkisins, um skipulag sám- gangna og sérstaklega um sam- göngur á sjó, Leó Jónsson, starfsmaður hjá Iðnþróunar- stofnun íslands um iðnþróun, einnig Árni Jónasson erindreki um atvinnuval í sveitum og Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður um landshluta- virkjanir og skipulag orkumála. Þetta þing fjórðungssam- bandsins var vel sótt og þar voru gerðar margar ályktanir, sem hér er ekki rúm að rekja Framhald á blaðsíðu 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.