Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 14.09.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPT. 1977 39. TÖLUBLAD Orkumál Fjórðungsþing Norðelnd- inga, haldið í Varmahlíð 4. til 6. september sl. sam- þykkti eftirfarandi um orkumálin: Fjórðungsþingið fagnar þeim framförum í orkumál- um, sem orðið hafa eða eru í sjónmáli. Sérstaklega er ástæða til að fagna fram- kvæmdum að jarðvarma- veitum og tengingu raf- orkukerfisnis við Lands- virkjunarkerfið. Jafnframt leggur þingið áherslu á að styrkja þarf raforkudreifi- kerfið innan fjórðungsins og jafna raforkuverðið. — Fjórðungsþnigið vekur at- hygli á þýðingu orkuöfl- unar fyrir iðnþróun á Norð urlandi og leggur áherslu á að stefna í orkuöflun og dreifing tryggi sem hag- kvæmasta orku til stöðugr- ar iðnþróunar. Norður landsvirkjun Fjórðungsþingið samþykkti ennfremur: Fjórðungs- ; þingið samþykkir að fela fjórðungsráði að kjósa nefnd, sem annist viðræður ; við iðnaðarráðuneytið um Norðurlandsvirkjun. Jafn- framt kanni hún aðra j möguleika á skipulagi orku- mála. Nefndin hafi for- göngu um að kynna málið I á héraðsfundum á vegum sambandsnis á næsta hausti. Sintoníu hljómsveitin Sinfoníuhljómsveit íslands er nú á hringferð um land- ið og kom hún hingað til j Akureyrar á laugardaginn og hélt tvenna hljómleika í íþróttaskemmunni. Stjórn | andi, Páll P. Pálsson, ein- j leikari Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari og einsöngvarar Kristinn j Hallsson og Sieglinde Kah- man. Hljómsveitin lék létta tónlist fyrir börn klukkan j þrjú og munu um eitt þús- und ánægð böm hafa notið þeirra. Eru slíkir barnatón- leikar algerð og þakkar- verð nýjung. Almennir tónleikar voru svo síðarj sama dag og voru þeir einnig vel sóttir. Kaupfélag Eyfirðinga bauð tónlistar- j fólkniu til hádegisverðar1 og bæjarstjóm til kvöld- verðar. Heysala til Færeyja Sambandið hefur þegar selt ofurlítið af heyi til Færeyja, sem flutt er með Smyrli. Þangað voru í fyrra seld 50 tonn. Verðið er nú 33 krónur fyrir kílóið. Hey- sala er nokkur innanlands og eru það m. a. félög hesta- manna, sem hey kaupa og flytja jafnvel milli lands- hluta. Hinir smærri útgerðarstaðir á Norðurlandi hafa sannað tilverurétt sinn. Sjá í opnu viðtal við Stefán Valgeirsson alþingismann. (Ljósm. E. D.) Æfingar hafnar hjá LA Brynja Benediktsdóttir leikhússtjóri Hjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason, fastráðn- ir starfskraftar Þjóðleikhússins, hafa fengið orlof þar til dvalar á Akureyri næsta leikhúsár og til starfa hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Brynja er leikhússtjcki, en Erlingur verður ásamt henni leikstjóri fyrsta verkefnisins, sem æfingar hófust á í byrjun þessa mánaðar, en mun einnig í vetur vinna við Þjóðleikhúsið. Fyrsta verkefnið er eftir Odd Björnsson og heitir Söngleikur Sunnudaginn 4. september var hátíð haldin í Grímsey. Þá bauð Óli Bjamason, útgerðarmaður, til veislu í tilefni af 75 ára af- mæli sínu og gullbrúðkaupi þeirra hjóna, hans og Elínu Sigurbjörnsdóttur konu hans. Við það tækifæri gaf séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup og sóknarprestur í Grímsey saman brúðhjónin Þórleif Ólason og Ingibjörgu Margreti Gunnars- dóttur og skírði um leið barn þeirra. Veislan fór fram í fé- lagsheimilinu og svignuðu borð undir krásum í matarveislu klukkan sex síðdegis, eftir hjónavígsluna í kirkjunni. Síð- an var dansað til klukkan þrjú um nóttina. Sjómenn voru í landi, og voru allir yfir 14 ára aldri boðnir. En daginn eftir var yngra fólkinu boðið til matarveislu, og þá var einnig dansað á eftir. Man ég varla eftir skemmti- legra samkvæmi en í veislunni hjá Óla Bjamasyni. f september hafa ógæftir ver- ið, en nú er þó róið. Engir veru- legir toppar hafa verið í afla- brögðunum í ár, en aflinn er þó orðinn eins mikill og um sama um Loft. Efniviðurinn er úr sögunni um Galdra-Loft, í nú- tímastíl. Verk þetta er mjög viðamikið, sagði leikhússtjóri. Það var áður sýnt í Þjóðleik- húsinu, undir nafninu Horna- kórall 1967. Síðan hefur höf- undur að nokkm endursamið verkið. Tónlistina samdi Leifur Þór- arinsson og er hann hingað kom inn og æfir þetta leikhúsverk að sínum hluta, með tónlistarmönn- unum, sem eru Ámi Ketill Frið- riksson, Örn Magnússon, Gunn- leyti í fyrra, en þá aflaðist vel. í gær var féð rekið til réttar, og er það alltaf skemmtilegt í góðu veðri eins og þá var. Búið er að steypa undirstöður undir fiskhús það, sem KEA var að byggja. Ætlunin er, að hús þetta verði komið í gagnið fyrir næstu aðalvertíð. (Samkv. viðtali við Steinunni Sigurbj örnsdóttur, fréttaritara ar Ringsteð og Sævar Bene- diktsson. í þessu leikhúsverki em mikl- ir söngvar og gerði Kristján Árnason textana. Yfir tíu leik- arar em í Söngleik um Loft, en. þess utan hljóðfæraleikarar og söngvarar. En fastráðnir leikar. ar hjá Leikfélagi Akureyrar eru fimm talsins, auk ljósa- meistara og konu, sem annast búninga. Leikhússtjóri taldi þá mjög hæfa og auk þess væri hér á Akureyri hópur gamalla og góðra leikara, sem leikhús- inu yrði eflaust mikill styrkur að, svo sem jafnan hefði verið. Frumsýningin verður væntan- lega í þriðju viku októbermán- aðar. Næsta verkefnið er svo barna- ; leikritið Snædrottningin, sem byggt er á einu af ævintýmm H. C. Andersens, og samtímis æfingum á því leikriti, verða hafnar æfingar á næsta eða næ.stu verkefnum, sem enn er ekki ráðið hver verða. Blaðið þakkir þessar upplýsingar og óskar nýjum starfskröfutm vel- farnaðiar í starfi Málverka sýning Málverkasýning, sem jafnframt er sölusýning, verður haldin á vegum Myndlistarskólans á Ak- ureyri og hefst kl. 16 á föstu- daginn og lýkur 25. september. Á sölusýningunni verða 33 myndir eftir jafn marga höf- unda og gefa þeir allir verk sín. Ágóðanum verður varið til bókakaupa fyrir Myndlistarskól- ann. Sýningin er opin virka daga klukkan 18—22 og um helgar, klukkan 13—22. Skólastjóri Myndlistarskólans er Helgi Vil- berg og er hann listamönnum mjög þakklátur fyrir málverka- gjafimar. Þeir sem gefa myndir á þessa sölusýningu eru: Aðalsteinn Vestmann, Alfreð Flóki, Björg Þorsteinsdóttir, Bolli Gústavsson, Bragi Ásgeirs- son, Egill Eðvarsson, Einar Þor. láksson, Eiríkur Smith, Gísli Guðmann, Guðmundur Ár- mann, Helgi Vilberg, Hringur son, Jens Kristleifsson, Jóhann- es Geir, Jón Reykdal, Jónas Guðmundsson, Kjartan Guð- jónsson, Kristinn G. Jóhanns- son, Óli G. Jóhannsson, Pétur Friðrik, Ragna Róbertsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Þorbjörg Þórðardóttir, Þorvaldur Skúla- son, Þórður Hall, Örlygur Krist- fínnsson, Örlygur iSigurðsson, Órn Ingi Örn Þorsteinsson. Engin tæring Bæjarstjórn hefur borist skýrsla frá Rannsóknarstofnun ríkisins um prófanir á heita vatninu á Laugalandi. — Niðurstöður eru þær, að vatnið innihaldi örlítið af súrefni, sem gæti valdið tær- ingu á stáli. Rannsóknarstofn- unin telur þó ekki ástæðu til að óttast málmtæringu, einkum ef um væri að ræða íblöndun á natríum sílfíti. Mega þetta tel- ast góðar fregnir, einkum þar sem áður voru komnar á kreik ýmsar sögusagnir um aðra og verri eiginleika þessa vatns. Eldgos við Leirhnjúk Síðasta fimmtud.kvöld hófst gos nokkra kílómetra norðan við Leirhnjúk. Opn- aðist nær kílómeters löng sprunga og rann þunnt hraun úr sprungunni, hellu- hraun. Gosið rénaði mjög fljótt. Hraun- ið er talið þekja 0,7 ferkílómetra lands, og hraunmassinn um 2 millj. rúmmetrar. Jafnhliða þessu gosi varð mikið gufugos í Bjarnarflagi úr borholu einni þar, enda jókst gufuþrýstingur mjög á því svæði. Nýbráðið gjall var við borholu þessa þegar um hægð- ist. Hefur þar því komið upp bráðið grjót ásamt gufunni. f þessum umbrotum tók jörð að gliðna, á sama hátt og í apríl í vor, í Bjarnarflagi og við Kísiliðjuna. Á mannvirkjum Kísiliðjunnar urðu verulegar skemmdir, bæði á húsum og þróm, en reksturinn heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorist, svo og við Kröfluvirkjun. Við landgliðnun slitna hverskonar leiðslur, sem slitað geta, og er af því ómældur skaði. Þá varð vegurinn um Námaskarð ófær og var lokað þar til viðgerð hafði farið fram. Jarðskjálftar voru verulegir. Allt var rólegt í Kröfluvirkjun, nema hvað almannavarnir þar, og í Mývatnssveit, gerðu sínar öryggis- ráðstafanir með hliðsjón af þessum náttúru- hamförum. Stórhátíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.