Dagur


Dagur - 21.09.1977, Qupperneq 1

Dagur - 21.09.1977, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPT. 1977 40. TÖLUBLAÐ Fyrir ungt fólk Samband ungra framsókn- armanna heldur á föstu- daginn kynningarfundi víða í þessu kjördæmi. Eru þeir fyrst og fremst ætlaðir ungu fólki, en eru öllum opnir. Þar verður fjallað um stjómmálin almennt og spurningar til meðferðar, svo sem á öðrum stað er sagt frá. Áhugi ungs fólks á stjórn málum er mjög takmarkað- ur, og nokkurar tortryggni gætir í garð alþingismanna og stjórnkerfisins yfirleitt. En þátttaka í stjórnmálun- um er engu að síður nauð- syn, og raunar skyldug í lýðræðisþjóðfélagi, 'svo framarlega að frelsi og lýð- ræði sé í heiðri haft. Framsóknarfélag Eyjafjarðar Aðalfundur Framsóknarfé- lags Eyfirðinga verður hald inn á morgun, fimmtudag, og hefst hann kl. 9 e. h. — Auk venjulegra aðalfundar- starfa mætir framboðs- nefnd Eyfirðinga á fund- inum. Sjá nánar í auglýs- ingu. ______ Sesselíubúð Fyrir tíu árum reisti Slysa- vamarfélagið skýli það á Oxnadalsheiði, sem hlaut nafnið Sesseljubúð, og var það vígt af sóknarprestun- um á Akureyri. Um síðustu helgi var Sesseljubúð tekin af grunni sínum og færð á nýjan nokkur hundruð metrum vestar á heiðina. Nýr vegur hafði verið lagð- ur og varð þá afstaða skýl- is til vegarins óhagstæð, en er það ekki lengur. Vega- gerðarmenn og Jón Sigur- jónsson smiður önnuðust flutning skýlisins. Kvenna- deild slysavarnafélagsins á Akureyri sér um rekstur- inn. Vonandi þjónar Sess- eljubúð vel sínu hlutverki, svo sem verið hefur. Dauðaslys Síðdegis 17. september varð það hörmulega slys við Malar- og steypustöðina á Akureyri, að Jón Melstað Stefánsson, Tjarnarlundi 6B, varð undir steypubíl og lést samstundis. Hann var 26 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Sama kvöldið lenti þrett- án ára piltur fyrir bíl á mótum Stekkjargerðis og Akurgerðis. Hann var á hjóli, slasaðist allmikið og er í sjúkrahúsi. Þrír öku- menn voru um helgina teknir fyrir meinta ölvun, og bíll lenti út af vegi við Fagraskóg á sunnudags- nóttina. Farþegi var flutt- ur í sjúkrahús. (Frá lögreglunni). Grenivík við Eyjafjörð. (Ljósm. B. I.) Grunnskóli rís á Grenivík Fyrsta skóflustungan tekin mánudaginn 12. september Árdegis mánudaginn 12. sept- ember var fyrsta skóflustungan tekin að grunnskólahúsi á Grenivík, sem taka á sjö neðri bekkina og í tengslum við hús þetta á að byggja í framtíð- inni bæði íþróttahús og félags- heimili undir sama þaki. Fyrstu skóflustunguna tók Pétur Ax- elsson, formaður bygginga- og skólanefndar, að viðstöddum hreppsnefndarmönnum, bygg- ingarnefnd og nokkrum öðrum. Húsið er teiknað á teikni- stofu Hauks Haraldssonar á Akureyri, en arkitegt er Ágúst Berg. Byggingameistari verður Þorgils Jóhannesson á Sval- biarðseyri. Hugmyndin er að byggja í haust undirstöður og kjallaraveggi ef tíð leyfir. Yfir standa á Grenivík vatns- veituframkvæmdir. Vatnið er tekið í Grenivíkurfjalli, innan við einn kílómetra frá þorpinu. Búið er að byggja 100 tonna vatnsgeymi á miðri leið. Vatns- æðin að geymi er 4 þumlungar, en þaðan er lagt út í 3 þuml- unga leiðslum. Væntanlega verða fyrstu húsin tengd mjög bráðlega. Vatnið er mjög gott. Þá er unnið að holræsagerð, og er búið að leggja um 300— 400 metra af þeim. Þá fékk sveitarfélagið heimild til að byggja fjórar leiguíbúðir og er flutt í þrjár þeirra, en fjórða íbúðin er tilbúin og verður flutt í hana um helgina. í ár hafa einstaklingar byrjað á þrem einbýlishúsum og önnur þrjú hús, sem byrjað var á í fyrra, eru í smíðum. Enn vantar hús- næði fyrir fólk, sem flytja vill til Grenivíkur. I Grýtubakkahreppi búa rúm. DAGTJR kemur næst út 28. sept. Mikið efni bíður. lega 400 manns, þar af 250 í Grenivíkurþorpi. Fjórir stærri bátamir róa nú með línu og reyta sæmilega, eða frá 4—6 tonnum, og trillurnar hafa fengið dálítið á færi og línu. Frystihúsið hefur haft nægilegt hráefni að undanförnu. Slátrun hefst 19. september og verður lógað nær sjö þúsund fjár í haust. (Samkvæmt viðtali við Pétur Axelssort, fréttaritara blaðsins á Grenivík). Gullfundur í Hamrinum Á miðvikudagskvöldið síðasta var byrjað að dæla 63 gráðu heitu vatni úr 840 metra djúpri borholu á Hamri í Svarfaðardal vegna hitaveitunnar á Dalvík. Fengust úr henni 34—35 lítrar á sekúndu. Er það rúmlega helmings aukning á heita vatn- inu og þetta nýja vatn er einnig heitara en það eldra, enda kom það á meira dýpi og truflaði ekki rennsli þess vatns hitaveit- unnar, sem fyrir var. Er þetta ómetanlegur árangur og nægir heita vatnið nú til nær tvöfallt stærri byggðar, en nú er við Böggvisstaðasand. í þessari viku verður heita vatnið tengt hitaveitunni. Stofnæðin er það rúm, að hún tekur þessa við- bót. Pálmi vígður Á sunnudaginn var vígður til Melsstaðaprestakalls, séra Pálmi Matthíasson frá Akureyri. — Vígslubiskupinn, séra Pétur Sigurgeirsson vígði, en séra Bolli Gústavsson lýsti vígslu. — Vígsluvottar voru sera Birgir Snæbjörnsson, séra Pétur Þór- arinsson, séra Pétur Ingjaldsson og séra Gísli Kolbeinsson. Hinn nývígði prestur hefur búsetu á Hvammstanga. Hann er kvæntur Unni Ólafsdóttur og eiga þau eitt barn. Bjöm Ingólfsson, Baldur Jónsson, Pétur Axelsson og Jakob Þórðar- son vom nærstaddir er fyrsta skóflustunga grunnskólans var tekin. Fundir um lands- mál fyrir ungt fólk Magnús Ólafsson form. SUF | Föstudaginn 23. september verða haldn- ir á vegum Sambands ungra Fi amsóknar- manna fimm almennir stjórnmálafundir í Norðurlandskjördæmi eystra. — Þeir verða á eftirtölidum stöðum: Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík og Kópaskeri ogihefjast allir klukkan 20.30. Á öllum fundunum verður fjallað um sama efni, þ. e. stefnu og störf Fram- sóknarflokksins og Sambands ungra framsóknarmanna. Leitað verður m. a. svara við eftirfar- andi spurningum: 1. Á að draga úr félagslegri þjónustu? 2. Á að draga úr opinberum framkv.? 3. Hvernig verður sköttunum best varið? 4. Hvernig má gera stjórnkerfið mann- legra? Tveir framsögumenn verða á hverjum fundi, allir úr röðum SUF. Þá mun rit- ari Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, verða á fundinum á Ak- ureyri. Fundirnir eru fyrst og fremst ætlaði ungu fólki, þótt allir séu velkomnir, og þar sem hér er um kynningarfundi að ræða, má óhikað hvetja til góðrar þátt- töku.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.