Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGXJR LX. ARG. AKUREYRI, MI1ÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1977 41. TÖLUBLAD Brýrnar á Eyjafjarðará Brýrnar þrjár á Eyjafjarð- ará, skammt sunnan við Akureyri voru byggðar 1922 og 1923 og hafa dugað til þessa. Þeirra hlutverki á að Ijúka með smíði nýrra brúa á nýjum Leiruvegi. — Viðgerð fer nú fram á brúnum, bæði á handriðum um og endastöplum. Sam- tals eru brýr þessar rúm- lega 190 metrar að lengd, sú vestasta lengst, 83 metr- ar. í lok viðgerðar verða brúargólfin malbikuð. Smá umferðatafir hafa orðið vegna viðgerða brúnna. Mesta heilbrigðis- vandamál Dana Danir drekka þrisvar sinn- um meira áfengi en íslend- ingar. Áfengisneysla veldur líklega mestum vanda í heilbrigðismálum í landi þeirra. Erik Strömgren, prófess- or og yfirlæknir við geð- sjúkrahúsið í Árósum, held ur þessu fram í grein í rit- inu Ugeskrift for læger. — Hann bendir á að æ fleiri Danir deyi úr skorpulifur og hvetur til breytinga á áfengismálastefnu stjóm- valda. En sem kunnugt er búa Danir við minni höml- ur varðandi áfengisdreif- ingu en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Á árunum 1972—1975 fjölgaði þeim sem létust úr skorpulifur um 40%. Bent hefur verið á að í Dan- mörku hefur áfengi ekki hækkað í verði í hlutfalli við auknar tekjur manna, og getur það valdið ein- hverju um aukna drykkju. (Frá Áfengisvarnaráði). Mikil aukning hjá Samvinnu- ferðum Samvinnuferðir hafa eflst á þfessu ári og hafa hópferðir þeirra verið margar til Spánar, Portúgals, Svíþjóð- ar, Englands og írlands. Heildarvelta fyrirtækisins fyrsta starfsárið var 90 milljónir króna, en veltu- aukning er mjög mikil á þessu ári og höfðu 2500 far- þegar í hópferðum keypt farmiða hjá ferðaskrifstof- unni fyrstu átta mánuðina og gert ráð fyrir 250 millj. króna veltu þetta árið. — Stjórn Samvinnuferða skipa: Erlendur Einarsson, Valur Arnþórsson, Axel Gíslason, Hallgrímur Sig- urðsson og Sigurður Þór- hallsson. — Framkvæmda- stjóri er Böðvar Valgeirs- son. Eyjafjarðarárbrýr vora byggðar 1922 og 1923 og hafa nú hlotíð nokkra viðgerð. (Ljósm. E. D.) Olíumöl á götur á Húsavík Húsavík 26. september. Nor- rænir sérfræðingar í garðrækt þinguðu í félagsheimilinu á Húsavík um helgina. Hófst ráð- stefnan á föstudaginn og lauk í gær, sunnudag. Ráðstefnugestir voru 32. Næsta ráðstefna, sem haldin verður á Hótel Húsavík mun hefjast 13. næsta mánaðar og mun þá fjallað um íslensk hafnarmál. Á fimmtudaginn í síðustu viku var byrjað að leggja olíu- möl á fjórar íbúðargötur á Húsavík og gert ráð fyrir, að því verki ljúki um hádegi á morgun. Göturnar eru: Höfða- brekka, Baldursbrekka, Sól- brekka og Holtagata. Skipt var um jarðveg í Höfðabrekku_ en undirlag hinna gatnanna talið nægilega traust fyrir olíumöl. Bærinn átti allmikið af olíumöl, sem hann keypti 1975, en til viðbótar voru keypt 1900 tonn af olíumöl í sumar frá Miðfelli hf. Nokkrar birgðir verða eftir og verða væntanlega notaðar næsta sumar. Sauðfjárslátrun hófst í Slát- Flugvél skeitimdist Ein af Fokker-flugvélunum skemmdist á Akureyrarflugvelli á sunnudaginn. Vélin var rétt lent og var komin á stæðið, er slysið varð. Það bar að með þeim hætti, að þá var ekið hleðslutæki framan að vélinni aftan í vagni. En hleðslutækið losnaði aftan úr dráttarvagnin- um, rann stjórnlaust á mótor flugvélarinnar, sem enn var í gangi og skemmdi hann mjög. Skrúfan eyðilagðist og skipta þurfti um mótor. Tjónið skiptir eflaust tugum milljóna, þótt ókannaðar séu skemmdirnar, og þetta slys olli einnig smávegis töfum á flugi. Samkvæmt upp- lýsingum Sveins Kristinssonar umdæmisstjór a. urhúsi Kaupfélags Þingeyinga þann 13. þ. m. og lógað um tvö þúsund fjár á dag. Gert er ráð fyrir að slátrun ljúki um miðj- an október, en alls verður 47 Gunnarsstöðum, Þistilfirði 26. september. í dag er ég að skila fé sem komið hefur fyrir hing- að og þangað á bæina þar sem það á heima. Nú er ég búinn að fara á níu bæi, en því miður vannst ekki tími til að drekka kaffi, því þá hefði dagurinn orð- ið of stuttur, því ég á enn eftir að skila fé á nokkra bæi fyrir kvöldið. Féð reynist fremur vænt í sláturhúsinu á Þórshöfn. — Þyngsta jafnaðarvigtin er 19,04 kg og voru þeir dilkar frá Hjálparsveitir Um síðustu helgi var haldið í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli Landsþing Hjálparsveitar skáta. Þingfulltrúar voru frá öllum aðildarsveitum, tíu að tölu. Tryggvi Páll Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins, en hann hefur verið það frá upphafi eða í sjö ár. Þingfulltrúar voru m. a. boðnir að skoða hið nýja og glæsilega hús Flugbjörgunar- Enn borað á Laugalandi Verið er að flytja Dofra frá Grísará að Laugalandi, þar sem borun eftir heitu vatni mun hefjast eftir fáa daga. Árangur af boruninni við Grísará varð lítill — aðeins um sjö sekúndu- lítrar. Nýja borholan á Laugalandi er örskammt frá prestshúsinu, aðeins sunnar og ofar í brekk- unni. þúsund fjár lógað, og er það lít- ilsháttar meira en á síðasta hausti. Eftir það hefst stórgripa. slátrun og er minna framboð en í fyrra. Þ. J. Tunguseli. En hér var um að ræða þann hluta fjárins, sem fyrst var lógað frá þeim bæ. Nú er búið að viðra vel í næst um þrjár vikur, þannig að hver dagurinn er öðrum betri, sól og kyrrt. Búið er að ganga tvenn- ar göngur á öllum stærri heið- unum. Ekki er komið í ljós hvemig fjárheimtur bænda eru, en eflaust verða þær góðar í ár. Langnesingar eru enn að smala fé sínu og gera hvern dag. Þar eru bændur fáir en lönd stór og tafsöm smalamennskan. Ó. H. skáta þinga sveitarinnar hér á Akureyri, og þáðu þeir veitingar þar. — Framkvæmd þingsins var í höndum Hjálparsveitar skáta á Akureyri og er Dúi Bjöms- son formaður þeirrar sveitar. Hlíðarskokk Á laugardaginn 1. október gefst ungum og öldnum kostur á að taka þátt í Hlíðarskokkinu, sem er tæplega 7 km löng leið, frá Lónsbrú upp að Lögmanns- hlíð og síðan niður í Glerár- hverfi með endamark við Gler- árskólann. Skokkið hefst klukkan 2 e. h. og eru væntanlegir þátttakend- ur beðnir að mæta tímanlega við Lónsbrúna á laugardaginn. Sjóstangveiði Sjóstangveiðimót Sjóstangveiði félags Akureyrar var haldið 10. þ. m., og var róið frá Dalvík á sex bátum. Keppendur voru þrjátíu og einn. Lagt var frá bryggju kl. 7.30 og komið að kl. 15.30. Aflahæsta sveit var sveit Vestmannaeyja, en hana skip- uðu: Sveinn Jónsson, Bogi Sig- urðsson, Jón Ögmundsson og Arnþór Sigurðsson. Aflahæsti einstaklingur var Sveinn Jónsson, Vestmanna- eyjum. Flesta fiska veiddi Matt- hías Einarsson, Akureyri. Afla- hæstur báta var Albert frá Dal- vík. Stærstu fiska af hverri teg- und veiddu: Einar I. Einarsson stærstan þorsk, Jóhann Krist- insson og Magnús Oddsson veiddu jafnstórar ýsur, Jón Ögmundsson stærsta steinbít- inn, Einar Einarsson stærstu lúðuna og Richard Ingibergs- son stærstan ufsann. Hárkollur á uppboði? Fjárhagur Leikfélags Akureyr- ar er þröngur. Nýr leikhús- stjóri er tekinn til starfa, ásamt fastráðnum og lausráðnum leik- urum og öðru starfandi leikhús- fólki. En víxlar falla og ýmsir skuldheimtumenn minna á“ sig. Sagt er að bæjarfógeti sé þegar búinn að taka leikhúsbúninga lögtaki til lúkningar skuldum. Þeim búningum munu fylgja hárkollur, skegg og margar þær vörur aðrar, sem notaðar eru í þágu leiklistarinnar hverju sinni. Við svo búið má ekki standa. Leikhúsið viljum við hafa, og hljóta sjóðir ríkis og bæjar að koma til aðstoðar. Ný landssamtök mynduð I þessari viku verða öll heim- ili á Akureyri, svo og vinnu- staðir, heimsóttir og leitað eftir stuðningi við ný lands- samtök, sem formlega verða stofnuð í Reykjavík á laugar- daginn. Þessi samtök nefna sig SÁÁ eða Samtök áhuga- fólks um áfengisvandamálið, sem nú er eitt mesta vanda- mál þjóðarinnar, samanber þær þúsundir áfengissjúkl- inga og aðstandendur þeirra, sem við þetta vandamál berjast, oft vonlítilli bar- áttu. Stefna samtakanna er að koma á fót afvötnunarstöð og endurhæfingarstöð og að opna í hverjum landsfjórð- ungi leitar- og leiðbeininga- stöð fyrir alkóhólista, auk margs annars í sömu átt. — Skilningur almennings og yfirvalda er að aukast á þörf fyrir raunhæfar aðgerðir í áfengismálum. Stuðningur beggja aðila þarf til að koma, svo unnt sé að hjálppi of} fyrirbyggja. Allir hættu að verða samtaka í því að leggja sitt lóð á vogarskálina, ef verða mætti tíl að minnka þetta stærsta böl þjóðarinnar. Vænir dilkar í Tunguseli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.