Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 28. september 1977 Þessi móhraukamynd úr Svarfaðardal, sem tekin var fyrir allmörgum árum, minnir á gamla Kmmn, er þetta eldsneyti var grafið úr jörð. (Ljósm. E. D.) Fallegir hópar í stóðréttum Ómarkaður stóðhestur kom til réttar Sauðárkróki 26. september. Já ég var í stóðréttum í gær. 'Rétt að var í Staðarrétt við Reynis stað, Skarðarétt í Gönguskörð- um og Selárrétt á Skaga. Logn var og blítt veður og þannig hefur það verið að undanförnu, sérstaklega gott gangna. og réttarveður. Flest voru hrossin í Skarðsrétt, um 600, en um 300 í hinum, fallegir hópar. Það bar til, að í Staðarrétt kom þriggja vetra ómarkaður stóðhestur og var hann boðinn upp og seldur á 55 þúsund krónur. En algerlega er óheim- ilt að láta stóðhesta ganga lausa, enda þótti þetta nokkuð fréttnæmt. Stóðhesturinn var rauðstjömóttur og sæmilega álitleg skepna, þriggja vetra, eftir því sem best var séð. Slátrun gengur vel og er lóg- að hjá kaupfélaginu 2300 á dag og stundum meira. Dilkar reyn- ast heldur vænni en í fyrra. — Fyrir helgina var búið að lóga 14 þúsund fjár. Kaupgjaldsmál- in, sem voru á dagskrá fyrir sláturtíðina ,leystust farsællega og tafðist slátrun ekki um eina klukkustund þeirra vegna. Skapti er að landa 70 tonnum í dag en Drangey er í veiði- banni. Nýi togarinn tafðist lítil- lega, og er því ekki kominn ennþó. G. Ó. Bækurnar frá Skjaldborg Skjaldborgarútgáfan h.f. á Ak- ureyri er nú að prenta nokkrar bækur sem koma á markaðinn síðar á þessu ári. Bjöm Eiríks- son prentsmiðjustjóri tjáði blað inu fyrir helgina, að fyrsta bók- in væri þegar fullprentuð og til- búin til dreifingar, en það er sjöunda Ijóðabók Braga Sigur- jónssonar og heitir Sumarauki. En ekki sagði Björn hvenær bókin yrði send í bókabúðir. Þá er sjötta bindi bókaflokks ins Aldnir hafa orðið, í prentun og í þessari bók segja frá þau Guðlaug Narfadóttir, Snæbjörg Aðalmundardóttir, Stefán Jas- onarson, Guðni Þórðarson, Þor- leifur Ágústsson, Þorkell Björnsson og Hólmsteinn Helga son. Þá er í prentun gamansaga fyrir börn og unglinga eftir Indriða Ulfsson og heitir hún Loksins fékk pabi að ráða. Varð eldasögur, annað bindi, eftir Tryggva heitinn Þorsteinsson kemur út hjá forlaginu og ritar Samvinnuskólinn Bifröst Vetrarstarf Samvinnuskólans er nýhafið. Skólasetning að Bifröst var þriðjudaginn 20. september en í framhaldsdeild- um 18. september. Togararnir Kaldbakur landaði síðast 14. september 155 tonnum. Afla- verðmæti 13,5 millj. króna. Svalbakur landaði 20. sept- ember 170 tonnum. Aflaverð- mæti 12,9 millj. kr. Harðbakur landaði 23. sept. 160 tonnum. Aflaverðmæti 14,6 milljónir króna. Sléttbakur landaði 12. sept. 170 tonnum. Aflaverðmæti var 15,2 millj. kr. Togarinn var að landa á ný á mánudgainn, 140— 150 tonnum. Sólbakur landaði 19. sept. 116 tonnum. Aflaverðmæti 10,2 Nemendur í vetur eru 121 talsins í 6 bekkjardeildum, þar af 81 á Bifröst og 40 í framhalds deildum. Er þetta fjölmennasti hópur sem stundað hefur nám við skólann vetrarlangt. Síðastliðinn vetur bjuggu tveir nemendur ásamt fjölskyld um sínum í orlofshúsum sam- vinnustarfsmanna að Bifröst. Þessi tilraun með „hjónagarða“ tókst vel þannig að í vetur búa nemendur skólans í fimm orlofs húsum samvinnustarfsmanna. í skólasetningarræðum gerði skólastjóri grein fyrir hugmynd um sem uppi vær um að skól- inn gengist fyrir námskeiðum fyrir fullorðið fólk og kvaðst hann vonast til að námskeiða- hald gæti hafist við skólann á þessu skólaári. Skólastjóri Samvinnuskólans er Haukur Ingibergsson. séra Bolli Gústavsson formála. Bókin er ætluð bæði yngra fólki og eldra. Þá er að koma út bók- in Galdra- og brandarabók Baldurs og Konna, með teikn- ingum og ljósmyndum. Þá er enn að geta bókar eftir séra Jón Bjarman fangelsis- prest og heitir hún í óljósri mynd. Kallar höfundur bókina skáldverk. Og enn kemur ein Kátubókin og heitir hún Káta bjargar hvolpunum, en Magnús Kristinsson þýddi. Að endingu sagði Björn, að útgáfan væri e. t. v. „að spá í“ eina bók í viðbót, sem þó væri ekki að fullu ráðið. Prentsmiðja Björns Jónsson- ar og Skjaldborgarútgáfan eru í höndum sömu eigenda og hef- ur prentsmiðjan aukið og bætt vélakost sinn til mikilla muna. 10 ri • Verð á leik> föngum Neytcndasamtökin sendu blaðinu opinbera fyrirspum til Kaupmannasamtaka ís- lands og Félags leikfanga- sala. Þar er spurt, hvort rétt séu þau orð verðlagsstjóra, að innkaup á leikföngum séu hagstæð í samanburði við það, sem gerist í London, en álagning heildsala og smá- sala sé hins vegar — „eða sem sagt vel á annað hundr- að prósent, sem er a. m. k. hclmingi hærra en kollegar- þeirra út í London taka.“ Neytendasamtökin óska opinberra svara út af þess- um viðskiptaháttum, en skýrt skal tekið fram, að frjáls álagning er á leikföng- um og heyrir verðlagið því ékki undir skrifstofu verð- lagsstjóra. • Misheppnuð menningarvika Lítið hefur opinberlega ver- ið rætt um Norrænu menn- ingarvikuna, sem í sumar var haldin í norðlenskum kaupstöðum. Vantaði þó ekki viljann, því að hug- myndin var góð. En vikan sú ama færði okkur ekki and- blæ menningar frá hinum Norðurlöndunum, eins og menn væntu. Norræna menn ingarvikan hefði átt að heita eitthvað allt annaað, svo hún kafnaði síður undir nafni. Menn héldu í vonartaugina löngu eftir að hún var brost- in og síðan urðu menn þög- ulir. Næsta Norræna menn- ingarvika virðist hafa hlotið sinn dauðadóm af þessari, þótt þar eigi ekki allir óskylt mál. Hún yrði, ef upp væri vakin, að vera undirbúin með list og menningu í huga. Hún þarf að eiga meira erindi til fólksins, en þessi ótti. Þessi orð em skráð sam kvæmt umsögn margs fólks. • Ónotaðir möguleikar Oft bera menn sér það í munn, bæði á förnum vegi og hér á skrifstofum blaðs- ins, að sjónvarp og útvarp gæti betur þjónað sínum til- mm gangi með þvi að nota meira efni af landsbyggðinni, eins og landið utan höfuðborgar- innar er oft nefnt. Á það er bent, að t. d. á Akureyri einni væri af miklu að taka í þessu efni og er það þá nefnt, að þar séu athyglis- verðir framkvæmdamenn, skáld, rithöfundar og lista- menn, kórar, hljómsveitir og leikhús, auk hinna ýmsu sér- stæðu gáfu- og atorkumanna á fjölmörgum sviðum. • Tímitil kominn Menn segja sem svo, að til mikils væri að vinna, að fá gott efni fró hinum ýmsu stöðum, í stað einhvers af því „lélega“, sem yfir fólk dynji. Og menn benda á fleiri staði en Akureyri, sem miklu gætu miðlað, meðal annars af svipuðu efni og áður var nefnt og mun það rétt vera. En umræðumar snúast þá jafnframt um það, að nokkrum erfiðleikum er bundið að taka upp hið ágæta efni, sérstaklega leik- húsverk og tónlist, en hið talaða orð er hins vegar unnt að taka upp og hefur alllengi verið gert með góð- lun ánangri við lélega að- stöðu, sem vonandi stendur nú til bóta. Vart má það nú dragast mikið lengur, að á Norðurlandi verði komið upp aðstöðu fyrir sjónvarp og útvarp og á þann veg, að auðvelt sé að nota hið fjöl- þætta efni, sem til er og til fellur hverju sinni. • Staðbundið sjónvarp Hér má því svo við bæta, að á stöðum eins og Akureyri, þyrfti að athuga alla mögu- leika á því að setja á lagg- irnar staðbundið útvarp fyr- ir staðinn og nágrennið. Og þá hafa margir áhuga á að nota þessa tækni í skólunum, með skólasjónvarpi og er það vissulega athyglisvert mál. Öll þessi mál þurfa um- ræðu og athugun, en nú þegar þarf að knýja á um úrbætur fyrir Ríkisútvarpið, bæði útvarp og sjónvarp, svo unnt sé að nýta betur noið Ienskt efni en hingað til. Gagnfræðaskólinn settur Gagnfræðaskólinn á Akureyri var settur í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 20. september. — Sverrir Pálsson skólastjóri flutti skólasetningarræðuna, en séra Birgir Snæbjörnsson flutti bæn. í ræðu skólastjóra kom fram, að í vetur mun skólinn starfa i 5 bekkjum. Þar af eru þrír bekkir á grunnskólastigi í sam- tals 19 bekkjardeildum með um 480 nemendum, og fyrsta og annað ár framhaldsdeilda (áður 5. og 6. bekkur) í 6 bekkjar- deildum, þ. e. heilbrigðissviði, uppeldissviði og viðskiptasviði og eru nemendur þar rúmlega 100 talsins á fyrsta ári og tæp- lega 50 á öðru ári. í skólanum eru 380, en piltar aðeins 250. Mikil breyting hefur orðið á kennaraliði, bæði föst- um og lausráðnum, en alls munu yfir 50 kennarar starfa við skólann í vetur. Ármann Helgason, sem starf- að hefur við skólann síðan 1938_ eða í 39 ár, lætur nú af störfum sem fastur kennari, en mun þó starfa áfram sem stundakenn- ari. Ármann hefur starfað leng- ur við skólann en nokkur ann- ar, og var yfirkennari um all- langt skeið, en lét af yfirkenn- arastarfinu fyrir nokkrum ár- um að eigin ósk. Yfirkennari við skólann nú er Ingólfur Ár- mannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.