Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Pólitísk slagorð Slagorðasmiðir þykja enn þyngdar sinnar virði í gulli eins og á tímum Hitlers. Með slagorðum einum sam- an, ekki síst í krafti endurtekning- anna, má sveigja almenningsálitið á ýmsa vegu og sverta andstæðingana. án þess að brjóta málin til mergjar. Gott dæmi um þetta eru óhróðurs- skrif um landbúnaðinn, en hver kannast ekki við slagorðin um ógur- lega offramleiðslu eða að við íslend- ingar séum að greiða niður matvæli í munna útlendinga? Starfsemi sam- vinnufélaga er kölluð auðhringar, og ferst öðrum betur en arftökum ein- okunar á fslandi þar um að tala. Við könnumst einnig við fjaðrir stjóm- málaflokka, sem þeir skreyta sjálfa sig með, svo sem einstaklingsfrelsi, frjálst framtak og sjálfstæði. Eitt af slagorðum þeim, sem heyr- ast síðustu vikumar, og ungir sjálf- stæðismenn fundu upp: „Báknið burt“, hafa þeir nú sett í kosninga- fána ;sinn. Hér er eflaust átt við þungamiðju þjóðlífsins, stjómvald, ríkisstofnanir, skattheimtuna og hvemig skattpeningunum er varið, fjárfestinguna í landinu, verðbólguna og sjálfsagt fleira. Orðið „bákn“ er notað í niðrandi merkingu um þjóð- félag okkar og á að hræða eins og Grýla. Það fer vel á því að ungir sjálfstæðismenn ráðist gegn þeim óskapnaði, sem þeir sjá í þjóðlífinu og tengdur er stjómsýslu, fjármál- um og framkvæmdum hins opinbera. Stærsti stjómmálaflokkur landsins hlýtur öðmm flokkum fremur að teljast bæði móðir hans og faðir, og era því hæg heimatökin. En þess er að vænta, að ungir sjálf- stæðismenn geri grein fyrir því í ein- stökum atriðum hverju þeir vilja breyta, að hafa þeir raunar lýst því yfir, að þeir vilji aðra og betri með- ferð þeirra skattpeninga, sem teknir era af borgurunum til sameiginlegra þarfa. Ef ungir sjálfstæðismenn vilja beita sér fyrir niðurskurði f jármagns til heilbrigðismála, menntamála, trygginga, samgöngumála og höfuð atvinnuveganna, eða þeirrar opin- bera og margvíslegu þjónustu, sem almenningur nýtur, þarf það .að koma ljóst fram, og ennfremur um hverra hendur það fjármagn á að fara, sem við niðurskurðinn sparað- ist. Eigi hin pólitísku slagorð ungra sjálfstæðismanna að tákn skerðingu á ahnennri þjónustu, munu þau mæta harðsnúinni andstöðu almenn- ings, — og slagorðin talin misheppn- uð Grýlusaga. Aðlfundur NAUST var haldinn í Kverkfjöllum Aðalfundur Náttúruverndarsam taka Austurlands — NAUST — var haldinn í Sigurðarskála við Kverkfjöll dagana 20.—21. ágúst og sóttu hann 80 manns, þ. e. um 60 félagsmenn og 20 sam- fylgdarmenn þeirra. Á fundin- um gengu 22 nýir liðsmenn í samtökin, að meirihluta ungt fólk. Þátttakendur voru úr mörgum byggðarlögum fjórð- ungsins og sammæltust þeir á Egilsstöðum að morgni laugar- dags til ferðar á fundinn. Skoðunarferð. Frá Egilsstöð- um var ekið á 5 litlum rútum og nokkrum jeppum um Jökuldal og Möðrudal inn í Kverkfjöll og áð í Arnardal og Hvannalind- um. Kunnugir lýstu leiðum í bílunum, en á áningarstöðum og inn við Kverkfjöll fræddi Gutt- ormur Sigbjarnarson, jarðfræð- ingur, sem sérstaklega var boð- ið til fundarins, um jarðsögu og landmótun. Veður var hið ákjós anlegasta báða dagana, bjart og hlýtt og nutu allir ferðar og fræðslu hið besta. Á sunnudags morgni var farið að íshellinum fræga við Kverkjökul og fleira skoðað í grennd Sigurðarskála, sem er einn vandaðasti ferða- mannaskáli í óbyggðum hér- lendis. Þar var setinn bekkur- inn og um þriðjungur hópsins svaf í tjöldum. Aðalfundarstörf fóru fram að kvöldi laugardags og fyrrihluta sunnudags. Fundarstjórar voru Geir Hólm frá Eskifirði og Magnús Magnússon frá Egils- stöðum og ritarar Gerður G. Óskarsdóttir og Jón Einarsson frá Neskaupstað. Framkvæmda- stjóri Landvern'dar, Haukur Haf stað, kom á fundinn og flutti kveðjur og gjöf frá Landvernd. í skýrslu stjórnar kom fram, að helsta nýmæli hjá samtök- unum á árinu var aðild að kynn ingarviku Sambands íslenskra náttúruverndarfélaga (SÍN) í Norræna húsinu um sumarmál og gerð sýningar um verkefni samtakanna og náttúruverndar- mál á Austurlandi, en sýning þessi hefur í sumar verið uppi í sumarhótelinu á Hallormsstað og verður m. a. boðin skólum hér eystra til afnota á komandi vetri. Þess utan var unnið áfram að margháttuðum náttúruvemdar- málum í samvinnu við Náttúru- verndarráð, sveitarstjórnir, land eigendur og ýmsar opinberar stofnanir. Gefið var út frétta- bréf, eins og árið áður og sent félagsmönnum og ýmsum fleiri aðilum. Friðlýsingarmál eru mörg á dagskrá hjá NAUST, en á síð- asta starfsári komst í höfn með tilstyrk Náttúruverndarráðs friðlýsing á stóru svæði á Lóns- öræfum^ sem er rómað fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni. Einnig lögðu samtökin lið stofn- un friðlands við Salthöfða hjá Fagurhólsmýri og unnið var að undirbúningi að stóru votlendis friðlandi í Hjaltastaðaþinghá á Út-Héraði. — Á fundinum var ályktað sérstaklega um stofnun friðlands í Kverkfjöllum og Krepputungu og stjórn NAUST falið að vinna að framgangi þess máls við Náttúruverndarráð og aðra hlutaðeigendi. Vatnsvirkjanir og vatnsmiðl- anir. Framkvæmdir og undir- búningur vegna vatnsaflsvirkj- ana hefur um árabil verið á dagskrá hjá NAUST og þannig áttu samtökin frumkvæði að stofnun Lagarfljótsnefndar. — í fyrrahaust gaf iðnaðarráðu- neytið út rekstrarleyfi til Rarík vegna vatnsmiðlunar í Lagar- fljóti, þar sem tekið var tillit til meginviðhorfa Lagarfljótsnefnd- ar. Nú liggja fyrir óskir frá Raf- magnsveitunum um aukna miðl- un á næsta vetri á meðan sam- tenging er ekki komin við aðra landshluta og er það mál nú í athugun milli aðila. Upplýst var á fundinum, að nýlega hafi verið samið um náttúruverndarkönnun á svæði svonefndrar Austurlandsvirkj- unar, og felur sú könnun í sér allítarlega úttekt á landi og líf- líki á þeim svæðum, sem mann- virki og þá einkum miðlunar- lón myndu raska. Hefur Nátt- úrugripasafnið í Neskaupstað umsjón með þessu verki og hafa staðið yfir gróðurrann- sóknir á Eyjabakkasvæðinu síð- ustu vikur í framhaldi af frum- athugunum sumarið 1975. Verð- ur þannig unnið að úttekt á svæðinu frá Hraunum vestur fyrir Jökulsá á Brú næstu þrjú árin, en virkjunarrannsóknir eru hafnar að nýju vegna „Austurlandsvirkjunar" eftir nokkurt hlé. — 1 ferðinni í Kverkfjöll fengu þátttakendur nokkurt yfirlit um virkjunar- hugmyndir varðandi Jökulsá á Brú og Jökulsá á Fjöllum, m. a. hugsanlegt lón allt að 120 fer- kílómetrar að flatarmáli, sem kaffæra myndi Möðrudal, og hefur sú miðlun verið kennd við Lambafjöll og er þáttur í svonefndri Hólsfjallavirkjun. Vemdun óbyggða og hálend- issvæða var arinars megin um- ræðuefni þessa aðalfundar NAUST og sendi fundurinn frá sér ávarp um það efni, þar sem m. a. er hvatt til að Alþingi setji rammalöggjöf um vernd- un og skipulagsskyldu óbyggðra svæða, ekki síst á hálendinu og lögð áhersla á að mó'rkuð verði stefna fram í tímann um nauð- synlegt vegakerfi, akvegi og slóðir í óbyggðum í stað nú- verandi handahófs í þeim efn- um og stórum svæðum verði haldið veglausum. Stjómarkjör. Hjörleifur Gutt- ormsson, Neskaupstað, var end- urkjörinn formaður samtak- anna og með honum eru í stjóm Páll Sigbjörnsson, Skriðu- klaustri, varaformaður; Júlíus Ingvarsson, Eskifirði, gjaldkeri; EgiII Guðlaugsson, Fáskrúðs- firði, ritari og Ari Guðjónsson, Djúpavogi, meðstjómandi. — í varastjórn eru Benedikt Þor- steinsson, Höfn í Hornafirði; Bjarni Sveinsson, Hvannstóði, Borgarfirði og Snjófríður Hjálm- arsdóttir, Djúpavogi. Úr stjórn viku, samkvæmt félagslögum, eftir tveggja ára setu, Hálfdan Haraldsson, Norðfirði og Gísli Arason, Höfn í Hornafirði, og voru þeim þökkuð góð störf. 1 NAUST er nú á þriðja hundrað einstaklinga - og um 40 fyrirtæki, stofnanir og félög eru styrktaraðilar. (Fr éttatilkynning). • Svar. í Degi 21. september er fyrir hönd bæjarbúa beðist skýringa á agnúum við að komast til augnlæknis. Má benda á að það fyrirbæri er síður en svo dæmi- gert fyrir Akureyri. Því fyrirkomulagi á afgreiðslu númera, sem þar er lýst, hafði verið breytt þegar greinin birt- ist. Afhending númera var upp- haflega ætluð til hagræðis fólki, sem kom á biðstofuna, þannig að það þyrfti ekki að sitja þar og bíða afgreiðslu, heldur gæti notað tíma sinn til annars þarf- ara. Við breyttar aðstæður hef- ur þetta fyrirkomulag riðlast, og leysir á engan hátt þann vanda, sem nú er við að stríða, hvernig svo sem til er hnikað afhendingartíma númeranna. Síðsumars og á haustdögum er mikið aðkomufólk í bænum, sem meðal annars þarf til augn. læknis. Má vera skiljanlegt, að undirrótin til þess, að allir fá ekki skjóta afgreiðslu er sú, að miklu fleiri koma á biðstofuna þessara erinda en einn maður getur með góðu móti annað. Svo einfalt er það. Á öðrum árstímum er þetta vandamál minna eða ekki fyrir hendi. Vikið var að því, að Akureyri væri höfð auglæknislaus svo vikum skipti og þótti furðulegt. Að því leyti sem þetta varðar mig vil ég upplýsa eftirfarandi sé það öllum ekki kunnugt. — Ásamt öðrum augnlæknum á landinu hef ég á vegum Land- læknisembættisins tekið að mér að sjá byggðinni utan Reykja- víkur og Akureyrar fyrir augn- læknisþjónustu. Ég hef farið til Vopnafjarðar, í Þingeyjarsýslur og á Siglufjörð. Samtals hafa þessar ferðir tekið mig 7 vikur á ári hverju síðan ég byrjaði á þeim starfa. Ég efast um, að fólk á þessum stöðum vilji vera án þessarar þjónustu og raunar finnst mér það ekkert verr að henni komið en aðrir. Ekki trúi ég, að það sé mönnum ástæða til furðu, að augnlæknir taki sum- arfrí. Aðrar fjarvistir hefur ekki verið um að ræða af minni hálfu. Varla þarf að taka fram að staðgengil er ekki að fá, jafn- vel þótt Akureyringar sjálfir reyndu eitthvað í þá átt. Loftur Magnússon. Halldór Jónsson Gili, Glerárhverfi f Hann var fæddur að Ölduhrygg í Svarfaðardal 11. ágúst árið 1900. Hann ólst upp við fátækt mikla og hraknir.ga þar í daln- um, en var jafnan hjá góðu fólki, lengst dvaldist hann á Völlum hjá séra Stefáni Krist- inssyni. Hann naut lítillar skólagöngu í bernsku, en frá Völlum hleypti hann heimdrag- anum og hélt í Hérðasskólann að Laugum, þá orðinn 28 ára gamall. Var hann elstur allra nemenda skólans og hlaut við- urnefnið „afi“. Þarna stundaði hann nám í þrjá vetur við góð- an orðstír, síðast í verknáms- deild, en flest lék í höndum hans, er hann lagði stund á. Árið 1936 gekk hann að eiga ágætiskonu, Petrínu Soffíu Stefánsdóttur. Lifðu þau sam- an í farsælu hjónabandi, uns dauðinn skildi þau að, þann 13. þ. m. Þau eignuðust einn son, Stefán, mesta efnismann. Hann er kennari að menntun, en legg- ur nú stund á batiklist. Halldór var svo lánsamur að þurfa ekki að heyja langt hel- stríð. Ffann hélt andlegri reisn til hinstu stundar sem eftirfar- andi vísa ber gleggst vitni um, en hana orti hann til konu sinn- ar síðasta kvöldið sem hann lifði: Petra er greind og greiðvikin og gimsteinn sínu landi. Gerir jafnan góðverkin með grófu leistabandi. Þegar ég fyrir tæpum þrjátíu árum fluttist í „Þorpið“, hófust kynni okkar Halldórs; í fyrstu í Kirkjukór Lögmannshlíðar, en þar var hann virkur félagi um árabil, síðar við spilaborðið, þar sem við áttum saman marg- ar ánægjulegar stundir saman, ekki tók hann þá skemmtun þó alvarlega og gerðist aldrei keppnismaður í spilum, þótt blómlegt bridgefélag væri lengi starfandi norðan Glerár. Ég man glöggt hve dátt hann hló, er öðrum tók að hitna í hamsi og berja í borðið til frekari áherslu. Þar sem starfsþrek Halldórs til erfiðisvinnu þvarr langt um aldur fram, fór ekki hjá því, að hann eignaðist margar tóm- stundir, en hann kunni vel að notfæra sér þær. Innanbæjarstörfin léku til dæmis í höndum hans, en þau taldi hann sjálfsagt að inna af höndum að nokkru eða öllu leyti, þó sótti nokkur efi að honum á „kvennaárinu“, eins og eftirfarandi vísur bera með sér: Viltu drottinn himnahár helst úr þessu skera. Nú er komið „kvennaár“, hvað á ég nú að gera? Drottinn sendi svar um leið, sem ég meðtók feginn: „Þér er, vinur, gatan greið, gakktu mjóa veginn“. Já, ekki má gleyma ljóðadís- inni, hún mun hafa stytt hon- um fleiri stundir en flest ann- að, og fylgdi honum ; trygg til hinstu stundar og fylgdi hon- um hvert fótmál. Fengi hann fyrri hluta vísu, var hann fljót- ur að botna, samanber eftir- farandi: „Sumum verður allt til auðs, öðrum flest að tjóni“. Dóra er varnað daglegs brauðs, en drottinn bjargar Jóni. Enginn skyldi þá taka þennan seinni helming mjög hátíðlega, því þótt Halldór byggi alla tíma við kröpp kjör, heyrði ég hann aldrei kvarta eða ásaka neinn í þeim efnum. Sú tómstundaiðja, sem mun hafa veitt honum einna mesta lífsfyllingu, næst ljóðagerðinni, var búskapur. Hann hafði yfir nokkrum túnskika að ráða eins og margir í „Þorpinu“ áður fyrr. Þarna áttum við enn sam- eiginlegt áhugamál, og sjálfur var ég svo lánsamur að hafa góða aðstöðu fyrir fáeinar kind- ur. Já, sveitamaðurinn var enn ríkur í okkur báðum. Þetta þýddi að sjálfsögðu, að okkur var gert að fara í göngur og vorum við drjúgir af, þótt hundleysið væri bagalegt. Síð- ustu ár mín við þetta hokur, notaði ég gamla dómaraflautu og þótti mikil bót að, og hreyk- inn varð ég, er sjálfur gangna- foringinn tók þetta upp eftir mér. Mér eru enn í fersku minni vornæturnar, sem við unnum saman við rúning uppi í rétt, ekki síst, ef við áttum ofurlitla brjóstbirtu á pela. En.því miður, fyrir okkur, uppgötvuðu Akur- eyringar, að hér mundi víða vera gott undir hús, ekki síður en bú, og lögðu „Þorpið“ undir sig. Sem svolitlar sárabætur fyrir okkur hér ytra, lögðu þeir „Þorps“-nafnið niður, en gerðu okkur að Glerárhverfisbúum og Akureyringum að auki. Síðan tóku þeir af okkur túnin og reistu hús og hallir. Þetta voru erfiðir tímar fyrir okkur smá- bænduma í „Þorpinu“, sem þraukuðu þó eins lengi og kost- ur var á. Eitt sinn, haustið, sem Halldór varð að fella fjárstofn sinn, segi ég við hann: Ekki trúi ég, að þú bregðir búi án þess að minnast þess í bundnu máli. Hann hljóðnaði við og varð hugsi. Ég sá ég myndi hafa snortið viðkvæma strengi og gekk burtu, vildi gefa honum næði. Morguninn eftir fékk ég svarið. Það er svona: Haustsins stormur strýkur svörð. Stráin gul og kalin, er mín kæra kindahjörð kveður Glerárdalinn. Kindahjörð nú kveð ég þig. Hvað ég yrði feginn, ef þið jarmið upp á mig allar hinumegin. Ég er stoltur af að hafa átt þátt í því, að þessar viðfelldnu vísur urðu til, og ég vona svo sannarlega, að höfundinum verði að ósk sinni. Fleiri sam- eiginleg áhugamál áttum við, en að framan greinir. Mjög oft fórum við saman á völlinn að horfa á knattspyrnukeppni. fast og hrópuðum hátt, þegar falleg mörk voru gerð, jafnvel þótt þau væru skoruð af sunn- anmönnum. Það, sem gerði kynni okkar enn nánari en ella var, að vorið 1965 varð ég svo lánsamur að eignast íbúð við götuna Löngu- hlíð, andspænis Gili, þar sem Halldór bjó, gátum við nú kall- ast á eins og tröllin í fjöllunum forðum. Ég varð þess fljótlega áskynja, að hér var ég kominn í góðan félagsskap, góðir grann- ar voru í hverju húsi, sem vildu hvers annars vanda leysa. Þessi götuspotti, þ. e. eldri kafli Lönguhlíðar, var kallaður Gang- urinn, Hér var samkennd fólks- ins sérlega sterk. Það gladdist saman og syrgði saman. Þetta átti vel við jafn félagslyndan mann og Halldór. Til stóraf- mæla og ferminga var öllum Gangbúum venjulega boðið. — Siimir kölluðu þetta klíkuskap, en þó aðeins þeir, sem utan Gangsins bjuggu, svo að enginn tók þá alvarlega. Þætti nauðsynlegt að flytja afmælisbarni eða brottkvödd- um félaga vísu eða kvæði, var ævinlega leitað til Halldórs, skáldsins í Ganginum. Einnar nætur ársins nutu íbúar Gangsins ávallt saman, nýársnæturinnar. Á gamlárs- kvöld kom engum til hugar að læsa dyrum_ kræsingar stóðu á borðum handa hverjum sem hafa vildi, þ. e. a. s. væri hann úr Ganginum. Síðan var unað við söng, drykkju og dans, uns dagur rann, vísur voru vel þegnar og fleira. Þetta átti nú við Halldór, sem jafnan var hrókur alls fagnaðar, fram til allra síðustu ára, er þrekið tók að þverra. Að síðustu vil ég votta eigin- konu Halldórs heitins, syni, tengdadóttur og sonarbörnum innilega samúð. Við nábúar hans finnum vel og hörmum, að það skarð, sem nú er höggið í hópinn okkar góða, verður aldrei fyllt. Að endingu vil ég leyfa mér að leggja skáldinu sjálfu í munn hina gullfallegu vísu Karls Frið- rikssonar f. v. vegaverkstjóra: Þegar kveldar held ég heim, horfinn veldi kífsins. Þakkir geld ég guði þeim, sam gaf mér elda lífsins. Akureyri 18. sept. 1977. Þorbjörn Kristinsson. r Vinabæjarmót í Alasundi Þann 2. ágúst sl. fóru 26 ungl- ingar, ásamt fararstjórum, á árlegt vinabæjamót sem að þessu sinni var haldið í Ála- sUndi í Noregi. Keppt skyldi í knattspyrnu og frjálsum. Frá Keflavík var flogið til Oslo og þar dvalið í nokkra daga og skoðað það helsta sem ferðamenn glepur, svo sem Bygdö, Vigelandsparken og Holmenkoll stökkbrautina. — Þar lék knattspyrnuliðið einnig æfingaleik og sigruðu íslensku piltarnir, skoruðu fjögur mörk gegn engu. Síðan var haldið til Álasunds, og þar hittust ungmenni frá öðrum vinabæjum, svo sem Randers og Vesterás, en engir kepp- endur voru frá Lathi í Finn- landi að þessu sinni. Gist var í nýju, stóru íþróttahúsi. — Fyrsta daginn rigndi mikið og var ekki einu sinni hægt að stunda æfingar þann dag vegna rigningarinnar. Súnnu- daginn 7. ágúst hófst svo keppnin og var mótið sett við hátíðlega athöfn. Fyrsta dag- inn var keppt í blaki og voru tvö lið frá hverjum vinabæj- anna. A lið Akureyrar varð nr. tvö í þessari keppni. Dag- Reynir sigrar Nýlokið er Héraðsmóti UMSE í knattspyrnu karla og bar Umf. Reynir þar sigur úr být- um, en þeir unnu alla leiki sína. Umf. Árroðinn varð í öðru sæti og Umf. Dagbrún í þriðja. Umf. Reynir vann einnig Hraðmót UMSE, er haldið var fyrr í sumar. Umf. Svarfdæla vann aftur á móti Héraðsmót drengja i knattspyrnu og unnu þeir einnig alla sína leiki. Umf. Reynir varð í öðru sæti og sameinað lið frá Umf. Skriðu- hrepps og Umf. Möðruvalla- sókn varð í þriðja sæti ásamt Umf, Framtíðinni. inn eftir hófst knattspyrnu- keppnin og fyrst léku Akur- eyringar við lið frá Randers og sigruðu Danirnir með þremur mörkum gegn engu. Síðar um daginn léku þeir við Vesterás og unnu-Svíar þann leik með fimm gegn engu. Síð- asti leikurinn var síðan næsta dag og þá gegn gestgjöfunum frá Álasundi og unnu Akur- eyringar þá kærkominn sig- ur, tvö gegn einu. Úrslit í frjálsum íþróttum urðu þau, að Brynja Agnars- dóttir var þriðja i 100 m hlsupi á 14,6 sek., og Ásta Ás- mundsdóttir fjórða í 800 m hlaupi á 2.37,1. Sveit Akureyr- ar varð síðan önnur í 4x100 Erlendur þjálfari til Þórsara Körfuknattleiksdeild Þórs hef- ur nú farið að ráðum annarra fyrstudeildar félaga og ráðið til sín amerískan þjálfara og leikmann. Að sögn Guðmund- ar Hagalíns, formanns deildar- innar, heitir maður þessi Mark Christiansen, 25 ára gamall íþróttaþjálfari að mennt. Hann er þaulreyndur leikmaður og er 198 sm á hæð. Guðmundur sagði að búið væri að ganga frá samningi við Mark og senda honum farmiðann, og nú væri beðið í spenningi eftir að hann birtist. Hann mun eiga að þjálfa alla flokka félagsins, og jafnframt að leika með meistaraflokki, en þeir leika nú í fyrstu deild. Guðmundur sagðist vona, að áhorfendur kynnu að meta þetta og fjöl- menntu í Skemmuna á leiki Þórs, því ekki veitti af að styðja fjárhagslega við bak deildarinnar. Þórsarar hafa nú áhuga á að hefja körfu- knattleikinn á hærra plan, eða eins og var í gamla daga, þegar Einar Bollason lék með liðinu og velgengni þess var sem mest. m hlaupi á 55,7 sek. Lára Magnúsdóttir vann langstökk, stökk 4,68 m. í hástökki varð Þórunn Sigurðardóttir þriðja stökk 1,46 m. Lára Magnús- dóttir fjórða í kúluvarpi með 6,93 m. Páll Ómarsson varð fjórði í 100 m hlaupi drengja á 13,4 sek. og Sigfús Helgason einnig fjprði í 1000 m hlaupi á 3.21.8. Sveit Akureyrar varð þriðja í 4x100 m boðhlaupi á 54.8, og Einar Arason þriðji í langstökki, stökk 4,53 m. Böð- var Birgisson varð annar í há- stökki, stökk 1,61 m, og Páll Ómarsson þriðji í kúlu, kastaði 12,02 m. Vesterás sigraði í stiga- keppninni bæði í stúlkna og drengjaflokki, og Akureyri varð þriðja í báðum flokkum, hlaut 14 stig í stúlknaflokki og 10 stig í drengjaflokki. — Akureyringamir voru allir í æfingagöllum í fánalitunum með merki Akureyrar á bak- inu og vöktu allsstaðar óskipta athygli. Fararstjóri var Þröst- ur Guðjónsson íþróttakennari. KA stofnar judódeild Sl. sunnudag var haldinn stofnfundur Júdódeildar KA og var hann haldinn í KA her- berginu við Laugargötu. Stofn endur voru nokkrir áhuga- menn um íþróttina sem hafa æft Júdó undanfarin ár. Fram- haldsstofnfundur verður síðan haldinn n. k. laugardag kl. 11 á sama stað, og er þá í ráði að stofna unglingadeild og kvennadeild ef næg þátttaka fæst. Fyrsti formaður var kjör- inn Jón Hjálmarsson og aðrir í stjóm Úlfar Hjálmarsson, Jónas Jónsson, Ásgeir Aust- fjörð og Ólafur Haraldsson. — Æfingar verða í vetur í íþróttahúsniu í Glerárhverfi. 4 : DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.