Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 28.09.1977, Blaðsíða 3
NÝ SENDiNG Skrautfiskar. Fiskabúr og tilheyrandi. Gullhamstrar. Naggrísir. Allt fyrir fugla, matur o. fl. Hundabönd nýjar gerðir Leikfangamarkaðurinn Kjallari, opiS kl. 17—18 daglega mánudaga— föstudaga. Lokað laugardaga. DAISY Dúkkan vinsæla ásamt nýjum fötum og hús- gögnum var að koma. Lítið í gluggann. Ljótu, sætu TRÖLLIN voru að koma. Aðeins fá stykki í gerð. Úrvalið er hjá okkur. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96. Tökum upp í dag mikið úrval af ÞROSKA- LEIKFÖNGUM Sýning á skrifstofuvélum Dagana 28. og 29. september n. k. munu Skrifstofuvélar hf. halda sýningu að Hótel KEA á skrifstofutækjum og kynna þær nýjungar sem orðið hafa á skrifstofutækjum á sl. ári. Þetta er nú orðin föst regla á hverju hausti, að Slkrifstofu- vélar hf. senda sölumenn til Akureyrar til þess að gefa Ak- ureyringum og nærsveitar- mönnum kost á þeirri söluþjón- ustu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Það eru eflaust margir sem kynnu að spyrja, hvað er sölu- þjónusta? Er það ekki bara örðaleikur sem útsjónarsamir sölumenn nota til að blekkja viðskiptavininn? Söluþjónusta felst m. a. í því að aðstoða og leiðbeina við- skiptavinum sínum, þegar þeir þurfa að kaupa vélar eða tæki, með því að sýna fram á getu og afköst þeirra tækja sem um er að ræða hverju sinni, einnig hvað kemur viðskiptavininum að sem bestum notum við þau verkefni sem hann þarf að leysa. Þá er bein kennsla mjög rík- ur þáttur í söluþjónustu. Það er kunnara en frá þarf að segja, hversu mikilvægt er fyrir hvem þann sem kaupir tæki til at- vinnurekstrar eða einkanota að nýta tæki sín til fullnustu, til að besti mögulegi árangur náist, en til að þetta gerist þarf að kenna viðskiptavininum réttia meðferð tækjanna. Þá má ekki gleyma kynningu nýrra tækja sem eru sífellt að koma fram á sjónarsviðið. Það er einn þáttur söluþjónustunn- ar að kynna viðskiptavinum sínum þær nýjungar sem fram koma, til að viðskiptavinurinn geti fylgst sem best með þeirri þróun sem á sér stað í þeim tækjum sem gætu orðið hon- um að gagni. Margir kunna að meta þessa þjónustu og notfæra sér hana, en það eru áreiðanlega margir, jafnvel meirihluti, sem ekki hafa hugsað út í að þessi þjón- usta væri fyrir hendi. Akureyringar og nærsveitar- menn, sem vilja kynna sér og notfæra sér þessa þjónustu sem Skrifstofuvélar hf. bjóða upp á, eru hvattir til að hafa samband við sölumenn fyrirtækisins og heimsækja þá að Hótel KEA dagana 28. og 29. september n. k. milli kl. 3 og 9. (Fréttatilkynning). Frá Markaðsversluninni Hrisalundi! TILBOÐ VIKUNNAR: TILBOÐS- HÁMARKS VERÐ VERÐ KELLOG'S KORNFLAKES 375 g. pk. KR. 267 KELLOG'S SPECIAL K 250 g. pk. - 323 KELLOG'S SUGAR SMACK 320 g. pk. - 331 KELLOG'S RICE KRISPIES 190 g. pk. - 227 KELLOG'S ALL BRAN 285 g. pk. - 209 297 359 368 252 232 Matvörudeild 10. .10 Tvímenningur hefst 4. októberj*j! Aðalfundur Bridgefélags Akur- eyrar var haldinn í Gefjunarsal þriðjudaginn 20. september. Að venju mættu fremur fáir á aðal- fund, en vonir standa til, að þátttaka félaga í vetrarstarfinu verði í öfugu hlutfalli. Ný stjóm var kosin en hana skipa: Stefán Vilhjálmsson form. Ingimundur Árnason, vara- formaður. Gylfi Pálsson, gjaldkeri. Magnús Aðalbjörnsson, ritari. Guðmundur Víðir Gunnlaugs son, áhaldavörður. Að venju mun tvímennings- keppni félagsins verða fyrst á dagskrá, en hún hefst þriðju- daginn 4. okt. kl. 20 í Gefjunar- sal. Næstkomandi laugardag munu siglfirskir og akureyrskir bridgemenn leiða saman hesta sína og spila um veglegan bik- ar, sem Sparisjóður Siglufjarð- ar gaf á sínum tíma. Akureyr- ingar hafa haldið þessum bikar æ síðan, en eitt er víst, að Sigl- firðingar hafa hug á því að fá að geyma hann í ár. Spilað verð- ur í Gefjunarsal. Sýning að MöÖruv. Kvenfélagið Framtíðin efnir til sýningar á málverkum og list- munum í eigu félagskvenna. Sýningin verður að Möðru- völlum (Menntaskóla Akureyr- ar) dagana 1. og 2. október frá kl. 2—10 e .h., báða dagana. Þarna verður margt fallegt aó sjá, einnig verður á boðstólum kaffi og heitar vöfflur. Allur ágóðinn rennur í elli- heimilissjóð félagsins. Skápur, einn sýningargripurinn. MYNDVEFNAÐUR FYRIR FULLORÐNA Kennari: Anna Þóra Karlsdóttir. Innritun í alla flokka fer fram f sfma 19958 milli kl. 16—19 og lýkur miðvikudaginn 28. sept. SKÓLASTJÓRI. Orval af nýjum plöfum svo sem: ABBA - SM0KIE - TINA CHARLES HARP0 CHICAC0 - T0MMY SEBACH MANHATTAN TRANSFERS - B0B MARLEY B0ST0N 20 HEART BREAKERS K.TEL 20 HIT ACTI0N K.TEL Pósfsendum HUOMDEILD HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 DAGUR•3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.