Dagur - 02.12.1977, Qupperneq 7
Raunhæf
byggðastefna
í ályktunum landsþings Félags
íslenskra bifreiðaeigenda 1977,
er meðal annars að finna þá
upplýsingu, að víðsvegar um
landið séu 830 km þjóðvega til-
búnir fyrir lagningu olíumalar.
Benti landsþingið á, að tekjur
ríkisins af bifreiðum séu 15.77
milljarðar króna, en til vega-
gerðar verði aðeins varið 5.65
milljörðum króna. Taldi lands-
þingið, að með núverandi skatt-
heimtu á bifreiðaeigendur væri
unnt að leggja olíumöl á 2300
km vegakerfisins á 10—15 ár-
um. Er það hringvegurinn að
viðbættum vegum til Húsavík-
víkur, Dalvíkur, Sauðárkróks,
ísafjarðar og Snæfellsness.
Landsþingið taldi, að endur-
bygging vegakerfisins væri
raunhæfasta byggðastefnan nú,
þannig að atvinnulíf og þjón-
ustustarfsemi geti þróast á hag
kvæman hátt fyrir þjóðarheild-
ina.
— GM
(?
TVÖ BLÖD
A VIKU
Dagur kemur út tvisvar íviku, á mið-
vikudögum og föstudögum. Dagur
er því eina blaðið utan Reykjavíkur
sem kemur reglulega út oftar en
vikulega. Jafnframt er Dagur út-
breiddasta fréttablað á Norður-
landi, og eru þá öll dagblöðin með-
talin.
Fylgist með atburðum á Norður-
landi - lesið útbreiddasta frétta-
blað Norðurlands.
BAÐHERBERGIÐ
Baömottuselt
Sturtuplast
Sturtumottur
Freyðibað
Baðkersmottur
6DdÍlí?CcÐ
Röng áfengismálastefna
í athyglisverðu erindi Páls V.
Daníelssonar er hann flutti í rík
isútvarp mánudaginn 14. nóv.
sl. í þættinum „um daginn og
veginn“ ræddi hann áfengis-
vandamálið. Hann sagði þar
meðal annars:
Sé ætlunin að breyta áfengis-
siðum með nýrri tegund áfeng-
is, til dæmis með öli í ákveðnu
landi eða héraði, verður neysla
hennar ætíð viðbót við þá sem
fyrir er. Dæmi um slíkt má
finna í Hollandi og á ítalíu, en
gleggstu dæmin eru frá Svíþjóð
og Finnlandi, þar sem ölneysla
átti að draga úr neyslu sterkra
drykkja. En slíkt gerðist þó
ekki, heldur hitt, að neyslan
jókst og færðist til æ yngri ald-
urshópa. Hafa Svíar nú fengið
sig fullsadda af þeirri tilrauna-
starfsemi, að leitast við að láta
öl breyta áfengisvenjum þjóð-
arinnar og bönnuðu síðastliðið
sumar framleiðslu og sölu milli-
öls, þ. e. sterka bjórsins.
Hvað fjölda dreifingarstaða
áfengis varðar, útsölur, vínveit-
ingarhús o. s. frv._ má' vitna í
nýlegar rannsóknir dr. Tómas-
ar Helgasonar prófessors, Jó-
hannesar Bergsveinssonar yfir-
læknis og Gylfa Ásmundssonar
sálfræðings, sem gerðar hafa
verið hér á landi. Dr. Tómas
segir: Þeir sem bjuggu í þétt-
býli, þar sem hægara var að
nálgast áfengið en í dreifbýlinu,
höfðu 13% líkur til að verða
drykkjusjúkir og nærri 20% lík
ur til að verða ofdrykkju að
bráð. En aðeins 4% karla, sem
búsettir voru í dreifbýli þegar
þeir voru 14 ára, áttu á hættu
að verða drykkjusjúkir.
Það er staðreynd, að allar til-
slakanir í íslenskri áfengislög-
gjöf, frá bannárunum 1915—
1917 hafa verið gerðar undir
því yfirskyni, að kenna þjóð-
inni að umgangast áfengi sér að
skaðlausu, kenna það, sem for-
mælendur áfengra drykkju
kalla áfengismenningu.
Þegar Spánarvín voru lög-
leidd, skyldi þjóðinni kennt að
drekka hóflega. Þegar leyfð var
sala á sterkum drykkjum, átti
að kenna fólki að stjórna
drykkju sinni sjálft. Þegar leyfð
var starfræksla vínveitingahúsa
skyldi áfengismenningin halda
innreið sína á íslandi. Hver er
svo árangurinn? Vaxandi of-
drykkja, vaxandi áfengisböl,
sem nær til æ vngri aldurshópa.
Rekin hefur verið röng áfengis-
stefna í meira en hálfa öld. Er
ekki mál að linni? Er ekki mál
að Ijá eyra rödd sannleikans í
þessu efni? Er ekki réttara að
mynda áfengismálastefnu á
grundvelli óyggjandi sanninda,
sem vísindarannsóknir hafa
leitt í ljós_ heldur en að fara
eftir því sem menn halda að sé
rétt eða finnst, að eigi að gera?
Eigum við e. t. v. að gera til-
raun eins og gerð var í Kanada,
en þar var áfengiskaupaaldur-
inn lækkaður í nokkrum fylkj-
um úr 21 árs aldri í 18 ára ald-
ur og auðvitað á þeim grund-
velli, að betra væH að fólík
drykki löglega en ólöglega? En
afleiðingin var hörmuleg. Á
flestum sviðum jókst tjónið,
sem áfengisneyslan olli, meðal
18—20 ára ungmenna. Til dæm-
is fjölgaði þeim ungmennum,
sem létu lífið í umferðaslysum
um 174%. Þá jókst og drykkja
ungmenna innan 18 ára til mik-
illa muna.
Þótt áfengisvandamálið sé
stórt hiá okkur, er það þó miklu
minna en hjá grannþióðum okk
ar. Við þurfum ekki að búa við
það, að fá 10—12 ára börn ölvuð
í skólann, eða að þau verði
ölvuð í skólanum, eins og gerist
sumstaðar í norðanverðri Evr-
ópu, og við höfum tækifæri til
að koma í veg fyrir slíkt, ef við
höldum vöku okkar og hlustum
á þá fræðslu, sem vísindarann-
sóknir hafa í té látið. Allar þær
rannsóknir benda á eina og að-
eins eina leið til að draga úr
áfengisbölinu. En hún er sú að
draga úr áfengisneyslunni. Og
til þess að draga úr áfengis-
neyslu er einnig aðeins ein leið,
sem haldbær hefur reynst, en
það eru nokkrar hömlur, hafa
hátt verð á áfengi_ takmarka
sölu og sölustaði og gera fólki
á einn og annan hátt erfitt fyrir
með að ná í áfengi.
DAGUR•7