Dagur - 14.04.1978, Side 8

Dagur - 14.04.1978, Side 8
DAGUR Akureyri, föstudaginn 14. apríl 1978 MANN OLÍU- OG LOFTSÍUR @1 I % T ^ í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA Skl | Fyrst voru lyfturnar óvirkar og síðan hvarf snjórinn „Nýting hótelsins hefur verið minni í vetur, en á sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að skíðalyfturnar voru óvirkar fram að páskum og eftir hátíðamar hvarf snjórinn,“ sagði Einar Olgeirsson Hótel- stjóri á Húsavík. „Annars legst sumarið ágætlega í mig. Mikið er um bókanir og get ég ekki séð annað, en þær muni standast í öllum aðalatriðum, nema hvað vorferðir Flugleiða virðast ætla að verða litlar sem engar.“ f þessum mánuði verða tvær ráðstefnur haldnar í Hótel Húsavík, en það er orðið tölu- vert vinsælt að halda ráðstefnur í því. Sagt er að árangur ráð- stefna sé oft mun meiri þar, en ef þær væm haldnar t.d. í Reykjavík. Hrafnagilsskóli fær ekki heitt vatn að svo búnu Óljóst hver á Grísarárholuna Jóhannes Elríksson, oddvltl Hrafnagllshrepps, hefur farið þess á leit vlð Hitaveitu Akur- eyrar, að hún heimllaðl að Hrafnagllsskóllnn fengi heltt vatn úr borholunni ílandi Grísar- ár. Forráðamenn hltaveitunnar, féllust ekki á beiðnina, þar sem óljóst er hver á nýtingarréttinn. Einnlg eru í gangi mælingar á svæðinu og er holan mlkllvægur hlekkur f þeim. Fari svo að land- búnaðarráðuneytlð telji sig eiga holuna, er líklegt að það verði einnig að greiða kostnað, en ráðuneytlð á borunar- og virkjunarrétt á meðan ekki hefur verið gerður samningur Ráðuneytið heimilaði hitaveitu Akureyrar aö bora hjá Grísará, en Hitaveitan hefur ekki fengið heim- ild til nýtingar vatnsins. Til þessa hefur hitaveitan staðið straum af öllum kostnaði vegna holunnar, og verði endanleg niðurstaða sú að ráðuneytið telji sig eiga holuna, er það skoðun ráðamanna hitaveit- unnar, að ríkið eigi alfarið að taka holuna á sínar herðar. Jarðvísindamenn hafa verið að gera mælingar á svæðinu, vegna dælingar úr holum að Laugalandi. Holan í landi Grisarár er mikilvæg í þeim og meðan athuganir fara fram, er ekki unnt að virkja holuna. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að skólinn fái heitt vatn til upphitunar næsta haust. Q Framboðslisti Alþýðu- flokksins Birtur herfur verið framboðs- listi Alþýðuflokksins á Akur- eyri til bæjarstjórnarkosn- inganna. Sex efstu sætin skipa: Freyr Ófeigsson, bæjarfull- trúi, Þorvaldur Jónsson, fuil- trúi, Sævar Frímannsson, starfsmaður Einingar, Pétur Torfason, verkfræðingur, Huida Eggertsdóttír, hús- móðir og Snælaugur Stef- ánsson vélvirki. lögsögu yfir fífrænum auð- æfum sjávar einnig utan landhelgl. f öðru lagi var landhelgin sem slík ekki færð út en lög- saga yfir lífrænum auðæfum utan landhelgi var færð út á hafinu ofan iandgrunnsins. I' þriðja lagi var lögð áherzla á vísindalega vernd- un lífrænna auðæva sjávar bæði með fandslögum og al- þjóðlegum ráðstöfunum. 0 Undanfari efnahags- lögsögu Formaður íslensku sendi- gengið Verkamannasamband fs- lands hefur hvatt til löndun- arbanns á íslenskan fisk í er- lendum höfnum. Þetta er einn liðurinn í útflutningsbanni þess. Þetta mælist verr fyrir en flest annað, og mjög að vonum. Sjómannaféiag Reykjavíkur hefur réttilega mótmælt þessu harðlega. Það hefur orðið hlutskipti er- lendra ofbeldismanna, að setja löndunarbann á (s- lenskan ffsk um árabil, sem loks er nýlega afnumið. hart er það, að islenskir aðilar skuli nú hóta valdbeitingu með sama vopninu. Þar er áreiðanlega of langt gengið. % Merk forysta Hans G. Andersen minntist þess á Hafréttarráðstefnunni í Genf í upphafi allsherjar- fundar, að 30 ár eru liðin frá þvi íslensk lög voru sett um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. Hann sagði m.a.: Lögin frá I948 voru mjög merk lagasetning og raunar boðberi nýrra tima á smu sviði. f fyrsta lagi greindu þau milli landhelgi sem slíkrar og nefndarinnar sagði ennfrem- ur: i fjórða lagi gerðu lögin ráð fyrir að þau yrðu að fram- kvæmd í samræmi við þróun þjóðarréttar. Með hliðsjón af því iagði fulltrúi islands í laganefnd allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna árið I949 til að hinni nýstofnuðu þjóðréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna yrði falið að rann- saka reglur hafréttarins í heild. Sú rannsókn leiddi síðan til hafréttarráðstefn- anna I958, I960 og þeirrar sem nú situr. Það var á grundvelli lands- grunnslaganna frá I948 sem fiskveiðimörk fslands voru færð út fyrst í fjórar mílur siðan tólf mílur, fimmtíu mílur og loks í tvöhundruð mílur. vissulega voru lögin frá I948 undanfari efnahagslögsögu- hugtaksins sem nú hefur hlotið alþjóðlega viöurkenn- ingu. 0 Slæmir vegir Að undanförnu hafa ýmis félög mótmælt ástandi vega í Eyjafjarðarsýslu og það ekki af ástæðulausu. Það er leitun að jafnsiæmum veg- um og víst er að þeir eru þá ekki í alfaraleið. Sauðárkrókur Heildartekjur áætlaðar 234 millj. byggð verður ný dælustöð fyrir hitaveituna Heildartekjur fyrir Sauðár- krókskaupstað eru áætl- aðar 234 milljónir króna á yfirstandandi fjárhagsári. Stærsti tekjuliðurinn er útsvör, en þau eru áætluð 156 milljónir. Fasteigna- gjöld 43 milljónir, tekjur af eignum 5,3 milljónir, að- stöðugjöld 47 milljónir og gatnagerðargjöld 26 milljónir. Samtals er á- ætlað í rekstur verið 261 milljón og þar af fer til stjórnar kaupstaðarins (brúttó) 35 milljónir. Tryggingar og tillög til sjóða eru upp á 31 milljón, til félags- og menningar- mála er áætlað að verja 14.2 milljónum og til skólamála verður varið 35 milljónum. 92 milljónir fara í gatnagerð og skipu- lagsmál. Til eignabreyt- inga verða sam samtals um 62 milljónir. Til verklegra framkvæmda verður varið um 67 milljónum á yfirstandandi fjárhagsári. Þar ber hæst skólabyggingar, en til bygg- ingar heimavistar og gagnfræða- skóla er áætlað að verja 34 mill- jónum og til bamaskóla 10 milljónum. Til hafnarsjóðs, vegna bílavogar, renna 6 milljónir og vegna undirbúnings fyrir sorpeyð- ingarstöð verður varið hálfri milljón. 2 milljónir fara í dagheim- ili og til undirbúnings dvalar- heimilis aldraðra, verður varið einni milljón. Bæjarsjóður ætlar að kaupa hús fyrir slökkvistöð kaupstaðarins og ver í því sambandi 20 milljónum. Áhaldahús bæjarins hefur verið í þessu húsi, en nú á að hefja bygg- ingu nýs áhaldahúss. 1 fjárhagsáætluninni er sérstakur liður er kallast „steir.efnaiðnaður“ Framlag bæjarsjóðs vegna frum- rannsókna, markaðskönnunar og annars undirbúnings vegna stein- ullarverksmiðju er 3 milljónir. Á móti þeim 67 milljónum sem kaupstaðurinn ætlar sér að verja til verklegra framkvæmda, greiðir ríkissjóður um 38 milljónir, en samkvæmt áætluninni þarf bæjar- sjóður að taka um 30 milljónir að láni. (Framhald á bls. 3).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.