Dagur


Dagur - 21.06.1978, Qupperneq 1

Dagur - 21.06.1978, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. ÁRG. Akureyri, miðvikudaginn 21. júní 1978 39. tölublað m \\m\ ndaic'M pappw Steinullarverk- smiðja á Hjalteyri Ingimar Brynjólfsson, oddviti Amarnesshrepps og Stefán Valgeirsson, alþingismaður, fengu nýlega verkfræðing til að gera fyrstu athuganir á aðstöðu til steinullar- framleiðslu á Hjalteyri við Eyjafjörð. Umsögn verkfræð- ingsins var á þá leið, að steinullarverksmiðja geti verulega notað gamlar verksmiðjubyggingar á staðnum og að hafnar- aðstaða sé góð. Hins- vegar þurfi að kanna aðstöðu til hráefnisöfl- unar, orku- og markaðs- mál og mörg önnur atriði, sem máli skipta. Þarf lengur vitn- anna við? Á framboðsfundi á Grenivík sagði Bragi Sigurjónsson, að eftir síðustu kosningar hefði Alþýðuflokkurinn ekki viljað taka þátt í stjórn- armyndun. Hann sagði, að afstaða sú væri blátt áfram samkvæmt leik- reglum lýðræðisins, þar sem flokkurinn hefði tapað verulegu fylgi í nýafstöðnum kosning- um 1974. Þurfa menn þá lengur vitnanna við um það, hvers vegna ekki var mynduð vinstristjóm? Það kom fram á sama fundi í ræðu Stefáns Valgeirssonar, að ef Framsóknarflokkurinn yrði fyrir áfalli í al- þingiskosningunum, eins og byggðakosning- amar gætu bent til, liti hann svo á, að það væri krafa um, að ekki yrði mynduð vinstri stjórn að kosningum loknum, því vinstri stjórn yrði ekki mynduð án Framsókn- arflokksins. 24166 23207 24167 Hátíðahðldln 17. |únf lóru Iram að hefðbundnum hættl 6 Akur- eyrl, f umsjá Knattspyrnufélags Akureyrar að þessu slnnl. Veður var sæmllegt, en þó ekkl elns og best verður kosið og þvf var ekkl elns mlklð fjðlmennl ð hátíðasvæðlnu og oft hefur verlð. Þeir síanda ekki við stóru orðin — segir dómsmálaráðherra „Ég vona að úrslit alþingis- kosninganna muni ekki vera svipuð þeim sem urðu í sveit- arstjórnarkosningunum. Fólk mun nú eflaust taka mið af síðustu ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar og svo hitt að það sér að stjórnarandstöðuflokk- unum gengur ekki vel að standa við stóru orðln. Þar á ég m.a. við Reykjavík og Siglu- fjörð“, sagði Ólafur Jóhannes- son ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef ekki skýringu á reiðum hönd- um á fylgistapi Framsóknar- flokksins, en það var nokkuð í Reykjavík. Annarsstaðar var það ekki stórvægilegt og á sumum stöðum jók flokkurinn við fylgi sitt“. Ólafur sagði það vera stærstu verkefni næstu ríkis- stjóinar, ef Framsóknarflokk- urinn hefði áhrif á þau mál, að ráðast gegn verðbólgunni, halda áfram atvlnnuuppbygg- ingunni og tryggja atvinnu- öryggi. „Á þessi mál, auk launajöfnunarstefnu og endur- grelðslu verðjöfnunargjalds, sem framkvæmdanefnd Fram- leiðsluráðs hefur ákveðið að taka, mun Framsóknarflokkur- inn m.a. leggja áherslu á ef hann hefur aðstöðu til“, sagði Óiafur Jóhannesson ráðherra. Sorg ríkir á Dalvík Fjögurra ungra manna frá Dal- vík, sem fóru á plastbáti með utanborðvél, snemma morguns 17. júní áleiðis til Hríseyjar, er saknað. Víðtæk leit var sam- dægurs hafin á sjó, úr lofti og í landi og stendur hún enn, sagði séra Stefán V. Snævarr prófast- ur á Dalvík blaðinu í gærmorg- un og sagði blaðinu nöfn pilt- anna: Stefán Ragnar Ægisson, Drafn- arbraut 1, fæddur30. sept. 1959. Gunnar Jónsson, Skíðabraut 11, fæddur 3. oktober 1960. Símon Jóhann Hilmarsson, Karlsbraut 21, fæddur 31. maí 1960. Egill Antonsson, Mímisvegi 7, fæddur3. maí 1962 Prófasturinn hefur haft sam- band við aðstandendur pilt- anna. Mikil sorg ríkir á Dalvík vegna þessa átakanlega atburð- ar. Slösuð eftir árás Samkvæmt umsögn lögreglunnar á Akureyri, var ölvun með mesta móti að kveldi 17. júní. Fanga- geymslur lögreglunnar fylltust og hjálpaði hún þó mörgum heim til sín um nóttina. En að morgni hins 17. júní bar það við á bak við útibú Útvegs- bankans, að ráðist var á stúlku og hún slösuð. Árásarmaðurinn handleggsbraut hana og veitti henni áverka á höfði. Þau munu lítt eða ekki hafa þekkst. Hjá báðum aðilum mun áfengis hafa verið neytt. Mál þetta er í rannsókn en lögreglan hefur þegar haft hendur í hári árásarmannsins. Þá var mikil ölvun á dansleik KA í Kjamaskógi á föstudagskvöldið, og lauk honum fyrr en auglýst hafði verið. í auglýsingum var áfengisneysla ekki bönnuð og því auðvelt að flytja áfengi á sam- komustað, enda var svo gert og þess neytt í ríkum mæli, þrátt fyrir eins mikla aðstoð lögreglunnar og unnt var. Þeir yngstu, sem lögreglan hafði veruleg afskipti af, voru 13 ára. Menntaskólanum á Akureyri slitiö r ^ Q m _______________í_______ i yæ. sinn 1 Nýjar umsóknir fleiri en nokkru sinni áður Menntaskólanum á Akureyri var slitið í Akureyrarkirkju og að viðstöddu miklu fjölmenni, laugardaginn 17. júní. Nú eru liðin 50 ár síðan fyrstu stúdent- arnir brautskráðist, flmm manna hópur. Tveir þeirra eru á lífi, Haukur Þorleifsson og séra Guðmundur Benediktsson og voru báðir viðstaddir skólaupp- sögnina, ásamt fulltrúum 40 ára stúdenta, 25 og 10 ára stúdenta, er fluttu ávörp og færðu skólan- um góðar gjafir. Að þessu sinni brautskráðust 103 stúdentar, 47 stúlkur og 56 piltar. í máladeild voru 33 nemendur, 15 i félagsfræðideild, 21 í eðlisfræði- deild og 34 í náttúrufræðideild. Hæsta einkunn á stúdentsprófi hlaut Þórunn Rafnar á Akureyri, 9.0 sem er fyrsta ágætiseinkunn. Tryggvi Gíslason, skólameistari brautskráði stúdentana og flutti skólaslitaræðuna. 1 vetur voru nær 600 nemendur og umsóknir fyrir næsta vetur hafa aldrei verið eins margar og nú, eða 230 talsins. Menntaskólinn hefur nú keypt skála einn, sem koma á í stað gamla Útgarðs, sem MA átti í Glerárdal en er löngu ónýtur. Verður nýi skálinn settur upp í nágrenni Ak- ureyrar á þessu sumri. Hann er smíðaður hjá Þaki hf. í Hafnarfirði, burstahús, 60 fermetrar að gólffleti með 30 fermetra svefnlofti. Kennarar við Menntaskóiann á Akureyri voru 44 þar af 30 fast- ráðnir. Á þessu vori lét Elinbjörg Þorsteinsdóttir, matselja skólans í 21 ár, af störfum og voru henni þökkuð þau. Byggðastefnan varð að veruleika undir forsæti Ólafs Jóhannessonar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.