Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 21.06.1978, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, miðvikudaginn 21. júní 1978 EINANGRUNARBAND Aðalfundur K.S. Skjaldhamrar á Akureyri Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt Skjaldhamra Jónasar Árnasonar, síðan 1975 og hafa þeir gengið síðan. Sýningar þessa verks hafa slegið öll met íslenskra leikrita í Iðnó, því sýnfngar hafa orðið 183. Og Leikfélag Reykjavíkur endar starfsár sitt með því að senda Skjaldhamra til Akureyrar, þar sem það verður sýnt í leikhúsi bæjarins þessa viku. Vigdís Finnbogadóttir, leik- hússtjóri LR, sagði í viðtali við blaðið fyrir helgina, að sýningar hæfust á sunnudagskvöldið 18. júní og að dvalið yrði á Akureyri á meðan fólk sækti sýningar. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. IVIeð aðalhlutverkin fara Þor- steinn Gunnarsson og Valgerður Dan. Aðrir leikarar eru: Karl Guðmundsson, Hjalti Rögn- valdsson, Kjartan Ragnarsson og Áslaug Guðmundsdóttir. Það var ánægjulegt, sagði Vig- dis ennfermur, að Leikfélag Ak- ureyrar er nýbúið að heimsækja okkur suður með tvö leikrit. sem hér voru sýnd og gekk það alveg ágætlega. Þorstelnn Gunnarsson og Valgerður Dan f hlutverkum slnum. Heildarveltan rúmir fjórir milljarðar króna Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga var haldinn 8. júní í Sel- Inu, samkomusal félagsins. Gísli Magnússon í Eyhildarholti, stjórnarformaður, setti aðal- fundinn og mfnntist í upphafi 19 látinna félagsmanna. Fundar- stjórar voru, séra Gunnar Gísla- son og Geirmundur Jónsson, en fundarritarar þeir Þórarinn Magnússon og Trausti Pálsson. Gísli Magnússon flutti skýrslu stjórnarinnar en kaupfélags- stjórinn, Helgi Rafn Traustason, ræddi um starfsemi félagsins á síðasta ári og las og skýrði reikniga þess. Félagsmenn voru í lok síðasta árs 1434 og hafði fjölgað um 37 á ár- inu. a framfæri félagsmanna, að þeim sjálfum meðtöldum voru á sama tíma 3298 manns, en íbúar í Skagafirði, ásamt Sauðárkróki voru 4296 hinn 1. desember sl. og hafði fjölgað um 98. Heildarvelta kaupfélagsins og fyrirtækja þess varð 4 milljarðar 271 milljón og hafði aukist um rúman milljarð frá 1966. Sala á vöru og þjónustu varð rúmlega 1,1 milljarður króna. Sala á innlendum afurðum varð 1.116 milljarður króna og sala Fiskiðj- unnar varð 517 milljónir. Um síðustu áramót voru fast- ráðnir starfsmenn 210 og hafði fjölgað um 13 frá síðasta ári. Fé- lagið og fyrirtæki þess greiddi í laun og launatengd gjöld, 675,9 milljónir og hafði launakostnaður hækkað um 56,6%. Fjárfestingar námu 110 milljón- um króna. Bókfært verð á öllum fasteignum félagsins, ásamt vélum, innrettingum og bifreiðum er 1,228 milljarðar króna. Samtals greiddi félagið til bænda fyrir afurðir þeirra, nær 1,5 milljarð króna. Eftir 58 milljón króna af- skriftir varð tekjuafgangur tæplega 1,6 milljón króna. Úr stjórn áttu að ganga þeir Gísli Magnússon, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs og Stefán Gestsson og Þorsteinn Hjálmarsson, sem báðir voru endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru: Konráð Gíslason, Jó- hann Salberg Guðmundsson, Gunnar Oddsson, Jónas Har- aldsson og Jónas Sigurðsson. Gísla Magnússyni voru þökkuð áratuga forystustörf í þágu samvinnu- manna í héraðinu. H-listi Framsóknarfé- lags Svarfaðardals og óháðra kjósenda. Hjalti Haraldsson, Ytra-Garðs- horni Jónas Þorleifsson, Koti Jóhann Ólafsson, Ytra-Hvarfi Símon Helgason, Þverá Friðbjörn Jóhannsson, Hlíð Jón Þórarinsson, Hæringsstöðum Fjóla Guðmundsdóttir, Húsa- bakka Margrét Kristinsdóttir, Skeiði Júlíus Friðriksson, Gröf Klemenz Vilhjálmsson, Brekku. Sveit Páls Norðurlands- meistari í bridge 1978 Norðurlandsmótið í bridge var spilað á Siglufirði 9.-H. júní s.l. Álls spiluðu þar 10 sveitir, tvær frá Siglufirði, Húsavík og Akureyri, en ein frá Dalvík, Mývatnssveit, Blönduósi og Skagafirði. Norðurlandsmeistari 1978 varð sveit Páls Pálssonar frá Akureyri en auk Páls eru í sveitinni Frímann Frímannsson, Magnús Aðalbjöms- son, Gunnlaugur Guðmundsson, Soffía Guðmundsdóttir og Dísa Pétursdóttir. Að lokinni keppninni bauð bæjarstjóm Siglufjarðar til kveðju- hófs og þar voru verðlaun afhent. Keppnisstjóri var Níels Frið- bjamarson frá Siglufirði. Röð efstu sveita var þessi: 1. Sveit Páls Pálssonar, Akureyri, 130 stig. 2. Sveit Bjöms Þórðarsonar, Siglufirði, 125 stig. 3. Sveit Alfreðs Pálssonar, Akureyri, 117 stig. 4. Sveit Stefáns Jónssonar, Dalvík, llóstig. 5. Sveit Boga Sigurbjörnssonar, Siglufirði, 115 stig. 6. Sveit Guðmundar Hákonar- sonar, Húsavík, 102 stig. Norðurlandsmót í bridge er spil- að á hverju ári og verður næst spil- að á Blönduósi. Framsóknarfélag Svarfaðardals svarar ávirðingum Dagblaðsins í tilefni af skrifum í Dagblaðinu 8. júní sl. um úrsagnir úr Framsókn- arfélagi Svarfaðardals, vegna að- ildar félagsins að framboði við hreppsnefndarkosningar 25 júní nk., og „óróa“ í sambandi við það framboð viljum við taka fram eft- irfarandi: Engra upplýsinga leituðu D.B. menn sér hjá stórn félagsins varð- andi þetta mál, og vitum við raunar ekki hvaðan þeim kemur slíkur „fróðleikur", sem er að finna í greinarkorni þeirra. Sannleikurinn í málinu er þessi: Er séð varð að um listakosningar myndi verða að ræða í væntanleg- um hreppsnefndarkosningum, og seinna var formlega óskað eftir af hálfu svokaliaðs I-lista fólks, gekkst Framsóknarfélag Svarfaðardals fyrir könnun í því skyni, að grennslast um vilja fólks, og fólk beðið að skrifa nöfn þeirra manna er það vildi hugsanlega hafa í framboði til. hreppsnefndarkjörs. Þessu nýmæli okkar var mjög vel tekið, og um 70 manns tók þátt í könnun þessari. Úrslit könnunar- innar voru skýr, og eftir þeim var farið, eftir því sem við varð komið við uppstillingu á lista þeim er borinn er fram af Framsóknarfé- lagi Svarfaðardals og óháðum kjósendum, og fengið hefur lista- bókstafinn H. Við viljum þakka öllu því fólki, sem sýnt hefur áhuga á þessu máli, og stutt okkur með ráð og dáð, og þar viljum við sér- staklega nefna, - og þakka unga fólkinu, sem margt kýs nú í fyrsta sinn. Varðandi úrsagnir úr félaginu, er því til að svara, að þrír félagar gengu úr félaginu á árinu, tveir á aðalfundi þess 16. apríl sl. og sá þriðji nokkrum dögum síðar, eða eftir dagsetningu úrsagnarbréfsins 2. maí. Þessar úrsagnir komu áður en nokkuð var talað um framboð til hreppsnefndarkosninga, sem Framsóknarfélagi Svarfaðardals væri tengt, og geta því á engan hátt tengst þeirri ákvörðun félagsins. Þessar úrsagnir voru okkur í stjórn félagsins ekkert áhyggjuefni, enda var hér um að ræða félaga.sem engan áhuga höfðu sýnt á málefn- um Framsóknarfélagsins og flokksins í áravís. Hins er vert að geta, að í stað þeirra þriggja, sem úr félaginu fóru, gengu 15 nýir í það á aðalfundi þess, og margt af því ungt fólk, og félagið aldrei verið fjölmennara en nú. F. h. Framsóknarfélags Svarfaðardals. Björn Daníelsson, Húsabakka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.