Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ugla ræðst á hross Það bar við í sumar á bæ einum í Arnameshreppi, að brandugla var svo aðgangshörð við hross, í haga að þau létu fætur forða sér. Hefur uglan eflaust átt hreiður þar nærri, sem hún hefur viljað verja. Við hey- skaparfólk var hún einnig nokkuð nær- göngul á sömu slóðum. Branduglur eru fremur sjaldgæfar en munu þó árlega verpa á nokkrum stöðum við Eyjafjörð. Hestamenn fá land og lóðir Síðasti bæjarráðsfundur lagði til, að Hesta- mannafélagið Léttir fengi til umráða, án leigu, 15-20 hektara land í landi Lögmannshlíðar fyrir starfsemi sína, til 25 ára. Þar er ætlað land fyrir byggingar, samkvæmt skipulagi, m.a. sameig- inlegt hesthús, félags- heimili og skeiðvöllur og tamningasvæði. Sjálfar byggingarlóðirnar verða leigðar með venjulegum kjörum. Vinstri stjórn? Lúðvík Jósefsson, for- maður Alþýðubanda- lagsins, fékk umboð for- seta landsins til að mynda ríkisstjórn, er styddist við þingmeiri- hluta. Eftir sameiginleg- an fund fulltrúa flokks hans, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks síðdeg- is í gær, var búist við að fyrir lægi, hvort sú stjórnarmyndun tækist. Formenn þessara stjórn- málaflokka tjáðu fjöl- miðlum fyrir fundinn, að stjórnarmyndun væri nú nær en áður. En blaðið fór í prentun áður en árangur þessa fundar lá fyrir. DAGUR LXI. árg. Akureyri, miðvikudagur 23. ágúst 1978 49. tölublað Mættir galvaskir til leiks Flestir leikara Leikfélags Akureyrar og starfs- dráttum og að því loknu hófu leikararnir að lesa fólk komu saman á fund í Samkomuhúsinu sl. saman leikritið „Þess vegna skiljum við“ eftir mánudag. Oddur Björnsson, leikhússtjóri, bauð Guðmund Kamban. Leikstjóri er Haukur J. fólkið velkomið og lýsti vetrarstarfinu í stórum Gunnarsson. Mynd: áþ. LAXELDI I LÓNI IKELDU- HVERFI? Á síðasta ári hófust líffræðilegar rannsóknir í Lóni í Kelduhverfi - með hliðsjón af fiskeldi. Þrír vísindamenn hafa annast rann- sóknir og fengu þeir m.a. 700 þúsund króna styrk úr Vísinda- sjóði. Niðurstöður liggja ekki fyrir fyrr en á næsta ári. „Aðallega erum við að rann- saka möguleika á eldi laxfisks í Lóni. Á þessu stigi er lítið hægt að segja um hvort það geti verið mögulegt", sagði Ingimar Jó- hannsson, líffræðingur í samtali við Dag, en auk hans vinna þeir Jónas Bjarnason, efnafræðing- ur, og Björn Jóhannesson, jarð- vegsfræðingur að rannsóknun- um. Innan skamms munu frétta- menn Sjónvarpsins í strjálbýlinu eingöngu taka myndir á litfilm- ur, en um miðjan næsta mánuð er ráðgert að þeir sæki nániskeið i litkvikmyndun hjá Sjónvarp- inu. Námskeiðið átti að halda nokkuð fyrr, en forráðamenn stofnunarinnar gátu ekki fengið ákveðinn kennara fyrr en þá.r í fyrri viku tók Sjónvarpið í notkun litframköllunarvél og föstudaginn 11. ágúst voru sýndar fyrstu fréttamyndirnar í lit. Þrátt fyrir það að námskeið- ið verði ekki haldið fyrr en í september mega hinir ham- ingjusömu eigendur litsjón- varpstækja eiga von á því að sjá einstaka fréttamynd utan af landi í lit, þar sem sumir frétta- mannanna ætla að gera tilraun- ir með litfilmur. Myndin sýnir Steindór G. Steindórsson, kvikmyndatöku- mann Sjónvarpsins á Akureyri, og Sigurð Hlöðversson, þegar þeir voru að taka kvikmynd af útimessu í Glerárhverfi á.þ. að í slitlag Auglýsir Slippstöðin h/f eftir iðnaðarmönnum Það vekur athygli að á meðan skipasmíðastöðvar á Reykjavíkursvæðinu, stynja þungan undan verkefna- skorti auglýsir Slippstöðin h/f eftir iðnaðarmönnum s.s. rafvirkjum og járniðnaðarmönnum. Mikil verk- efni eru framundanhjá fyrirtækinu - nægir að nefna viðgerðina á Breka VE, endurnýjun á Hrafni Svein- björnssyni GK, auk verkefna i nýsmfði. Erfiðlega gengur að útvega aðkomumönnum húsnæði á Akur- eyri og er það oft Þrándur í Götu þess að fá þá til bæjarins. „Við höfum auglýst eftir rafvirkjum, trésmiðum og járniðnaðarmönnum, enda er mikið að gera hjá okkur“,sagði Ingolfur Sverrisson, starfsmannastjóri Slippstöðvarinnar. „Það er erfitt að segja nokkuð til um hve marga menn vantar - má segja að enginn hafi hugsað þá hugsun til enda.“ Ingólfur sagði, að mikið hefði verið hringt t.d. frá Reykjavík og Suðurnesjum og greinilegt væri að fólk vildi flytjast til bæjarins, en oft verður ekkert úr því þar sem erfitt er að fá húsnæði í höfuðstað Norður- lands. „Það var notaður alltof grófur of- aníburður og má segja að vcgurinn sé ófær á öllum tímum,“ sagði Pétur Sigurðsson, hreppstjóri á Skegg- stöðum í Bólstaðarhlíðarhrcppi um vegarkaflann: Eiríksstaðir - Steiná í Svartárdal. „Þetta verk var unnið í júlí og tóku vegagerðarmenn efnið úr eyri fyrir neðan Bergsstaði. Hreppsnefndin hefur sent ályktun til Vegagerðar ríkisins, en svar hef- ur ekki borist.“ Ökumenn sem hafa ekið veginn gefa honum slæman vitnisburð, segja að hann líkist helst af öllu mel uppi á háfjöllum og eigi fátt sam- eiginlegt með því sem daglega er kallað vegur. Blaðið hefur fregnað að bílar hafi skemmst af völdum slitlagsins, en ekki hefur það fengist staðfest. Sé haldið innar í dalinn hitta ökumenn fyrir annan kafla, síst betri, en þar var borið í veginn á sl. ári. Hafi Vegagerðin ekki fengið vitneskju um síðari hlutann má benda á það að þetta er leiðin: Hvammur - Stafn. Umræddir vegakaflar eru samanlagt um fimmtán kílómetrar á lengd. Góð kartöflu- uppskera Kartöfluuppskera virðist ætla að verða allgóð í haust, en þó lakari miðað við það sem hún hefur best orðið. Bæjarbúar geta átt von á því, hvað úr hverju, að kartöflur komi í verslanir, en samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið aflaði sér, eru kartöflubændur farnir að taka í matinn handa sjálfum sér, en vilja hafa þær ögn stærri áður en þær hafna í pottum neytenda. A meðan skipasmíðastöðvar utan Akureyrar kvarta: Svartárdalur Stórgrýti not-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.