Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, miðvikudagur 23. ágúst 1978 MADE IN AUSTRIA Þokuljós - Aííurljós Bakkljós - Sfefnuljós GÆÐA VARA \9. LÁG VERÐ SVA í undirbúningi Innan skamms mun strætisvagna- nefnd Akureyrar taka ákvörðun um hvemig staðið verður að breytingum á áætlun Strætisvagna Akureyrar, en Gunnar Jóhannes- son, verkfræðingur hjá Akureyr- arbæ hefur gert athugun á því hvernig þeim verður best hagað. Hann hefur m.a. lagt til að fjölgað verði ferðum SVA út í Glerárþorp. Athugun hefur verið gerð á því hvt margir notfæra sér þjónustu SVA og kom í ljós að meðalfarþega- fjöldi í ferð er á bilinu 15 til 20. Flestir koma í vagninn í miðbæn- um og 50 til 60% farþeganna eru undir 13 ára aldri. „Ég hef lagt til að teknar verði upp ferðir í Hlíðahverfi," sagði Gunnar Jóhannesson. „Einnig hef ég í tillögum mínum lagt til að farnar verði tvær ferðir í innbæ- inn á hverri klukkustund. Mögu- legt er að ferðum á brekkuna verði fjölgað eða áætlun breytt frá því sem nú er.“ í dag er einn strætisvagn í notkun, en flest bendir til að þeir verði að vera tveir í næstu fram- tíð. Miðað við þær áætlanir sem Gunnar hefur gert vantar örlítið upp á að tveir vagnar séu full- nýttir og verður strætisvagna- nefnd að taka afstöðu til hvernig sá tími yrði notaður. í athugunum sem gerðar hafa verið erlendis hefur komið í ljós „Fólk hefur farið nokkuð mikið út- cftir og ég held að óhætt sé að full- yrða að flestir hafi fengið eitthvað af silungi“, sagði Pétur Axelsson, útibússtjóri á Grenivik, um veiðina í Gilsá í Hvalvatnsfirði. „Veiðin hef- ur að vísu ekki verið mikil. en ég tel að hún sé skárri en undanfarin ár“. Pétur taldi að hina auknu veiði bæri einkum að þakka því að í vor var ótíð og af þeim sökum erfitt fyrir menn að komast að ánni frá sjó og stunda ólöglegar veiðar. Einnig ber þess að geta að fyrir fimm árum var hafist handa við ræktun Gilsár og nokkrum þús- undum seiða hefur verið sleppt í að biðstöðvar strætisvagna mega ekki vera lengra en u.þ.b. 300 metra frá væntanlegum farþeg- um. Eftir því sem fjarlægðin eykst minnka líkurnar á að fólk notfæri sér strætisvagnana. hana. Fyrir enn lengra síðan var sleppt laxaseiðum í Gilsá og sagðist Pétur vita til þess, að fimm laxar hefðu fengist úr ánni. Það eru ein fimmtán ár síðan Pétur fór að fylgjast með veiðiskap út í Fjörðum og getur þetta því tæplega talist há tala. Gilsá í Hvalvatnsfirði Þokkaleg veiði í sumar Malbikunarframkvæmdir á Dalvík: Búið að leggja varanlegt slitlag á 40% gatna Á miðvikudaginn I síðustu viku var hafist handa við útlagningu malbiks á Dalvík og erætlunin að leggja á unt cinn km. Alls eru notuð um 1300 tonn af malbiki til verksins og er malbikið keypt frá Akureyri, en starfsmenn Akureyrarbæjar sjá um útlagninguna. Þegar vcrkinu lýkur verður búið að leggja varanlegt slitlag á u.þ.b. 40% gatnakerfisins á Dalvík. Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvík, sagði að malbik yrði lagt á Bjarkarbraut og á hluta eftirfar- andi gatna: Goðabrautar, Hólavegs, Karls-Rauða— torgs og Karlsbrautar og Kirkjuvegs. Fjárhagsáætl- un bæjarins gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta 25,3 millj.kr. og er þá meðtalin undirbúningsvinna, en Valdimar sagði að líklega yrði heildarkostnaður um 28 millj. kr. Breytingar á áætlun o rr "7F rp r" D íl (t) li ll\ * > \hm — Jju. 0 Dragnóta- veiðar á djúp- sjávarmiðum Á síðustu árum hafa norskir fiskimenn tekuð upp, eftir skoskum starfsbræðrum sín- um, djúpsjávardragnótaveið- ar, sem hinir síðartöldu hafa stundað í Norðursjónum, á öllu dýpl, allt niður á 200 faðma. Hafa Norðmenn náð góðum tökum á þessum veiðfskap, og stunda þær all- margir bátar af stærðinni um og innan við 100 fet. Til að auðvelda þessar veiðar hafa verið hönnuð sérstök kefli, sem tógin vefjast upp á, þeg- ar vóðln er dregin að skipi'nu. Þessum keflum er stundum komið fyrir á sitt hvoru báta- dekkshorninu, frammi við brú. Oft fæst góður afli af þorski og ýsu, en djúpsjávar- dragnótaveiðarnar byggjast á því að þekkja botninn eins vel og buxnavasann sinn, því að botninn þarf að vera sléttur, og er góð kortlagnlng ein að- alundirstaða þess, að þessar veiðar skili tilæfluðum áfrangri. # Ný gerð af slitlagi á vegum Þegar blaðamaður var á ferð í Húnaþingi 8. ágúst, var Vegagerðin nálægt Blöndu- ósi að setja slitlag sem jafn- framt er rykbindandi á nokkra kílómetra vegarkafla. Vegur- inn er vel undirbyggður, síð- an heflaður og valtaður. Tjörulagi er þá sprautað á veginn en síðan sett nokk- urra sentimetra lag ofan á, af harpaðri möl. Tjaran á að binda mölina og hæg umferð að pressa hana mátulega. Þessi tilraun er gerð á flelri stöðum á landinu nú í sumar, en hefur ekki áður verið reynd hérlendis, svo of snemmt er að spá um árang- urinn. Til umræðu hefur komið, ef þetta þykir gefast eins og vonir standa til, að prófa þessa gerð slitlags í nágrenni Akureyrar næsta sumar. % Hvernig vill fólk búa? Æði mörgum finnst hið margumtalaða Breiðholts- hverfi í Reykjavík vera ómanneskjulegt og hafa haldið því fram að í slíkum hverfum byggju menn af illri nauðsyn. Breiðhyltingar hafa haldið fram hinu gagnstæða og eflaust má finna margt gott við hverfi þeirra. En áður en yfirvöld á Akureyri leggja út í svipað ævintýri (ef þau hafa yfirleitt hugsað sér það) er rétt að haia í huga reynslu borgaryfirvalda í Edfnborg. Fyrir u.þ.b. tíu árum hugð- ust þau leysa hluta húsnæð- isvandans með byggingu há- hýsa og voru reist 4 til 5 slík. Eftir nokkur ár tóku íbúarnir að yfirgefa þessi hús og í dag standa þau með hlerum fyrir flesta glugga og um 25% nýt- ingu - ömurlegir minnis- varðar ómannlegrar bygg- ingarstefnu. Og borgaryfir- völd sneru við blaðinu og í dag eru ekki reist hærri hús en 3ja og 4ra hæða fjölbýlis- hús. SJÓSTANGVEIÐI- MÓT UM NÆSTU HELGI Sjóstangaveiðimót Akureyrar verður haldið laugardaginn 26. ágúst n.k. Mótið verður sett á föstudags- kvöld og róið á laugardaginn. Farið verður á sjóinn frá Dalvík eins og undanfarin ár og veitt í 8 tíma. Um kvöldið verða mótsslit og verðlaunaafhending. Þetta mót er opið öllum sem áhuga hafa á sjóstangaveiði. Nú þegar hafa þátttökutilkynn- ingar borist frá Vestmannaeyjum, Reykjavík og Akureyri. Góð handfæraveiði hefur verið á utanverðum Eyjafirði undanfarið. DAGUR kemur næst út 30. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.