Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.). ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Brestur þá kjark? Nú stendur fimmta stjórnarmyndun- artilraunin yfir. Liðnir eru tveir mán- uðir frá alþingiskosningum og til- raunir stjórnmálaforingjanna hafa engan árangur borið til þessa. Forseti tslands hefur nú falið for- mönnum þriggja stjórnmálaflokka að mynda meirihlutastjórn. Það féll fyrst í hlut Benedikts Gröndals að reyna stjórnarmyndun. Hann gerði til þess tvær tilraunir, fyrst með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðubandalagi og síðan með Alþýðubandalagi og Framsókn. Endaði fyrri tilraunin skjótlega og hin síðari með svæsnum deilum Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Næstur reyndi Geir Hallgrímsson að mynda þjóðstjórn, eða stjórn allra flokka, sem hugsuð var skammtímastjórn, en ekki virtist áhugi á þeirri hugmynd hjá stjórnmálaflokkunum og bar til- raunin ekki árangur. Hann reyndi þá stjórnarmyndun með Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki, en sú tilraun mistókst einnig. Kom þá upp hlutur Lúðvíks Jós- efssonar, sem þessa dagana reynir myndun „vinstri stjórnar“, með þátt- töku Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. Þeim mönnum, sem þjóðin kvaddi til setu á Alþingi næstu fjögur ár í almennum þingkosningum 25. júní, var lögð sú skylda á herðar, að mynda starfhæfa ríkisstjórn, og á það að vera fyrsta starf nýkjörinna þingmanna. Þjóðin hefur beðið þess með eftir- væntingu, að þessi frumskylda væri af hendi leyst og það því fremur, sem sumum greinum atvinnulífsins hefur þegar orðið biðin of löng og blasir þar við lokun og atvinnuleysi. En í þessum tilraunum stjórn- málaforingja til stjórnarmyndunar hefur þjóðin orðið margs vísari. Við henni blasir svo flókið efnahagskerfi, sem alþingismenn hafa á undanförn- um árum ýmist haft forystu um eða bera ábyrgð á að það er orðið þeim ofvaxið að skilja það, hvað þá al- menningi. Stafar þetta af endalausum skammtímaúrræðum í efnahagsmál- um á mörgum undanförnum árum, sem óðaverðbólgan hefur sett merki sitt á jafnóðum, og það hefur engri frjálsri þjóð þótt neinn gæðastimpill. En þótt sitt sýnist hverjum í valda- tafli stjórnmálaflokka og hráskinna- leik hinna ýmsu forystumanna þeirra, verður að ætla þeim þann kjark, að taka á sig vanda ábyrgðar í ríkis- stjórn. Gunnar Jónsson f. 3/10 1960, d. 17. júní 1978 Kveðju og saknaðarstef Skipt er um að skapadómi. — Skelfir alla dómur sá. Örlagavef á ævileiðum atvik meiniblandin kljá. Dapurleikans dimmu skuggar deifa skin og kæla blæ. Dauðans kaldi, harði hrammur hefur lostið þennan bæ. Hniginn er einn úr hópi sveina hugumkær sem öllum var. Réði yfir í ríkum mæli reisn og stolti æskunnar. Atorka og eljusemi aldrei honum viku frá. Volduga í vitund átti vinnugleði og starfaþrá. Öll við sendum heitum huga harmaskýin yfir dökk drengnum kæra, kærleiksríka kveðju, vafða í ást og þökk. Vandamönnum, vinaliði vottum samúð klökkri lund. Minningin um dáðadrenginn djúpa mýki sorgarlund. Frá Svanfríði og fjölskyldu. Foreldrakveðja í hljóðri einsemd hugsun okkar fer er harmi slegin störum eftir þér elsku Gunnar, farinn okkur frá, og framar aldrei dvelur okkur hjá. Vinur, þig við kveðjum klökkum hug, þín kæra minning þokar sorg á bug. Þú djúpa ást í tryggu brjósti barst, og blíður og góður sonur jafnan varst. Alla daga mæra myndin þín á munanshimni ljós og fögur skín, á meðan unum ævidagabið hún okkur veitir styrk og sálarfrið. Borgarf jarðarbrúin tengd 1979? Ólína Sigurðardóttir 100 ára Borgarfjarðarbrúin, hið mikla og margrædda mannvirki, á að tcngjast vcgakerfinu síðla árs 1979, cf allt gengur samkvæmt áætlun. Nokkur óvissa hefur ríkt um fjármagn og framkvæmdahraða þessa mannvirkis, svo hætta var á veru- legum töfum. Nú mun fjármagn fengið til að halda verkinu áfram og er áætlað, að í ár verði 800 milljón- um króna varið til verksins. Steypu brúarbitanna var að mestu lokið í vetur. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að steypa brúargólfið og mun þeirri vinnu lokið fyrir veturinn. En mjög mikil uppfyllingarvinna, Borgar- nesmegin, er þar eftir (Mynd E.D.) Ólína Sigurðardóttir fyrrum hús- freyja í Árgerði í Eyjafirði, elsti íbúi Akureyrar, verður 100 ára 25. ágúst næstkomandi. Hún er fædd að Völlum í Saurbæjarhreppi dóttir hjónanna Sigríðar Jóhannesdóttur og Sigurðar Sigurðssonar. Sigríður móðir Ólínu var kvistur af sterkum stofni, bræður hennar voru Jón bóndi í Hleiðargarði faðir Hannesar fræðimanns og bónda þar, annar bróðir Sigríðar var Jó- hannes er kallaður var hinn sterki, orðlagt þrekmenni, þá var Jóhann afi þeirra bræðra Braga og Jóhanns rithöfunda og frœðimanna er kenndu sig við Flögu í Hörgárdal, Bragi lést af slysförum fyrir aldur fram. Faðir Ólínu, Sigurður Sigurðs- son, Gíslasonar bónda að Vatns- enda og er margt manna þaðan komið. Valdimar Pálsson hrepp- stjóri á Möðruvöllum, og systur hans voru dótturböm Sigurðar Gíslasonar, Ólína og þau voru systkinabörn. Sigurður faðir Ólínu var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann tvo sonu Kristján er lengi bjó á Nýjabæ, faðir Her- manns bónda í Leyningi, föður Kristjáns er þar býr nú og þeirra systkina. Hinn sonurinn hét Sig- urður, hann dó á besta aldri eftir stuttan hjúskap, dóttir hans var Sigrún kona Skafta Guðmunds- sonar í Gerði í Hörgárdal þau eru foreldrar Ólafs bónda þar, Guð- nýjar húsmóður á Akureyri og Guðmundar hæstaréttarlögmanns í Reykjavík. Sigríður og Sigurður eignuðust þrjár dætur Ólínu, sem hér er minnst, Þórunni er um áratuga- skeið vann við símaþjónustu á Sauðárkróki, mikil sæmdarkona, og Sigrúnu er dó á besta aldri. Þær systur voru á æskuskeiði er þær misstu föður sinn, reyndi þá á þrek Sigríðar, hún mun hafa verið dætrum sínum umhyggjusöm móðir eftir því, sem ástæður henn- ar framast leyfðu en ekki gat hún haft þær allar hjá sér. Ólína hafði mikla löngun til náms, en á uppvaxtarárum hennar voru lítil tök á því fyrir stúlkur, að- eins var um einn skóla að ræða skóla lífsins, þar mun Ólína hafa numið sitt af hverju, sem hefur komið sér ve! á heillrar aldar ferða- lagi. Olína er greind kona og fræddist um margt af lestri góðra bóka. Margt vann hún með sínum högu höndum, útprjónuðu vettlingarnir hennar hafa hlýjað ungum og öldnum, alltaf var Ólína með ný „mynstur", fram á tíunda tuginn var hún að prjóna eða þar til slæmt handleggsbrot kom í veg fyrir frekari handavinnu. Þann 26. júní giftist Ólína frænda sínum, Hannesi Jónssyni, miklum ágætismanni er ekki vildi vamm sitt vita. Hannes var vel gef- in, hagorður og hið mesta prúð- menni. Fyrstu árin höfðu þau hjón ekki fast jarðnæði en fengu þá Ystagerði í Saurbæjaíhreppi til ábúðar og bjuggu þar snotru búi í 15 ár, þá keyptu þau jörðina Árgerði og áttu þar heima þar til þau fluttu til Ak- ureyrar og fengu sér íbúð í Hafn- arstræti 37. Hannes var þrotinn heilsu og andaðist skömmu síðar, en Ólína bjó áfram í íbúðinni þar til hún fluttist á Elliheimilið Hlíð 1970. Sérstök snyrtimennska ein- kenndi búskap Ólínu og Hannesar utanhúss sem innan, Hannes var laginn smiður og byggði og bætti húsakynni á jörðum sínum. Sam- eiginlegt áhugamál þeirra hjóna var ræktun landsins, þau komu upp skrúðgörðum við bæi sína og gluggana prýddu fallegar pela- góníur, rósir og fleiri skrautjurtir. Ólínu og Hannesi varð ekki barna auðið en ólu upp tvær fóst- urdætur, Laufeyju Kristjánsdóttur, er hún látin fyrir mörgum árum, og Aðalheiði Axelsdóttur, ekkja bú- sett hér í bæ. Fósturdæturnar voru þeim hjónum kærar og alltaf er góðvild Ólínu sú sama til Aðal- heiðar og barna hennar. Ólína er félagslynd, hún starfaði um áratugaskeið í kvenfélaginu „Hjálpin" í Saurbæjarhreppi og hefur ekki sagt sig úr félaginu þó flestar samferðakonur hennar séu löngu horfnar. Olína Sigurðardóttir er einörð kona og hreinskilin, hún segir feimulaust hug sinn við hvern sem er. Nú er hún Ólína búin að leggja öld að baki, öld sem er engum öðr- um lík í allri þjóðarsögunni, hún lifði daga allsleysis og harðinda þegar allt skorti, hún hefur fagnað margvíslegum framförum og al- mennri velmegun og menntun, séð fagrar byggingar rísa, rœktun landsins, skógana vaxa, fagrar jurtir prýða umhverfið. Ólínu er ljóst að ekki má þjóðin kasta öllu fyrir róða, henni er annt um að varð- veittar séu minjar þess liðna. Ólína man aldamótahátíðina, allar vonirnar er bundnar voru nýju öldinni, hún minnist vígslu Grundarkirkju, þess veglega Guðshúss og ótal margra merkra atburða og góðra samferða manna. Sólarlag er fagurt við Eyjafjörð, verði henni Ólínu dagarnir, sem ófamir eru eins og sólarlag. Ég held að henni hafi nú þótt gaman að lifa svo langan dag. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli 1DAGSINS ÖNN Það fer mjög í vöxt að miða verðskráningu við vísitölu. Bygg- ingavísitala er talin einn gleggsti verðmælirinn. Þegar ljóst er, að það verðmætamat, sem grund- vallar fasteignamatið veldur ójöfnuður í álagningu fasteigna- skatta, ef þeir eru skoðaðir sem þjónustuskattar. í sjálfu sér er auðvelt að ákveða fasteignaskatt- inn, miðað við grunneiningu t.d. rúmmetra í fasteign, með pró- sentuþrepum fyrir sveitarfélög á mismunandi þjónustustigum. Hins vegar, ef skatturinn á að fylgja verðlagsbreytingum er nauðsynlegt að hann fylgi verð- mætismati fasteigna. En þá er einfaldast að miða við vísitölu- rúmmetrann, sem grunneiningu í álagningu? Ef miðað er við verð- lag vísitölurúmmetra frá 1. júní 1976 kr. 18.776 gæti grundvallar- skattur verið um 1% eða kr 189 á rúmmetra. Síðan mætti gefa sveitarfélögum heimild til að beita álagi til lækkunar og hækk- unar á skattinn miðað við síðustu byggingavísitölu. Þetta er einfalt í framkvæmd og skapaði eðlilegt samræmi á milli sveitarfélaga án þess að skerða frelsi þeirra til frá- vika í álagningu. Ekki sanngjarnt að allir greiði jafnháa skatta Þá kemur einnig til greina að fasteignaskatturinn verði ákveð- inn í þrepum miðað við það þjónustustig, sem sveitarfélagið er á gagnvart þjónustu við hús- eigendur. Notkun byggingavísi- tölu miðað við rúmmetraverð- mæti er beint framhald af þeirri stofngjaldastefnu, sem nú ryður sér rúms í sambandi við gatna- gerðargjöldin. Til greina kemur að ákveða upphæð álagningar- prósentu eftir því hvað felst í þjónustu sveitarfélagsins. Það kemur því til greina að sameina holræsagjöld og vatnsskatt í al- mennum fasteignaskatti, þótt vegna þessara verkefna séu greidd sérstök stofngjöld. í þessu sambandi kemur til álita að flokka sveitarfélögin varðandi skattstuðul, miðað við þjónustu- stig þeirra. Það er ekki sanngjarnt að greiddur sé jafnhár skattur af eignum í sveitum, sem ekki njóta verulegrar samfélagsþjónustu og eign í kaupstað, þar sem fyllsta samfélagsþjónusta er látin í té. í þessu sambandi er nauðsynlegt að gengið sé út frá þeirri stað- reynd að hámark hundraðshluta fasteignaskatts má ekki vera það lágt, að sveitarfélagi.sé um megn að bæta þjónustu sína. Því verður að fara að fullri gætni að flokka sveitarfélög eingöngu eftir þjón- ustustigi þeirra. Ekki eru fyrir hendi hér nægileg gögn til þess að skoða niður í saumana, hvemig hægt sé að framkvæma þess kon- ar tilhögun. Margt bendir til þess, ef menn verða ásáttir um raun- hæfan álagningargrundvöll, þá hljóti slíkt mál í stórum dráttum að leysast af sjálfu sér. Þetta mun einnig gerast af sjálfu sér með hinni frjálsu leið. Margt bendir til þess að einfaldast sé að hverfa frá fasteignamatsleiðum við álagn- ingu fasteignaskatta og miða við rúmtak og vísitöluverðlag fast- eigna á hverjum tíma. Er brunabóta- matið raunhæfur álagningar- grundvöllur? í mjög glöggu erindi, sem Haukur Harðarson, bæjarstjóri á Húsavík flutti á síðasta fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga, sem haldinn var í maí byrjun 1978, drap hann á annmarka núverandi álagningargrundvallar. Hann sagði orðrétt: „Stöðugur endur- reikningur fasteigna til peninga- verðs er kostnaðarsamur.... Eigi þetta mat að vera nákvæmt í fullu innbyrðis samræmi, þarf í raun- inni að skoða hverja fasteign ár- lega.... Allar fasteignir eru metnar til brunabótamats. Það mál ereðli sínu samkvæmt líklegast til að vera raunhæft, þarsem eigendum hlýtur að vera kappsmál að hækka mat eigna sinna til sam- ræmis við verðmætisaukandi endurbætur hennar til að tryggja sér raunhæfar bætur,ef tjón verð- ur á eignum. Ég sé ekki nokkurn skynsamlegan tilgang með því að meta sömu fasteign tvívegis til peningaverðs. Hér virðist aug- ljóslega verið að kasta ómældri fjárhæð í tvíverknað, sem litlum eða engum tilgangi þjónar. Tryggingafélögin annast bruna- bótamatið og kosta gerð þess. Það mat eitt sér er nægilegt til pen- ingaverðs.... a.m.k. að því er varðar sveitarfélögin." Hér er á ferðinni ábcnding sem er fyllilega þess virði að tekin sé til skoðunar. Það er ekki fjarri lagi að sveitarfélögin í samvinnu við tryggingafélögin komi á föst- um reglum um eignamat fast- eigna. Eins og kom fram hjá fast- eignamatsnefnd við endurskoðun matsins 1970 var verðlag þess miðað við staðgreiðsluverð hús- eigna, sem á að vera 25% lægra en gangverð þeirra. Það er því ekki óeðlilegt að um 25% verðlags- munur sé á fasteignamati nýrra eigna og brunabótamati. Að jafnaði má ganga út frá því að brunabótamat sé 10-15% undir gangverði eigna. Þetta sýnir Ijós- lega að brunabótamatið er miklu raunhæfari viðmiðunargrund- völlur fasteignaskatts álagningar, en matið, enda þótt það væri í einhverju leiðrétt. Þó að hér séu ekki tök á því að leggja efnismat á brunabótamatskerfið, sem álagn- ingargrundvöll, er ljóst að það hefur augljósa kosti í fram- kvæmd. Það er ljóst að bruna- bótamatsleiðin, ásamt vísitölu- rúmmetra leiðinni, og endur- skoðuðum matsgrundvelli, hljóta að koma til skoðunar, þegar ákveðin verður raunhæfur álagn- ingargrundvöllur fyrir fasteigna- skatta í landinu. Skagamenn sigra í tvísýnum leik Sl. miðvikudagskvöld fór fram minningarleikur um Jakob Jak- obsson knattspyrnumann. Voru það Akumesingar sem komu norður og léku við KA. Strax á fyrstu mín. leiksins áttu KA menn góðar sóknarlotur sem þeim tókst ekki að skora úr. Á 9. mín áttu norðanmenn gott færi en góður markvörður Skaga- manna bjargaði naumlega. Á 15. mín skapaðist hætta við mark KA en hinn ungi og efni- legi markvörður KA, Aðal- steinn Jóhannsson varði örugg- lega eins og svo oft í leiknum. Á 30. mín komust KAmenn í dauðafæri en Gunnar Gunn- arsson skaut naumlega framhjá. Á næstu 10. mín átti Sigurbjörn Gunnarsson tvö dauðafæri en boltinn vildi ekki inn hjá Jóni markverði ÍA. Það var ekki fyrr en á 25.' mín síðari hálfleiks sem KA fékk gott færi en þá stóð Óskar Ingimundarson fyrir opnu marki en skaut framhjá. Aðeins mínútu síðar kom eina mark leiksins en þá var þvaga við mark KA og einum Skaga- manninum tókst að skalla knöttinn í netið. Á 43. marka- mínútunni frægu átti Sigur- björn Gunnarsson gullið tæki- færi til að jafna en hann stóð fyrir opnu marki en heppnin var með Skagamönnum. Á síð- ustu mínútu leiksins áttu Skagamenn gott færi en Aðal- steinn bjargaði örugglega. Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Islands - Þriðja deild Bikarkcppni FRÍ 1978 í þriðju deild fór fram á Akureyri laugardaginn 19 ágúst og hófst kl. 13.00 og lauk kl. 17.30. Veður var gott, 19 stiga hiti og sól af og til. 3-4 vindstig að SA til að byrja með, en lægði er á daginn leið. Til leiks voru mættir keppendur frá Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands, Héraðs- sambandi Snæfells- og Hnappadalssýslu, (Jngmennasambandi Austur Húnavatnssýslu og Knattspymufélagi Akureyrar. Það var fyrirfram búist við sigri ÚÍA en öllum á óvart sigraði KA 3 deildina og er þar með komið í 2 deild í frjálsum íþróttum. Þegar aödns boðhlaupin voru eftir stóöu stigin jöfn milli KA og UÍA en KA sigraði svo bæði boðhlaupin og varð tveim stigum á undan UÍA. PUNKTAR Haukar sigruðu Sl. laugardag kepptu á Hvaleyr- arholtsvclli Haukar - Þór í II. deild í knattspyrnu. Á fyrstu mín. Iciksins áttu Þórsarar gott færi þegar Óskar Gunnarsson átti tvívegis hörkuskot að marki Hauka. En fyrri hálfleikur skiptist jafnt milli liðanna og sköpuðu þau sér álíka tækifæri, án þess að þeim tækist að skora. Það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik, sem eina mark leiksins kom, en þá áttu Haukar skyndisókn sem færði þeim markið. Leiknum lauk með sigri Hauka þeir skoruðu eina mark leiksins. Jafntefli hefði verið sanngjarnt. ÍBV vinnur KA Sl. sunnudag léku í Vestmanna- eyjum ÍBV - KA í I. deild í knatt- spyrnu. Leikurinn átti að vera á laugardag en KAmenn komust ekki til Eyja fyrr en um kvöldið. Þá vantaði dómara og var leiknum frestað til sunnudags. f fyrri hálf- leik voru Eyjamenn stcrkari aðil- inn og skoruðu tvívegis án þess að KAmönnum tækist að svara fyrir sig. f seinni hálfleik áttu bæði lið- in góð færi en sá var munurinn að Eyjamenn skoruðu úr sínum fær- um en KA mistókst. Leiknum lauk með sigri fBV sem skoraði sex mörk en KA tvö. Þór mætir KR N.k. laugardag leika í II. deild hér á Ákureyri Þór - KR. Hefst leikurinn kl. 16.00. Þetta verð- ur erfiður róður fyrir Þórsara því að KR-ingar hafa verið að mestu ósigraðir í II. deild í sumar. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja Þórsarana í baráttunni. 100 m. hlaup karla: 1. Hjörtur Gíslason, KA ÚRSLIT 11.06 sck 4 stig 2. Ingibergur Guðmundsson, USAH 12.2 — 3 — 3. Egill Eiðsson, UÍA 12.2 — 2 — 4. Guðmundur Jóhannesson, HSH 12.6 — 1 — 400 m. hlaup karla: 1. Steindór Helgason. KA 53.3 sek 4 stig 2. Egill Eiðsson, UÍA 53.8 — 3 — 3. Óskar Guðmundsson, USAH 57.0 — 2 — 4. Halldór Halldórsson. HSH 65.2 — 1 — 1500 m. hlaup: 1. Steindór Tryggvason, UÍA 4.12.2 mín 4 stig 2. Jónas Clausen, KA 4.14.5 — 3 — 3. Pá 11 Jónsson, USAH 4.36.1 — 2 4. Pálmi Frímannsson. HSH 4.38.5 1 — 5000 m. hlaup: 1. Jónas Clausen. KA 17.44.6 min 4 stig 2. Sigurður Guðmundsson, USAH 18.09.4 — 3— . 3. Pétur Eiðsson, UÍA 18.10.4 — 2 — 4. Pálmi Frímannsson, HSH 18.21.0 — 1 — 100 m. hlaup kvenna: I. Sigríður Kjartansdóttir. KA 12.5 sck 4 stig 1. Halldóra Jónsdóttir, UÍA 13.4 — 3 — 3. Lilja Stefánsdóttir, HSH 13.8 — 2 4. Hrönn Edvinsdóttir, USAH 14.3 — 1 — 800 m. hlaup kvenna: 1. Guðrún Sveinsdóttir, UÍA 2.27.4 min 4 stig 2. Valdís Hallgrimsdóttir. KA 2.29.6 — 3 — 3. Kristjana Hrafnkelsdóttir, HSH 2.33.1 — 2 — 4. Birna Sveinsdóttir, USAH 2.52.4 — 1 — lOOOm. boðhlaup: 1. Sveit KA 2.06.3 min 4 stig Baldvin Stefánsson (100 m) Jónas Clausen (200 m) Hjörtur Gislason (300 m) Steindór Helgason (400 m) 2. Sveit UÍA 2.06.5 mín 3 stig Guðmundur Hallgrimsson (100 m) Steindór Tryggvason (200 m) Egill Eiðsson (300 m) Pétur Pétursson (400 m ) 3. Sveit USAH Sigurður Guðmundsson (100 m) Óskar Guðmundsson (200 m) Jóhann Sigurðsson (300 m) Ingibergur Guðmundsson (400 m) 4. Sveit HSH Halldór Halldórsson (100 m) Ingólfur Narfason (200 m) Sigurður Hjörleifsson (300 m) Björn Rafnsson (400 m) 4 x 100 m. boðhlaup kvenna: 1. Sveit KA Ásta Ásmundsdóttir Valdís Hallgrímsdóttir Anna Eðvarðsdóttir Sigríður Kjartandsdóttir 2. Sveit UlA Arney Magnúsdóttir Guðrún Sveinsdóttir Anna Hannesdóttir Halldóra Jónsdóttir 3. Sveit HSH Ása Hinriksdóttir Kristjana Hrafnkelsdóttir María Guðnadóttir Lilja Stefánsdóttir 4. Sveit USAH Sigriður Friðriksdóttir Sigríður Þorleifsdóttir Brynja Hauksdóttir Hrönn Edvinsdóttir 2.17.5 mín 2.23.4 min 2 stig 1 stig 52.9 sek 4 stig 53.2 sek 3 stig 54.3 sek 2 stig 57.3 sck 1 stig (Framhald á bls. 3). • •• 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.