Dagur - 23.08.1978, Blaðsíða 6
Sigurður Björnsson
frá Vík
Héðinsfjörður indæll er
á sumardegi þykir mér,
með grösug engi, gróin tún,
grænar hlíðar, fagra brún.
Áin hlær, hrein og tær,
himinblítt er vatnið frítt,
fjöru kringum flöktir már,
fjörðurinn er spegilgljár.
Þannig hefst óður Jóns Magnús-
sonar frá Minnaholti um Héðins-
fjörð. Mér þykir vel við eiga að
byrja þessi kveðjuorð á þessari átt-
hagaiýsingu, því að þessa mynd
hafði sá er hér verður minnst fyrir
augum meiri hluta ævi sinnar.
Sigurður Bjömsson frá Vík í
Héðinsfirði hefur kvatt þennan
heim. Hann gerði það þegar sól var
hér hæst á iofti í sumar. Hann sagði
mér margt um Héðinsfjörð fyrir
þremur árum er ég samdi þátt þann
um sveitina er síðar birtist í Súlum.
Þá kynntist ég Sigurði nokkuð,
ljúflyndi hans og léttri gamansemi.
Sigurður Björnsson var fæddur
að Vatnsenda í Héðinsfirði 27.
mars 1912. Foreldrar hans voru
Björn Ásgrímsson, Björnssonar frá
Vík og Anna Sigurðardóttir frá
Vatnsenda. En móðir Önnu var
Halldóra Björnsdóttir frá Vík.
Bæði voru þau Björn og Anna val-
inkunn hjón og góðum gáfum
gædd. Þau bjuggu fyrst á Vatns-
enda í nokkur ár en síðar lengst í
Vík meðan þau dvöldu í Héðins-
firði. Þau gengu í hjónaband 21.
nóv. 1910.
Heimilið varð fyrir þeirri reynslu
að Björn varð að dvelja á sjúkra-
húsi í Reykjavík í 12 ár. Þá voru
börn þeirra enn ung. En Anna
stóðst þessa raun með börnum sín-
um og hélt búskapnum áfram. Má
segja að þar hafi gerst hetjusaga.
Snemma varð Sigurður fyrir búi
hjá henni og svo var öll hin síðari
ár. En alls voru systkinin 9 og var
þama því fjölmennt í heimili.
En Birni auðnaðist að koma aft-
ur heim eftir þessi 12 ár og hafði þá
að mestu endurheimt heilsu sína.
En hann varð ekki langlífur. Hann
lést 22. apríl 1943, aðeins 58 ára
gamall.
Frá því var Sigurður fyrir búi
móður sinnar. Hann þekkti ekki
aðeins þá mynd sem hér var
brugðið upp af firðinum í sólskini.
Hann þekkti einnig vetrarhríðarnar
þar og samgönguerfiðleika. En
Sigurður undi þarna vel því að
hann var í eðli sínu bóndi. Hann
hafði unun af að hugsa um fé sitt, af
því hafði hann mikið yndi.
Alls voru systkinin í Vík 9. Með
fráfalli Sigurðar eru nú fjögur
þeirra látin: Ása María, Guð-
mundur, Stefanía og Sigurður. En á
lífi eru: Halldóra á Akureyri, Birna
í Ólafsfirði, Soffía og Ingibjörg
báðar í Reykjavík og Stefán bóndi
á Hesjuvöllum í Kræklingahlíð.
Þessi fjölskylda byggði eina
steinhúsið í Héðinsfirði og bjó þar
til 1951, en þá voru allir aðrir
bændur fluttir úr firðinum og því
afar erfitt fyrir eitt heimili að verða
þar eftir. Anna fluttist því með
nokkuð af börnum sínum til Eyja-
fjarðar það ár og bjuggu þau fyrst á
Rangárvöllum í eitt ár en eftir það í
Kollugerði frá 1952-1977 og var
Sigurður þar fyrir heimilinu. Þar
lést Anna 3. des. 1964.
Sigurður sá eftir að fara úr Héð-
insfirði og þar átti hann margar
kærar minningar. En hann
neyddist til þess af áðurgreindum
ástæðum.
Á síðasta ári fluttist hann frá
Kollugerði að Hvannavöllum 6 á
Akureyri ásamt Halldóru systur
sinni og Sigmundi syni hennar sem
hafði alist upp í Kollugerði. En
dvöl hans þar varð ekki löng. Hann
hafði verið heilsulítill hin síðari ár
og lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri þann 16. júlí síðastliðinn.
Ég kynntist Sigurði nokkuð er ég
ræddi við hann um Héðinsfjörð
fyrir þremur árum. Við endumýj-
uðum þessi kynni er hann flutti í
nágrenni við mig á síðastliðnu ári.
Sigurður var fróðleiksfús og las
talsvert einkum um sögulegan
fróðleik. Hann var léttlyndur og
hafði gaman af því sem broslegt
var. Hann var vinfastur og trygg-
lyndur. Þá var hann ávallt mjög
hjálpfús ef hann gat eitthvað greitt
fyrir öðrum. Allt eru þetta eigin-
leikar góðs manns.
Hann gerði sér ljóst að starfs-
dagur hans var liðinn og tók því
með þolinmæði sem biði hans.
Hann var trúmaður og fagnaði því
að hitta ástvini sína aftur. Við trú-
um því að þessi hægláti, grandvari
maður hafi átt góða heimkomu.
Guð blessi minningu hans.
Eiríkur Sigurðsson.
■
Norðurlands-
mót
í frjálsum íþróttum fer fram laugardaginn 26.ágúst
n.k. og hefst kl. 11 f.h. og sunnudaginn 27 ágúst kl.
14 á Akureyrarvelli. Þátttaka tilkynnist í síma 22920
fimmtudaginn 24.ágúst.
U.M.S.E.
Þakka börnum mínum, œttingjum og vinum og
öðrum kunningjum fyrir heimsóknir, gjafir, blóm
og heillaskeyti á áttrœðisafmœli mínu 13. ágúst sl.
Guð blessi ykkur öll
AÐALHEIÐUR ALBERTSDÓTTIR.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát litlu
dóttur okkar
EVU
Sérstakar þakkir tærum við starfsfólki barnadeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Sigríður Stefánsdóttir, Sigurjón Gunnlaugsson.
Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug, vegna andláts
móður okkar og tengdamóður
ELÍNAR VALDEMARSDÓTTUR,
Hrísey.
Guðrún Baldvinsdóttir, Bjöm Björnsson,
Valdemar Baldvinsson, Kristfn Hólmgeirsdóttir.
Islendingar
sigruðu
Færeyinga
í skák
Síðari hluti landskeppninnar í
skák milli Færeyinga og fslend-
inga fór fram á Akureyri 10. ágúst.
fslenska sveitin var eingöngu
skipuð skákmönnum frá Akureyri.
Akureyringar sigruðu hlutu 6V2 v.
gegn 4 Vi v.
Fyrri hluti landskeppninnar
fór fram á Eskifirði 7. ágúst og
sigruðu þá Færeyingar Austfirð-
inga með 6 v. gegn 5. íslendingar
sigruðu því í landskeppninni með
1 F/2 v. gegn 1014 v.
Einar S. Einarsson forseti
Skáksambands íslands og Högni
Torfason varaforseti fylgdust
með keppninni á Akureyri og af-
henti Einar íslendingum bikar að
keppni lokinni.
Skákstjóri var Albert Sigurðs-
son.
Einstaklingsúrslit í siðari hlut-
anum:
1. borð Halldór Jónsson — Bjarki Ziska
1/2- 1/2
2. Gylfi Þórhallsson — Thorstein Vil-
helm 1 - 0
3. Jón Björgvinsson — Helgi Joensen 1/2
- 1/2
4. Þór Valtýsson — Gunnar Joensen 1 - 0
5. Ólafur Kristjánsson — Jens C. Hansen
1-0
6. Jóhann Snorrason — Ólaf Djurhuus 1 -
0
7. Hólmgrímur Heiðrcksson — Hans
Jókup Petersen 0 - 1
8. Hreinn Hrafnsson — Andrias Ziska
1/2- 1/2
9. Guðmundur Búason — Eiríkur Justin-
usson 1 - 0
10. Margeir Steingrímsson — Kári Peter-
sen 0 - 1
11. Jón Árni Jónsson — Andrias Danielsen
0- 1
(Fréttatilkynning)
i Hálsprestakall. Guðsþjónusta að
Hálsi n.k. sunnudag kl. 14 í
upphafi héraðsfundar Þing-
eyjarprófastdæmis. Prestar
prófastdæmisins annast guðs-
þjónustu sameiginlega. Sókn-
j arprestur
Akureyrarkirkja. Messað verður í
Akureyrarkirkju n.k. sunnu-
dagkl. 11 f.h. Sálmar456, 193,
192, 490, 351, B.S.
I Möðruvallaklaustursprestakall..
Guðþjónusta verður í Bakka-
kirkju n.k. sunnudag 27 ágúst
kl. 11 f.h. Guðþjónusta að
Bægisá sama dag kl. 2 e.h.
Sóknarprestur
Svalbarðskirkja. Messað n.k.
sunnudag kl. 2 e.h. Sóknar-
prestur
Gáfu Undirfellskirkju. Nýlega
gáfu börn Eggerts Konráðs-
sonar hreppsstjóra 1 Haukagili
í Vatnsdal Undirfellskirkju
hálfa milljón króna til minn-
ingar um hann og móður sína,
Ágústínu Grímsdóttur. Af-
henti Konráð Eggertsson
gjöfina í samkvæmi á Húna-
völlum, en form. sóknar-
nefndar, Ingvar Steingríms-
son á Eyjólfsstöðum veitti
henni viðtöku og þakkaði
ásamt sóknarpresti. Fénu
verður varið til endurbóta á
kirkjunni
Þrjár ungar stúlkur héldu hluta-
veltu og gáfu ágóðann, kr.
5.500. til Vistheimilins Sól-
borgar. Þær heita: Helga
Björg Jónasdóttir, Inga Huld
Pálsdóttir og Sigurbjörg
Biörnsdóttir
Gjöf til Glæsibæjarkirkju. Á sl.
vori barst sóknamefnd Glæsi-
bæjarkirkju gjöf til kirkjunnar
að upphæð krónur 500.000 frá
kvenfélaginu „Gleum mér ei“
í Glæsibæjarhreppi. Skyldi
þeirri fjárupphæð varið til
viðhalds og endurbóta á því
aldna Guðshúsi. Verulegar
framkvæmdir hafa þegar átt
sér stað við Glæsibæjarkirkju
og er þeim enn ekki lokið. Var
þessi gjöf því mikil lyftistöng
og hvatning til frekari átaka.
Þennan höfðinglega stuðning
nú sem áður og þá velvild og
ræktarsemi í garð kirkjunnar
er honum fylgir, vel ég per-
sónulega og fyrir hönd sókn-
arnefndar þakka af heilum
hug og bið konunum og félagi
þeirra allrar blessunar í starfi.
Þórhallur Höskuldsson
Þann 19. ágúst sl. voru gefin í
hjónaband í Akureyrarkirkju
brúðhjónin ungfrú Ragnheið-
ur Guðbjörg Þorsteinsdóttir
og Grétar Óli Sveinbjörnsson
mælingamaður. Heimili
þeirra er Skarðshlíð 23 e, Ak-
ureyri
Brúóhjón: Hinn 11. ágúst voru
gefin saman í hjónaband á
Akureyri ungfrú Lilja Elísabet
Garðarsdóttir verkamaður og
Haraldur Sveinn Gunnarsson
verkamaður. Heimili þeirra
verður að Dalsgerði 5i, Akur-
eyri.
Hinn 19 ágúst voru gefin
saman í hjónaband í Akur-
eyrarkirkju ungfrú Edda
Björk Kristinsdóttir sjúkraliði
og Brynjar Ríkarðsson ketil og
plötusmíðanemi. Heimili
þeirra verður að Holtagötu 1,
Akureyri.
Trúlofun. Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Elín
Guðmundsdóttir, starfsstúlka
í POB, og Hermann Haralds-
son, bankastarfsmaður
Landsbankans á Akureyri.
Páll Jóhannsson, sem fyrir mörg-
um árum vann við dreifingu
Dags á Akureyri, varð níræð-
ur 20. ágúst. Hann dvelur nú í
Elliheimilinu Hlíð, Akureyri
og sendir blaðið honum árn-
aðaróskir og þakkar gömul
kynni.
ÍOíÐÐflfiSÍNS1
'siiui
Verð fjarverandi frá 28 ágúst til 20
september. Séra Pétur Sigur-
geirsson þjónar fyrir mig þann
tíma. Birgir Snæbjörnsson
Ferðafélag Akureyrar 26-29 ágúst
um Sprengisand, Land-
mannalaugar, Eldgjá, Veiði-
vötn. Brottför kl. 8 Sveppa-
tínsluferð sunnudag 27. ágúst
kl. 13.
Fíladelfía Lundargötu 12. Al-
menn samkoma sunnudaginn
27 ágúst kl. 20.30 Ræðumaður
Gunnar Lingblom frá Sví-
þjóð. Söngur og hljóðfæra-
leikur.
Allir velkomnir. Fíladelfía
Ýtuvinna
Tek að mér hvers konar ýtuvinnu og rippun með
International TD9B vél. Hef bíl til flutninga.
Vanur maður
Leó V. Leósson
sími22479
Frá Iðnskólanum
á Akureyri
Kennsla í tækniteiknun fyrri hluta hefst 1. okt. fáist
næg þátttaka. Umsóknir sendist skólanum fyrir 25.
ágúst.
Skólastjóri
6.DAGUR