Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. árg. Akureyri, miðvikudagur 13. september 1978 52. tölublað. \m, r windaMeXai 1 papp't FAkMyHó^FTm.,,,, Togararnir Kaldbakur landaði 23. ágúst, 189 tonnum. Skiptaverðmæti 22,7 millj. kr. Hann landaði á ný á mánudag og þriðjudag. Sléttbakur landaði 28. ágúst góðum afla, að skiptaverðmæti 27,7 millj. kr. og aftur 7. september 92 tonnum. Skiptaverðmæti 10,4 millj. kr. Harðbakur landaði 30. sept. 204 tonnum. Skiptaverð- mæti 27 milljónir króna og í sömu veiðiferð landaði hann 80-90 tonnum á Húsavík. Sól- bakur seldi 128 tonn í Fleetvood fyrir 69.907 pund og er kominn á miðin á ný. Svalbakur landaði 225 tonnum 4. september. Skiptaverð- niæti 26,1 millj. kr. ★ ★ Frá lögreglunni Það umferðarslys varð 8. september á Þingvalla- stræti við mót Grundar- gerðis, að níu ára dreng- ur varð fyrir bíl og slas- aðist nokkuð. Hann var Strax fluttur í sjúkrahús, og mun á batavegi. Tvö umferðarljós fyrir gangandi fólk verða væntanlega sett upp í þessum mánuði í bæn- um, annað á Hörgár- braut og hitt við Hrísa- lund. Umferðarljós á fjölfömustu bifreiðagöt- um draga mjög úr slys- um, enda draga þau mjög mikið úr um- ferðarhraða. Með vax- andi bílaeign og stækk- un bæjarins er nauðsyn á fleiri ljósum. Vegna framkvæmda Hitaveitunnar hefur umferð í bænum tor- veldast verulega á viss- um svæðum. Eykur þetta umferðarvanda því meira sem dagur styttist. DAGUR Kaupendur, auglýsendur og blaflburðarbörn athuglð! Ett- Irleiðis koma tvö blöð út í Boruð ný hola á Laugalandi Þessa dagana er verið að Ijúka við að bora holu númer tvö á Ytri-Tjömum, en ýmiskonar óhöpp hafa tafið verkið. Þegar best gekk fengust um 17 ltr. af sjálfrennandi vatni úr holunni. Síðan hefur vatnsmagnið minnkað þar sem vatnsæðarnar hafa stíflast og nú er verið að „sprengja holuna út“ í þeim tilgangi að reyna að opna æð- arnar á nýjan leik. Talið er að Hitaveitan hafi nægjanlegt vatnsmagn fyrir u.þ.b. 1500 hús, en nauðsynlegt er að taka aðra eða báðar holurnar á Ytri-Tjömum í notkun og e.t.v. að setja dælurnar á m.rira dýpi í þeim holum sem eru virkjaðar í dag. „Framhaldsáform í borun eru Rækjuveiðarnar í Axarfirði Beðið eftir tillögum Hafr. og athugunum Drafnar „Það er erfitt að segja nokkuð til um hvenær rækjuveiðar geta hafist í Axarfirði, en undanfarin haust hafa verið vandkvæði á að byrja vegna seiða,“ sagði Jón B. Jónsson hjá Sjávarútvegsmálaráðuneytinu í samtaii við Dag. „Rannsóknarskip- ið Dröfn hefur að undanförnu verið á Isafirði og þaðan fer skipið á rniðin í Húnaflóa og væntanlega verður það á Axarfirði um tuttug- asta.“ Enn hefur ekkert verið ákveðið um skiptingu kvótans milli Kópa- skers og Húsavíkur, en eins og mönnum er eflaust í fersku minni urðu harðar deilur um kvótann á sínum tíma. Jón sagði að tillögur um aflamagn hefðu ekki borist frá Hafrannsókn og eru starfsmenn stofnunarinnar að vinna úr afla- skýrslum rækjubátanna. Það hefur tafið verkið hve seint þær berast og nefndi Jón Kópasker í því sam- bandi. En þrátt fyrir það mun Haf- rannsóknarstofnunin geta lokið verkinu í þessari viku og ætti þá kvótinn að liggja fyrir. Fyrsta loðnulöndunin i Krossa- nesi eftir gagngerðar breytingar A þriðjudaginn i síðustu viku var fyrsta loðnulöndunin í Krossa- nesverksmiðju eftir endurbygg- ingu verksmiðjunnar í sumar. Súlan kom með 560 tonn og gekk löndunin allvel með hinum nýju löndunartækjum, sagði Pétur Antonsson verksmiðjustjóri blað- inu fyrir helgi, þegar vinnslan átti að hef jast. Umbæturnar á verksmiðjunni í sumar felast í endurnýjun á hrá- efnisgeymslum og löndunarað- staða með þurrdælingu, einnig í nýjum sjóðara, skilvindum og mjölskilju. Áður var búið að byggja mikla mjölskemmu. Gömlu þræmar voru rifnar. Með þessu er að mestu lokið þeim áfanga sem vinna átti í sumar. Geymslurými er nú rúm 5000 tonn. Verksmiðjan á að geta brætt 350 tonn á sólarhring eða 100 tonnum meira en áður. Ætlunin er að byggja verksmiðjuna 1 5-600 tonn, sagði framkvæmda- stjórinn að lokum. Kostnaður við þessar breytingar í ár munu kosta 150-160 milljónir króna. þau að borinn mun verða fluttur að Syðra-Laugalandi og ætlunin er að bora holu á milli þeirra tveggja sem búið er að virkja," sagði Gunnar Sverrisson, hitaveitustjóri. „Þetta er gert þar sem önnur virkjunarholan er að nokkru leyti gölluð og ekki hægt að koma dælunni nema tak- markað niður.“ Hitaveita Akureyrar er nú reiðu- búin að tengja við veitukerfið hús við eftirtaldar götur: Akurgerði, Hamragerði og Kotárgerði, Stekkjargerði. Næstu daga verður hitaveitan reiðubúin að tengja hús við: Birkilund, Einilund og Espi- lund. Eftir næstu helgi verður unnt að tengja hús við Skarðshlíð og Lönguhlíð (raðhúsin). Húseigend- ur við ofantaldar götur eru ein- dregið hvattir til að ganga frá greiðslu heimæðagjalds og tengja hús sín sem allra fyrst. Hitaveita Akureyrar veitir einnig viðtöku heimæðagjöldum úr öðr- um bæjarhlutum, sem lagt er dreifikerfi í á þessu ári. Hitaveitustjóri sagði að nánari upplýsingar um það, hvenær unnt væri að tengja hús við aðrar götur, yrðu gefnar jafnóðum og það væri ljóst. Allir á völlihn í kvöld - miðvikudag - leikur Þór sinn árlega minningarleik um þá Kristján Kristjánsson og Þórarin Jónsson. Andstæðingar Þórs verður úr- valslið ÍBA, það sama og leikur í úrvalsdeildinni. Áhorfendur eru hvattir til að f jölmenna á völlinn og sjá góða knattspyrnu. „Jú, þú mátt víst taka mynd af mér“........„O, það var ekkert að þakka.“ Myndina tók áþ fyrir skömmu á bryggj- unni á Húsavík. HITAVEITA AKUREYRAR AÐGERÐIR STJORNARINNAR JAFNGILDA 10% KAUPHÆKKUN Vinstri stjómin tók við völdum 1. september. Nú gengisskráning var upp tekin og lækkaði gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal um 15%. Svokallaðir „sólstöðusamning- ar“ frá því í fyrra tóku fullt gildi á ný, með „þaki“, sem miðast við 233 þúsund króna mánaðarlaun. Hafnar eru niðurgreiðslur ým- issa matvara. Mjólkurvörur lækk- uðu á mánudaginn nema undan- renna. Mest lækkaði smjörið eða um 43% og skyr um 33%. Þá er felldur niður 20% söluskattur af öllum matvörum nema gosdrykkj- um, öli og sælgæti og verða þær breytingar komnar til framkvæmda fyrir vikulok. Aðrar landbúnaðar- vörur en mjólkurvörurnar verða niðurgreiddar svo mikið, að þrátt fyrir tæplega 18% hækkun í verð- lagsgrundvelli búvara verður út- söluverð þeirra Jægra en áður, svo sem kjöt og kartöflur. Verðstöðvun er ákveðin í land- inu frá og með síðustu helgi og er óleyfilegt að hækka verð vöru og þjónustu, svo og hverskonar leigu- gjöld nema með leyfi ríkisstjómar- innar. Þá á álagning í heildsölu og smásölu að vera óbreytt. Allt það, sem nefnt er að framan samsvarar 10% kauphœkkun. Áfengi og tóbak hækkaði í verði um 20% og er sú hækkun gerð til að auka tekjur ríkissjóðs. En þeir tekjustofnar, sem einkum eiga að mæta hinum miklu niðurgreiðslum á vöruverði og afnámi söluskatts af matvörum, er t.d. stóreignaskattur eða eignaskattsauki og ennfremur tekjuskattsauki, auknir skattar á ýms fyrirtæki o.fl. Þá hefur verið lagður verulegur skattur á erlendan ferðagjaldeyri. Vörugjald af ýmsum vöruflokk- um hefur verið hækkað í 30% og eru í þeim flokkum mismunandi þarfar vörur eða vörur, sem stund- um eru kallaðar lúxusvörur. Fyrir lá, að frystihúsin í landinu voru að stöðvast og mörg þegar lokuð. Þúsundir manna, voru orðnar atvinnulausar eða sáu fram á atvinnuleysi, en hjól atvinnulífs- ins eru nú farin að snúast með full- um hraða á ný. Má af þessu og öðru ljóst vera, að nýja ríkisstjórnin hef- ur ekki setið auðum höndum fyrstu daga ferils síns, þótt verk hennar sé ekki hafin yfir gagnrýni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.