Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 8
DAGTJR BiLAVIR - RAFGEYM&KAPLAR LEIDSLUSKÓR - KAPMSKÓR Kjöt- og gærumatsmenn NOKKRIR HAFA HÆTT STÖRFUM VEGNA NÝRRAR REGLUGERÐAR í síðustu viku var haldið á Sval- barðseyri námskeið fyrir kjöt- og gærumatsmenn í sláturhúsum. Alls sóttu námskeiðið um 100 menn af svæðinu frá Gilsfirði að vestan og allt austur á Höfn i Homafirði. Aðalviðfangsefni námskeiðsins var að kynna nýjar reglur i sambandi við kjötmat. Ekki vom allir jafn- hrifnir af nýju reglugerðinni, sem tók gildi um sl. áramót, og þess em dæmi að kjötmatsmenn hafi hætt störfum vegna hennar. Andrés Jóhannesson, kjötmats- formaður, sagði í samtali við Dag að aðalbreytingin væri í því fólgin að nú kæmu tveir nýir flokkar til sögunnar í dilkakjötsmatinu. í fyrsta lagi er það stjörnuflokkur eða hæsti gæðaflokkur. Kjötið í þessum flokki er vöðvafyllt, fitulít- ið og beinasmátt. Kjöt í hinum nýja flokknum hefði lent í fyrsta flokki samkvæmt gamla matinu. Feitt kjöt verður sérstaklega merkt og heitir sá flokkur D20. Samkvæmt hinni nýju reglugerð á að þyngdarmerkja alla gæða- flokka. Þetta er gert einkum vegna krafna erlendra kaupenda. Einnig er hugmyndin að raða kjötinu þannig í frystigeymslur að það verði hægara að ganga að hverjum flokki fyrir sig. „Það eru fleiri breytingar boð- aðar í þessari reglugerð,“ sagði Andrés. „Til dæmis í sambandi við (Framhald á bls. 6). Fjölsótt héraðs- mót framsóknar- manna í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði hefur verið árviss at- burður um 35 ára skeið og er það haldið á sumrin. Hinn 2. september sl. var héraðsmótið haldið í Mið- garði og sóttu það 650 manns. Þar fluttu ræður, Páll Pétursson, al- þingismaður á Höllustöðum og Haukur Ingibergsson, skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst og var mjög góður rómur gerður að þess- um ræðum báðum. Elín Sigurvins- dóttir söng við undirleik Agnesar Löve við mikla hrifningu og Ómar Ragnarsson skemmti. Að síðustu var stiginn dans en hljómsveit Geirmundar lék. Hestamannafélögin Léttfeti og Stígandi efndu til hópreiðar laug- ardaginn 26. ágúst og mættust hóparnir í félagsheimilinu í Hegra- nesi, en þar veitti kvenfélagið í Rípurhreppi rausnarlega. Um 70 manns með á þriðja hundrað hesta tók þátt í hópreiðinni. Frá félags- heimilinu hélt hópurinn fram Hegranesið og yfir Suðurkvísl Héraðsvatna og fram Borgareyju. Framarlega á Borgareyju skildu leiðar og Léttfetamenn héldu til baka og upp hjá Glaumbæ. Veður var eins gott og hugsast gat, iogn en sólarlítið. Reiðfærið á eyjunum var eins gott og verið getur, enda var margur gæðingurinn teygður þar. G.Ó. Þátttakendur í námskeiðinu virða fyrlr sér kjötskrokkana í sláturhúsl Kaup- félags Svalbarðseyrar. TEIKNISTOFA TEKUR TIL STARFA Á AKUREYRI Það er kunnara en frá þurfi að segja að Norðlendingar hafa þurft um árabil að sækja ýmis- konar þjónustu til Reykjavíkur. En smám saman eru ný fyrirtæki sett á fót hér fyrir norðan og um leið minnkar mikilvægi höfuð- borgarinnar. Nú hefur verið stofnsett alhliða teiknistofa á Akureyri sem heitir Teiknistof- an Lár og er starfsmaður hennar hinn kunni myndlistarmaður Ragnar Lár, en framkvæmda- stjóri er Kristín Pálsdóttir. Þjónustu hins nýja fyrirtækis er margvísleg. Sem dæmi má nefna að stofan tekur að sér hönnun auglýsinga fyrir fyrir- tæki, umbúðahönnun, gerð fé- lagsfána, myndskreytingar jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki og hönnun eyðublaða. „Það er hægt að gera t.d. auglýsingar bæjarblaðanna mun áhrifameiri með litlum til- kostnaði," sagði Ragnar Lár. „Ef verkefnið liggur fyrir gefur Teiknistofan fast tilboð og við munum sjá um allt sem að verkinu lýtur svo sem teikning- ar, ljósmyndir og úrvinnslu.“ Þess má geta að Ragnar mun kenna módelteikningar við Myndlistarskólann í vetur. ACTP 0 Göngur Framundan eru göngur og réttir. Víðast verða gangna- hestamir að leggja fram sfna krafta i göngum og er þá vel ef þeir hafa verið eitthvað liðkaðir áður, því sumar- staðnir hestar þola ekki mikla reið og illa, svo sem oft er krafist í fjárleitum. Því miður eru dæmi þess á hverju hausti, að góðir hestar eru eyðilagðir í göngum, vegna þess hve illa þeir eru undir erfiðið búnir. Skilningur mun þó vaxandi á þessu og vænt- anlega er áminningin óþörf þótt hún skaði ekkí. $ Útflutningur á ullarbandi stöðvaður Viðskiptaráðuneytið greip fyrir skömmu til þeirra ráða, að stöðva útflutning á ull og ullarbandi, sem ætla má að færi annars til Austurianda nær og Suður-Asíu til fram- leiðslu á eftirlíkingu ís- lenskra ullarvara. Ekki gildir þetta þó um handprjónaband í neytendaumbúðum. Munu margir fagna þvf að vlð- skiptaráðuneytið tók þessa ákvörðun og telja að hún hefði fyrr mátt fram koma. # Sumarleyfum lokið Að loknum nokkrum sumar- leyfisvikum kemur blaðið nú út tvlsvar í vlku, á miðviku- dögum og föstudögum. Aug- iýsendur eru enn mlnntir á, að skila auglýsingum sínum f tæka tíð og greinarhöfundar þurfa að skila vélrituðum og greinilegum handritum. Sér- stök athygli er hér vakin á smáauglýsingunum, sem nú eru seldar vægu verði. Blaðið hefur nú, með auk- inni útgáfu, möguleika til að flytja lesendum sínum mun melra og fjölbreyttara efni en áður. Fréttir og greinar um hina ýmsu viðburði og áhugamál, er því kærkomið efni. Q Óheilindln valda vonbrigðum Síðan hin nýja ríkisstjórn var mynduð, hafa ýmsir úr stuðningsflokkum hennar opinberað óheilindl sfn f hennar garð. Sem kunnugt er, tókust samningar um þessa svonefndu „vinstri stjórn“ í þriðju tllraun. f tveim hinum fyrri virtist tortryggnin og hfn þröngu flokkssjónar- mið sá þröskuldur, sem ekki varð komist yfir og varð þetta alþjóð Ijóst af oplnberum umræðum f allt sumar og fréttum af stjórnarmyndunar- viðræðum frá degi til dags. En nú, þegar „vlnstri stjórn1* er loks mynduð gegnir það furðu að hinir ýmsu flokksmenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags þykjast vera sáróánægðir og taka undir hrakspár um stjórnina, í stað þess að styðja sína eigin stjóm af heilum hug til allra góðra verka. Þessi óheilindi valda vonbrigðum og mjög að von- um. Togari Hríseyinga er bilaður Snæfell EA, togari Hrís- eyinga, er bilaður og ekki útlit fyrir að togarinn komist á veiðar fyrr en eftir einar átta vikur. Skiptingin er biluð, sveifarás sömuleiðis og aftasta höfuðlegan er úr- brædd. Til þess að geta gert við vélarbilanimar verður að taka aðalvél skipsins á land. ÁGÆTUR AFLIÁ ÞÓRSHÖFN Gunnarsstöðum á Þistilfirði 6. september. Hér hefur ekki komið frostnótt ennþá, en þurrklaust var í þrjár vikur og ofurlítið af heyi er enn úti, sem sumpart eru útsköfur og ennfremur heyskapur á eyði- jörðum. Einhverjir náðu þó heyi í gær og nagaði einn sig í handar- bökin fyrir það að hafa treyst þurrkspá Veðurstofunnar, sem aft- ur varð til þess að hann átti eftir að hirða dreifar þegar aftur tók að rigna. Hann sagðist varla geta látið nokkum mann sjá sig eftir að hafa trúað á veðurspána í biindni. Hey eru tæplega meiri en í með- allagi en vel verkuð. Hausthugur er kominn í menn. í dag fer fram sláturniðurröðun og á morgun verður jafnað niður i göngur. Fyrstu réttir verða sennilega 16. september. Haustblær er lítill í náttúrunni, grasið er grænt og aðeins efsti broddurinn á fjöðrinni í mýrinni er byrjaður að fá á sig brúnan lit, enda kom allur gróður seint i vor og endist því betur. Við eigum von á sæmilega vænu fé. Á Þórshöfn er mikil atvinna og afli heimabáta er svo mikill, að togarinn Fontur hefur verið látinn fara þrjár söluferðir á erlendan markað. Langnesingar voru að endur- byggja sína aðalrétt um daginn á Hallgilsstöðum. í hana er rekið safnið af Tunguselsheiði, sem er 18 manna smölun. Ó.H. Hðfnln á Þórshðfn. Mynd: á.þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.