Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 5

Dagur - 13.09.1978, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og23207 Sími auglysinga og afgreiöslú: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Tími sterkra strauma í lognsælum og kyrrlátum iðnaðarbæ eins og Akureyri er haustið tími sterkra strauma. Þá setjast um fjögur þúsund manns á skólabekk og bæjar- lífið tekur verulegum stakkaskiptum um leið og dyr hinna ýmsu skóla opn- ast ungu fólki til náms. Venga þess hve þáttur skólamála er umfangsmikill í þjóðfélaginu og um leið mikilvægur, er umræða um skóla- og menntamái mikil, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim, enda snertir hann efnahagsmálin meira en lítið, auk fræðslunnar. Rætt er um, að fræðslumálin séu ein fjárfrekasta fjárfestingin, en um leið séu þau ein hin mikilvægasta og væntanlega um leið sú besta. Fyrrum var unnt að komast af án mikillar skólagöngu fólks vegna þess hve þjóðfélagið var einfalt og flestir gátu leyst þau störf af hendi, sem nauðsynlegust voru. Nú er þjóðfélagið orðið margbrotið og jafnvel flókið, fæstir vinna nú þau störf er feður þeirra unnu og til þess að geta tekið sér ný störf, sem ekki voru numin í æsku, þarf lærdóm í skólum. í framhaldi af þessu mætti hugleiða orð hins vitra skólameistara á Akur- eyri, Þórarins Björnssonar, sem hann mælti fyrir rúmum áratug. Hann benti á, að hjá þeim þjóðum, sem ekki hefðu skóla í heilum héruðum eða jafnvel landshlutum væri heldur ekki um framfarir að ræða, því gáfur manna og hæfileikar grotnuðu niður. Gagnstætt þessu væri hin þrotlausa leit ýmissa þjóða að hæfileikafólki og væri það á margan hátt ágætt. „En,“ sagði skólameistari, „þó er mér þessi hugsun ekki ^lveg geðfelld. Það læð- ist að mér einhver grunur um það, hversu hart eigi að ganga fram I því að reka menn í skóla. Ég man að það hrökk einu sinni upp úr mínum ágæta fyrirrennara, Sigurði Guðmundssyni, skólameistara: „Guð hjálpi íslend- ingum þegar enginn óskólagenginn maður verður lengur til í landinu.“ En það fer nú senn að líða að því og þá vaknar þessi spurning: Þurfa ekki þjóðimar að eiga einhvern höfuðstól, sem ekki er snertur, til að viðhalda heilbrigðri skynsemi? Ég veit ekki hversu heppilegt það kann að reynast fyrir gáfurnar í heiminum, þegar allt gáfaða fólkið er komið inn í hús og situr þar alla ævi. Er ekki hætta á þvi, að skynsemin verði eitthvað óheil- brigð þegar hún er öll komin undir þak? Einu sinni þróaðist hún í skauti náttúmnnar og þar liggja ræturnar. Ef þær verða slitnar algerlega, hvern- ig fer þá um blómin?“ Ótti skólameistara er sennilega ekki ástæðulaus. Enn em rætur að siitna, jafnvel á fyrstu skólaárum nemenda. En rótarslit valda tómleika og leiða hjá hinu unga fólki og því finnst skóli sinn óraunverulegur og námið án tilgangs. Það er þvi mikil þörf, að koma náminu í samband við veruleikann í kring. Eru unglingamir í dag verrí en nokkurn tíma áður? Gerir al- menningur sér grein fyrír þvf I hverju störf iögreglunnar em fólgin? Hefur umferðarmenningin versnað á siðustu ámm? Þessar og raunar fleiri spumingar bám á góma þegar tíðindamaður Dags brá sér inn á lögreglustöðina og hitti að máli Kjartan Sigurðsson, lögregluvarðstjóra. Kjartan er öllum hnútum kunnugur og hefur gott yfirlit yfir þróun mála hjá lögreglunni, en hann hefur verið lögreglumaður á Akureyri siðan 15. apríl 1950. Þá hafði lögreglan aðsetur i litlu húsi er stendur við smáragötu 1 - til glöggvunar má geta þess að það er litla húsið sem stendur sunnan íþróttavallarins og hið eina sem er við götuna. Þegar við höfðum komið okkur þægilega .fyrir á skrifstofu Kjart- ans, var hann spurður að því hvað væri tímafrekast af störfum lög- reglunnar. Eftir stutta umhugsun sagði Kjartan að það væru ugg- laust umferðarmálin - „Og ég held að umferðarmenningin á Akureyri hafi skánað á síðast- liðnum árum, en þetta er allt orðið gjörbreytt, allur saman- burður er óhægur. Fjöldi farar- tækja hefur vaxið og batnað, en það er svo aftur spurning hvort göturnar hafi stækkað og batnað í samræmi við aukinn umferðar- þunga.“ En það er fleira en umferðin sem lögreglan þarf að skipta sér af. Bæjarbúar hafa að undan- förnu mikið rætt um hinn svo- kallaða „miðbæjarvanda“ og t.d. komu sunnlenskir sérfræðingar hingað í vor og tjáðu þeim að þessi vandi væri fyrir hendi. Kjartan sagði það sitt álit að þeirra, sem fyrir ólátum stóðu fyrir einum til tveim áratugum, eru nú virðulegir heimilisfeður í bænum. Hafa bömin tekið upp háttu foreldranna? Nei, Kjartan sagði að það væri reynsla lög- reglumanna að unglingamir væru mun friðsamari og lítt hneigðir fyrir ofbeldi. „En því miður hefur aldur þeirra sem t.d. sjást ölvaðir á almannafæri lækk- að mikið frá því sem áður var. Það er skref aftur á bak.“ Af einhverjum ástæðum liggur lögreglan oft undir mikilli gagn- rýni af hálfu almennings, en Kjartan sagði að samstarfið við bæjarbúa hefði gengið með ágætum þau ár sem hann hefði starfað í lögreglunni. Það væri rétt að menn gagnrýndu oft lög- regluna fyrir ákveðnar aðgerðir, en yfirleitt skyldu menn þær þeg- ar frá liði. Þá eiga ýmsir hópar stoð í lögreglunni og má t.d. nefna áhugamenn um bifreiða- íþróttir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að félagsskapur veitir aðhald og ef strákamir fá svæði út af fyrir sig verður það til bóta og kemur í veg fyrir að þeir æfi sig á umferðargötum.“ Á lögreglustöðinni er starfandi rannsóknarlögreglumaður. Áður en hann kom til sögunnar var' það að mestu verk yfirlögregluþjóns- ins að rannsaka öll hugsanleg mál sem upp kunnu að koma. Nú er vart hægt að segja, að mál séu send til höfuðborgarinnar, en hægt er að kveða til Rannsóknar- Iögreglu ríkisins ef þörf krefur. Vitanlega hafa hlaðist verkefni á rannsóknarlögreglumanninn og nú er svo komið, að brýna nauð- syn ber til að fá mann honum til umterðarmálin taka mestan tíma... Kjartan Slgurðsson. aðstoðar, en hvenær það gerist verður framtíðin að skera úr. Það er farið að líða á fimmta tímann og um leið og við göngum um húsakynni lögreglunnar, segir Kjartan að nú séu liðin tíu ár síð- an lögreglan flutti í húsið við Þórunnarstræti, en hún var í rösk 26 ár í hinu gamla. Breytingin var mikil - og má segja að kaffistofan í núverandi húsakynnum sé álíka stór og heildargólfflötur gömlu stöðvarinnar. Og Kjartan leiðir blaðam. niður í iður jarðar, hvar eru nokkrir klefar sem hýsa gjaman ólátaseggi bæjarins. Rými er fyrir 15 fanga (auk af- plánunarfanga) og þegar mest gengur á er húsnæðið fullnýtt, en sem betur fer gerist það sjaldan. Dagur þakkar Kjartani upp- lýsingarnir og vill um leið minna á að handhafar skotvopna þurfa að senda umsókn þar að lútandi til lögreglustjóra fyrir næstu ára- mót. Á þeim stutta tíma er staldrað var við hjá Kjartani linnti ekki símhringingum þar sem menn voru að spyrjast fyrir um hina nýju reglugerð, en um- sóknareyðublað er hægt að fá hjá lögreglunni. ástandið í miðbænum hefði alls ekki versnað á umliðnum árum - þessi „vandi“ hefði alltaf verið til staðar. I eina tíð voru slagsmál ekkert óalgeng og lenska að menn berðu hver á öðrum. Æði margir Samstarfsyf i rlýsi ng Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um stjórnarmyndun Ríkisstjómin telur það höfuðverk- efni sitt á næstunni að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem við blasir í atvinnu- og efnahagsmálum þjóð- arinnar. Hún mun því einbeita sér að því að koma efnahagsmálum á traustan grundvöll og tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, rekstrargrundvöll atvinnuveganna, fulla atvinnu og treysta kaupmátt lægri launa. Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að draga markvisst úr verðbólg- unni með því að lækka verðlag og tilkostnað og draga úr víxlhækk- unum verðlags og launa og halda heildarumsvifum í þjóðarbúskapn- um innan hæfilegra marka. Hún mun leitast við að koma í veg fyrir auðsöfnun í skjóli verðbólgu. Ríkisstjórnin mun jafnframt vinna að hagræðingu í ríkisrekstri og á sviði atvinnuvega með sparn- aði og hagkvæmri ráðstöfun fjár- magns. Ríkisstjórnin mun vinna að fél- agslegum umbótum. Hún mun leitast við að jafna lífskjör, auka félagslegt réttlæti og uppræta spill- ingu, misrétti og forréttindi. Þessum meginmarkmiðum hyggst ríkisstjórnin einkum ná með eftirgreindum aðgerðum: 1. Samstarf við aðlla vinnumark aðarins Ríkisstjómin leggur áherslu á að komið verði' á traustu samstarfi fulltrúa launþega atvinnurekenda og ríkisvalds sem miði m.a. að því að treysta kaupmátt launatekna, jafna lífskjör og tryggja vinnufrið. Unnið verði að gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar sem marki m.a. stefnu í atvinnuþróun, fjárfestingu, tekjuskiptingu Qg kjaramálum. Jafnfram verði mörk- uð stefna um hjöðnun verðbólgu í áföngum og ráðstafanir ákveðnar sem nauðsynlegar cru í því skyni m.a. endurskoðun á vísitölukerf- inu, aðgerðir í skattamálum og nýja stefnu í fjárfestingar- og lánamál- um. 2. Efnahagsmál Fyrstu aðgerðir. 2.1. Til þess að tryggja rekstur at- vinnuveganna, atvinnuöryggi og frið á vinnumarkaði og veita svig- rúm til þess að hrinda í framkvæmd nýrri stefnu í efnahagsmálum mun ríkisstjórnin nú þegar gera eftir- greindar ráðstafanir: 1. Lög um ráðstafanir í efnahags- málum frá febrúar 1978 og bráðabirgðalög frá maí 1978 verði felld úr gildi. Laun verði greidd samkvæmt þeim kjara- samningum, sem síðast voru gerðir, þó þannig að verðbætur á hærri laun verði sama krónutalan og á laun sem eru 233.000 kr. á mánuði miðar við dagvinnu. 2. Verðlag verði lækkað frá því sem ella hefði orðið m.a. með niðurgreiðslum og afnámi söluskatts af matvælum sem samsvarar 10% í vísitölu verð- bóta 1. september og 1. des- ember 1978 og komið verði í veg fyrir hvers konar verðlags- hækkanir eins og unnt reynist. Ríkisstjórnin mun leggja skatta á atvinnurekstur, eyðslu, eignir, hátekjur og draga úr útgjöldum ríkissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við niðurfærsluna. 3. Til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna verði þegar í stað framkvæmd 15% gengislækkun, enda verði áhrif hennar á verðlag greidd niður (sbr. lið 2). 4. Rekstrarafkoma atvinnuvega verði bætt um 2-3% af heildar- tekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrarlánum og lækkun annars rekstrarkostn- aðar. 5. Gengishagnaði af sjávarafurð- um verði ráðstafað af hluta í Verðjöfnunarsjóð, að hluta til útgerðar vegna gengistaps og loks til hagræðingar í fiskiðn- aði og til þess að leysa sérstök staðbundin vandamál. 6. Verðjöfunargjald það sem ákveðið hefur verið af sauð- fjárafurðum í ár verði greitt úr ríkissjóði. Breytt efnahagsstefna. 2.2. 1 því skyni að koma efnahags- lífi þjóðarinnar á traustan grund- völl leggur ríkisstjómin áherslu á breytta stefnu í efnahagsmálum. Því mun hún beita sér fyrir eftir- greindum aðgerðum: 1. í samráði við aðila vinnu- markaðarins verði gerð áætlun um hjöðnun verðbógunnar í ákveðnum áföngum. 2. Skipa skal nefnd fulltrúa laun- þega, atvinnurekenda og ríkis- valds til endurskoðunar á við- miðun launa við vísitölu. Lögð verði rík áhersla á að niður- stöður liggi sem fyrst fyrir. 3. Stefnt verði að jöfnun tekju-og eignaskiptingar m.a. með því að draga úr hækkun hærri launa og með verðbólguskatti. 4. Stefnt verði að jöfnuði í við- skiptum við útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlendum lántökum. 5. Mörkuð verði gjörbreytt fjár- festingarstefna. Með sam- ræmdum aðgerðum verði fjár- festingu beint í tæknibúnað endurskipulagningu og hag- ræðingu í þjóðfélagslega arð- bærum atvinnurekstri. Fjár- festing í landinu verði sett undir stjórn, sem marki heild- arstefnu í fjárfestingu og setji samræmdar lánareglur fyrir fjárfestingasjóðina í samráði við ríkisstjórnina. 6. Dregið verði úr fjárfestingu á árinu 1979 og heildarfjár- munamyndun verði ákveðin takmörk sett. 7. Aðhald í ríkisbúskap verði stóraukið og áhersla verði lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum. 8. Ríkisstjómin mun leita eftir samkomulagi við samtök launafólks um skipan launa- mála fram til 1. desember 1979 á þeim grundvelli að samning- arnir frá 1977 verði fram- lengdir til þess tíma, án breyt- inga á grunnkaupi. í' því sam- bandi er ríkisstjórnin reiðubú- in til að taka samningsréttar- mál opinberra starfsmanna til endurskoðunar, þannig að felld verði niður ákvæði um tímalengd, samninga og kjara- nefnd. 9. Dregið verði úr verðþenslu með því að takmarka útlán og peningamagn í umferð. 10. Niðurgreiðslu og niðurfærslu verðlags verði áfram haldið 1979 með svipuðum hætti og áformað er í fyrstu aðgerðum 1978. 11. Lögð verði áhersla á að halda ströngu verðlagseftirliti og að verðlagsyfirvöld fylgist með verðlagi nauðsynja í viðskipa- löndum til samanburðar. Leit- að verði nýrra leiða til þess að lækka verðlag í landinu. Sér- staklega verði stranglega hamlað gegn verðhækkunum á opinberri þjónustu og slíkum aðilum gert að endurskipu- leggja rekstur sinn með tilliti til þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar verðlagslöggjafar verði frestað. Skipulag og rekstur inn- flutningsverslunar verði tekin til rækilegrar rannsóknar. Stefnt verði að sem hagkvæm- ustum innflutningi á mikil- vægum vörutegundum, m.a. með útboðum. Úttekt verði gerð á rekstri skipafélaga í því skyni að lækka flutningskostnað og þar með almennt vöruverð í land- inu. Fulltrúum neytendasamtaka og samtaka launafólks verði gert kleift að hafa eftirlit með framkvæmd verðlagsmála og veita upplýsingar um lægsta verð á helstu nauðsynjavörum á hverjum tíma. 12. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins verði efldur til að vinna gegn sveiflum í sjávarútvegi. 13. Skattaeftirlit verði hert og ströng viðurlög sett gegn skattsvikum. Eldri tekjuskatts- lögum verði breytt með hlið- sjón af álagningu skatta á næsta ári og nýafgreidd tekju- skattslög tekin til endurskoð- unar. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir að einkaneysla sé færð á reikning fyrirtækja. 3. önnurmál Landbúnaður. 3.1. Stefnt verði að sem hag- kvæmustu rekstrarformi og rekstr- arstærð búa og að framleiðsla landbúnaðarvara miðist fyrst og fremst við innanlandsmarkað. Skipuð verði samstarfsnefnd bænda og neytenda sem stuðli að aukinni fjölbreytni í búvörufram- leiðslu og til samræmingar óskum neytenda með aukna innanlands- neyslu að marki. Endurskoðað verði styrkja- og útflutningsbótakerfi landbúnaðar- ins með það að marki að greiðslur komi bændum að betri notum en nú er. Lögunum um Framleiðsluráð landbúnaðarins verði breytt, m.a. á þann hátt og teknir verði upp beinir samningar fulltrúa bænda og ríkis- valdsins um verðlags-, framleiðslu- og önnur hagsmunamál landbún- aðarins. Jafnframt verði Fram- leiðsluráði veitt heimild til að hafa með verðlagningu áhrif á búvöru- framleiðslu í samræmi við mark- aðsaðstæður. Rekstrar- og afurðalánum verði breytt þannig að bændur geti feng- ið laun sín greidd og óhjákvæmi- legan rekstrarkostnað svipað og aðrir aðilar fá nú. Niðurlag í næsta blaði KA áfram í fyrstu deild Þegar það fréttist á laugar- daginn að Breiðablik hefði sigrað FH í fyrstu deild og KA þar með haldið sæti sínu í deildinni urðu leik- menn og stuðningsmenn iðsins að vonum kátir. Eft- ir að KA hafði tapað fyrir Þrótti virtist fátt geta bjargað þeim frá falli niður í aðra deild. Nú er það hins vegar staðreynd að liðið leikur í fyrstu deild á næsta ári. Það má með sanni segja að Jóhannes Atlason þjálf- ari hafi gert stórvirki með þetta lið sem fyrir örfáum árum hóf keppni í þriðju Magni frá Grenivík í aðra deild! Knattspymulið Magni frá Grenivík kom öllum á óvart og sigraði í sínum riðli i þriðju deiidinni, og vann sér þar með rétt til að leika í annarri deild á næsta ári Þegar Magnamenn komu heim úr síðustu keppnisferðinni var vel á móti þeim tekið, og m.a. fengu þeir að gjöf frá út- gerðarfélaginu Kaldbak sam- tals 250.000.00 krónur, fyrir góðan árangur. Ekki mun þeim hjá Magna veita af peningunum því framundan eru dýrar og erfiðar keppnisferðir þegar 1 aðra deildina er komið. Á laug- ardaginn léku síðan Magna- menn úrslitaleik um sigurinn í þriðjudeild við Selfoss en þeir unnu hinn riðil deildarinnar. Leikur þessi fór fram á Ak- ureyri í frekar leiðinlegu veðri. Selfyssingar skoruðu fyrsta markið, en þeir léku undan vindi í fyrri hálfleik. í þeim síð- ari bættu þeir svo við tveimur mörkum og unnu verðskuldað- an sigur, þrjú mörk gegn engu. Þjálfari Magna í sumar hefur Þormóður Elnarsson. verið hinn gamalkunni knatt- spymumaður Þormóður Ein arsson og er árangur hans glæsilegur. Að leik loknum á laugardaginn afhenti Rafn Hjaltalín, fyrir hönd KSÍ, Sel- fyssingum bikar sem sigurveg- urum í þriðju deild og leikmenn beggja liða fengu verðlauna- pening. deild. Fyrstu tvö árin þjálf- aði Einar Helgason liðið og lagði grunninn sem Jó- hannes byggði á. Hvort Jó- hannes þjálfar áfram hjá KA er ekki vitað, en eitt er víst, að stuðningsmenn liðsins vænta þess að svo verði. Þór tapar þýðingar- miklu stigi Á laugardaginn var einn af úr slitaleikjum annarrar dcildar hér á Akureyri. Þá áttust við Þór og Austri frá Eskifirði. Þórsarar uröu aö sigra í þessum leik til a< eiga möguleika á sæti I fyrstu deild, eftir að Haukar höfðu unn ið Ármann kvöldið áður. í fyrr hálfleik léku austanmenn undan nokkurri golu, en tókst ekki að skapa sér umtalsverð marktæki færi. Strax á fyrstu mínútum leiksins áttu Þórsarar góða sóknir á mark Austra, en skutu annað hvort framhjá eða þá að markvörðurinn hirti boltann. Þrátt fyrir að porsarar ættu hættulegri marktækifæri í fyrr hálfleik var samleikur Austr betri og sérstaklega voru þei sterkari á miðjunni. I síðari hálf leik þegar Þórsarar höfðu golun í bakið sóttu þeir stíft að mark Austra, en þeir voru oft á tíðum allir í vörninni þannig að leiðin a markinu var ekki alltaf greið Þrátt fyrir hörkuskot á Austra markið vildi boltinn ekki inn, e markmaður Austra varði oft ve þrátt fyrir furðulega tilburði. Þórsarar höfðu algera yfirburð í síðari hálfleik en tókst ekki a skora og leiknum lauk með jafn tefli, og fannst undirrituðum þa úrslit ekki sanngjörn, því þegar heildina er litið voru Þórsara mun betri aðili. Austramenn börðust hins vega vel allan leikinn og oft á tíðum var samleikur þeirra mjög góðu sérstaklega í fyrri hálfleik. Þe léku nú í fyrsta sinn í annar deild og stóðu sig mjög vel. Sam hliða þessum leik fór fram Reykjavík annar úrslitaleiku annarrar deildar á milli IBI o Fylkis. Fylkismenn komust í tv mörk gegn engu, en fyrir re tókst ÍBl að jafna og lauk leikn um með jafntefli. Það urðu þ Haukar í Hafnarfirði sem ásam KR leika í fyrstu deild á næsta á • •• 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.