Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 2

Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 2
Smáauglýsingar Sala Til sölu eldhúsinnrétting ásamt Zímens eldavél, bakaraofni og stálvaska með blöndunartækj- um. Uppl. í síma 24134 eftir kl. 19 á kvöldin. Kristján Skarphéðinsson. Til sölu veturgamall, fyrstu verðlauna hrútur. Níels Helgason, Torfum, sími um Grund. Til sölu tvær vorbærar kýr að öðrum kálfi. Kristján Einarsson, Þórðar- stöðum, sími um Skóga. Til sölu lítill vel með farinn ís- skápur. Uppl. í síma 24824 eftir kl. 19. Til sölu Atlas ísskápur, notaður. Einnig sem nýr barnastóll í bíl, ennfremur lipur sjálftrekkjandi olíuofn með karbartor litlum olíutank og trekkspjaldi. Hent- ugur í verbúð eða lítinn bílskúr. Uppl. í síma 21839 eftir kl. 7 á daginn. Nokkur liðin ár hefi ég hjálpað til að bera út dagbiaðið Tímann og innheimt mánaðargjaldið. Þegar það í sumar komst upp í 2 þús. kr. lofaði ég víst upp í ermina mína, sagði hressilega: „Nú fer það ekki hærra. Nýja stjórnin leyfir það ekki.“ Ég hugsaði líka eins og frændi minn einn, sem fyrir l‘A tug ára, eða svo, sagði af alvöruþunga: „Ef bensínlítrinn fer yfir 4 krónur, þá hætti ég að aka.“ Nú kostar lítr- inn 167 krónur en frændi minn ek- ur enn. Eins fer Iíklega fyrir mér: Ég hefi sagt að ég hætti að „rukka“, ef gjaldið færi yfir 2 þús. á mán. Næst á víst að biðja um 2200 krón- ur - og ég „ek“ áfram! En er ekki ástæðulaust og fráleitt að leyfa dagblöðunum þessa hækkun nú? Þau eru að vaxa sínum nánustu yfir höfuð, þetta eru „bákn“, sem um hæfir að segja: „Báknið burt“, a.m.k. draga úr vextinum. Þau eru orðin okkur alltof fyrirferðarmikil, orðmörg og dýr. Engir nenna - eða hafa tíma til - að lesa nema lítinn hluta þeirra: fyrirsagnir, hrafl hér og þar og þegar bezt lætur eina og eina grein sæmilega. Fréttirnar hafa okkur áður borist, jafnvel mörgum sinn- um í útvarpi og á „skjánum“. Skít- kastið og fúkýrðin milli stjórn- mála-andstæðinga - og jafnvel milli samflokksmanna - skemmta skrattanum og co. og mætti mjög úr draga. Gott efni og fróðlegt af ýmsum toga gæti vissulega áfram borist okkur í dagblöðunum, þótt minnkuö vœru um 4 síöur! En að Bifreidir Til sölu er fjórhjóladrifin Su- baro 1400 árg. 1977, ekin 35. þús. km. Uppl. í síma 24985 milli kl. 19-20. Til sölu Willys árgerð 1951. Uppl. Ísima21621. Til sölu Willys árg. ’64, lengdur. Þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 23653. Óska eftir að kaupa Peugote 504, sjálfskiptan, ekki eldri en árg. '74. Uppl. gefur Sævar í síma 23503 á daginn og í síma 23083 eftir kl. 19. Atvinna Dugleg og þrifin stúlka óskast til heimilisstarfa einu sinni til tvisvar í viku. Vinnutími eftir samkomulagi. Uppl. í síma 23584 eftir kl. 7 e.h. Vantar góða vinnu sem fyrst. Hálfs dags eða kvöldvinnu. Uppl. í síma 23837. vera að belgja sig út, krefjast hækkaðs söluverðs og Iifa á ölmusu frá ríkinu, almenningi í landinu, það er vafasamt réttlcetismál og bara til skammar. Hvaða réttlæti er I því, að Morgunblaðið og Tíminn fái stórframlög úr „þunnum" ríkis- kassa, en Dagur og Islendingur ekkert, - svo að dæmi sé nefnt? Hví ekki að láta hvern og einn „sníða sér stakk eftir vexti“ og bjarga sér eftir beztu getu með hugsjónaeldi (hvar finnst hann nú?) liðsmanna, vinsældum hjá lesendum og aug- lýsingum? Þetta verða landsmála- blöðin að gera. Hafa þau þó vissu- lega sína þýðingu í sínu umhverfi, eins og dagblöðin í sinni stóru Reykjavík. Ríkið á að draga úr útgjöldum, hvar sem mögulegt er. Hví þá ekki hér? Styrkur til dagblaðanna er til- kominn fyrir pólitíska flokks- streitu, er alveg óþarfur og líka óréttlátur. Það gleymist oft og mörgum, að við, íslendingar, erum engin stór- þjóð. En oft er talað hér um bág kjör og lág laun. En hvar er sparað? Erum við ekki flest of feit og flykkjumst til sólarlanda, til að eyða úr of þungri pyngju og bræða of okkur spikið, - sumir nokkrar ferðir á ári, jafnvel þeir, sem ekkert telja sig hafa til að greiða í ríkiskassann! Mikið er hlutverk okkar nýju stjórnar. Biðjum henni friðar til starfa og blessunarríkra afreka fyrir land og þjóð. „Brekknakoti" 6. okt. ’78. Jónas Jónsson. iSkemmtaniri Spilavist. Þriggja kvölda parakeppni N.L.F.A. hefst í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 15. október kl. 20.30. Góð kvöldverðlaun. Myndarleg heildarverðlaun. Spilanefnd. Félaöslíf Línufélagar. Frá og með 14. október verða fundir á laugardögum kl. 13-15 og á miðvikudögum kl. 19.30-22.30. Húsnæði 3-4ra herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. gefur starfsmannastjóri. Slippstöðin hf. Flugfélag Norðurlands óskar eftir aö taka á leigu þriggja herb. íbúð. Uppl. í síma 21824 milli kl. 9-17. Systkini utan af landi óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúö. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 22085 á kvöldin. Kæru vinir og fyrrver- andi og núverandi sam- starfsmenn í Fegrunar- félagi Akureyrar. Á þessum tímamótum, er ég læt af störfum sem formaður Fegr- unarfélagsins, vil ég láta í Ijós innilegt þakklæti til ykkar fyrir einhug og góða samvinnu, sem hefir einkennt störf okkar frá upphafi. Kærar þakkir vil ég færa fyrrverandi bæjarstjórum og núverandi bæjarstjóra, bæj- arstjórn og samstarfsmönnum bæjarins fyrir vinsemd og hjálp- semi. En mér ber ekki einum heiður og þakklæti, heldur einnig þeim, sem hafa unnið af alhug og ósérhlifni að fegrunarmálum hæjarins. Nú tekur nýr maður við formannsstörfum. Hann er að góðu kunnur. Næg verkefni blasa við i vaxandi bæ, sem oft hefur verið nefndur perla Eyja- fjarðar. IVfeð aukinni vélvæðingu og vaxandi áhuga fólks á umhverf- isvernd og fegrun ættu allir að geta lagzt á eitt til að Akureyri héldi sinni fögru nafngift. Jón Kristjánsson Skákmenn Startmót Skákfélags Akureyrar verður haldið sunnudaginn 15. október kl. 13.30 í Félagsborg Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst 18. október kl. 20 í Félagsborg. Innritun í síma 23635 og 23380 fyrir hádegi 17. október Stjórnin „Að sníða sér stakk eftir vexti“ Skáta- félag Akur- eyrar Innritun nýliða verður föstudaginn 13. október kl. 17.30 í Hvammi Fyrir alla þá stráka sem hafa áhuga(10 ára og eldrj) (4 bekkur) Stjórn S.K.F.A. Aðalfundur Framsóknarfélags Eyfirðinga verður haldin í Hafn- arstræti 90, Akureyri laugardaginn 14. október kl. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, rætt um stjórnmálaviðhorfið og málefni Dags Stjórnin Málverkamarkaður Opnum Málverkamarkað laugardaginn 14. október í Amaró húsinu 3. hæð. Falleg olíumálverk í stór- glæsilegum römmum Verð aðeins 8.000 - 35.000 Opið laugardag 14. og sunnudag 15. október frá kl. 13-18, aðeins þessa tvo daga Málverkamarkaðurinn AMARO húsinu 3. hæð ^ Verðlaunaafhending KRA, fyrir Akureyr- armeistara allra flokka, verður í Al- þýðuhúsinu sunnu- daginn 15. október klukkan 14. Á sama stað verður einnig kjörinn knatt- spyrnumaður Akur- eyrar. *Frá Karlakór Akureyrar Söngfélagar Starfið hefst með söngæfingu fimmtudaginn 19. október n.k. kl. 20.30 Aðalfundur verður haldinn í Laxagötu 5 sunnu- daginn 22. október n.k. kl. 14 Mætum allir vel og stundvíslega Stjórnin Leikfélag Akureyrar Þess vegna skiljum við Eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd: Jón Þórisson Frumsýning föstudaginn 13. október kl. 20.30 önnur sýning laugardagskvöld, gul kort gilda Þriðja sýning sunnudagskvöld, græn kort gilda Sala áskriftarkorta stendur yfir þessa viku Aðgöngumiðasala í Samkomuhúsinu er opin dag- lega frá kl. 17-19 nema sýningardaga kl. 17-20.30 sími24073 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.