Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 8
DAGUR
Akureyri, föstudagur 13. október 1978
RÁFGEYMAR
í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Miklar gufurúr
Gjástykki
Hafa færst töluvert
norðar, segja gangnamenn
Ytrafjalli 11. október. Um veðr-
áttuna má segja það, að haustið
hefur verið milt. Ber voru ófros-
in fram á síðustu helgi og munu
jafnvel finnast ófrosin enn.
Við fórum á sunnudaginn í eftir-
leit í Þeistareyki og komum með 22
kindur úr þeirri för. Gangnamenn
fyrr í haust sáu meiri gufur úr Gjá-
stykki en áður hafa sést þar og
einnig norðar en áður.
Flestir eru sæmilega búnir undir
vetur, hvað hey snertir, en kal-
skemmdir voru þó tilfinnanlegar á
nokkrum bæjum og hey þar minni
en áður.
Lömb munu vænni en í meðal-
lagi, en vigtartölur hef ég ekki, sem
marktækar eru.
Hafralækjarskóli var settur 20.
september. Hann var byggður fyrir
þrjá og hálfan hrepp og öll böm
þaðan sækja skólann, þau sem á
skólaskyldualdri eru. Sigmar
Ólafsson er skólastjóri.
Tekin er nú upp tónlistarkennsla
í skólanum, sem ekki hefur verið
undanfarin ár. Kennarinn er Guð-
mundur Nordal.
Á einum tíu eða tólf jörðum í
sveitinni hafa bændur annað hvort
kýr eða sauðfé eingöngu. Þá eru
allmargir, sem í sveitinni dvelja,
búlitlir og stunda atvinnu meira og
minna utan heimilis, bæði hjá
Frumsýning í kvöld hjá L.A.
I kvöld, föstudagskvöld, frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið
„Þess vegna skiljum við“ eftir Guðmund Kamban. Næsta sýning er
annað kvöld og sú þriðja er á sunnudagskvöldið. Akureyringar og
nærsveitamenn eru hvattir til að fjölmenna í eina atvinnuleikhúsið
utan höfuðborgarinnar.
Myndin sýnir Þóreyju Aðalsteinsdóttur (Lovísa) og Aðalstein
Bergdal (Baldin). Mynd Ljósm.st. Páls.
Laxárvirkjun, þar sem verkefni eru
ætíð mikil fyrir iðnaðarmenn og á
Húsavík. Þá stendur enn yfir bygg-
ing félagsheimilis og íþróttahúss
hjá Hafralækjarskóla og þar hefur
verið mikil vinna. Þetta allt eykur
fjölbreytnina og tekjur fólks, sem
heima á hér í sveitinni. Kemur
þetta sér því mjög vel. K.I.
Harmonik-
ur þandar
á Húsavík
Nýlega var stofnað á Húsa-
vík félag harmonikuleikara í
S-Þing. Félagar eru um 40
talsins úr ýmsum starfs-
greinum samfélagsins á
Húsavík og úr nálægum
sveitum. Þar eru bændur,
sjómenn, skólastjóri, skurð-
læknir og iðnaðarmenn og
þar í flokki eru hljóðfæra-
leikarar, sem landskunnir
voru og skemmtu fólki fyrir
þann tíma, er upphófst síðari
heimsstyrjöldin.
Harminikuleikararnir stofn-
uðu í haust styrktarsjóð vegna
fráfalls eins félaga síns og til
eflingar sjóðnum efndu þeir til
tveggja dansleikja. Var annar
haldinn á Breiðumýri í Reykja-
dal en hinn að Sólvangi á Tjör-
nesi og voru ákaflega vel sóttir
og á dansgólfið flykktist fólk,
sem ekki hafði stígið á fjöl í
áratugi. Stjórn félagsins skipa:
Stefán Kjartansson, Aðaldal,
Aðalsteinn Isfjörð, Húsavík,
Stefán Þórarinsson, Reykjadal,
og Jón Sigurjónsson, Reykjadal.
Þ.J.
m
a
—\
% Allt er það
lyngt eins
og Pollurinn
Ágætur maður sagði nýlega
að pólitíkin, menningin og
fleira hér á Akureyri væri
lognslétt eins og Pollurínn.
Þetta kann að vera rétt svo
langt sem það nær. Þetta eru
einkenni iðnaðarbæja, þar
sem allir hafa næg verkefni
og samfélagínu er sæmilega
vei stjórnað. En jafnframt er
þetta einkenni samfélags,
þar sem fólk er vel menntað,
efnalega bjargálna og hefur
tileinkað sér samhjálp með
þjálfun í félagstegum störf-
um.
§ Skortur
á fólki
Á haustin, þegar skólarnir
hefja vetrarstarfið, hverfur á
braut mikill hluti starfsmanna
bæjarins. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem blaðið hef-
ur afiað sér vantar flest fyrir-
tæki bæjarins starfsfólk og
hefur skorturinn þau áhrif að
dregur úr framkvæmda-
hraða. En vinnuaflsskortur-
inn á ekki einungis við um
bæjarfyrirtækin, Þegar litið er
á atvinnuauglýsíngar Dags
kemur t Ijós að t.a.m. mörg
byggingarfyriríæki vilja ráða
til sín fólk.
0 Vísundarækt
Einu sinni áttu miklar vís-
undahjarðir heima á sléttum
Norður-Amertku. En vísundar
voru svo grimmilega ofveidd-
ir, að nærri lá, að þeim yrði
útrýmt. Þó tókst að bjarga
þeim á síðustu stundu og nú
eru um 50.000 vísúndar í
Bandaríkjunum og Kanada. í
Suður-Dakóta er einn bóndi
farinn að ala upp vísunda á
jörð sinni og það engum
smáblettí, 12000 ha. Hann er
með 3000 vtsunda og þeir
tímgast vel. Hann lógar 1000
vísundum árlega. Einn vís-
undur vegur allt að 1000 kg,
og fyrir vísundakjöt fæsl
helmingi melra verð en fyrit
nautakjöt.
§ Enginn
hagnaður af
tóbakssölu
Hagnaður ríkissjóðs að tó-
bakssölu á siðasta ári nam
2,5 milljörðum króna og
verður meiri t ár, vegna verð-
hækkananna. Guðmundur
Magnússon prófessor t hag-
fræði komst að þeirri niður-
stöðu á ráðstefnu um reyk-
ingavarnir, að kostnaður
vegna brunatjóns, vinnutap
og ótímabær dauðsföll af
völdum reykinga, væri meiri
en ágóðinn af sölunni. Er lík-
legt, að prófessorinn hafi
komist að réttri niðurstöðu.
Hið sama má eflaust segja
um áfengið, sem rfkið græðir
milljarða á að selja lands-
mönnum.
Siglufjörður
KYNDISTÖÐIN KOMIN I GAGNIÐ
1 síðustu viku tóku Siglfirðingar
í notkun kyndistöð fyrir Hita-
veitu Siglufjarðar. Langan tíma
hefur tekið að stilla kyndibún-
aðinn, en stöðin er algjörlega
sjálfvirk. T.d. fylgist hún náið
með hita andrúmsloftsins, vind-
átt, hita vatnsins og hún kveikir
á sér við ákveðið útihitastig,
vindhraða og vatnshita.
Þegar stöðin var tekin í notkun
var vatnsmagn til þeirra húsa er
höfðu hitaveitu minkað um einn
þriðja. Þá á að vera til nægjanlegt
vatn fyrir allan bæinn. Bæjarbúar
hafa haft 60 stiga heitt vatn og hef-
ur það nægt um 70% bæjarins, en
nú er hitastigið hækkað allt upp í 85
stig þegar kólnar í veðri. Þar sem
kyndistöðin er tilbúin er hægt að
hefja tengingu þeirra húsa sem
biðu eftir hitaveitu og er áætlað að
því verki geti verið lokið um ára-
mót.
Umhverfi Glerár verður næsta
stórverkefni - Fegrunarfélagsins
Um árabil hefur það verið við-
tekin venja að veita þeim aðilum
viöurkenningar, sem þótt hafa
skarað fram úr í umhirðu garða
og húsa. Það er Fegrunarfél. Ak-
ureyrar sem hefur veg og vanda
að vali garða og húsa og
í sl. viku boðaði félagið til
sín þá aðila er hlutu viðurkenn-
ingar í ár, en þeir eru: Sigríður
Ólafsdóttir og Hrólfur Stur-
laugsson Strandgötu 35, Laufey
Jónsdóttir og Helgi Steinar,
Ægisgötu 24, Erna Sigurjóns-
dóttir og Sævar Haraldsson,
Goðabyggð 18, Lisbet og Jó-
hann Malquist, Hólsgerði 7 og
íbúar raðhússins Dalsgerði 3.
Jóhannes Sigvaldason, formaður
Fegrunarfélagsins, afhenti viður-
kenningarskjöl og bækur til við-
komandi og sagði m.a. í ávarpi að
bærinn hefði á undanförnum árum
tekið miklum stakkaskiptum,
byggðin hefði færst utar en nokk-
urn hefði órað fyrir og það væri
ljóst að bæjaryfirvöld yrðu að
ganga undan með góðu fordæmi og
verja meira fé til fegrunar og
snyrtingar en til þessa. Nú væri t.d.
Gleráin svo til í miðju bæjarlandinu
og næsta stórverkefni væri að fegra
og snyrta næsta umhverfi hennar.
Fráfarandi formaður Fegrunar-
féiags Akureyrar, Jón Kristjánsson,
tók til máls og færði alúðarþakkir
öllum þeim sem hann hefur starfað
með á liðnum árum. Hann afhenti
félaginu sparisjóðsbók með 100
þúsund krónum. Með bókinni
fylgdi bréf, en í því segir Jón: „Með
bréfi þessu fylgir sparisjóðsbók
með 100.000 krónu innistæðu sem
ég afhendi hér með Fegrunarfélagi
Akureyar.
Það er ósk mín og von, að fé
þetta verði notað svo fljótt sem
kostur er til þess að kaupa trjá-
plöntur til gróðursetningar á gil-
barminum norðan kirkjugarðsins
og í brekkurnar þar fyrir neðan.
Verði verk þetta unnið samkvæmt
skipulagi bæjarins og forsögn
garðyrkjustjóra. Með virðingu og
þökk, Jón Kristjánsson."
Vantar fé
Enn vantar um 240 milljónir
króna til greiðslu á þeim fram-
kvæmdum sem Hltaveita Akur-
eyrar mun vlnna að á þessu ári.
Þá er Ijóst að afla verður rúmlega
2 þúsunda mllljóna króna láns-
fjár tll þess að unnt verði að ráð-
ast í þær framkvæmdir sem fyrlr-
hugaðar eru árið [1979.