Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Störf Sjálfsbjargar eru þrekvirki Fatlaðir menn á Akureyri stofnuðu félag fyrir 20 árum og kölluðu Sjálfs- björg, félag fatlaðra. Hugsjónir þess- ara manna um betra líf fyrir þá, sem ekki áttu að öllu leyti samleið með heilbrigðu fólki I frumstæðu þjóðfé- lagi, fengu ágætan hljómgrunn hjá bæjarbúum svo félagið efldist til at- hafna. Félög til að hrinda í fram- kvæmd ákveðnum nauðsynjamálum fæðast og deyja, sum án eftirmæla, en önnur eiga mikinn lífskraft og lyfta Grettistökum. Sjálfsbjörg á Akureyri og önnur Sjálfsbjargarfélög voru og eru mannréttindafélög öllu öðru fremur. Þau vinna að þeim sjálfsögð- um mannréttindum, að fatlaðir gjaldi ekki sjúkleika síns meira en nauðsyn ber til og þjóðfélagið nýti starfsorku þeirra eins og annarra þegna sinna. Að sjálfsögðu gera félögin kröfur til þjóðfélagsins um bætta aðstöðu, en þau vinna þó fyrst og fremst sjálf að sínum innri málum og á þann hátt, að einstaklingar, sveitarfélög og þjóðin í heild geta með glögu geði mætt sann- gjörnum óskum fatlaðra, án þess að við nögl sé skorið. Tvennt hefur farið saman í starfi Sjálfsbjargar á Akureyri og verið gæfa hennar. Forvígismennirnir hafa lagt fram alla krafta sína og bæjarbú- ar svarað kalli nýs tíma. Á síðustu tveim áratugum hefur það á unnist, sem mest er um vert, að fatlaðir menn eru ekki lengur Iitnir hornauga eða fram hjá þeim gengið eins og þeir væru ekki til og þetta er stærri sigur en mældur verður á nokkra vog. Sem dæmi um dugnað og samtaka- mátt þessa félags á Akureyri, er Bjarg, félagsheimilið, sem vígt var 1960 og sú nýbygging, sem nú er í smíðum og á að verða mjög fullkomin endurhæfingarstöð. Með félagsheim- ilinu, sem var hið fyrsta sinnar teg- undar á landinu, var stórt skref stigið og fylgdu fleiri á eftir. Þar var komið á fót fyrsta verksmiðjuiðnaði Sjálfs- bjargarfélaga á landinu. Er ljóst af þessu, að frumkvæði og framkvæmdir hafa farið saman og Ijóst er það einnig, að hugsjónir framherjanna hafa leyst úr læðingi þau góðu öfl og það örlæti, sem til þess þarf að hrinda máluni fram. Þegar á það er litið hve verkefni Sjálfsbjargar eru viðamikil og nauð- synleg bæjarfélaginu og þessum landshluta, hljóta allir sæmilegir menn að rétta hjálparhönd, ef ekki fyrir þá, sem nú búa við líkamlega fötlun, þá fyrir sjálfa sig og þjóðina alla í nútíð og framtíð. Störf Sjálfs- bjargar eru þrekvirki. Islensku steinarnir búayfir ótrúlegri fegurð segir Flosi Jónsson gullsmiður Flosi er hér afl gera við gleraugu. Starfssvið gullsmiða spannar vítt svið. Frá örófi alda hafa gull og dýrir steinar haft ótrúlega mikið aðdráttarafl. Menn lögðu á sig mikið erfiði við að afla hvoru tveggja, en afrakst- urinn var sjaldnast umtals- verður. Gömlu gullgrafararnir eru horfnir á vit feðra sinna og nú hafa stórfyrirtæki með gull- og demantavinnslu að gera. En allt um það — þá seiðir gullið og demantarnir ekki síður. í dag er það ekki eingöngu „hefðarfólk“ sem hefur efni á að bera demantshringa eða festar úr gulli. Hér á landi er hægt að fá tiltölulega ódýra skartgripi sem eru fjöldafram- leiddir erlendis, en æ fleiri girnast handunnin fingurgull og hálsmen, unnin hér á landi, enda hefur hvort tveggja á sér sérstakan svip, ef til vill má segja þjóðlegan. Það er ólíkt skemmtilegra að bera á fingri sér hring sem gullsmiðurinn hefur nostrað við sjálfur en að kaupa eitthvað sem framieitt er í þúsundum eintaka. Tvær gullsmíðastofur eru eru starfandi á Akureyri og til að grennslast um þá starfsemi sem þar fer fram innan veggja, lögð- um við leið okkar til Flosa Jóns- sonar, en hann rekur, ásamt eig- inkonu sinni Halldóru, Gull- smíðavinnustofuna Skart, sem er til húsa við Strandgötu. Þegar við bárum upp erindið við Flosa, tók hann því vel að fræða lesendur Dags um eðalsteina og gull, en sagði í upphafi að sjálfur mæti hann mest íslenska steina. Þeir byggju yfir ótrúlegri fegurð, sem fólk væri e. t. v. fyrst nú að læra að meta. í þessu sambandi má benda á verk Ágústar Jónssonar trésmiðs á Akureyri, en hann hefur unnið ótrúlegt afrek í sam- bandi við ljósmyndun á íslensk- um steinum. Við komum okkur fyrir á vinnustofu Flosa og þar sat við vinnu sína Sveinn Guðnason gullsmiður. Sveinn er einn af þremur starfsmönnum Skarts. „Kunna Íslendingar að bera skartgripi?“ „Við leggjum mikla áherslu á skartgripi sem eru unnir úr inn- lendum hráefnum, þ. e. gripi með íslenskum steinum. Má segja að við séum að reyna að sporna við innflutningi á skartgripum enda eru þeir sem unnir eru hér fylli- lega sambærilegir við þá sem gerðir eru erlendis. Auk þess vildi ég benda á þá staðreynd að sér- smíðaðir hlutir eru mun ódýrari á íslandi en í nágrannalöndunum. Hversu einkennilega sem það kann að hljóma, virðist fólk ekki gera sér nægjanlega grein fyrir þeim mun sem er á hlut sem er fjöldaframleiddur í steypumóti og þeim, sem eru sérsmíðaðir. Eðlilega eru til undantekningar, hingað kemur fólk sem veit nákvæmlega muninn á þessu tvennu, en hitt er alltof algengt. Þess má líka geta að það er ekki sama hvernig og hvar skartgripir eru bomir og í þessu efni finnst mér vera örlítið ábótavant", sagði Flosi gullsmiður er við hófum samtalið. „Hvað sérsmíðaða skartgripi varðar erum við gull- smiðir langt á eftir öðrum þjóðum í verðlagningu. Fólk heldur að það sé alltaf ódýrara að kaupa hlutina erlendis, en það er mesti misskilningur. Það getur staðist með fjöldaframleidda skartgripi, en á þá eru lagðir tollar þegar þeir koma til íslands". „Gullið frá Sviss og silfrið frá Englandi“ Og nú vildi Dagur fá að vita hvaðan gullið kæmi. Flosi sagðist kaupa það frá Sviss. Það kemur blandað til landsins, en hægt er að fá það hreint og er það þá í litlum kornum. Með því móti að fá gullið blandað er tryggt að lit- urinn verður ætíð sá sami. Blandaða gullið er fjórtán karöt og hvert gramm dýrt. Það kostar hvorki meira né minna en 1300 krónur. „Dýr myndi Hafliði all- ur“ myndi einhver segja. Trúlof- unarhringir taka til sín bróður- partinn af gulli sem flutt er til landsins enda ekki nema von að ástfangið fólk vilji innsigla og auglýsa heitið með rokdýrum skartgrip. En þegar öllu er á botninn hvolft eru trúlofunar- hringirnir ekki svo ýkja dýrir. Al- gengustu hringirnir kosta um 55 þúsund krónur, en það er hægt að fá þá á mun hærra verði t. d. ef munstrið er íslenskt höfðaletur eða steinskrift hækkar hringurinn um 24 þúsund krónur. Hún er víst liðin sú tíð er menn slógu hringa úr túköllum. „ Og þá eru það íslensku steinarnir“ Þrátt fyrir það að ísland sé til- tölulega ungt frá jarðfræðilegu sjónarmiði er hér aragrúi fallegra steina og það gerist sífellt algeng- ara að fólk vilji fá þá í skartgripi. Gullsmiðir hafa lagt sig fram um að þóknast fólki í þessum efnum og árangurinn er oft athyglis- verður. Starfsmenn Skarts hafa líka á boðstólum smekklega muni sem skreyttir eru með vandlega söguðum og fægðum steinum. 1 gefum Flosa orðið: „Við fáum mikið af synthestischeum stein- um frá Þýskalandi, en þar sem við leggjum mikla áherslu á íslenska handavinnu þá kaupum við og söfnum íslensku grjóti“. Flosi sýnir okkur bakka með litfögrum og söguðum steinum sem hann hefur fengið frá Páli Zophoníussyni í Reykjavík. Þeir eru svo sannarlega fullboðlegir í hvaða skartgrip sem vera skal og gefa erlendum steinum ekkert eftir nema síður sé. „Ég hef sjálf- ur tínt steina og faðir minn sömuleiðis. Við höfum slípað þá en þeir verða óreglulegir í lögun. Úrvalið er mikið hér á landi og fólk kann alltaf betur og betur að meta það sem ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Við er- um líka sífellt að reyna að byggja upp markaðinn - höfum áhuga á að Islendingar gangi með íslenska skartgripi en ekki fjöldafram- leidda erlenda vöru“. Það eru ekki einungis íslendingar sem kunna að meta fegurðina í hér- lendum steinum. T. a. m. eru danskir gullsmiðir sólgnir í þá og erlendir ferðamenn sem leggja leið sína hingað til lands spyrja mikið eftir íslenskum skartgrip- (Framhald á bls. 6). Efst á myndinni eru slípaðlr og sagaðlr fslensklr steinar. í skartgripunum, sem Flosi og Sveinn hafa gert, eru eingöngu hérlendir steinar. Litbrigðin eru ótrúlega mikll, en sjón er sögu ríkari. Myndir: á.þ. Ég hef löngu lofað ritstjórn Dags að skrifa grein í flokki þeim, sem bar heitið í dagsins önn. Menn segja víst margt i því annríki, og eins er hitt að maklegt er að Dagur fái grein um daglegt mál í önn dagsins. Þetta verður þá eins konar eftirmáli við þátt með því nafni. Ég komst að því, meðan ég hafði umsjón með útvarps- þættinum, að áhugi fólks á daglegu máli er geysimikill og almennur. Fólk á öllum aldri hafði samband við mig, fólk úr öllum stéttum og hvarvetna á landinu. Og þetta fólk er brennandi í andanum og stöðugt á verði. Það hefur mikinn metnað vegna móður- máls síns og þolir ekki að því sé misboðið eða spillt með kæruleysi, kauðaskap eða apahætti. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup sagði í frægum sálmabókarformála að ís- lenska þyrfti ekki brákað mál né bögur að þiggja frá öðrum. IDAGSINS ÖNN Þótt mörg „bagan“ kæmi frá honum og samstarfsmönnum hans, voru þeir þó málvönd- unarmenn að stefnu og þeir létu þýða, eða þýddu sjálfir, á íslensku allar siðskiptabók- menntirnar: Heilaga ritningu, sálmana o.s. frv. Annars væri ekki töluð íslenska á okkar dögum. Almennur áhugi á vönduðu islensku talmáli kennir mér að íslensk tunga sé ekki í bráðum háska. Slíkt hlýtur að verða okkur til örvunar en má ekki slæva okkur í varðstöðunni um tungu okkar og bók- menntir. En við getum horft framan í heiminn blygðunar- laust þessa vegna, og ekki verður samanburður við þjóðir annarstaðar á Norður- löndum okkur óhagstæður, að því er tekur til málvöndunar og nýyrðasmíðar. Framburðurinn er mér um sinn mest áhyggjuefni. Auð- vitað breytist orðaforði og beygingakerfi, en þær breyt- ingar eru hægfara og ekki hásk^legar. * En ég þykist kenna ýmislegt í áherslum og tóni sem sé varhugavert og streitast þurfi á móti. Og kemur þá að heimili og skóla. Orð og beygingar, en ekki framburð og tónbrigði, getum við lært af bóklestri í hljóði. Flestir menn tala meira en þeir skrifa. Því held ég að í skólum þurfi að gera mikið til þess að þjálfa fólk í framburði, frásögn og ræðugerð. Það er íslenskur stíll ekki síður en ritað mál. Slíkar æfingar þarf að hafa á öllum stigum skyldunáms, svo og í fram- haldsskólum, t.d. menntaskól- um. Reynslan kennir mér, að nemendur hafi mjög mikinn áhuga á þessu og gaman af að þjálfa sig í tali. Ég er þeirrar skoðunar, að hinn litla mál- lýskumun, sem enn er til í landinu, eigi að virða, að svo miklu leyti sem hann er til orðinn vegna varðveislu hluta þess, sem var sameiginlegur framburður allra landsmanna í fornöld. Því skyldu Vestfirð- ingar ekki halda áfram að bera fram einhljóð á undan ng og nk? Því skyldum við Norð- lendingar ekki halda áfram að hafa harðhljóðaframburð og radda l,m,n á undan lokhljóð- um, eins og í stúlka, hempa og svunta? Því skyldu Skaftfell- ingar ekki halda áfram að bera fram einhljóð á undan gi eins og á daginn og lögin, eða raddað r á undan n, eins og i stjórn og barn, og því skyldu Sunnlendingar ekki enn hafa sinn fallega, gamla framburð á hv í upphafi orða, þar sem við Norðlendingar erum löngu farnir að bera fram kv? Og allan þennan mállýsku- mun þarf að kenna, þannig að menn taki ekki upp einhverjar vitleysur, þegar þeir eru að reyna tileinka sér framburð sem þeir námu ekki við móð- urkné. En aðalatriðið er að auka veg hins talaða orðs í skólunum og kenna mönnum skýran framburð, réttar áherslur og fallegan tón. Fagurt mál er svo áhrifamikið, að sagt hefur verið um þá, sem málsnjallastir voru, að mönn- um þætti það allt satt, sem þeir segðu. Og þar að auki er það íþróttin sjálf, orðlistin, en sú list hefur varðveist í bók- menntum okkar. Þær eru líf- taug þjóðe"rnisins, en sérstakt þjóðerni er forsenda pólitísks sjálfstæðis smáþjóðar. Dagur hefur haft orð á sér fyrir gott málfar. Ég vona að svo verði framvegis. G.J. Akureyringamir sem valdir vom f landslið unglinga i lyftingum. F.v.: Sigmar, Haraldur og Freyr. Þeir halda á þjálfara sínum, Kára Elfssyni. Mynd: Ó.Á. AKUREYRINGAR I LANDSLIÐIÐ • Á fundi hjá stjórn lyftingar- næsta mánuði. Valið var 10 sambandsins fyrir skömmu var manna lið en í því eru sterkustu valið unglingalandsliðið í lyfting- sveinar landsins og í þeim hópi um sem keppir í Danmörku í eru þrír Akureyraringar. Kæruleikurinn ÁFRAM ÞÓR! Á laugardaginn kl. 16.00 verður „kæruleikurinn“ leik- inn i íþróttaskemmunni. Þar munu Þór og Breiðablik keppa um réttinn til að leika í annarri deild í handbolta á þessum vetri. Þór nægir jafntefli í ieiknum, en við skulum muna það að ef þeir tapa með tveggja marka mun leika þeir í þriðju deild í vetur. Áhorfendur mega því ekki láta sitt eftir liggja og verða að fjölmenna í skemmuna og hvetja Þór til sigurs í leiknum, en mikið munar um hvatningarhróp nokkur hundruð stuðnings- manna. Þessi leikur er einnig mikils virði fyrir KA, því ef Þór fellur þurfa þeir að fara i rándýrar keppnisferðir til Reykjavíkur, í staðinn fyrir tvo heimaleiki við Þór. Mætum því öll í skemmuna og látum „Áfram Þór“ bergmála í húsinu. - GAMLA MYNDIN Gamla myndin er af knattspyrnuliði KA. Efri röð frá vinstri: Jakob Jakobsson, Sveinn Kristórsson, Jón Stefánsson og Birgir Hermannsson, Þormóður Einarsson og Frimann Frí- mannsson. Neðri röð: Kári Árnason, Haukur Jakobsson, Einar Helgason, Skúli Ágústsson og Árni Sigurbjömsson. • Það voru þeir Freyr Aðal- steinsson, Sigmar Knútsson og Haraldur Ólafsson. Piltar þessir æfa nú stíft fyrir mótið, og þegar blaðamaður Dags kom kvöld eitt í æfingarsal lyftingarmanna voru þar fjölmargir við æfingar, og keppnismenn æfðu undir stjórn þjálfara síns, og var þar ekkert gefið eftir. • Svitinn bogaði af piltunum og áhuginn leyndi sér ekki. Þar voru einnig nokkrir byrjendur sem æfðu sig á léttari lóðum, og einnig mátti sjá kófsveitta gullsmiði styrkja vöðva sína. • Ekki er að efa að þeir Freyr, Sigmar og Haraldur gera sitt besta á mótinu í Danmörku, en þeir eru verðugir fulltrúar akur- eyrskar æsku. yysz&m&kifk * jgsgg s ; | Verðlauna- afhending KRA Á sunnudaginn kl. 14.00 býður Knattspyrnuráð Akureyrar öllum knatt- spyrnumönnum, ungum sem öldnum, til hófs í Aiþýðuhúsinu. Þar verður getið helstu úr- slita í leikjum sumars- ins, og veitt verðlaun og viðurkenningar. Allir sigurvegarar í Akureyrarmóti fá verð- launapening, og eru þeir sérstaklega hvattir til að mæta. Einnig verður kjörinn knattspyrnumaður Ak- ureyrar árið 1978 og verður hann heiðraður með glæsilegum verð- launum. í fyrra var Sig- urður Lárusson kjörinn knattspyrnumaður Ak- ureyrar, og Gunnar Austf jörð árið áður. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.