Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 3

Dagur - 13.10.1978, Blaðsíða 3
J N3 Bifreiða- eigendur /TTIAS snjóhjólbarðar I flestum stærðum fyrirliggjandi VELADEILD sími22997 og 21400 GÚMMÍVIÐGERÐABDEILD Höium fengið filbúin eldhús gluggatjöld í miklu úrvali Nokkur orð um Hitaveitu Akureyrar hefur hitaveitusfjóri hagsmuna að gæta í Hafnarfirði? Ég undirritaður, var í byrjun ársins 1978, að hugsa um að stofna fyrir- tæki, sem átti að einangra hita- veiturör. Fór ég á fund hitaveitustjóra og spurðist fyrir um hvort ég gæti fengið einhver verkefni fyrir Hita- veitu Akureyrar. Hitaveitustjóri var fljótur að svara því til, að ég fengi ekkert verkefni, þar sem búið væri að semja um allt efni þetta árið, og ég þyrfti ekki að hugsa frekar um þetta; sem sé að ég skyldi hætta strax. Ekki var ég alveg á því að gefast upp við svo búið og hafði samband við formann hitaveitunefndar og var allt annað hljóð í honum. Taldi hann að ég myndi fá eitthvað að gera, þó að það yrði ekki mikið fyrst um sinn. Þó var það á honum að heyra að það yrði ef til vill eitt- hvað. Ákvað ég þá að stofna fyrirtæki, sem ég og gerði og heitir það ÚR- ETAN EINANGRUN og mark- mið þess er að einangra hitaveitu- rör og fl. Reyndi ég nú að ná sambandi við hitaveitustjóra, en var tjáð að hann væri á fundi. Reyndi ég áfram að ná tali af honum í nokkra daga, en fékk alltaf sama svarið, að hann væri á fundi og yrði það eitthvað fyrst um sinn. Fór ég nú aftur á fund formanns hitaveitunefndar og sagðist hann ætla að athuga þetta nánar. Fór svo að hitaveitustjóri birtist einn daginn og skoðaði framleiðsl- una hjá mér. Taldi hann að þessi framleiðsla stæðist þær kröfur, sem til hennar væru gerðar og að fyrir- tækið væri samkeppnisfært við önnur fyrirtæki, bæði með verð og gæði. Fór nú svo, að ég var beðinn að gera tilboð í þrjár gerðir af rörum og sendi ég tilboðin til Hitaveitu Akureyrar 30. júní í sumar. Fékk ég svar nokkru seinna um að það hefði verið samþykkt að ég framleiddi 2 gerðir, en eina gerðina var ekki búið að ákveða, þar sem ég gat ekki framleitt hana fyrr en í september vegna þess að ég fékk . ekki plastkápur utan um rörin frá Reykjalundi afgreiddar fyrr en þá. Hitaveitustjóri sagðist ætla að at- huga hvort hann gæti fengið þessi rör fyrr annars staðar frá. Gerði ég nú margar fyrirspurnir um hvort eitthvað hefði gerst frekar með þessa gerð af rörum. Fékk ég alltaf sama svarið, að þetta væri í athugun. Svo var það í byrjun september að ég var loksins beðinn að fram- leiða þessi rör, þegar hitaveitustjóri var búinn að velta þessu fyrir sér í um það bil tvo mánuði. Þar sem ég taldi orðið vonlaust að ég fengi þessi rör, hafði ég að sjálfsögðu ekki pantað plastkápur og nú var svo komið að ég gat ekki fengið þær strax. Gat ég því ekki framleitt rörin með svo stuttum fyrirvara, en þau átti að afgreiða um miðjan september. Aðeins eitt annað fyrirtæki framleiðir hitaveiturör hér á landi og er það suður í Hafnarfirði. Hef- ur það framleitt fyrir Hitaveitu Akureyrar. Nú var svo komið að ég var svo til verkefnalaus, nema hvað Hita- veita Dalvíkur hefur keypt rör hjá mér, enda sá hún hag í því að losna við mikinn flutningskostnað að sunnan. Þá stendur til að Hitaveita Ak- ureyrar leggi hitaveitu í Öngul- staðahrepp og gerði ég nú fyrir- spurn um hvort ekki vantaði rör í þá lögn. Formaður hitaveitunefnd- ar tjáði mér að það vantaði eitthvað og gæti ég fengið allt sem vantaði til framleiðslu. Þar sem ég hafði eingöngu framleitt 6 metra löng rör Gunnar Sverrisson. spurði ég hvort það myndi vera 6 eða 12 metra löng rör sem þyrfti í þessa lögn. Var mér þá sagt að það væru báðar þessar lengdir. Hitaveitustjóri hefur sett það fyrir sig, að ég gæti ekki framleitt 12 metra löng rör, vegna þess að ég væri í það litlu húsnæði. Ég vil benda hitaveitustjóra á, að ég hef haft tök á stærra húsnæði, en þar sem ég fæ lítið sem engin verk- efni hjá honum^sé ég ekki ástæðu til að fara í stærra húsnæði. Enda hefur hitaveitan bæði verið með 6 og 12 metra löng rör. Eftir að ég hafði fengið það upp hjá formanni hitaveitunefndar, að ég mætti framleiða það sem ég gæti, hafði ég samband við hita- veituna, en var sagt þá, að það væri búið að panta allt það sem vantaði, sunnan úr Hafnarfirði. Þeir gera sem sé lítið með það sem hitaveitunefnd segir, höfðingj- arnir þar. Að lokum vil ég spyrja. Hefur hitaveitustjóri það mikil völd, að hann þurfi ekki að fara eftir því sem hitaveitunefnd hefur fram að færa? Er hitaveitustjóra persónulega eitthvað illa við mig, eða hefur hann einhverra hagsmuna að gæta í sambandi við kaup á hitaveitu- rörum sunnan úr Hafnarfirði? Ef svo er, þá væri gaman að vita hvort bæjarbúar hafi ekki ein- hverra hagsmuna að gæta í sam- bandi við flutningskostnað að sunnan. Einn starfsmaður hjá hitaveitu Akureyrar kom til min og vildi gerast hluthafi í fyrirtæki mínu. Hann taldi að ég myndi aldrei fá neitt að gera nema svo yrði. Ég spyr. Er þetta tilfellið? Er það ekki hagur bæjarfélagsins að framleitt verði eitthvað af rörum á Akureyri? Hefur bæjarstjórn kynnt sér þetta mál, eða kemur henni þetta ekki við? Svo læt ég þessu lokið að sinni, en vænti þess að fá svör við spurn- ingum mínum sem fyrst. Virðingarfyllst, Sigurður Einarsson Skarðshlíð 2 Akureyri. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.