Dagur - 05.12.1978, Síða 1

Dagur - 05.12.1978, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. árg. Akureyri, þriðjudagur 5. desember 1978 76. tölublað msm m Tómas kemur áfundá Akureyri Almennur félagsfundur í Framsóknarfélagi Ak- ureyrar verður að Hótel KEA fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30. Fundarefni: Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, ræðir um efna- hagsaðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Allt áhugafólk velkomið. ■ * Útimarkaður á Akureyri Fyrir skömmu sótti fyr- irtækið Fell h.f. um heimild til að starfrækja útimarkað á Ráðhús- torgi eða í hugsanlegri göngugötu í Hafnar- stræti. Eflaust hafa for- ráðamenn fyrirtækisins haft hinn nýja reykvíska útimarkað í huga er þeir sóttu um heimildina sem bæjarráð hafnaði að gefa að svo komnu máli. ggju ■ ■| Eyfirskir bændur Athygli eyfirskra bænda skal vakin á því að al- mennur bændafundur verður haldinn að Hótel KEA á morgun og hefst hann kl. 21.00. Fram- sögumaður er Gunnar Guðbjartsson, formaður . Stéttasambands bænda, en fundarefnið er fram- leiðslu- og sölumál mjólkurafurða. Stalín á Akur- eyri í janúar Æfingar eru nú hafnar hjá Leikfélagi Akureyr- ar, á leikritinu Stalín er ekki hér, eftir Véstein Lúðvíksson. Leikstjóri er Sigmundur Öm Arn- grímsson. Að sögn Odds Björnssonar, leikhúss- stjóra verður leikritið væntanlega frumsýnt um miðjan janúar. Heita vatnið á Blönduósi að þverra Vatnið í borholunum á Reykjum minnkar dag frá degi Vatnið í borholunum á Reykjum við Reykjabraut hefur minnkað að miklum mun að undanförnu. Sem dæmi má nefna að í sept- ember í fyrra, þegar fyrstu húsin á Blönduósi voru tengd, fengust 38 sekúndulítrar af 70 stiga heitu vatni frá Reykjum. Vatns- magnið var aftur mælt í ágúst s. 1. sumar og kom þá í ljós að það var 28 sekundulitrar og þegar það var mælt fyrir nokkr- um dögum var magnið aðeins 22 sekúndulítrar. Til þess að fullnægja vatnsþörf íbúa Blönduóss þarf hins vegar 28 lítra. Gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að fá bor að Reykjum í þessum mánuði, en það verður vart fyrr en í febrúar, sem hægt verður að tengja meira vatn inn á hita- veituna. Fram að þeim tíma verður að kynda stærstu húsin í bænum með olíu — á kostnað hitaveitunn- ar. „Nú bíðum við eftir bornum og okkur hefur verið tjáð að við fáum annan borinn sem er í Eyja- firði. Við höfum leitað til Hitaveitu Akureyrar um að fá Narfa og væntanlega verður fundur á Akur- eyri um málið í næstu viku“, sagði Hilmar Kristjánsson, oddvili á Blönduósi, er Dagur ræddi við hann s. 1. föstudag. „Það má segja að hér ríki hálfgert neyðarástand, því þegar kalt er úti næst ekki eðli- legur hiti í húsunum vegna vatns- skorts“. Á Reykjum eru fjórar borholur, en hitaveitan á Blönduósi nýtir tvær þeirra. Ætlunin er að bora fimmtu holuna, einnig að Reykj- um, og sagði Hilmar að búið væri að höggbora niður á 40 metra dýpi. Vegalengdin frá Reykjum til Blönduóss er 14 km og er vatnið á borstað um 70 stig, en 60 stig á Blönduósi. Hilmar sagði að forráðamenn Hitaveitu Akureyrar hefðu tekið vel í málaleytan Blöndósinga um að fá borinn Narfa og einnig hefur iðnaðarráðherra látið í ljós þá skoðun að flýta beri framkvæmd- um á Reykjum svo hitaveitan Blönduósi fái nægilegt vatn. En það er ljóst að þetta vandræða- ástand helst fram á nýja árið þar sem það tekur tíma að bora og tengja — ef einhver árangur fæst af frekari borunum. UPPSETNING HEFST í ÞESSARIVIKU Efni í skíðalyftuna á Ólafsfirði er nú komið til bæjarins og gert er ráð fyrir að uppsetning á möstrum geti hafist í þessari viku. Lyftan er tæpir 500 metrar á lengd og getur hún flutt 350 manns á hverri klukkustund. Ólafsfirðingar vonast til að lyftan verði komin í gang um áramót. Lyftan kostaði rúmar 20 milljónir króna og er fyrir- tækið fjármagnað úr ýmsum áttum. íþróttafélagið Leiftur hafði forgöngu um að lyftan kæmi til Ólafsfjarðar, en bæj- arbúar hafa sýnt mikinn áhuga á fyrirtækinu og lagt fram um- talsverðar fjárhæðir. Siglósíld tekur til starfa á ný Um áramót verður hafin fram- leiðsla á nýjum síldarréttum Á miðvikudag í síðustu viku hóf Siglósíld starfsemi eftir að hafa verið lokuð í einn mánuð vegna verkefnaskorts. Nú er verið að vinna að niðurlagningu á síldarflökum sem fara eiga á markað í Finnlandi og í Danmörku. Gera má ráð fyrir að verkefnið endist í 2 til 3 vikur. Ekki er líklegt að verksmiðjan stöðvist i umtalsverðan tíma eftir að þessu verkefni lýkur; m.a. í bígerð er að hefja framleiðslu á nýjum vörutegundum og um mánaðamótin janúar/febrúar verður hafist handa við niðurlagningu á gaffalbitum er fara til Sovétríkjanna. „Þegar við lokuðum fóru ýmsir í lifur, en það gafst ekki vel. 1 lok vinnu hjá frystihúsunum. Nokkrar stúlkur fóru til Hornafjarðar og Þorlákshafnar í síldarsöltun og þær eru nú að tínast til baka,“ sagði Egill Thorarensen, framkvæmda- stjóri. „Ég veit ekki nákvæmlega hve margir hafa orðið atvinnulaus- ir vegna lokunnar Siglósíldar, en get ímyndað mér að það sé um 40 til 50 manns." mánaðarins eða í byrjun janúar verður hafin framleiðsla á salötum og síld í ýmsum sósum. Þegar framleiðsla Siglósíldar er í fullum gangi starfa þar um 90 til 100 manns. Nú er lokið æfingum á Skugga-Sveini, en lcikararnir munu taka aftur upp þráðinn síðar í ntánuðinum og frumsýning verður á annan í jólum. Sýnt verður á hverjum degi milli jóla og nýárs. Það dylst víst engum að myndin er af honum Skugga-Sveini sem leikinn er af Theodor Júlíus- syni. Mynd: Ljósm.st. Páls. Ekkert lát á lægðunum Skíðalyftan í Ólafsfirði: Egill sagði það ekki ýkja alvar- legt fyrir sjálft fyrirtækið þótt rekstur þess stöðvaðist í einn mán- uð, því nauðsynlegt væri að yfirfara vélbúnað og gera lagfæringar. Þar að auki telst það vart til tíðinda að Siglósíld verði að loka um þetta leyti og þrátt fyrir rekstrarstöðvanir hefur „þetta blessast undanfarin ár.“ Forráðamenn fyrirtækisins hafa fullan hug á að auka fjölbreytni framleiðslunnar, en á því eru ýmsir annmarkar, svo sem samningur við Sovétríkin um kaup á gaffalbitum. Rætt hefur verið um vinnslu á rækju og reynt var að sjóða niður Grímsey 4. desember. Hér hefur nær ekkert verið farið á sjó í þrjá mánuði vegna ógæfta, sem elstu menn muna ekki meiri og samfelldari. Stöku menn reyna að fara á sjó og dorga þá helst upp við land i skjóli við eyna. Fiskur er nægur en þó fæst ekki eins stór og góður fiskur upp við land og þegar lengra er hægt að sækja. Áður en þessar ógæftir hófust var búið að afla eins mikið eða meira en allt árið í fyrra, en síðan hefur lítið bæst við. Það eru meiri ósköpin sem til eru af lægðunum og virðist ekki lát á þeim ennþá. Mest af saltfiskinum er farið frá okkur en ögn er eftir af fiski, sem fara á til Portúgals Menn eru famir að undirbúa jólin, sumir búnir að búa til laufa- brauðið, sem hér er til hátíða- brigðis á öllum heimilun, eins og ætíð hefur verið. S.S. Tvö met á Sigluf irði Fyrir fimm dögum fór japanskt flutningaskip frá Siglufirði með 4.850 tonn af loðnumjöli. Þetta er mesta magn loðnu- mjöls sem hefur verið skipað út í einu á Siglufirði og jafn- framt er japanska flutninga- skipið það stærsta sem hefur lagst við bryggju á Siglufirði, en það er 4250 tonn að stærð. Lengd skipsins er 109 metrar. Eins og að líkum lætur tekur langan tima að skipa út þessu magni, en skipið var 10 daga á Siglufirði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.